Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ég er framsóknarmann-eskja í húð og hár, fæddinn í flokkinn,“ segir húnbrosandi, þegar ég spyrhver Hansína Ásta Björgvinsdóttir sé. „Ég fékk pólitíkina frá föðurfólk- inu. Ég er fædd á Eyrarbakka hjá ömmu og afa og Jarlinn í Sigtúnum átti hjörtun í okkur öllum! Foreldrar mínir, Björgvin Jóns- son og Ólína Þorleifsdóttir, hittust í Samvinnuskólanum hjá Jónasi frá Hriflu og það kostaði móður mína frekari skólagöngu að eignast mig. Hún var Austfirðingur, komin af miklu skipstjórakyni, og pabbi var Árnesingur og Eyrbekkingur fyrst og fremst. Þegar ég var fimm ára gömul fluttust foreldrar mínir til Seyð- isfjarðar, en ég varð eftir á Selfossi í eitt ár, en fór svo austur til þeirra sex ára gömul. Pabbi var þar kaup- félagsstjóri, sat í bæjarstjórn og hann var síðasti þingmaðurinn sem Seyðfirðingar áttu fyrir kjördæma- breytinguna ’59. Og ég eignaðist fimm systkini.“ – Hvernig var að alast upp á Seyðisfirði? „Það var svo gaman að alast þar upp. Í minningunni er oft svo sól- ríkt fyrir austan og vorið og haust- ið lengdu sumarið í báða enda. Ég man alla þessa algengu krakkaleiki og á sumrin syntum við í sjónum og urðum sólbrún og hress. Á veturna var allt ísi lagt og þá voru allir á skautum. Og svo var maður ekki gamall þegar vinna bauðst og það var gagn að manni. Við vorum að breiða fisk, mættum þegar hvíta lakið var sett upp. Svo kom síldin og það var sannkallað ævintýri, fjörðurinn fullur af siglutrjám og á götunum heyrðust alls konar tungumál. Það var svo skemmtilegt fólk á Seyðisfirði fannst mér, til dæmis Steinskrakkarnir; Kristín, Iðunn og þau systkinin öll. Ég held enn sambandi við fólk frá þessum tíma á Seyðisfirði, skrifa jólakort og sendi því kveðju. Þær systur, Kristín og Iðunn, skrifuðu meðal annars leikritið Síldin kemur og síldin fer og þar í er ég bláeyga stúlkan, sem er með menntamanninum af Laugarvatni.“ Og Hansína hlær við endurminn- ingunni. Menntamaðurinn af Laug- arvatni er Ingvi Þorkelsson, eig- inmaður hennar. Þau kynntust í Menntaskólanum að Laugarvatni, en þangað fór hún haustið 1962, þá 17 ára gömul. Svona var ég orðin gömul kennslukona! En að fyrsta Laugarvatnsvetr- inum liðnum fluttu foreldrar Hans- ínu í bæinn og þá þótti ekki rétt að eyða peningum í frekari heimavist- ardvöl. „Ég fór í MR, en var þar bara í sex vikur. Mér leiddist svo mikið! Ég skildi ekki það sem krakkarnir sögðu og var alveg utangátta. Þá hafði einhver ömmusystirin samband við Brodda Jóhannesson og þessi elskulegi maður bauð mér í heimsókn upp í Kennaraskóla. Ég fór þangað með fýlu. En Broddi fór bara með mig inn í annan bekk, kynnti mig þar sem nýjan nemenda og áður en ég vissi af var ég setzt á kennaraskólabekk. Í Kennaraskólanum hitti ég fyrir miklu blandaðri krakkahóp, sem ég féll fljótt og vel inn í. Þetta voru hressir krakkar, sem ég komst al- veg í kontakt við.“ Tvítug verður Hansína kennari og byrjar haustið ’66 að kenna í Vogaskóla. Þau Ingvi hafa þá eign- azt sitt fyrsta barn og eru að berj- ast í því að kaupa sína fyrstu íbúð í Sólheimum 25. Fimm árum síðar flytjast Hans- ína og Ingvi í Kópavoginn og hún fer að kenna við Kópavogsskóla. Börnin verða tvö og þrjú. Nú eiga þau Ingvi þrjú barnabörn og augun í Hansínu hitna um nokkrar gráð- ur, þegar hún segir mér frá þeim. En svo vék kennslan fyrir póli- tíkinni. „Kennslan var nú orðin nokkuð löng lota hjá mér. Ég var farin að kenna ekki bara börnum þeirra, sem ég kenndi fyrst, heldur líka barnabörnum. Gamlir nemendur komu að máli við mig; Hansína, sögðu þeir og það jaðraði við að það lægi einhvern veginn í orðunum: Hvað, ert þú ekki dauð? Svona var ég nú orðin gömul kennslukona! Ég tók mér tímabundin frí frá kennslunni til að sinna pólitíkinni, en svo kom að því að ég fann að ég var ekki heil í kennslunni lengur og það þótti mér vont. Ég vil vera heil í því sem ég tek mér fyrir hendur. Á síðasta kjörtímabili fékk ég launalaust leyfi og starfaði þá að stjórnmálunum og fann að ég yrði að hrökkva eða stökkva. Og ég stökk.“ Blessaður, segðu þeim að ég sé til – Varstu pólitískur unglingur? „Nei. Ég heyrði oft illa talað um pabba vegna stjórnmálaafskipta hans. Það herti mig nú reyndar í framsóknartrúnni, en ég varð frá- bitin stjórnmálunum og hét því að ég skyldi aldrei leggja þau fyrir mig. Eins og mannlífið á Seyðisfirði gat verið gott, þá var pólitíkin hörð og óvægin. Og við börnin heyrðum margt, sem við áttum ekki að heyra. Við skildum það sem mis- jafnt var, þótt fólk væri að reyna að baktala föður okkar undir rós. Mér verður oft hugsað til þess, að fólk ætti að gæta sín betur hvað það lætur sér um munn fara í við- urvist barna.“ – Hvað kom þá til þess að þú fórst að hafa afskipti af stjórnmál- um? „Ég lenti fyrir tilviljun í heil- brigðisnefnd fyrir Framsóknar- flokkinn, þegar Siggi, Sigurður Geirdal, varð bæjarstjóri 1990. Fram að þeim tíma getur vart heit- ið að ég hafi vitað hvað bæjarstjóri Kópavogs hét! Ég var bara að kenna og sinna mínum börnum. En þeir voru að ganga á eftir pabba með að gefa kost á sér í nefnd fyrir flokkinn, en hann af- sagði það með öllu og vildi helzt að Ingvi tæki það að sér. En hann tók það ekki í mál. Ekki veit ég hvað kom yfir mig, en ég sagði við pabba: Blessaður segðu þeim bara, að ég sé til! Og tveimur eða þremur dögum síðar var hringt í mig og ég beðin að fara í heilbrigðisnefndina. Þar með varð ég auðvitað að ganga í flokkinn. Þegar til kom, fannst mér stjórnmálastarfið bara skemmtilegt og þar kynntist ég mörgu góðu fólki. Stjórnmálaafskiptin voru fljót að vinda upp á sig. Í bæjarstjórnar- kosningunum ’94 var ég þriðji mað- ur á listanum á eftir Sigga og Páli Magnússyni. Siggi náði einn inn og Páll var varafulltrúi, en ég tók meðal annars við formennsku í fé- lagsmálaráði. ’98 var ég í öðru sæti listans og við Siggi komumst bæði í bæjarstjórn og 2002 náðum við þriðja manninum inn. Við Siggi skiptum þannig með okkur verkum, að ég sá um flokks- starfið og félagsmálin, en hann var mest í bygginga- og skipulagsmál- um, auk þess sem hann var auðvit- að mjög sprækur í bæjarstjóra- starfinu. Hann stóð alla tíð ákaflega vel við bakið á mér og var afskaplega duglegur að koma, þeg- ar flokksstarfið þarfnaðist hans. Siggi var sá samstarfsmaður, sem maður helzt vildi eiga, óumdeildur foringi okkar framsóknarmanna og framúrskarandi talsmaður bæjar- ins.“ – Og nú þegar hann er genginn, sezt þú í bæjarstjórastólinn. „Já. Lífið er ólíkindatól. Það hafði aldrei hvarflað að mér að reyna að komast í þessa stöðu. En þegar Siggi féll svona óvænt frá varð ég að gera upp hug minn til þess að taka við bæjarstjóra- starfinu eða ekki.“ – Vafðist það eitthvað fyrir þér? „Já, satt að segja gerði það það. Ég hugsaði með mér, að ég gæti aldrei farið í sporin hans Sigga. Það væri ekki á mínu færi. Ég vissi að það sem ég ekki kunni í bæjarmálum, það gæti ég lært og finnst það reyndar ekki erf- itt. En að vera fulltrúi bæjarins; andlit hans út á við, það stóð aðeins í mér, því ég er hlédræg að eðl- isfari. En svo ákvað ég að setja mig í þær stellingar sem til þarf. Og ég veit að ég get lært þær líka. Ég veit ég er engin Sigurður Geirdal. En ég er sátt við sjálfa mig og mína ákvörðun um að sækj- ast eftir bæjarstjóraembættinu.“ Það hefur einhver ákveðinn tónn laumast inn í annars mjúka rödd Hansínu, þegar þessar setningar falla, og ég finn, að nú er henni þetta engin nauðung heldur lítur hún á fortíðina sem nesti til sinnar eigin pólitísku ferðar. Það verður að vera gaman að hlutunum – Það voru einhverjar umræður um aðra í bæjarstjórastólinn. Komu þær við þig? „Þetta voru erfiðir dagar. Bæði sorgin, þegar Siggi dó. Það er svo bágt að sætta sig við fráfall hans. Og svo fann ég fyrir ákveðnu van- trausti, þegar menn voru að bolla- leggja eitthvað úti í bæ framhjá mér. En ég reyndi að láta það ekki hafa nein áhrif á mig meðan ég var að hugsa minn gang. Það var fyrst og fremst mín ákvörðun að taka bæjarstjórastarfið að mér. Og þeg- ar hún var tekin fann ég fyrir mikl- um stuðningi; fjölskyldan studdi mig einhuga og félagar mínir í bæj- armálunum einnig.“ – Og nú ertu kominn á toppinn! „Það hefur aldrei verið í mínum huga. Ég naut þess bara að vinna í þessum hópi í kringum Sigga. Þetta var allt svo jákvætt og hresst; eins konar ungmenna- félagsandi. Og þótt það geti verið misjafnt að vinna með fólki, þá hef ég líka haft gaman af samstarfinu við sjálf- stæðismenn og fulltrúa minnihlut- ans líka! Bæjarmálin eru alveg ótrúlega skemmtilegur og spenn- andi starfsvettvangur!“ – Og kjósendurnir? „Já, ekki eru þeir leiðinlegir. Að minnsta kosti ekki þeir sem kjósa Framsóknarflokkinn! En auðvitað erum við kjörin til þess að vinna fyrir alla bæjarbúa. Þetta er fyrst og fremst vinna sem maður tekur að sér til þess að verða til gagns. Maður er alltaf að gera sitt bezta. En auðvitað verður líka að vera gaman. Þetta er satt að segja alveg eins og í kennslunni. Engir tveir dagar eins. Mér finnst ég hafa verið alveg ótrúlega heppin að fá að starfa á þessum tveimur sviðum.“ – Nú lýkur bæjarstjóratíma þín- um 1. júní næstkomandi. „Já. Það er samkomulag okkar og sjálfstæðismanna að þá taki oddviti þeirra við bæjarstjórastarf- inu. Ég verð þá formaður bæjar- ráðs og ætti að vera vel undir það starf búin!“ – Hvað svo? „Ertu að meina næsta kjörtíma- bil? Vika er langur tími í pólitík. Við skulum bara bíða og sjá,“ segir Hansína Ásta Björgvinsdóttir bæj- arstjóri Kópavogs og hlær við. Vil vera heil í því sem ég tek mér fyrir hendur Morgunblaðið/Jim Smart Maður er alltaf að gera sitt bezta, segir nýr bæjarstjóri Kópavogs, Hansína Ásta Björgvinsdóttir. Hún er tekin við bæjar- stjórastarfinu í Kópavogi eftir sviplegt fráfall fyrir- rennara síns. Að vonum setur það mark sitt á marga hluti en Hansína Ásta Björgvinsdóttir lítur ekki á það sem nauðung heldur nesti til sinnar eigin ferðar. Freysteinn Jóhannsson forvitnaðist um konuna, sem bæjarstjórinn deilir nú Hansínu með. ’Gamlir nemendur komu að máli við mig;Hansína, sögðu þeir og það jaðraði við að það lægi einhvern veginn í orðunum: Hvað, ert þú ekki dauð? Svona var ég nú orðin gömul kennslukona!‘ freysteinn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.