Morgunblaðið - 09.01.2005, Page 40
✝ Þorbjörg Ein-arsdóttir fædd-
ist á Hvalnesi í
Lóni 16. maí 1916.
Hún lést á LSH –
Fossvogi þriðju-
daginn 14. desem-
ber síðastliðinn.
Hún var dóttir
hjónanna Einars
Eiríkssonar bónda,
kaupmanns og út-
vegsmanns í Hval-
nesi, f. 1883, d.
1973, og Guðrúnar
Þórðardóttur, f.
1884, d. 1926. Þor-
björg var fjórða barn foreldra
sinna af sjö barna hópi. Systkini
hennar voru stúlka, f. 1911, d.
1911; Eiríkur, f. 1913, d. 1913;
Guðbjörg, f. 1914, d. 1999; Ei-
ríkur, f. 1919, d. 1994; Sólrún, f.
1921, d. 1996, og Sigurður, f.
1925.
Þorbjörg giftist Sigurði
Gunnarssyni, f. 10.11. 1906, d.
20.2. 2000, og eignuðust þau
tvær dætur: 1) Guðrún Viktoría,
f. í Reykjavík 23. desember
1952. Giftist Alexander Chelbat,
f. 1950. Þau skildu. Sonur
þeirra er Sigurður Victor, f. í
Reykjavík 13. jan-
úar 1977. Sonur
hans er Oliver
Örn, f. 1. maí 2002.
2) Guðbjörg, f. 17.
júní 1956.
Þorbjörg var að-
eins tíu ára gömul
þegar hún missti
móður sína. Hún
hleypti heimdrag-
anum ung kona og
hélt til Reykjavík-
ur þar sem hún
vann við fram-
reiðslustörf og
saumaskap. Þor-
björg og Sigurður stofnuðu
heimili fyrst í Kópavogi, en síð-
ar bjuggu þau í Reykjavík.
Heimili þeirra var um árabil í
Gufunesi þar sem þau störfuðu
bæði, Þorbjörg í mötuneytinu. Á
sjötta áratug bjuggu þau svo á
Lauganesvegi 81 og þar var
heimili Þorbjargar þar til yfir
lauk. Á fyrstu árunum á Lauga-
nesveginum starfaði Þorbjörg
hjá Júpíter og Mars en var síðan
heima. Þorbjörg hélt heimili allt
til dauðadags á Laugarnesvegi.
Útför Þorbjargar fór fram í
kyrrþey 21. desember.
Þú, Guð, sem stýrir stjarna her
og stjórnar veröldinni,
í straumi lífsins stýr þú mér
með sterkri hendi þinni.
Stýr mínu hjarta að hugsa gott
og hyggja að vilja þínum,
og má þú hvern þann blett á brott,
er býr í huga mínum.
Stýr minni tungu að tala gott
og tignar þinnar minnast,
lát aldrei baktal, agg né spott
í orðum mínum finnast.
(V. Briem.)
Með þökk fyrir allt, elsku
mamma,
Guðrún Viktoría
og Guðbjörg.
Vertu sæl, elsku amma mín.
Það er ávallt sárt að kveðja
manneskju sem hefur verið manni
eins kær og þú varst mér. Huggun
er þó að vita til þess að ástkær eig-
inmaður þinn, Sigurður Gunnars-
son – afi, hefur tekið blíðlega á
móti þér og saman haldið þið
verndarvæng yfir litlu fjölskyld-
unni okkar. Það er margt sem ég
vildi svo gjarnan þakka þér fyrir en
pistill sem þessi er ekki nærri nógu
yfirgripsmikill, til þess þyrfti að
skrifa bók. Engu að síður vil ég
byrja á því að þakka þér fyrir það
að hafa verið bakland mitt, einkum
þegar ég var ungur að aldri og gat
vart varið mig gagnvart uppátækj-
um móður minnar, sem einkum fól-
ust í því að gefa mér soðna ýsu í
tíma og ótíma. Þetta hafði þær af-
leiðingar að undirritaður reyndi að
stjórna heimsóknartímum til ömmu
sem best hann gat, vitandi það að
ef hann yrði heima við fengi hann
ýsu. Slíkt er ekki mönnum bjóðandi
í sífellu og ber að veita ungum
mönnum gaum þegar þeir hafa orð
á slíku! Mér til málsbóta gat ég
ávallt klagað hana móður mína til
þín, þess fullviss að þú myndir
koma mér til varnar og bjarga mér
frá ýsunni. Geri mér vart grein fyr-
ir því hversu oft móðir mín hafði
orð á því við mig að ég yrði að
hætta því að klaga ávallt í ömmu!
Því miður fyrir móður mína þá
höfðu þessi orð þveröfug áhrif á
mig, því í kjölfarið sannfærðist ég
um það að amma mín og ég hefðum
rétt fyrir okkur og mamma rangt
fyrir sér. Amma var lausnin, hún
gerði mömmu fulljóst að það yrði
að næra barnið með viðeigandi
hætti, það yrði að borða og í kjöl-
farið fékk minn maður ekki ein-
ungis bót mála hjá móður sinni
heldur var amma sjálf kominn í
málið og eldaði dýrindis máltíð fyr-
ir barnabarnið. Þetta er ekki ein-
ungis það sem ég á þér að þakka,
ég vil meina að mitt keppnisskap
og metnaður til þess að gera betur
sé tilkomið vegna þín. Tel ég það
vera ómetanlega gjöf. Það lærðist
er þú kenndir mér skák með því-
líkum dugnaði að ég var fljótur að
ná töluverði færni. Í kjölfarið leyfð-
irðu mér að vinna þig, sem hafði
þær afleiðingar að mér lærðist
fljótt hvernig sú tilfinning er að
sigra. Hins vegar áttirðu það til,
þegar þér fannst ég vera orðinn
helst til montinn, að sigra mig, mér
til mikillar gremju. Féllust mér þá
stundum hendur sökum þess að ég
gerði mér lúmskt grein fyrir því að
hún hefði verið að spila undir getu í
hin skiptin sem ég hafði unnið.
Hafðirðu þá orð á því að ég yrði að
læra tvennt; annars vegar það að
ég yrði að æfa mig betur og hins
vegar að góður sigurvegari yrði að
læra að meðhöndla sigurinn, upp-
gjöf var ekki eitthvað sem ég átti
að líða.
Við áttum margt sameiginlegt,
og nefni ég sem dæmi að hlæja
góðlátlega að óförum annarra, t.d.
þegar einhver hrasaði án þess þó
að slasast, nema þá kannski helst
stoltið. Þú byrgðir það inni og
reyndir að leyna því með því að
halda hlátrinum niðri en það ein-
hvern veginn orsakaðist þannig að
líkaminn þinn hristist allur og
skókst, einkum brjóstkassinn sem
lyftist upp og niður við hvern hlát-
ur. Þetta yljaði mér vitandi það að
fyrst jafngóð kona og þú gast hleg-
ið þá hlyti það einnig að vera í lagi
fyrir strák eins og mig.
Það er athyglisvert að velta
þessu fyrir sér, einkum vegna þess
hversu ólíkt þetta er þinni persónu
sem var ávallt góð við náungann og
í mínum huga sú hjartahlýjasta
manneskja sem nokkur maður get-
ur kynnst.
Að lokum vil ég minnast þess
hversu dásamlegt það var að sjá
þig með barnabarnabarninu, syni
mínum Oliver. Hvernig þú ljómaðir
öll upp við það eitt að vita að hann
væri að fara að kíkja á langömmu
sína. Án þess að hafa haft orð á því
þá fannst mér ég ásamt þér vera að
upplifa fortíðina aftur, Oliver var
orðinn ég og þú varst aftur orðin
amman sem ég þekkti þegar heils-
an var öllu betri og líkaminn fylgdi
huganum í gjörðum. Það var aug-
ljóst að þér fannst allt sem strák-
urinn tók upp á vera afskaplega
skemmtilegt og væntumþykja þín
var öllum ljós. Það veitir mér óneit-
anlega huggun að þú skyldir hafa
fengið að hitta hann og njóta þrátt
fyrir að það hafi verið í skamman
tíma. Slíkar voru stundirnar að þær
verða mér ávallt í minni, ævilangt.
Saknaðarkveðjur
Sigurður Victor.
ÞORBJÖRG
EINARSDÓTTIR
40 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Kristín Halldórs-dóttir fæddist í
Kolkuósi í Viðvíkur-
sveit 27. febrúar
1916. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri 28.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Halldór
Gunnlaugsson og
Ingibjörg Jósefs-
dóttir. Systkini
Kristínar voru: Jós-
ef, Gunnlaugur (dó í
æsku) Hólmlaug (lát-
in), Hildur og Gunnlaugur.
Kristín giftist 17.
júní 1934 Hartmanni
Kristni Guðmunds-
syni frá Þrasastöðum
í Stíflu, d. 29. okt
1990 Börn þeirra
eru: Erna, Guðmund-
ur, Birgir, Kári, Hall-
dór, drengur (dó í
fæðingu), Grétar,
Ingibjörg og drengur
(dó skömmu eftir
fæðingu).
Útför Kristínar fór
fram frá Akureyrar-
kirkju mánudaginn
3. janúar.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Hún Stína mín var bara 16 ára
þegar hún trúlofaðist móðurbróður
mínum Hartmanni Guðmundssyni,
18 ára var hún þegar þau gengu í
hjónaband og hófu búskap á Þrasa-
stöðum í Stíflu. Þau eignuðust 9
börn, þar af komust 7 til fullorðins-
ára. Hún var aldrei mjög sterk-
byggð og stundum var hún hætt
komin af sjúkdómum en seiglan var
aldeilis ótrúleg hjá þessari smá-
vöxnu konu.
Ég kynntist henni ekki að neinu
ráði fyrr en hún var orðin dálítið
gömul kona (mátti ekki segja full-
orðin kona, það fannst henni tilgerð-
arlegt). Síðan óx með okkur vinskap-
ur sem entist hennar ævi og eftir því
sem vináttan varð traustari var eins
og árunum á milli okkar fækkaði.
Ekki ætla að ég að rekja hennar
æviferil, til þess verða aðrir kunn-
ugri, en við áttum margar góðar
stundir saman og meðal uppáhalds-
umræðuefna okkar var íslenskan,
mál og málnotkun. Ein besta gjöf
sem ég held að hún hafi fengið var
Íslensk orðabók, upp í henni var oft
flett. Jafnréttismál bar oft á góma
og fannst henni kvenfólkið nú á tím-
um óþarflega tilætlunarsamt við
karlana og jafnréttið ganga í öfuga
átt, þ.e. að á hlut karlanna væri
gengið.
Stína elskaði bækur og fram á síð-
ustu stund var hún með bók á nátt-
borðinu þó að undir það síðasta gæti
hún lítið lesið af því að sjóninni fór
hrakandi.
Hún var ekki allra en tók mikilli
tryggð við vini sína og tel ég mér
heiður að hafa verið þar á meðal og
með í þeim pakka fylgdi dóttir mín
og hennar fjölskylda.
Nú er skarð fyrir skildi, engin
Stína að heimsækja og rabba við.
Mínar bestu óskir fylgja henni inn
í eilífðina.
Börnum hennar og öllum afkom-
endum sendi ég samúðarkveðjur.
Ása Vilhjálmsdóttir.
KRISTÍN
HALLDÓRSDÓTTIR
Faðir okkar og afi,
REYNIR LÁRUSSON,
Hrafnistu,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 22. desember.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu
mánudaginn 10. janúar kl. 13.00.
Hjalti Reynisson,
Jóna Birna Reynisdóttir,
Arnar Reynisson
og barnabörn.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
VILDÍS JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis í
Dalsgerði 3b, Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að
morgni fimmtudagsins 6. janúar.
Jarðarför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 13. janúar kl. 13:30.
Ingibjörg K. Steinbergsdóttir, Rúnar Birgisson,
Vildís Kristín Rúnarsdóttir.
Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og út-
farar elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GYÐU KARLSDÓTTUR.
Guðrún Þorvarðardóttir,
Helga Þorvarðardóttir,
Margrét Þorvarðardóttir,
Vilhelmína Þóra Þorvarðardóttir,
Þorvarður Karl Þorvarðarson
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir og kveðjur til allra þeirra er
sýndu hlýhug og vináttu vegna andláts og út-
farar
ÖNNU MARÍU FRIÐBERGSSON.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar
L3 og líknardeildar Landakotsspítala.
Guð blessi ykkur öll
Fjölskylda hinnar látnu.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN ÞÓRÐARSON,
Reykjahlíð 10,
er andaðist þriðjudaginn 28. desember, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
11. janúar kl. 15.00.
Ólöf Stefánsdóttir, Hannes Þór Ragnarsson,
Þóra María Stefánsdóttir,
Kristinn Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og systir,
HULDA B. GUÐMUNDSDÓTTIR,
andaðist á líknardeild Landspítalans Landa-
koti þriðjudaginn 28. desember.
Jarðarförin hefur farið fram að ósk hinnar látnu.
Guðmundur Brynjólfsson, Björk Hjaltadóttir,
Gísli Brynjólfsson, Jónína Margrét Ingólfsdóttir,
Skúli Brynjólfsson, Kumba Krubally
barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu.