Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ S tefán Baldursson átti að baki langan feril í leikhúsinu áður en hann sótti um stöðu þjóðleikússtjóra fyrir fjór- tán árum. Hann var leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykajvíkur í Iðnó um sjö ára skeið, og eftir það tók hann að sér leik- stjórn víða, bæði hér heima, en þó enn meira er- lendis, á Norðurlöndunum og í Ameríku. „Ég fór á milli landa og setti upp sýningar; stöku sinnum hér heima líka, - fín verkefni í góðum leikhúsum og þetta var afskaplega skemmti- legt.“ Stefán Baldursson er sestur hjá mér, til að ræða um feril sinn í leikhúsinu, á þeim tímamót- um þegar hann lætur af störfum þjóðleik- hússtjóra. Við byrjum nokkrum árum „fyrir Þjóðleikhús“, þar sem Stefán starfar sjálfstætt að leikstjórn, og eyðir mestum tíma sínum í leik- húsum utanlands. „Fjölskylda mín var hins vegar hér heima, eiginkona og tvö börn, og þetta voru stundum langar fjarvistir. Þegar starf þjóðleikhússstjóra var auglýst, fannst mér það vera ákveðin ögrun. Mig langaði að rífa leikhúsið upp, eins og alltaf gerist við leikhússtjóraskipti. Ég sótti um og fékk stöðuna eftir að þjóðleikhúsráð mælti ein- róma með mér.“ Hvaða væntingar hafðirðu til starfsins? „Maður veit aldrei fyrirfram hvernig hægt verður að spila úr hlutunum. Mig langaði til að breyta ímynd leikhússins frá því sem verið hafði, höfða meira til ungs fólks og ná því inn í leikhúsið. Ég byrjaði á því að gera breytingar á leikarahópnum. Ég sagði upp sex leikurum og tveimur leikstjórum við húsið. Þegar ég tók við var aldurssamsetning leikara Þjóðleikhússins mjög sérkennileg. Yngsti fastráðni leikarinn var 35 ára og ég vildi breyta þessu. Ég réði sex kornunga leikara að húsinu og tefldi þeim mjög meðvitað fram á næstu árum í burðarhlut- verkum. Þetta eru leikarar sem hafa þroskast og þróast hjá okkur og síðar meir einnig annars staðar, og eru í dag meðal okkar fremstu leik- ara. Í þessum hópi voru Ingvar Sigurðsson, Baltasar Kormákur, Edda Heiðrún Backman, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Halldóra Björnsdóttir og fleiri, og fljótlega bættust við Hilmir Snær Guðnason, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Í minni tíð í Þjóðleikhúsinu hefur alltaf verið mik- il endurnýjun í leikarahópnum, og síðar bættust við leikarar eins og Stefán Karl Stefánsson, Rúnar Freyr Gíslason og Brynhildur Guðjóns- dóttir. Eru þetta þó bara örfá nöfn af mörgum. Þegar ég lít um öxl, sé ég að eftir þessi fjórtán ár, eru bara tólf leikarar í 30 manna hópi fast- ráðinna leikara, sem störfuðu við Þjóðleikhúsið þegar ég byrjaði. Auðvitað þó aðallega vegna þess að fólk hefur elst upp úr hópnum. Breytingarnar ollu talsverðu fjaðrafoki, enda slíkar breytingar nýmæli þá, en þær skiluðu sér og báru þann árangur sem ég hafði stefnt að. Á fyrstu misserunum fengum við mikið af ungu fólki í leikhúsið; fólki sem vildi koma og sjá þessa ungu leikara. Aðsóknin að Leiklistarskólanum jókst líka, og ég tengi það þessum breytingum. Í verkefna- vali lögðum við mikla áherslu á verkefni sem höfðuðu ekki síður til ungs fólks en þeirra eldri. Þó er skoðun mín sú að það sé hættulegt að tengja verkefnaval ákveðnum markhópum. Góð leiksýning á að höfða til allra aldursflokka. Ég skipti líka um fastráðna leikstjóra, réði Þórhildi Þorleifsdóttur og Guðjón Pedersen á fastan samning og síðan hafa þessir leik- stjórasamningar verið hreyfanlegir, ég hef skipt um á tveggja, þriggja ára fresti. Aðrar breytingar sem ég gerði í upphafi starfs míns í Þjóðleikhúsinu voru að koma upp þriðja leiksviðinu. Við vorum áður með stóra sviðið og litla sviðið, en ég lét breyta gamla smíðaverkstæðinu í leikrými, og það var tekið í notkun með leikgerð Hávars Sigurjónssonar á sögu Vigdísar Grímsdóttur, Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón. Á þessum árum hefur þetta rými verið notað á margvíslegan hátt og margar af okkar athyglisverðustu og vinsælustu sýningum verið á Smíðaverkstæðinu; bæði á nýjum íslenskum verkum og erlendum verkum.“ Öll þjóðin elskar þetta hús Hugsaðirðu mikið um það hvaða hlutverki þér fyndist leikhúsið ætti að gegna fyrir þjóðina og hvað þjóðin vildi sjá í sínu leikhúsi? „Jú, auðvitað hugsar maður sífellt um það í þessu starfi. Þjóðleikhúsið var stofnað í kjölfar lýðveldisstofnunarinnar og var ákveðin sjálf- stæðisyfirlýsing í okkar menningarmálum. Yf- irvöld hafa borið gæfu til að halda leikhúsinu í forystu. Ég hef alla tíð átt mjög góð samskipti við menntamálaráðherrana, fimm talsins, lengst af Björn Bjarnason, sem sýndi leikhúsinu mik- inn áhuga og sótti það stíft ekki síður en nú Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir. Þá var ein- staklega ánægjulegt að starfa með þeim tveim formönnum þjóðleikhúsráðs, sem hafa verið í forsvari í minni tíð, þeim Þuríði Pálsdóttur og Matthíasi Johannessen. Þjóðleikhúsið nýtur ákveðinna forréttinda hvað fjárveitingar snertir, vegna þess að það er ríkisleikhús. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig spilað er úr hlutunum og hvernig unnið er í leik- húsinu. Þjóðleikhúsið hefur alla tíð verið alþýðu- leikhús. Öll þjóðin hefur sótt þangað og elskar þetta hús. Hún lætur sig miklu varða hvað gert er í Þjóðleikhúsinu. Við verðum að sinna þeirri skyldu að reyna að höfða til sem flestra án þess að festast í of einhæfu verkefnavali. Það er stöð- ugt markmið að gera æ meiri kröfur til áhorf- enda, og það finnst mér hafi tekist. Áhorfendur eru kröfuharðari og vandlátari en þeir voru áð- ur fyrr. Við höfum ákveðnum skyldum að gegna og okkur er markaður ákveðinn lagalegur rammi, eins og að efla íslenska leikritun, sýna klassísk verk, óperur og söngleiki og fleira. En innan þessa ramma hefur forysta leikhússins verið al- gjörlega frjáls og sjálfráð um verkefnaval. Eitt það skemmtilegasta í starfi þjóðleikhússstjóra eru einmitt vangaveltur og umræður um verk- efnavalið. Auk leiklistarráðunautar hússins, sem hin síðari ár hefur verið Melkorka Tekla Ólafsdóttir, starfar nefnd,valin af listafólki hússins, með leikhússstjóra að verkefnavalinu. Ég hef oft sagt að þetta sé skemmtilegasta nefndin í húsinu, því þar fara fram umræður um það sem mestu máli skiptir, - hvað við viljum sýna hverju sinni og hvers vegna. Öll verk þurfa að eiga erindi við áhorfendur og helst að hafa ákveðið skemmtigildi líka. Leikhúsið er að mínu mati mikil uppeldis- stofnun, og við sem höfum kosið að helga líf okk- ar leikhúsinu, tökum það starf mjög alvarlega. Leikhúsið er mannræktarstöð. Þess vegna er hugurinn stöðugt við það sem við erum að bjóða áhorfendum uppá. Við erum sannfærð um að leikhúsið skipti máli, hafi áhrif og geti fengið fólk til að skoða sjálft sig og aðra í nýju sam- hengi.“ Frumleg og nútímaleg klassík Er það æskilegt að þjóðleikhús sinni þessum margþættu skyldum, eða ætti leikhússstjóri að hafa meiri áhrif á listræna stefnu þess? „Leikhússstjórinn er sá sem mótar listræna stefnu leikhússins og stefnumörkun felst í því, hvaða fólk hann velur til starfa og hvaða verk- efni eru sýnd. Eitt af því sem áunnist hefur á þessum árum er að færa klassísku verkin nær okkur með sýn- ingum sem hafa verið frumlegar, aðgengilegar og nútímalegar. Þetta á við bæði um íslensk og erlend klassísk verk. Nánast undantekn- ingalaust hafa þessar sýningar orðið með fersk- ustu og frumlegustu sýningum leikhússins: spennandi og framsækið nútímaleikhús. Ég hef sett leikarann í öndvegi; - hann er lyk- ilmaðurinn í leikhúsinu. Auðvitað skipta allir aðrir máli líka en þegar upp er staðið stendur leikarinn með ábyrgðina á sviðinu. Leikhúsinu ber skyld til að þroska Leikarann, ég segi stundum að það verði að rækta sína leikara - án þess að það misskiljist. Þeir sem á annað borð hafa verið ráðnir í fasta vinnu hafa fengið mikil og spennandi tækifæri. Við erum líka alltaf með stóran hóp lausráðinna leikara sem ráðnir eru í ákveðin verkefni. Í leikstjórn hef ég lagt áherslu á að ráða af og til spennandi erlenda leikstjóra, sem geta komið með eitthvað nýtt til okkar og kennt okkur nýj- ar aðferðir. Þetta hafa verið mjög gefandi heim- sóknir. Einna merkast af því hefur verið sam- starf okkar við Litháen og Rimas Tuminas, einn eftirsóttasta leikstjóra Evrópu, sem hefur kom- ið hingað aftur og aftur af því að honum finnst leikararnir okkar frábærlega viljugir, djarfir og hæfileikaríkir. Einhverjir þeir bestu í Evrópu, hefur hann haldið fram. Hann hefur skapað hér gríðarlega spennandi sýningar og haft mikil áhrif á ís- lenskt leikhúsfólk. Ég hef haft það fyrir reglu að taka inn nýja leikstjóra - að minnsta kosti einn á ári, sem ekki hafa leikstýrt áður við leikhúsið. Á þessum fjór- tán árum hafa 22 leikstjórar leikstýrt í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu. Það sem er athyglisvert, að meiri hluti þessara leikstjóra eru konur, eða tólf. Við eigum orðið mikið af góðum leik- stjórum. Í rauninni getur sérhver leikhússtjóri ráðið áherslum og það hlýtur alltaf að gerast að það verði áherslubreytingar við leikhússstjóra- skipti. Starf leikhússstjórans felst bæði í því að vera listrænn leiðtogi og forstjóri fyrirtækisins, því við Þjóðleikhúsið starfar mikill fjöldi manns; um 250 manns að staðaldri, og sum árin geta verið allt að fimmhundruð manns á launaskrá, þegar við erum með stór verk eins og óperur í sýningu. Leikhússstjórinn hefur auðvitað ýmsa sér við hlið, eins og framkvæmda- og fjár- málastjóra, með mér hefur allan tímann starfað Guðrún Guðmundsdóttir, sem ég réði til hússins strax og ég tók við - og svo auðvitað ýmis innan- hússráð og -nefndir. Þetta er sem sé tvíþætt starf: rekstrarlega ábyrgðin annars vegar og hins vegar listræna ábyrgðin. Ég leyni því ekk- ert að listræni þátturinn er mér hjartfólgnari enda er þar mitt sérsvið. Það sem skiptir máli þegar upp er staðið, er það sem við sýnum áhorfandanum á sviðinu - að þeim endapunkti stefnir allt okkar starf. Leikhússtjórastarfið er gríðarlega umfangs- mikið og ábyrgðarmikið starf. Það getur verið mjög erilssamt, en það alveg afspyrnu skemmti- legt. Þótt vinnuferli verkefnanna sé svipað, fel- ur hvert nýtt verkefni í sér nýja ögrun og áskor- un, hvort heldur það er tvö þúsund ára gamalt eða skrifað í gær.“ Tíð kassastykkjanna liðin Þú sagðir að áhorfendur væru orðnir kröfu- harðari. Finnst þér þú hafa séð breytingar á áhorfendahópnum á þessum tíma? „Það er erfitt að átta sig á því meðan ekki hafa verið gerðar tölfræðilegar úttektir á því. Mér finnst hann þó ánægjulega blandaður í aldri. Það sem ég vísaði til hér að framan varð- andi kröfurnar, er að áður fyrr var stundum gripið til léttari verkefna, svokallaðra kassa- stykkja - farsa og gamanleikja - sem áttu að tryggja aðsóknina. Þetta á ekki lengur við, - í það minnsta ekki í Þjóðleikhúsinu. Það hefur að vísu komið fyrir að við setjum upp farsa, enda spennandi formglíma, líka fyrir listamenn húss- ins að takast á við slík verk, en það er alls ekki lengur gefið að áhorfendur vilji sjá slík verk frekar en önnur. Þeir vilja alveg eins sjá Shake- speare eða dramatísk, íslensk eða erlend verk. Margar af vinsælustu sýningum síðari ára hafa verið hádramatísk átakaverk. Við teljum okkur trú um að hægt og bítandi séum við að ala þjóðina upp í leiklist, án þess að í því felist nokkurt yfirlæti. Það er okkar skylda að gera áhorfendur kröfuharða og kenna þeim að meta góða leiklist. Stundum vita áhorfendur ekki hvað þeir vilja sjá, fyrr en þeir sjá það. Það getur verið að verkefni sem virðist ekki aðlað- andi í fyrstu, reynist svo vera einmitt það sem fólk vildi og hafði mikla ánægju af að sjá.“ Kanntu skýringar á þessu? Það er svo oft tal- að um að almenningur vilji ekki sjá neitt annað en léttmeti. „Ég held að hluti af skýringunni geti verið sá að síðasta aldarfjórðunginn og ríflega það, höfum við búið við sjónvarp. Þar eru daglega sýndir gaman- og grínþættir, og kannski fær þjóðin sig metta af þess konar efni í sjónvarpi og vill sjá annars konar verk þegar hún fer í leikhús.“ En hvað með verkefnavalið? Hvaða sýningar Þjóðleikhúsið er forystuafl Stefán Baldursson lét um áramót af störfum þjóðleik- hússtjóra eftir 14 ára starf. Bergþóra Jónsdóttir settist niður með Stefáni til að ræða um feril hans þar. Morgunblaðið/Þorkell Stefán Baldursson: „Við erum sannfærð um að leikhúsið skipti máli, hafi áhrif og geti fengið fólk til að skoða sjálft sig og aðra í nýju samhengi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.