Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þetta er eins og annað í þessu neysluþjóðfélagi, bara einnota drasl. Á válista Náttúru-fræðistofnunareru nú 32 tegund- ir af 76 íslenskum varp- fuglum. Í bráðri hættu eru brandönd, fjöruspói, grá- spör, skutulönd, snæugla og strandtittlingur og er stofnstærð þeirra talin innan við 50 fuglar. Fimm- tán tegundir eru taldar í yfirvofandi hættu. Fjórar þeirra, sjósvala, skrofa, stormsvala og súla, verpa á mjög fáum stöðum á landinu. Stofnstærð sjö tegunda, branduglu, fálka, flórgoða, gargandar, gul- andar, hrafnsandar og himbrima er innan við 1000 fuglar og hefur flórgoða auk þess fækkað á undanförnum ár- um. Stofnum grágæsar, hrafns, stuttnefju og svartbaks hefur einnig fækkað undanfarið. „Við teljum sömu svæðin ár eft- ir ár,“ segir Björn Arnarson, fuglaáhugamaður á Hornafirði, sem tekur þátt í fuglatalningunni í dag. „Áberandi nú eru alls kyns mávar og æðarfuglar, ásamt snjó- tittlingum. Svartbak hefur snar- fækkað hér á Hornafirði og hérna á fjörunum. Nú er minna hent af slori í sjóinn og komið með fiskinn að landi óaðgerðan. Það gæti vald- ið fækkun. Þegar ég var krakki í sveit var ekkert tiltökumál að skreppa út á fjöru og ná sér í 30– 40 svartbaksegg, en nú eru þetta orðin eitt eða tvö hreiður á þessu svæði. Þetta þekkist víða með suð- urströndinni.“ Björn segir margar tegundir fugla eiga undir högg að sækja. Nefnir hann flórgoðann, en segir stofninn þó heldur vera á uppleið. Þá segir Björn að töluvert sé um rjúpu á sínu svæði. „Mér finnst tímabært að aflétta veiðibanni, en ég er þó hlynntur því að veiðar séu takmarkaðar á einhvern hátt. Það þarf einnig að fara að minnka sókn í grágæs og menn að snúa sér að heiðagæsinni. Grágæs hef- ur fækkað hér og er farin að hegða sér allt öðruvísi. Þegar bú- skapur var meiri til sveita og verið að bera á túnin á haustin eða eftir slátt, kom grágæsin í túnin en nú heldur hún sig mikið við úthaga.“ Björn segist ekki að marki verða var við nýjungar í fari fugla í tengslum við breytingar á veð- urfari. „Mikið af alls konar fuglum hefur komið til landsins undanfar- ið ár og hefur sjálfsagt að gera með veðurfar. Það hafa bæst við varpfuglar á landinu, t.d. glókoll- ur og brandönd sem landfuglar á síðustu tíu árum, báðar tegundir að verða algengar. Metár í flækingum Síðasta ár kom mestur fjöldi flækinga til landsins það sem af er, 213 tegundir, en í meðalári hafa komið um 180 tegundir. Markverðastan af flækingum seg- ir Björn barrþröst, sem sást fyrst á Austurlandi í vor, en kemur frá vesturströnd Bandaríkjanna. „Á síðasta ári komu átta alveg nýjar tegundir flækinga sem hafa aldrei sést áður og þar á meðal barr- þrösturinn. Af öðrum má nefna skógtittling, dvalsöngvara, dverg- goða og fagurgæs. Við fengum upplýsingar frá fuglaáhugamönn- um ytra um það þegar fagurgæsin var á leið til Íslands frá norðan- verðri Evrópu. Hún var í hópi helsingja sem voru á leið til Ís- lands og fannst hér í gæsataln- ingu sl. vor.“ Björn segir flækinga sjaldnast merkta, en þá séu það einkum tiltölulega algengir fuglar sem taldir eru eiga lífsmöguleika í landinu. Hann telur ólíklegt að tegundir úr hópi nýrra flækinga eigi lífsvon á Íslandi. „Til að eiga möguleika á varpi hér þurfa að koma stórir hópar af sömu teg- und, eins og gerðist með glókoll- ana 1995 þegar hundruð þeirra hröktust til landsins og þeir fóru að verpa hér upp úr því.“ Eftir talninguna í dag munu liggja fyrir niðurstöðutölur um þúsundir fugla um allt land. Spurður um hvort ekki sé ástæða til að hafa annan talningardag að sumri segir Björn svo vera og það sé í umræðunni meðal fugla- áhugafólks. Talningarnar eru að- gengilegar inni á vef Náttúru- fræðistofnunar, þar sem hægt er að sjá talningar síðustu ára og samanburðartölur. Mikið af rjúpu á Kvískerjum Hálfdán Björnsson á Kvískerj- um segist sjaldan hafa séð eins mikið af rjúpu og nú. „Ég var að telja rjúpur í vikunni og taldi 57 fugla, en svo marga hef ég ekki séð undanfarna vetur. Það bendir til að friðun í tvö ár hafi haft mikil áhrif, því að í fyrra voru hér ekki nema milli 15 og 20 pör. Ég hef ekki teljandi áhyggjur af öðrum fuglategundum hér, en það verður því miður að segjast að fjöldi tófunnar heldur fuglalífinu niðri.“ Af flækingum segist Hálf- dán hafa séð fugla frá Ameríku og Síberu. „Barrþröst, skógtittling, sem skyldur er þúfutittlingi og dvalsöngvara; ameríska lóuteg- und sem er sérstök fyrir að hafa sundfit sem okkar lóur hafa ekki og líkist mest sandlóu. Fjórar bjúgnefjur sá ég líka.“ Hálfdán telur fugla í Kvískerja- landinu í dag og segir sér varla munu endast dagurinn í taln- inguna, svo stórt sé svæðið. Fréttaskýring | Ástand fuglastofna athugað Fuglar lands- ins taldir í dag Aldrei jafnmikið af flækingsfuglum og í fyrra, aukningin nemur um 20% Barrþröstur á Austurlandi. Rjúpunni fjölgar en svartbaki hefur fækkað  Í dag er árlegur fuglatalning- ardagur áhugafólks um fugla- skoðun á Íslandi. Slík talning hefur farið fram í áratugi og lík- legt að á annað hundrað manns verði við talningar í sjálfboða- vinnu um allt land. Tölur um stöðu einstakra stofna munu liggja fyrir fljótlega hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands. Aldrei hefur jafnmikið af flækingum komið til landsins og í fyrra, 215 tegundir, en að jafnaði finnast um 180 tegundir árlega. steinunn@mbl.is Launasjóður fræðiritahöfunda Auglýsing um starfslaun Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Launasjóður fræðiritahöfunda auglýsir eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðnum sem veitt verða frá 1. júní 2005. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar. Rétt til að sækja um úr Launasjóði fræðiritahöfunda hafa höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku. Meginhlutverk Launasjóðs fræðiritahöfunda er að auðvelda samningu bóka, og verka í stafrænu formi, til eflingar íslenskri menningu. Starfslaun eru veitt til hálfs árs, eins árs, til tveggja ára eða þriggja. Þeir, sem hljóta starfslaun úr sjóðnum, skulu ekki gegna föstu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur. Starfslaun miðast við núgildandi kjarasamning Félags háskólakennara. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar nk. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Rannís á Laugavegi 13, sími 515 5800, eða á heimasíðu Rannís www.rannis.is . Umsóknir sendist til: Launasjóður fræðiritahöfunda, Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands hafa sent umhverfisráð- herra stjórnsýslukæru vegna úr- skurðar Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar, milli Laugarvatns og Þingvalla. Áð- ur hefur Landvernd sent svipaða kæru til ráðherra. Aðalkrafa samtakanna er að um- hverfisráðherra hafni úrskurði Skipulagsstofnunar í heild sinni vegna formgalla á málsmeðferð, þar sem Vegagerðin útilokaði fyrir fram að bjóða upp á endurbætur á núver- andi vegi, svonefnda leið 1, sem framkvæmdakost á legu vegarins til athugunar og úrskurðar Skipulags- stofnunar. Vegagerðin kynnti end- urbætur á leið 1 aðeins til sam- anburðar á öðrum leiðum. Samtökin segja að þessi „gjörn- ingur“ stríði gegn meginmarkmið- um laga um mat á umhverfisáhrif- um, þ.e. um réttláta málsmeðferð, sanngjarna upplýsingaskyldu og að forðast beri eins og kostur sé að valda umtalsverðum umhverfis- áhrifum vegna framkvæmda. Til vara krefjast Náttúruvernd- arsamtökin þess að ráðherra ógildi þann hluta úrskurðarins þar sem fallist er á fyrirhugaða lagningu Gjábakkavegar samkvæmt leið 7, enda muni framkvæmdin hafa í för með sér umtalsverð, neikvæð og óafturkræf umhverfisáhrif. Um- rædd leið liggi á svæði sem Um- hverfisstofnun og Náttúrufræði- stofnun hafi lagt til að verði hluti af stækkun þjóðgarðsins á Þingvöll- um. Er umhverfisráðherra hvattur til að fallast á endurbætur á gamla veginum, einkanlega á kaflanum milli Gjábakka og Laugarvatnshella og að leyfilegur hámarkshraði þar verði ekki meiri en 50 til 70 kíló- metrar á klukkustund. Stjórnsýslukæra vegna vegar um Gjábakka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.