Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 56
HÁTÍÐIR af ýmsu tagi setja sífellt meiri svip á kvikmyndaheim borg- arbúa. Sú fyrsta, Frönsk kvik- myndahátíð, hóf göngu sína í jan- úar með öndvegisverk eins og Heim farfuglanna innanborðs. Hinsegin bíódagar, hátíð á vegum sam- kynhneigðra, hefur fest sig í sessi með athyglisverðum myndum og er ekki síst mikilvæg í baráttunni við hommafóbíu og fordóma lands- manna. Argentínsk kvikmynda- hátíð gaf okkur tækifæri til að finna smjörþefinn af því sem er að gerast hinum megin á hnettinum og mættum við gjarnan fá meira af slíku. Síðan komu þær hver af annarri. Bandarískir indídagar var eftirminnilegust allra með fjölda, athyglisverðra, óháðra mynda eins og heimildarmyndirnar Capturing the Friemans og Super Size Me; Litla kvikmyndahátíðin bauð upp á fleiri slíkar, m.a. Corporation; Dönsk kvikmyndahátíð með De små börn i fararbroddi, var einkar forvitnileg líkt og Hollensku dag- arnir. Alliance Francaise bætti um bet- ur og stóð fyrir annarri hátíð, Frönskum rökkurmyndum, og þá var boðið upp á samnorrænu stutt- og heimildarmyndahátíðina Nord- isk Panorama. Af íslenskum veislum má nefna Short and Docs, sem skaut upp kollinum í þriðja sinn og Kvik- myndahátíð grunnskólanna, þar sem 71 mynd var á boðstólum og sannar betur en margt annað ótví- ræðan áhuga unga fólksins á kvik- myndum og kvikmyndagerð. Sem minnir á að við komumst í Heims- metabók Guinnes sem forfallnasta kvikmyndaþjóð jarðkringlunnar. Íslenskt upp og ofan Afrakstur íslenskra heimildar- myndagerðarmenna hefur verið stórmerkur á undanförnum árum og eigum við orðið fjölda lista- manna sem láta að sér kveða á heimsmælikvarða; Ólaf Guðnason, Ólaf Jóhannesson, Ómar Ragn- arsson, Pál Steingrímsson, Þór- arinn Guðnason, svo nokkrir séu nefndir. Á meðal verka sem vöktu óskipta athygli á árinu voru Blind- sker eftir Ólaf J., Múrinn, eftir Ólaf G., Öræfakyrrð Páls og Hestasaga Þórarins. Aukinheldur má nefna Rithöfund með myndavél, Íslensku sveitina, Síðasta bæinn, Proximitas, Rockville, Mjóddina, Aurora Borealis, Pönkið og Fræbbblana og Alive in Limbo. Þvílík gróska! Til að gera veg heimildarmyndagerð- armannanna enn meiri má geta þess að flest verkanna voru sýnd á almennum sýningum og nokkrar prýðismyndir voru einnig frum- sýndar í sjónvarpi. Gengi íslenskra, leikinna mynda var upp en einkum ofan. Árið byrj- aði með miklum hvelli, Kaldaljósi eftir Hilmar Oddsson, sem flestir voru sammála um að væri ágæt- ismynd og Opinberun Hannesar eftir Hrafn Gunnlaugsson. Hún vakti hinsvegar fjaðrafok sem bar keim af móðursýki. Aðrar leiknar íslenskar myndir sem frumsýndar voru á árinu komu og fóru hljóða- laust, að undanskilinni Stuð- mannamynd Ágústar Guðmunds- sonar, Í takt við tímann. Hún er ósvikin skemmtun og er að laða fjölda bíógesta að heimatilbúnum afurðum á nýjan leik. Mér lánaðist ekki að sjá nokkrar, án efa forvitnilegar myndir: The Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Goodbye Lenin, Hellboy, Ned Kelly, Open Water og Shawn of the Dead. Þær næstbestu Stærð þessa flokks segir talsvert um hvernig árið spjaraði sig í heild. Að þessu sinni er hann frekar smá- vaxinn. Sjálfsagt er að byrja á Whale Rider, óvenjulegri, vel leik- inni mynd, byggðri á nýsjálenskri þjóðsögu um útópískt samspil manna og dýra. Af einhverjum ástæðum datt hún af listanum mín- um yfir þær bestu. Myndirnar sem mölluðu rétt neð- an við topp tíu eru þessar helstar: House of Sand and Fog, einkum fyrir stórleik Bens Kingsley og Jennifer Connelly, Cold Mountain – sem var nálægt því að lenda í topp- sæti, líkt og hin minnisstæða, franska L’Adversaire með stórleik- aranum snjalla Daniel Auteuil og Fahrenheit 9/11, þó hún brygðist sem áróðursmynd og Bush ynni sæta sigra á öllum heimavíg- stöðvum á kosninganóttina. Collateral er nýstárleg pæling frá hendi Michaels Mann, The Manch- urian Candidate, var athyglisverð þótt hún standist ekki samanburð við klassíska frummyndina. School of Rock er borin uppi af einka- framtaki Jacks Black sem rís hæst í dag af sporgöngumönnum snilling- anna Johns Candy, Johns Belushi og Chris Farley. The Day After To- morrow var pottþétt, 100% Holly- woodafþreying líkt og The Bourne Supremacy og I Robot. Charlize Theron lyfti Monster upp um nokkrar stjörnur, sama máli gegnir um Iggy Pop, Tom Waits og nokkra fleiri góða í Coffee and Cigarettes. Shrek 2 var fín skemmtun, en í raun meira af því sama og sérstök ástæða er að nefna í þessum fé- lagsskap Bjargvætt, stuttmyndina hennar Erlu B. Skúladóttir. Rús- ínan í pylsuendanum er Kill Bill 2, þótt hún haldi ekki sömu sigling- unni og fyrri hlutinn hans Tarant- inos. Óvæntir gleðigjafar Hópurinn er jafnan litríkur og vel við hæfi að hefja töluna með ís- lensku gamanmyndinni Dís. Hún hefur sem skemmtun og drama margt að bera til að njóta vinsælda. Ekki síst meðal þess aldurshóps sem stífast sækir bíó (en sniðgekk hana), og hvet ég alla sem gaman hafa af góðum myndum að góma myndina á leigunni. Aðalleik- konurnar firna góðar og Þórunn Erna Clausen stelur flestum senum sem hún kemur fram í. Árni Tryggvason er yndislegur sem jafn- an fyrr, sem hlýi og hugljúfi Kvikmyndir | Þær næstbestu, óvæntir gleðigjafar, vonbrigðin og tíu verstu myndir ársins 2004 Góðar myndir, vond- ar og þær verstu Heimildarmyndir og hátíðir settu mestan svip á kvikmyndaárið að mati Sæbjarnar Valdimarssonar. Hér verður þó einkum fjallað um þær næstbestu sem voru við það að komast á listann yfir tíu bestu myndir ársins. Þær sem komu á óvart, ollu vonbrigðum og síðast en ekki síst botnfallið, tíu verstu myndirnar 2004. Dís höfðaði helst til þeirra sem létu hana framhjá sér fara. Kattakonan hvæsti og klóraði, enginn sýndi áhuga – ekki einu sinni Kattholt. 56 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.