Morgunblaðið - 09.01.2005, Síða 27

Morgunblaðið - 09.01.2005, Síða 27
mynda sem hann hefur viðað að sér úr ýmsum áttum. Ljósmyndin sem hann velur að fjalla um verður þá fyr- irmynd í teikningunni sem hann út- færir á timburþil. Lovell útfærir teikninguna á eigin forsendum án þess að vera of bundinn af fyrirmyndinni (eða ljósmyndinni). Aðalatriðið verður að ná tengslum við þann heim sem hann vill að komi þar fram. Síðan vinnur hann verkið áfram sem innsetningu, bætir við hlutum, oft húsgögnum, sem undirstrika tíð- aranda eða aðstöðu. Innsetningar- formið eins og honum tekst að nota það leiðir áhorfendur að verkinu og gefur þeim hugmynd um að þeir gangi inn í það, að þeir séu á stað þar sem sést inn í annan tíma. Persónur svartkrítarteikninganna tala til okk- ar, koma okkur við og vekja hjá okkur spurningar. Lovell segir í viðtali að hann fjalli um blökkufólk því það standi honum næst og að hann vilji draga fram sjálfsvirðingu þess og það sem hjálp- aði fólki að lifa af í stað þess að fjalla um það sem hélt því niðri. Átak til að bæta úr ójöfnuði undanfarinna alda New Orleans er borg þar sem mik- ill meirihluti eða um 70% er af afr- ískum uppruna og hún er samfélag þar sem kynþáttaaðskilnaðarstefna ríkti fyrir aðeins um 40 árum og í þjóðfélagi sem hefur ekki alveg getað losað sig við „rasisma“. Þar lifir drjúgur hluti íbúanna nú undir fátæktarmörkum í þessu rík- asta og voldugasta ríki heimsbyggð- arinnar. Alls staðar er til fólk sem vill og reynir að leggja sig fram til að bæta samfélagið, fólk með mismunandi menningar- og kynþáttarbakgrunn. Það vinnur saman að því að leiðrétta misrétti og stuðla að fegurra og heil- brigðara samfélagi. Í New Orleans er margt að gerast þar sem fólk fæst við slíkt átak. Eitt af því sem hefur haft mikil áhrif er hinn opni háskóli The Southern Uni- versity of New Orleans. Einnig má þar nefna hverfis-menn- ingarmiðstöðvar eins og Ashe Cult- ure Center sem helgar sig leiklist, tónlist og myndlist sem afrísk-amer- ískir íbúar eiga þátt í að skapa eða flytja. Fjallað verður meira um þessa sterku félagsvitund í listsköpun ým- issa New Orleans-listamanna í grein sem birtist síðar. Ljósmynd/Jóhanna Bogadóttir Trérista af Louis Armstrong eftir John Scott. Höfundur er myndlistarkona. John Scott á vinnustofu sinni með tréristuverkið „Dyr fortíðar“. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 27 Skil á upplýsingum vegna skattframtals Launamiðar og verktakamiðar (RSK 2.01). Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa af hendi launagreiðslur, hlunnindi, lífeyri, bætur, styrki, greiðslur til verktaka fyrir þjónustu (efni og vinnu), eða aðrar framtals- skyldar greiðslur. Bifreiðahlunnindamiðar (RSK 2.035). Skilaskyldir eru allir þeir sem í rekstri sínum eða annarri starfsemi hafa haft kostnað af kaupum, leigu eða rekstri fólksbifreiðar og ekki fylla út RSK 4.03 vegna hennar. Hlutafjármiðar (RSK 2.045) ásamt samtalningsblaði (RSK 2.04). Skilaskyld eru öll hlutafélög, einkahlutafélög og sparisjóðir. Stofnsjóðsmiðar (RSK 2.065) ásamt samtalningsblaði (RSK 2.06). Skilaskyld eru öll samvinnufélög þ.m.t. kaupfélög. Launaframtal (RSK 1.05). Skilaskyldir eru þeir einstaklingar, sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og ekki skila skattframtali á rafrænu formi, og lögaðilar sem und- anþegnir eru skattskyldu og skila ekki skattframtali RSK 1.04, hafi þeir greitt laun eða viðbótarframlag í lífeyrissjóð á árinu 2004. Skýrsla um viðskipti með hlutabréf (RSK 2.08). Skilaskyldir eru bankar, verð- bréfafyrirtæki og aðrir þeir aðilar sem annast kaup og sölu, umboðs- viðskipti og aðra umsýslu með hlutabréf. Takmörkuð skattskylda - greiðsluyfirlit (RSK 2.025). Skila- skyldir eru allir þeir sem innt hafa af hendi greiðslur til erlendra aðila og annarra, sem bera takmarkaða skatt- skyldu hér á landi vegna þjónustu eða starfsemi sem innt er af hendi hér á landi og greiðslur fyrir leigu, afnot eða hagnýtingu leyfa og hvers konar rétt- inda o.fl. Greiðslumiðar - leiga eða afnot (RSK 2.02). Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa af hendi greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum, aflaheimildum, einkaleyfum eða sérþekkingu. Hlutabréfakaup skv. kaup- réttarsamningi (RSK 2.085). Skila- skyld eru öll hlutafélög sem gert hafa kaupréttarsamninga við starfsmenn sína samkvæmt staðfestri kaupréttar- áætlun. 2005* RSK Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að eftirtöldum gögnum vegna ársins 2004 skuli skilað til skattstjóra eigi síðar en 27. janúar 2005. Sé gögnunum skilað á rafrænu formi framlengist fresturinn til 7. febrúar 2005. Upplýsingum þessum skal, ef unnt er, skilað á tölvutæku formi samkvæmt færslulýsingu sem finna má á vefsíðu ríkisskattstjóra undir www.rsk.is/vefskil/vefskil.asp en annars á hinum tilgreindu eyðublöðum sem einnig er þar að finna. * Útdráttur úr auglýsingu í Stjórnartíðindum um skilaskyldu og skilafresti á árinu 2005 fyrir launa-skýrslur o.fl. sem birt er skv. heimild í 92. og 93. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.