Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 55 MENNING KVENNALEIKFIMI Í AUSTURBÆJARSKÓLA Góð alhliða kvennaleikfimi með styrkjandi æfingum ásamt góðum teygjum og slökun. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:10 og 18:05. Leikfimin hefst þriðjudaginn 11. janúar. Þóra Sif Sigurðardóttir, íþróttafræðingur, netfang thorasif@heimsnet.is, sími 691 7269 K l a s s í k - D j a s s - R a f t ó n l i s t - H e i m s t ó n l i s t - R e g g í - R o k k K l a s s í k - D j a s s - R a f t ó n l i s t - H e i m s t ó n l i s t - R e g g í - R o k k Skólavörðustíg 15 • sími 511 5656 • 12tonar@12tonar.is Okkar árlega stórútsala hefst á morgun kl.10 Geisladiskar frá kr. 200 DVD klassík í miklu úrvali Bach, Beethoven o.fl. meistarar-40cd box á 3.900 Fyrstu 100 viðskiptavinirnir fá ókeypis geisladisk Áherslan er á óblíð kjör íslenskra smælingja og ómannúðlega með- ferð á landlausu, efnalausu fólki á Íslandi á ofanverðri 19. öld og í upphafi þeirrar 20. Hungur, vos- búð, endurteknar barneignir og barnadauði eru hlutskipti þessa fólks sem eygir von um betra líf í Vesturheimi og leggur allslaust upp í langferð til annarrar heims- álfu. Þetta eru íslenskir flóttamenn og píslarganga þeirra er hin sama og flóttamanna hvar sem er og hvenær sem er, um leið og hún er þáttur í sögu Íslands sem mik- ilvægt er fyrir okkur öll að þekkja. Í skáldsögu Böðvars er lögð áhersla á mikilvægi þess að varðveita söguna og færa þekkingu á henni á milli kynslóða. Þessu er leikgerðin mjög trú og áhrifamikið lokaatriðið sem undirstrikar það. Án þess að uppljóstra hér hvernig það er gert má segja að þar sé leikmyndin notuð á listilegan máta til undirstrika efnivið sýningar- innar. Vytautas Narbutas leik- myndahöfundur er mikill listamað- ur eins og leikhúsgestir vita. Leikmynd hans virðist einföld við fyrstu sýn en þjónar leikverkinu afar vel og í samspili við frábæra lýsingu Lárusar Björnssonar og mjög góða nýtingu á hinu stóra sviði leikhússins var hinn sjónræni þáttur sýningarinnar aftur og aftur sláandi áhrifamikill. Margar senur sýningarinnar eru þannig útfærðar að jafnvel má tala um þær sem sjálfstæðar listrænar uppstillingar. „VEISTU, þú verður aldrei að manni,“ sagði flakkari við hinn unga Ólaf fíólín þegar hann hafði gefið honum nestið sitt. „Sá sem gefur aumingja nestið sitt verður aldrei að manni. Sá sem felur nest- ið sitt fyrir aumingja, eða tekur það af honum með valdi, hann verður að manni.“ Síðar minnist Ólafur orða flakkarans og óttast að þau hafi verið áhrínsorð sem fylgja muni honum ævina á enda. En er hægt að vera meiri maður en sá sem gefur nestið sitt aumingja þótt hann beri aldrei neitt úr býtum sjálfur? Þannig maður er Ólafur fíólín í sögu Böðvars Guðmunds- sonar; hann er smælinginn hjarta- hreini sem finnur til með öðrum, sem hefur næmi listamannsins og elskar fegurðina. Að þessu leyti er hann náskyldur nafna sínum Ljós- víkingnum, þeirri ódauðlegu tákn- mynd skáldsins/listamannsins sem allir aðrir eiga bágt í, eins og það er orðað í Heimsljósi. En Ólafur fíólín á sér einnig fleiri hliðar, hann er líka lífsglaður, bjartsýnn og fjörugur. Höfundar leikgerðar Híbýla vindanna hafa kosið að draga fram þann þráð verksins sem dekkri er; söguna um kross- berann sem þjáist, smælingjann sem aðrir menn níðast á og sem gengur sína píslargöngu ofurseldur óblíðum örlögum. Og sá þráður er vissulega áhrifaríkur, snertir áhorfandann og kallaði fram tár í augum margra frumsýningargesta. En ég saknaði hins vegar nokkuð þess blæbrigðaríka og nátt- úrumikla Ólafs fíólíns sem verk Böðvars hefur að geyma. Sá Ólafur fíólín sem skrifaður er af Bjarna Jónssyni (í samvinnu við leikstjóra, leikmyndahöfund og leikhópinn, eins og segir í leikskrá) og leikinn af Birni Inga Hilmarssyni er beygðari, bugaðri og einhvern veg- inn allur geltari en sá sem skrif- aður er af Böðvari Guðmundssyni. Björn Ingi túlkaði Ólaf fíólín vel samkvæmt þessum forsendum en þær gera persónuna nokkuð ein- tóna. Ég hef dvalið við persónu Ólafs fíólíns vegna þess að það hvernig hún er túlkuð í leikgerðinni gefur tóninn fyrir sýninguna í heild. En hins vegar má velta því fyrir sér hvort þessi áhersla á hinn myndræna þátt komi ekki á ein- hvern hátt niður á leiksýningunni í heild. Hér á ég við að margar sen- ur sýningarinnar dragast nokkuð á langinn og minna helst á þöglar myndir. Þetta er vissulega áhrifa- ríkt á köflum en er gefið of mikið vægi í sýningunni að mínu mati og stuðlar að helsta veikleika hennar, sem er hversu langdregin hún er. Með styttingum (t.d. á þeim þætti verksins sem gerist um borð í far- þegaskipinu á leið vestur um haf) hefði sýningin í heild verið sterk- ari. Auk leikara L.R. taka þátt í sýn- ingunni bæði fullorðnir aukaleik- arar og börn og öllum hópnum er greinilega leikstýrt af miklu öryggi því hvergi bar á hnökrum í leik og samleik. Katla Margrét Þorgeirs- dóttir fór mjög fallega með hlut- verk Sæunnar, konu Ólafs fíólíns, og ég er ekki frá því að túlkun hennar á hlutskipti smælingjans og harmi móðurinnar sem fær engu ráðið um örlög barna sinna sé sú sem standi einna helst upp úr hjá annars jöfnum og góðum leikhópi. Margar og fjölbreyttar persónur koma við sögu í verkinu og flestir leikaranna bregða sér í fleira en eitt gervi. Margir leikaranna voru sjálfum sér líkir, þ.e.a.s. sýndu gamalkunna takta sem komu ekki á óvart en skiluðu því sem ætlast var til. Hér má nefna Margréti Helgu Jóhannsdóttur í hlutverki prestsfrúarinnar á Reykjum; Sig- rúnu Eddu Björnsdóttur í hlut- verki Sigríðar stórráðu; Theodór Júlíusson í hlutverki Hákons frá Beylubúð, Hönnu Maríu Karls- dóttur í hlutverki Sunnefu frá Beylubúð og Pétur Einarsson í hlutverki Jóhannesar frá Heið- arbæ. Halldóru Geirharðsdóttur og Bergi Þór Ingólfssyni tókst end- urtekið að draga að sér athyglina með hárfínni kómík eins og þeim er svo lagið; Sveinn Geirsson, Guð- mundur Ólafsson, Gunnar Hansson og Halldór Gylfason léku hver um sig ólíkar manngerðir og tókst vel að ljá hverri um sig sterk persónu- einkenni. Jóhanna Vigdís Arn- ardóttir fór ágætlega með þrjú lítil hlutverk. Birna Hafstein leikur sitt fyrsta hlutverk hjá L.R. og var fín í hlutverki hinnar ungu Halldóru sem strýkur vestur um haf með unnustanum, grunlaus um hvað bíður hennar. Mikilvægur þáttur í sýningunni er tónlistin, enda er hún líf og yndi þeirra Ólafs og Sæunnar. Pétur Grétarsson, höfundur tónlistar- innar, hefur hitt á hárréttan tón fyrir sönglög sýningarinnar og gæti ég trúað þau ættu eftir að lifa áfram eftir að sýningum lýkur. Búningar Filippíu I. Elísdóttur hafa sterkan heildarsvip, en sá svipur er dökkur og undirstrikar þá áherslu sem rædd var hér í upphafi; áhersluna á þjáninguna. Ég tel að meiri litbrigði, jafnt í búningum sem og leikgerðinni í heild, hefðu gert þessa leiksýningu eftirminnilegri en sú nokkuð eintóna harmræna leið sem farin er. Píslarganga flóttamannsins Morgunblaðið/Árni Sæberg „Katla Margrét Þorgeirsdóttir fór mjög fallega með hlutverk Sæunnar, konu Ólafs fíólíns, og ég er ekki frá því að túlkun hennar á hlutskipti smælingjans og harmi móðurinnar sem fær engu ráðið um örlög barna sinna sé sú sem standi einna helst upp úr hjá annars jöfnum og góðum leikhópi,“ segir m.a. í umsögninni. LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur Höfundur: Böðvar Guðmundsson. Leik- gerð: Bjarni Jónsson í samvinnu við leik- stjóra, leikmyndahöfund og leikhópinn. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leik- arar L.R.: Bergur Þór Ingólfsson, Birna Hafstein, Björn Ingi Hilmarsson, Guð- mundur Ólafsson, Gunnar Hansson, Hall- dór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Katla Margrét Þorgeirs- dóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Pét- ur Einarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sveinn Geirsson, Theodór Júlíusson. Aukaleikarar: Benedikt Ingi Ármanns- son, Gísli Rúnar Harðarson, Hannes Óli Ágústsson og Hinrik Þór Svavarsson. Börn: Árni Beinteinn Árnason, Gylfi Þ. Gunnlaugsson, Helena Kjartansdóttir, Ívar Elí Schweitz Jakobsson, Jafet Máni Magnúsarson og Þorbjörg Erna Mím- isdóttir. Leikmyndahöfundur: Vytautas Narbutas. Lýsing: Lárus Björnsson. Tón- list: Pétur Grétarsson. Söngtextar: Böðvar Guðmundsson. Dans: Cameron Corbett. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Hár og förðun: Guðrún Þorvarðardóttir. Stóra svið Borgarleikhússins 7. janúar 2005 Híbýli vindanna Soffía Auður Birgisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.