Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Þegar ég var að vaxa úr grasi á sjötta og sjö- unda áratug síðustu aldar var starfsvett- vangur meginþorra kvenna innan veggja heimilisins. Þannig var það með konurnar í göt- unni minni, á Kársnesbrautinni í Kópavogi. En þó störf þeirra væru svipuð, voru þær mjög ólíkar og áttu hver sér sína sérstöðu. Ég held að ég GYÐA KARLSDÓTTIR ✝ Gyða Karlsdóttirfæddist á Seyðis- firði 11. maí 1926. Hún lést á hjarta- deild 14-E, Landspít- alanum við Hring- braut mánudaginn 27. desember síðast- liðinn og var jarð- sungin frá Fossvogs- kirkju 5. janúar. halli ekki á neina þeirra þegar ég segi að hún Gyða mamma hennar Möddu vinkonu minnar hafi verið fallega mamman í götunni. Gyða Karlsdóttir var glæsileg kona, dökk á brún og brá. Á þessum árum var ég fastagestur á heimili hennar og þangað var gott að koma. Við krakkarnir á Kársnesbrautinni lék- um okkur mikið í stóra barnvæna garðinum hennar. Með fimm vina- mörg börn varð heimili hennar oft eins og járnbrautarstöð. Einn kom þá annar fór. Mitt í þessu öllu stóð Gyða, falleg að vanda og drottning heim að sækja. Gyða var mjög listræn kona. Um þá hæfileika hennar bar heimili henn- ar og Þorvarðar vott. Listrænir hæfi- leikar Gyðu komu einnig fram í því hvernig hún sinnti sínu ævistarfi. Allt sem hún gerði, gerði hún svo fallega. Á þessum árstíma kemur sérstaklega í hugann hvernig hún skreytti húsið sitt á aðventunni. Gyða var fyrsta konan sem ég kynntist sem bakaði piparkökuhús fyrir jólin. Á borðstofu- skápnum í stofunni hennar stóð ár- lega fullkomið piparkökuhús. Á viss- an hátt var það hluti af jóla- undirbúningi þessara ára að skoða listaverkið hennar. Fyrir rúmum áratug varð Gyða fyrir því áfalli að missa manninn sinn. Í framhaldi af því bjó hún sér fallegt heimili í Reykjavík. En hún sætti sig aldrei fyllilega við lífið án Þorvarðar. Þá voru síðustu árin henni erfið vegna veikinda. Og nú er hún farin yfir móð- una miklu. Ef til er líf eftir þetta líf, þá er víst að þar hefur Þorvarður beðið hennar og að nú líður henni vel. Því vil ég trúa. Vegna búsetu erlendis get ég því miður ekki fylgt henni. Við Már send- um dætrum hennar, syni og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Ég þakka henni Gyðu samfylgdina. Hvíl í friði. Elsa S. Þorkelsdóttir. Daginn eftir að litli sólargeislinn hans Villa Goða, Guðrún Gígja, var skírð við hátíðlega athöfn á heimili hans og Sigrúnar Elsu, kvaddi amma Gyða, langamma litla barnsins, þenn- an heim. Gyða Karls var með glæsilegri kon- um, það er víst óhætt að segja það. Ég minnist þess þegar ég sá hana fyrst fyrir meira en þrjátíu árum. Hún bar sig eins og gyðja í skósíðu svörtu flauelspilsi og minnti mjög á fræga leikkonu sem hét Ava Gardner. Frá því að fjölskyldur okkar tengdust órjúfanlegum böndum var hún vin- kona. Kaffið í eldhúskróknum á Kárs- nesbrautinni og sólbaðsstund á svöl- unum í Ofanleiti leita nú á hugann. Gyða og Þorvarður voru samhent hjón með flotta húsið sitt fullt af fal- legum fljóðum sem þau voru mjög hreykin af og umhyggjan fyrir syn- inum Þorvarði Karli átti sér engin takmörk. Nú hefur hún fengið hvíld- ina eftir mikla þrautagöngu og hittir aftur hann Todda sinn sem hún sakn- aði svo mjög. Guðrún, Helga, Madda, Villa og Toddi Kalli, nú færist þið upp um eitt kynslóðaþrep. Sumir halda því fram að menn verði ekki fullorðnir fyrr en við slíkar aðstæður, en eitt er víst að fyrir- myndir ykkar eru góðar. Innilegar samúðarkveðjur. Elísabet Brekkan. Lundúnum einn góðan veðurdag með nokkra tuskuræfla í farangrin- um sem gjörbreyttu tíðaranda Ís- lendinga. Bítlatíminn var genginn í garð og Guðlaugur Bergmann og meðeigendur hans í Karnabæ klæddu ekki bara og skæddu æsku- lýðinn heldur réðu þeir líka hársídd þjóðarinnar og fleiri einkamálum. Karnabær var áratugum saman hornsteinn í einkarekstri landsins og rak meðal annars eigin saumastofur ásamt verslunum og innflutningi. Guðlaugur Bergmann var driffjöð- ur í hópi þeirra ungu manna sem þoldu ekki gömlu einokunina í ís- lensku viðskiptalífi sem lengi var kennd við fjölskyldurnar fjórtán og seinna Kolkrabbann. Guðlaugur sat í stjórnum Hafskipa og Arnarflugs og tók þátt í að skipuleggja íslensku út- rásina sem fyrirtækin tvö höfðu á teikniborðinu en vannst aldrei tími til að hrinda í framkvæmd. Í dag væri fróðlegt að vita hvað ótímabært gjaldþrot Hafskipa hefur seinkað ís- lensku útrásinni, sem nú stendur sem hæst, um mörg ár og hversu mörgum milljörðum eða billjörðum þjóðin hefur orðið af vegna atlögunn- ar við Hafskip. Guðlaugur Bergmann fann sitt Leiðarljós að lokum undir jökli í ná- vistinni við sjálfan Snæfellsásinn. Ásamt eiginkonunni Guðrúnu Guð- jónsdóttur nam hann land í tveim heimum ef ekki fleiri á nesinu og frumkvæði þeirra hjóna kom Snæ- fellsnesi á kortið sem paradís fyrir ferðamenn. Gulli Bergmann setti svip sinn á umhverfið hvar sem hann kom. Guðrún skólasystir mín og börn hans öll fá hugheilar samúðarkveðjur frá gömlum vini þegar leiðir skilja um stundarsakir. Ásgeir Hannes. Það er fágætt að fá að kynnast manni eins og Guðlaugi Bergmann. Það er ekki öllum gefið að upplifa líf sitt og tilveru af jafnmikilli ástríðu og dýpt eins og hann gerði. Í ákefðinni allri gátu þeir sem nálægt komu ekki annað en hrifist með. Þessa list kunni Guðlaugur öðrum mönnum betur og jafnframt kunni hann að vísa öðrum veg og opna þeim sjónir fyrir því sem hann taldi skipta máli að ígrunda í mannlegri tilveru. En í ákefðinni og hraðanum sem einkenndi nálgun hans alla brenndi hann margar brýr að baki sér, sumpart vegna þess að lognmollan hugnaðist honum ekki, eða þá að sýn hans á það sem hann vildi breyta fól í sér að um málamiðl- un gat ekki verið að ræða eða loks vegna þess að hann bjó sér til að- stæður sem voru of margbrotnar til þess að nokkur mannlegur máttur gæti þar úr leyst. Ákafari og afkasta- meiri brúarsmið hef ég þó ekki kynnst og til þeirrar brúarsmíði varði hann lunganum af seinni hluta ævi sinnar. Það er fáum gefið að stunda slíka smíð á þann máta er Guðlaugi tókst. Hann var maður meðvitaðri en gengur og gerist um lesti sína og mistök og öðrum fremri í að ráða þar bót á. Þetta tókst honum því hann var líka maður meðvitaður um kosti sína og styrk. Þeim beitti hann af einlægni til að jafna sína reikninga. Hann má sannarlega njóta þess að summa verkanna skil- aði honum lífshlaupi sem má vera öðrum til eftirbreytni. Hann kvaðst ekki óttast dauðann, heldur hið óþekkta og vanþekk- inguna sem honum þótti jafngilda myrkri. Fyrir honum voru þó viskan, ljósið og kærleikurinn leiðin til að yf- irvinna myrkrið. Þannig sá hann lífs- hlaup sitt og annarra manna og ég hef aldrei efast um einlægni orða hans þegar hann sagðist fyllast þakk- læti og gleði í hvert sinn sem hann íhugaði það sem var honum dýr- mætt: konan, drengirnir, vinir, þjóð, land og sköpunin öll. Minna dugði honum ekki, en í þessu þakklæti fannst honum hann sjálfur sameinast því sem okkur er æðra og það var hans sanna þrá. Ég þakka Guðlaugi fyrir einstaka vináttu og sendi Guðrúnu og afkom- endum öllum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Jörundur Guðmundsson. Fyrir nærri 25 árum var veiði- félagið Fjaðrafok stofnað. Þetta er samhentur hópur góðra vina sem hittist reglulega, veiðir saman, hnýt- ir flugur og nýtur lífsins í samein- ingu. Fljótlega eftir stofnun klúbbs- ins var Gulla og Guðrúnu boðið í hópinn og þau hjónin hafa verið sannir Fjaðrafokarar allar götur síð- an. Þær eru ófáar og ógleymanlegar samverustundirnar með Gulla í þess- um félagsskap og þá sérstaklega veiðiferðirnar í Norðurá. Þar fór Gulli gjarnan fremstur í flokki, kapp- samur og ákafur veiðimaður, en um- fram allt mikill og góður vinur og fé- lagi. Það var félagsmönnum einstök reynsla að njóta leiðsagnar hans og félagsskapar á þessum stundum. Ávallt var hann reiðubúinn til aðstoð- ar, að leiðbeina og miðla af þeirri gríðarlegu reynslu sem hann hafði öðlast af veiðiskap og kynnum af ánni. Það mun fáum gleymast sem reynt hafa hvers virði það var að njóta félagsskapar hans og sam- ræðna í gufubaði, borðhaldi eða á bökkum árinnar. Ávallt stóð hann fullur eldmóðs og fékk félaga sína til að takast á við hin margvíslegustu hugðarefni. Nú hefur Gulli vinur okkar kvatt þennan heim en víst er að Fjaðrafok- arar eiga eftir að hugsa til hans, ekki síst á bökkum Norðurár. Þangað mun hópurinn halda í sumar og við trúum því fastlega að hann verði með okkur þar, fagni með okkur þegar vel gengur og hvetji okkur til dáða. F.h. Fjaðrafokara Jónína Guðmundsdóttir. Tveir mikilvægustu og helgustu atburðir í lífi hvers manns eru koma hans/fæðing og brottför/dauði. Hvor- ugur er tilviljunum háður heldur vandlega skipulagður af eilífri, guð- legri verund okkar. Um þetta vorum við sammála. Á þessum tímamótum er margs að minnast og þakka, kæri vinur. Stund- ir þegar við vissum að við tilheyrum sömu fjölskyldu og þurftum ekki, aldrei þessu vant, að hafa um það orð. Eitt vetrarkvöld um miðnætti, hringdi ég dyrabjöllunni á Sólbraut- inni. Þú komst til dyra og vissir sam- stundis, orðalaust, til hvers ég var komin. Faðmlag var það sem ég þá þurfti og fékk, óumbeðið, strax þarna í dyrunum áður en ég var drifin inn til að létta á mér. Alltaf sama hjart- ans gestrisnin, nokkuð sem fleiri hundruð manns hafa fengið að reyna. Annað skipti varst þú gestgjafi ráðstefnu um heilbrigðismál þar sem ég sat í miðjum þétt setnum fimm hundruð manna sal. Þér varð litið upp og beint í augu mín eitt andartak þaðan sem þú sast á sviðinu, staldr- aðir við og brostir. Við vissum hvað hitt var að hugsa. Þetta var sterk upplifun sem við áttum eftir að minn- ast síðar. Fleiri stundir mætti upp telja og þá sérstaklega þær sem urðu til þess að við höfum átt heima hlið við hlið, síðastliðin sjö ár, á algjörum forrétt- indastað undir jökli. Stað sem við kynntumst fyrir fjórtán árum og fannst vera einn sá merkilegasti á jörðinni. Við vorum ennþá sama sinnis þar sem við stóðum í dyrum Sólbrekku á jóladag og dáðumst að djásni Hellna, Snæfellsjökli. Í vetrarsólinni stirndi á hann alhvítan og fagran. Í stillunni heyrðum við samtal og hlátur handan frá Maríulind þar sem göngufólk úr fjölskyldunni var á ferð. Við skipt- umst á nokkrum orðum um þann guðlega farveg sem allt væri í og kvöddumst með kossi eins og okkur er tamt. Góða heimkomu, elsku vin- ur. Elsku Gunna, við Ketill sendum þér, Gulla yngri og Auði, Guðjóni og Jóhönnu, Ragnari og Láru, Danna og Hafdísi, Óla og Heddý, okkar hjart- ans kveðjur. Sveina. Það var fríður hópur sem hélt til Lundúna í haust að taka á móti vott- un sem Snæfellsnes fékk eftir að hafa mætt þeim viðmiðum sem Green Globe 21 setur umhverfisvænum áfangastöðum fyrir ferðamenn. Í far- arbroddi voru þau Guðlaugur og Guðrún Bergmann, en án þeirra hefði vottunin varla fengist. Gulli var í essinu sínu, himinlifandi eins og við öll með árangurinn. Hann leiddi okk- ur síðar í ferðinni á sínar gömlu slóð- ir á Carnaby Street og sagði okkur frá því hvernig ævintýrið hans í Karnabæ hófst. Þarna var gleðin við völd og það var ekki síst vegna nær- veru Gulla. Hver sem kynntist Gulla gat ekki annað en heillast af honum, enda þar á ferð eldhugi með gríðar- lega persónutöfra sem hreif aðra með. Gulli var ósérhlífinn frum- kvöðull sem lagði sig allan fram til að ná árangri og var krafturinn í þeim Guðrúnu svo magnaður að venjulegt fólk lét sig kannski dreyma um helm- ing þeirra verka sem þau áorkuðu. Er fyrirtækið á Hellnum þar frábær vitnisburður um. Þegar ég hóf störf sem ferðamála- fulltrúi var það eitt af fyrstu verk- unum að heimsækja Gulla og Guð- rúnu. Þar var vitaskuld vel tekið á móti og hálftími varð að tveimur tím- um sem liðu mjög hratt enda leið öll- um vel í návist þeirra hjóna. Gulli las í stjörnurnar, gaf mér góð ráð og svo ræddum við líka aðeins um pólitík sem var áhugamál okkar beggja. Síð- ar hringdi Gulli stundum og minnti á hluti sem þurfti að koma í verk enda var hann ekki óvirkur þátttakandi í samfélaginu sem sat hjá. Hann færði jafnan rök fyrir öllu því sem þurfti að gera, enda vakinn og sofinn yfir vel- ferð Snæfellsness og ferðaþjónust- unnar á Vesturlandi. Ég hringdi í Gulla fyrir stuttu til aðsegja honum að ég væri að hætta störfum og hverfa til náms erlendis. Við ræddum margt, þó aðallega framtíð ferðaþjónustu á Snæfellsnesi og auðvitað aðeins örlítið um pólitík. Gulli var bjartsýnn á framtíð Snæ- fellsness, það þyrfti hins vegar að vinna hörðum höndum að viðhaldi þeirra sigra sem nú þegar hafa unn- ist og það hef ég bak við eyrað. Þegar við Gulli kvöddumst ákváðum við að hittast áður en ég færi út en af því verður víst ekki. Við Snæfellingar drúpum höfði í sorg, enda góður vin- ur horfinn af sjónarsviðinu sem við minnumst með miklu þakklæti og virðingu fyrir allt. Guðrúnu og fjölskyldu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ásthildur Sturludóttir. GUÐLAUGUR BERGMANN  Fleiri minningargreinar um Guð- laug Bergmann bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Ástþór Jóhannsson, Guðjón E. Ólafsson, Hrafnhildur Tryggvadóttir, Ingi Hans, Svava Gunnarsdóttir. Sæmundur Pálsson, Örn Ingólfsson og Gufubaðsfélagar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.