Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÉG held að þetta verði stærsta verkefni af þess- um toga sem sett hefur verið upp á Íslandi bæði hvað varðar kostnað og umfang,“ segir Helgi Björnsson, einn eigenda framleiðslufyrirtækisins Mógúllinn, en fyrirtækið er að vinna að uppsetn- ingu farandsýningarinnar „The Return of Houd- ini“, sem útleggst Houdini snýr aftur. Hann segir að þetta verði leikhúsupplifun, sambærileg við stórsýningar á borð við Circe de Soleil, River- dance og Shaolin. Sýningin byggist á brellum töframannsins Harrys Houdinis, eins frægasta hverfilista- og sjónhverfingamanns í heimi fyrr og síðar, en hann var uppi á fyrri hluta síðustu aldar.Helgi segir sýninguna einstaka að því leytinu til að hún sameini leikhús, sirkus og töfrabrögð í eina viða- mikla sýningu. „Það er einstakt að blanda saman leikhúsi og töfrabrögðum,“ segir Helgi og bendir á að sýningin sé ætluð fjölskyldufólki og öllum þeim sem hrífist af töfrabrögðum og ævintýrum. Töframenn á heimsmælikvarða Spurður um þátttakendur segir Helgi að Mógúll- inn hafi fengið til liðs við sig þá bestu á sínu sviði í þessum geira. Kanadíska hverfilistamanninn Dean Gunnarson, sem þyki vera einn besti hverf- ilistamaður heims um þessar mundir og hefur verið kallaður hinn nýi Houdini. Auk þess mun mexíkóski sjónhverfingamaðurinn Ayala, sem notið hefur mikillar velgengni í Las Vegas og verið valinn töframaður ársins af kollegum sín- um, taka þátt í sýningunni. Hann segir sýninguna hafa verið í þróun í um tvö ár og nú séu menn á fullu við að leggja loka- hönd á hana, en ætlunin er að forsýna og prufu- keyra farandsýninguna í Borgarleikhúsinu 23. mars nk. Svo verði lagt land undir fót og ferðast með hana um Evrópu og sé fyrirhugað að frum- sýna í Þýskalandi í maí. „Þetta er algjörlega okkar hugmynd, íslenskt hugvit,“ segir Helgi og bætir við að mikil vinna liggi að baki hvað varði fjármögnun, þróun hand- rits auk leitar að listafólki víðs vegar um heim- inn. Íslendingar spila stórt hlutverk Meðal íslenskra listamanna sem taka þátt í sýn- ingunni verður leikarinn Ólafur Darri Ólafsson, en hann mun fara með hlutverk leikhússtjórans sem verður tengiliður við áhorfendur í þessum töfrasirkus. „Í hverju landi mun leikshússtjórinn tala á tungumáli viðkomandi lands,“ segir Helgi. Um tónlist sér Hilmar Örn Hilmarsson, búningar eru í höndum Filippíu Elísdóttur og Stígur Stein- þórsson mun sjá um sviðsetningu sýningarinnar. Helgi segir verkefnið hlaupa á tugum milljóna og því hafi verið nauðsynlegt að fá marga góða aðila til samstarfs. Ásamt Mógúlnum koma Kult- urarena Berlin, BB-promotion Þýskalandi, Harry De Winter, IDTV, Leon Ramacker og Mojo í Hollandi að framleiðslu sýningarinnar auk Borg- arleikhússins hér heima. Mógúllinn hefur áður staðið fyrir leiksýningum erlendis, m.a. á hinu vinsæla leikriti Sellófón. Töfraleiksýning í anda Houdinis verður sett upp í Borgarleikhúsinu í mars Fjölskyldusýning sameinar leikhús, sirkus og töfrabrögð Töframennirnir Dean Gunnarsson og Ayala ásamt þeim Helga Björnssyni, eins eigenda Mógúlsins, og Wayne Harrison, leikstjóra sýningarinnar. Harry Houdini var þekktur fyrir að brjótast út úr öllum hlekkjum, jafnvel á hafsbotni. Haldið í leikför til Evrópu í sumar „ALLT hefur áhrif, einkum við sjálf!“ eru einkunnarorð nýs þróun- arverkefnis sem Lýðheilsustöð er að ýta úr vör um þessar mundir í sam- vinnu við sveitarfélögin. Að sögn Jórlaugar Heimisdóttur, verkefna- stjóra á Lýðheilsustöð, er markmiðið með verkefninu að sporna gegn þyngdaraukningu íslenskra barna og ungmenna á Íslandi. „En rann- sóknir sýnir að um 20% níu og fimm- tán ára barna eru yfir kjörþyngd,“ segir Jórlaug og bendir á að rekja megi þessa þróun til breyttra lífs- hátta barna á umliðnum árum þar sem daglegar kyrrsetur hafa aukist á sama tíma og neysla sætra drykkja og alls kyns skyndibita hefur aukist. Aðspurð segir Jórlaug markmiðið með verkefninu að bæta lífshætti barna og fjölskyldna þeirra með áherslu á hreyfingu og góða nær- ingu. „Næg hreyfing og góð næring eru börnum og unglingum nauðsyn- legt. Hvort tveggja hef- ur áhrif á andlega og líkamlega líðan og skiptir máli fyrir þroska þeirra og árang- ur í leik og starfi. Lýð- heilsustöð kemur að verkefninu með ráðgjöf og fræðslu, metur ár- angur verkefnisins á hverjum stað og mun halda sameiginlega fundi með sveitarfélög- unum sem taka þátt þar sem þau miðla hvert til annars því sem þau eru að gera. Auk þess verð- ur samskiptanet á heimasíðu stöðvarinnar fyrir verk- efnið.“ Að sögn Jórlaugar hefst verk- efnið formlega nú í byrjun árs og lýkur fyrri hluta þess að tveimur ár- um liðnum og seinni hlutanum eftir sex ár, en að þeim tíma er gert ráð fyrir að starfið verði komið í fastar skorður. Jórlaug segir víða verið að vinna afar gott starf í sveitarfélögum. „Gert er ráð fyrir því að sveitarfélögin sem þátt taka móti sér sína eigin stefnu og aðgerð- aráætlun um bætta næringu og hreyfingu barna í sinni heima- byggð, því má gera ráð fyrir að verkefnin verði ólík, bæði hvað varðar nálgun og umfang, allt eftir áherslum hvers og eins,“ segir Jórlaug og bendir á að meðal þess sem sveit- arfélög geta beitt sér fyrir er að bæta aðstöðu og framboð á fjöl- breyttri hreyfingu fyrir öll börn í og utan skóla þar sem tekið er tillit til mismunandi þarf og áhuga. „Við hvetjum til þess að meiri áhersla verði á leik og hreyfingu í hinu dag- lega lífi.“ Að sögn Jórlaugar er mikilvægt að hafa í huga að aðstæður barna og unglinga mótast af samfélaginu í heild. „Í ljósi þessa vitum við að ef ætlunin er að bæta lífshætti barna og unglinga er samvinna lykilorð og er þátttaka foreldra mjög mikilvæg ef árangur á að nást. Það er því lyk- ilatriði að fjölskyldur, skólar og aðr- ar menntastofnanir auk heilsugæslu, íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, fé- lagasamtaka og fyrirtækja taki höndum saman að þessu mikilvæga verkefni, enda er þetta samfélags- legt vandamál sem þarf að vinna að á breiðum grunni,“ segir Jórlaug að lokum. Allar nánari upplýsingar um verk- efnið má nálgast á vef Lýðheilsu- stöðvar á slóðinni: www.lydheilsu- stod.is. Átak til að sporna gegn þyngdaraukningu barna Jórlaug Heimisdóttir „ÉG NOTA þessa snjóflóðahrinu núna til að skrá þetta allt saman vel og vandlega,“ segir Harpa Gríms- dóttir, forstöðumaður Snjóflóðaset- ursins á Ísafirði. Undanfarið hefur Harpa unnið að vísindalegum rann- sóknum í tengslum við snjóflóðin sem hafa fallið á Vestfjörðum, þ.á m. flóðin sem féllu úr Traðar- gili, Búðargili og Hraunsgili. Spurð hvaða hlutverki setrið gegni í tengslum við snjóflóð og hættumat segir Harpa setrið vinna fyrst og fremst að vísindalegum rannsóknum. „Það er snjóflóðavaktin á Veðurstofunni og snjóathugunarmenn hérna sem sjá um rýmingar og hættumat hverju sinni,“ segir Harpa. Helsta hlutverk Snjóflóðaseturs- ins er gerð hættumats fyrir öll skíðasvæði landsins auk þess sem vöktun á ofanflóðahættu á norð- anverðum Vestfjörðum er hluti af starfsemi setursins. Hún bendir á að verkefni setursins séu hugsuð sem langtímaverkefni. Aðstæð- urnar á Ísafirði henti vel til þess að mæla snjó og vinna upplýsingar úr þeim mælingum. Snjóflóðamæling- arnar eru allar skráðar í gagna- safn, tímasetningar og staðsetn- ingar snjóflóða, auk tölulegra upplýsinga og athugasemda. Snjóflóðin vand- lega rannsökuð og skrásett BRESKIR ferðamenn eyða hæstri fjárhæð á degi hverjum á ferðalög- um erlendis þegar þeir fara í helg- arferðir til Belgíu, en í öðru sæti yf- ir þá staði sem þeir eyða mest er Ísland, að því er fram kemur í vefútgáfu breska dagblaðsins In- dependent. Breskir ferðmenn eyða að með- altali sem samsvarar um 12 þúsund krónum á dag á ferðalögum um Belgíu sem eru mikið til helgar- ferðir. Hér á landi eyða breskir ferðamenn hins vegar að meðaltali um 11 þúsund krónum á dag, sem blaðið segir hugsanlega skýrast af háu verði á áfengi hér á landi. Einn- ig kann það að skýrast af því að ferðir hingað til lands, eins og til Belgíu, eru almennt styttri ferðir, en í lengri ferðum er að jafnaði eytt lægri fjárhæð á degi hverjum. Breskir ferða- menn eyða miklu hér á landi MIKLAR skemmdir urðu í eldsvoða í litlu bakhúsi við Hverfisgötu 61 í fyrrinótt en engan sakaði. Húsið var mannlaust þegar að var komið og logaði talsverður eldur innan- dyra í litlu rými. Um var að ræða íbúðarhús þar sem einn eða fleiri einstaklingar munu hafa búið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang klukkan 3:20 og hafði slökkt eldinn 17 mínútum síð- ar. Vakt var við húsið til klukkan 4. Húsið er ein hæð ásamt kjallara og er húsið ekki sambyggt við önnur hús og því var minni hætta en ella á að eldurinn bærist í þau. Íbúar í tveimur nálægum húsum rýmdu þó híbýli sín á meðan slökkvistarf fór fram. Eldsupptök eru ókunn en lög- reglan í Reykjavík fer með rann- sókn á málinu. Eldsvoði á Hverfisgötu FRUMSÝNINGU Sögusvuntunnar á brúðuleiknum Eglu í nýjum spegli, sem vera átti í gær, var frestað um viku vegna veikinda Hallveigar Thorlacius sögumanns. Hún missti röddina þegar síst skyldi. Sýningartími verður aug- lýstur síðar. Sýningum á Eglu frestað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.