Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 17 ekki að hinn væri að gera eitthvað algjörlega óskylt. Fljótlega fundum við hvernig and- rúmsloftið breyttist, starfsmennirnir urðu já- kvæðari og fóru að bera meiri virðingu fyrir starfi hins hópsins.“ Nokkrir fóru þó yfir til Landsbankans við sameininguna. „Með sameiningu Búnaðarbanka og Kaup- þings var verið að sameina viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Skörunin var því fyrst og fremst í fjárfestingarbankastarfseminni. Al- mennir starfsmenn þurftu ekki að keppa við starfsmenn Kaupþings um sín störf. Fækkun á fjárfestingabankasviðinu gerði samrunann við Kaupþing auðveldari heldur en ella. Við þurftum ekki að segja upp nema örfáum starfsmönnum fyrir bragðið. Sumir kunna að hafa óttast að verða undir og missa störf sín við sameininguna. Aðrir eltu kunningja sína yfir í Landsbankann. Óneitanlega var mikið áfall fyrir mig í fyrstu að missa þarna nokkra lykilstarfsmenn. Ég hafði gengið út frá því eft- ir samtal við þessa starfsmenn að þeir störf- uðu með mér að breytingunum en þegar til kastanna kom kusu þeir að færa sig yfir til Landsbankans.“ Jákvæð og æskileg þróun Sólon segist hafa átt auðvelt með að aðlag- ast breyttri ímynd bankans frá því að vera hefðbundinn viðskiptabanki í að verða djarfari viðskipta- og fjárfestingarbanki. „Að mínu mati hefur þróunin almennt verið mjög góð og æskileg. Ég hef aldrei átt erfitt með að aðlag- ast þessum breytingum. Ég hef reyndar alltaf átt auðvelt með að aðlagast breytingum og fundist spennandi að taka þátt í ýmiss konar mótunarstarfi.“ KB banki á talsvert í fyrirtækjum í atvinnu- lífinu, t.d. Baugi Group. Geta þessi eignatengsl ekki verið hættuleg? „Auðvitað getur komið upp hætta ef fyrir- tæki fjárfesta hvert í öðru. Stefnan verður að vera alveg skýr, rétt eins og hún hefur verið hjá Kaupþingi og síðar KB banka. Bankinn hefur verið að fjárfesta í fyrirtækjum sem hann hefur verið að styðja við bakið á, t.d. í út- rás. Af því hefur ekki skapast hætta og fjár- munirnir verið að skila sér til baka með góðri ávöxtun í flestum tilfellum. Því hefur líka verið velt upp hvort eðlilegt sé að stjórnarformenn séu starfandi í fyrir- tækjum. Mismunandi reglur gilda um slíkt úti í hinum stóra heimi. Ég er algjörlega ósam- mála nýlegu nefndaráliti um að stjórn- arformenn megi ekki að vera starfandi í fyr- irtækjum. Ef verkaskipting forstjóra og stjórnarformanns er skýr er ekkert að því að stjórnarformaður fyrirtæks starfi innan þess. Stjórnarformaður KB banka, Sigurður Ein- arsson, sinnir ákveðnu, afmörkuðu verkefni innan fyrirtækisins, þ.e. útrásinni. Ég get ekki séð að störf hans hafi komið niður á bank- anum. Þvert á móti sé ég mörg dæmi um að það hafi verið jákvætt fyrir bankann.“ Hefur áhættustýring bankans verið að breytast í þá átt að hann hafi orðið varkárari upp á síðkastið? „Fyrir sameininguna komu upp ýmsar vangaveltur um að Kaupþing væri alltof áhættusækið fyrirtæki. Hins vegar kom í ljós þegar betur var að gáð að áhættustýring þess var margfalt betri en Búnaðarbankans. Hér er ég auðvitað að tala um aðra áhættu en útlán. Útlánaáhættunni er og var stýrt á sama hátt og var hjá Búnaðarbankanum. Áhættustýring KB banka er eins og áhættustýring Kaup- þings á sínum tíma og þetta er allt saman vel út reiknað. Ég man ekki betur en 7 doktorar í stærðfræði séu starfandi í áhættustýringu Kaupþings. Þessir menn kunna að reikna.“ Sólon segir KB banka stefna að því að auka starfsemi sína töluvert í Finnlandi þar sem bankinn er nýlega búin að fá bankaleyfi. „Með sama hætti er vilji fyrir því að auka starfsem- ina í Noregi, Englandi og jafnvel í Lúxemborg. Ekki er ólíklegt að stuðlað verði að því að koma starfseminni í þessum löndum upp í svipað umfang og í Danmörku og Svíþjóð. Ríf- lega 200 manns í hvoru landi hefur mönnum þótt góð eining. Þarna erum við ekki að tala um viðskiptabankaþjónustu nema að mjög litlu leyti í Svíþjóð. Annars eru þetta bara fjár- festingarbankar.“ Hvernig hefur gengið að innleiða KB „kúlt- úrinn“ í erlendu bönkunum? „Það tekur sinn tíma að innleiða KB „kúlt- úrinn“ í öllum þessum bönkum. Andinn er svo gjörólíkur á milli allra þessara landa. Hann er ólíkur á milli Danmerkur og Svíþjóðar, Finn- lands og Svíþjóðar og áfram mætti telja. Bankinn verður einfaldlega að vera þol- inmóður og reyna að gera sitt besta,“ segir Sólon og er spurður að því við hverja sé auð- veldast að eiga. „Af öllum öðrum er svoleiðis langauðveldast að vinna með Englendingum. Þeir eru svo vanir því að vinna með útlend- ingum.“ Frekari samruni erfiður „Ég hefði viljað sjá sparisjóðina sameinast einhverjum bankanna,“ segir Sólon þegar hann er spurður hvort hann sjái fyrir sér frek- ari samruna innan íslenska bankakerfisins. „Með því móti hefðu orðið til þrjár öflugar bankablokkir í landinu. Tvær bankablokkir eru of fáar og fjórar of margar í jafnlitlu landi og Íslandi. Með lagasetningu um sparisjóðina var nánast alveg komið í veg fyrir að hægt væri að hagræða í bankakerfinu með þátttöku sparisjóðanna. KB banki hafði gengið frá kaupum á Sparisjóði Reykjavíkur þegar lögin voru sett afturvirkt. Ekki má heldur gleyma því að með lögunum komu alþingismennirnir í veg fyrir að við sölu til bankanna yrð eigið fé sparisjóðanna gert að styrktar- og menningarsjóðum. Svona sjóðir hefðu getað orðið til í Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík og víðar og orðið mikil stoð og styrk- ur fyrir menningar- og íþróttalíf svo ekki sé minnst á góðgerðarstarfsemi í landinu. Ég get nefnt sem dæmi að hægt hefði verið að úthluta 600 milljónum á höfuðborgarsvæðinu á hverju ári. Ég get ekki ímyndað mér annað en að al- þingismennirnir séu búnir að uppgötva mistök sín núna,“ segir Sólon og vill lítið segja um hugsanlega sameiningu Íslandsbanka og Landsbanka. „Ég verð þó að viðurkenna að ég sé ekki alveg hvernig Samkeppnisstofnun ætti að fara að því að samþykkja slíka sameiningu. Maður skyldi þó aldrei segja aldrei.“ Sólon viðurkennir að honum þyki góð til- finning að skila af sér góðu búi. „Auðvitað er fínt að geta hætt á toppnum. Ég efast þó ekki um að ungu mennirnir eigi eftir að hefja bank- ann í hærri hæðir. Ég hef fulla trú á að Hreið- ar Már eigi eftir að halda vel á spöðunum í bankanum. Hann er ótrúlega fljótur að setja sig inn í mál og óragur við að taka ákvarðanir. Það er það sem skiptir máli.“ Fjölskyldan í fyrsta sæti En hvað ætli hann sjálfur ætli að taka sér fyrir hendur. „Ég ætla að dúlla við konuna og barnabörnin. Ég hef afskaplega gaman af barnabörnunum mínum 8 og af því að tvær af fjölskyldunum þremur búa í útlöndum, New York og Sviss, tekur mig talsverðan tíma að ferðast á milli þeirra. Ég hef reyndar af- skaplega gaman af því að ferðast og ætla að gera meira af því í framtíðinni. Svo hef ég gaman af því að lesa góðar bækur, veiða og leika golf. Ég er farinn að geta stundað golfið aftur eftir langt hlé og stefni að því að ná mér aftur niður í gömlu forgjöfina. Svo fór ég að stunda líkamsrækt fyrir ári. Þegar fólk undr- aði sig á því sagðist ég vera að undirbúa mig fyrir að hætta. Ég er yfirleitt í Laugum fyrri- part dags. En eins og ég segi þá verður fjöl- skyldan í fyrsta sæti hér eftir.“ aðlagast breytingum ’Auðvitað er fínt að getahætt á toppnum. Ég efast þó ekki um að ungu menn- irnir eigi eftir að hefja bankann í hærri hæðir.‘ ago@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.