Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 42
Mitt í hátíð jólanna
barst mér sú fregn að
Gulli frændi væri allur.
Þó ég vissi að hann
gengi ekki heill til
skógar, kom þetta eins og reiðarslag
sem ég er alls ekki búin að átta mig á
enn. Gulli frændi minn var alls eng-
inn venjulegur frændi, við jafngömul
og börn tvíburasystra og strengur á
milli okkar sem erfitt er að útskýra.
Og minningarnar hrannast upp í
huga mér, svo kærar og allar jafn
góðar.
Í barnæsku minni voru farnar ófá-
ar ferðir austur á Selfoss að heim-
sækja ættingana okkar og eitt það
fyrsta sem ég man er Dúa, mamma
Gulla, að skafa í okkur nýjar rófur og
Gulli að sýna mér nýja vörubílinn
sinn. Bíllinn var fínn en á honum lá
dáinn skógarþröstur sem ég vildi
jarða en Gulli sagði nei, því hann vildi
vita hvað yrði um fuglinn og hvort
hann færi til Guðs.
Þá var ekki amalegt að vera boð-
inn í bakaríið með Gulla og hjá
Danna fékk maður þessi dýrindis
„Napoleonsstykki“ sem jöfnuðust
ekki á við neitt annað.
Árin í sumarbústöðunum okkar í
Þrastaskóginum eru yndisleg endur-
minning þar sem sólin skein enda-
laust, en ef rigningin gerði vart við
sig, þá var nú ástæðulaust að láta sér
leiðast. Leikið og spilað og svo bauð
Gulli í göngutúra niður að Álftavatni
og þar voru mikil ævintýri að gerast,
vatnið fullt af sæskrímslum og öðrum
forynjum og eins gott að vaða ekki of
langt.
Og ekki voru skógarferðirnar
síðri. Þar voru annars konar verur,
bæði góðar og vondar og ævintýrin á
hverju leiti, hér þurfti að skríða og
þar að brúa og hoppa og hugmynda-
heimur frænda míns alveg óþrjót-
andi.
Hvort „krúskan“ hennar Dúu
frænku, sem okkur var boðið upp á
þegar heim var komið, var eins holl
fæða og hún vildi vera láta, vorum við
alls ekki eins viss um. Það var nú til
annað bragðbetra.
Sveitasumur Gulla í Auðsholti
voru uppspretta bréfaskrifta milli
okkar og þar var ég tengiliður þess
sem hann vildi vita að sunnan. Hann
hafði líka frá mörgu að segja úr bú-
skapnum, það var mikil vinna en það
var líka farið í ferðir að Flúðum og að
Geysi, að ógleymdum skemmtunum
sem enduðu á balli og alltaf fékk ég
að vita í bréfunum hversu mikið hann
dansaði. Þar hélt hann líka að heims-
endir væri kominn þegar hann
heyrði hvininn frá 4 „þrýstiloftsflug-
vélum“ en húsbóndinn hélt að þetta
væru sprengjur og húsmóðirin hafði
áhyggjur af að þær færu á nýja hús-
ið.
Og svo flutti Gulli og fjölskyldan til
Reykjavíkur, og þar vorum við fermd
í Dómkirkjunni og auðvitað var Gulli
fyrsti herrann sem ég bauð á ball í
Versló.
En unglingsár Gulla voru því mið-
ur ekki auðveld. Skilnaður foreldr-
anna, veikindi mömmu hans og aðrir
fjölskylduerfiðleikar var það sem
Gulli þurfti að horfast í augu við með-
an hann var í sínu Verslunarskóla-
námi og hann unglingurinn var þá
þegar orðinn sú stoð og stytta sem
hann varð fjölskyldu sinni æ síðan.
Það spurði Gulla enginn hvort og
hvernig hann gæti, hann bara gerði
það.
Að loknu Verslunarskólaprófi
Gulla 1958 lá leið hans á vinnumark-
aðinn og gerðist hann sá athafna-
maður sem allir sem hann þekktu
vita um. Hann var alltaf sami góði
frændinn minn með fallega brosið og
GUÐLAUGUR
BERGMANN
✝ Guðlaugur Berg-mann fæddist í
Hafnarfirði 20. októ-
ber 1938. Hann lést á
heimili sínu, Sól-
brekku á Hellnum,
aðfaranótt 27. des-
ember síðastliðins og
var útför hans gerð
frá Hallgrímskirkju
5. janúar.
sannfæringarkraftinn
og sem allra götu vildi
greiða og fátt held ég
að hafi glatt mig meira
en þegar hann eignað-
ist aftur sumarbú-
staðinn sem foreldrar
hans áttu áður. Þar var
hann aftur kominn í
ævintýraferðirnar og
nú voru það börnin
okkar sem nutu góðs af.
Nú er frændi minn
kominn á nýjar slóðir
þar sem hann hefur
örugglega nógan starfa
og ég óska honum alls
velfarnaðar eins og alltaf.
Guðríður Karlsdóttir (Rúrí).
Vertu ekki grátinn við gröfina mína
góða, ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindum,
ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustsins regn sem fellur á fold
og fræið í hlýrri mold.
Í morgunsins kyrrð er vakna þú villt,
ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt.
Ég er árblik dags um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til.
Gráttu ekki við gröfina hér –
gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér.
(Höf. ókunnugur.)
Með fáeinum orðum langar mig að
minnast Gulla frænda.
Gulli frændi minnti mig alltaf á
annaðhvort jólasvein eða víking, eitt-
hvað var svo orkumikið og gott við
hann sem náði til mín strax sem lít-
illar stelpu. Ég var alltaf montin af
elsku Gulla, bróður hans pabba míns,
Gulla í Karnabæ, tískukónginum
mikla. Ég man hvað mér þótti alltaf
gaman að heimsækja hann og
Gunnu, skemmtilegast þótti mér að
skoða herbergið með laxveiðiminn-
ingunum þeirra og svo að ræða um
fjölskylduna.
Því miður urðu heimsóknirnar
mínar nánast að engu eftir því sem
ég varð eldri þar sem að við fórum öll
hvert í sína áttina, og ég sat eftir í
Reykjavík, en Gulli og Gunna á Snæ-
fellsnesi og pabbi minn hinum megin
á hnettinum, Bahamas. Skiptin eru
því miður allt of fá undanfarin ár og
ég man að síðast þegar ég hitti alla
fjölskylduna fyrir ári þá töluðum við
um að hittast meira og jafnvel vera
með ættarmót, áður en við vissum af
var enn eitt árið búið og Gulli nú fall-
inn frá. Hann náði ekki að kynnast
syni mínum sem mér þykir leitt en
hann var þó orðinn mjög ríkur maður
og átti sko stóra og fallega fjölskyldu.
En minningarnar lifa áfram og
þær eru góðar og margar, minning-
arnar eru það sem gera ástvini okkar
ódauðlega, meðan við getum og vilj-
um muna þá eigum við mesta fjár-
sjóðinn.
Ég geymi restina af mínum minn-
ingum um Gulla fyrir sjálfa mig og
þakka honum kærlega fyrir að hafa
verið frábær frændi.
Ástvinum sendum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Rannveig Ásgeirsdóttir
og Huginn Þór.
Til minnar kærustu og uppáhalds
górillu (smá skýring: menn eru gór-
illur og konur stjórnendur þeirra).
Þú hefur verið mér svo mikil
hvatning á ótal sviðum. Hvernig get
ég sagt þér að ég elska þig??? Leyfðu
mér að gera tilraun til að telja upp
nokkur atriði... Ég mun aldrei
gleyma því þegar ég kom í fyrsta
sinn til Íslands og þú sóttir mig á
flugvöllinn þar sem Gunna var í
ferðalagi með vinkonum sínum. Í
stað hennar mættir þú með Gulla
yngri og ég var dauðskelkuð við
þennan mann sem fór strax að yf-
irheyra mig um starf mitt. Þetta var
upphafið að vinskap sem varað hefur
í yfir fimmtán ár. Ég mun aldrei
gleyma því þegar við fórum út að
borða í Perluna, uppáklædd og fín.
Ég á ennþá myndir síðan þá og við
erum öll svo ungleg á þeim. Eða ferð-
inni til Mt. Shasta, eða því að geta
alltaf hringt í þig til að fá ráðlegg-
ingar um ástarmálin, vinnuna eða
hvað annað.
Ég mun sakna samræðna okkar og
deilna í gufubaðinu þar sem við
ræddum um tilgang lífsins og þroska.
Ég mun sakna þess að geta ekki
lengur talað við þig í síma, hvort sem
var að nóttu eða degi. Ég mun sakna
faðmlaga þinna og visku þinnar. Ég
mun jafnvel sakna stjórnsemi þinn-
ar. Mest af öllu mun ég samt sakna
þess kærleika sem þú barst til fjöl-
skyldu þinnar, sem þið gerðuð mig að
hluta af.
Hins vegar veit ég að ég get kallað
á annan máta eftir aðstoð þinni og
leiðsögn hvenær sem er. Þú hefur
alltaf verið til staðar fyrir allt og alla,
og ég veit að þú heldur áfram að vera
það.
Ég get ekki sagt bless, einungis að
ég elska þig. Skilaðu kveðju til
Sandyar.
Dreymi þig vel.
Patrice Noli,
Sacramento,
Bandaríkjunum.
Félagi okkar Guðlaugur Berg-
mann er horfinn okkur úr þessum
heimi. Við ferðaþjónustubændur
þekktum Gulla sem mikinn hug-
sjónamann í umhverfismálum og
ferðamálum. Hann var sá sem hvatti
okkur til nýrra hugsana og nýrra
markmiða. Þeir sem ekki voru vanir
framsæknum hugmyndum um sjálf-
bærni samfélaga, verndun umhverf-
isins og eflingu mannauðs settu oft í
brýrnar við að hlýða á boðskap Gulla
enda var hann búinn að átta sig á að
þegar breyta þyrfti heiminum þá
dygði aðferðin dropinn holar steininn
aldeilis ekki. Guðlaugur, ásamt eft-
irlifandi konu sinni Guðrúnu, átti
mikinn þátt í umhverfisstefnu Ferða-
þjónustu bænda og minnumst við
margra funda þar sem Guðlaugur
brýndi okkur til dáða og skerpti á
hugmyndafræðinni. Við sögðum að
allt væri nú í Guðlaugum farvegi þeg-
ar við höfðum loks náð þeirri hugsun
sem Guðlaugur boðaði og stefnan
væri skýr næstu mánuðina. Kraftur
hans efldi líka okkar metnað að vera
fyrri til með nýjar hugmyndir og
verkefni í umhverfismálum en viss-
um samt að við gátum alltaf borið
þær undir Guðlaug.
Ég minnist Gulla sem meirihátt-
armanns sem hafði mikil áhrif á sam-
ferðamenn sína. Hann breytti versl-
unarháttum og fatastíl Íslendinga,
vann að mannrækt og boðaði sam-
vinnu, frið og virðingu fyrir umhverf-
inu. Við sem eftir sitjum búum að
hans hugsjónum – það er hans arf-
leifð.
Marteinn Njálsson,
formaður Félags
ferðaþjónustubænda.
Goðsögnin Gulli Bergmann er
horfin af sviðinu, en hvernig var
hann? Hann hafði svo stórt hjarta að
öllum þótti vænt um hann. Hann var
svo glaðvær að það lýsti af honum.
Hann var við alla jafn.
Hann var svo einlægur að hann
snart strengi í brjóstum allra sem
honum kynntust. Hann var sjarma-
tröll sem heillaði konur og karla – og
börnin ekki síst. Hann dansaði af
slíkri mýkt að aðrir voru sem staurar
við hlið hans. Hann var svo kraftmik-
ill að þjáður skrokkurinn varð að
fylgja eldmóði hugans. Hann hafði
svo sterka sannfæringu að ég held
hann hafi getað fært fjöll úr stað.
Hann var svo mikil félagsvera að
hann mat einatt hag hinna mörgu
framar eigin. Hann var svo skemmti-
legur að engum leiddist í návist hans.
Hann óx aldrei upp úr draumum sín-
um heldur fylgdi þeim. Í fáum orðum
sagt: Hann var svo sérstakur að við
eigum aldrei eftir að kynnast öðrum
eins. Gulli er farinn en ég held hann
hafi ekki farið langt. Mér finnst ég
finna fyrir nærveru hans. Það er
skarð fyrir skildi – en Gulli fyllir í það
með lifandi minningum um einstakan
mann.
Mér er það ósegjanlega dýrmætt
að hafa kynnst Gulla og átt hann að
vini.
Gunna mín, það var stórkostlegt
að heimsækja ykkur í sumar. Þið
kunnið að láta gestum og vinum líða
vel.
Við Dagný færum þér, börnunum
og öðrum ástvinum, innilegar sam-
úðarkveðjur.
Ragnar Tómasson.
Við erum himneskar verur í jarð-
neskum líkama. Þetta sagðirðu við
mig, Guðlaugur, fljótlega eftir að
samstarf okkar hófst, þegar við
ræddum saman eftir einn af okkar
mörgu fundum. Umræðuefnið þegar
þetta kom til tals var ábyrgð mann-
anna og val á gjörðum sínum, en nán-
ar tiltekið ræddum við um umhverf-
ismál.
Það voru einmitt umhverfismálin
sem urðu til þess að ég kynntist hjón-
unum Guðrúnu og Guðlaugi Berg-
mann. Ásamt Stefáni Gíslasyni áttu
þau heiðurinn af því að eitt mikilvæg-
asta umhverfisverkefni landsins
fram til þessa leit dagsins ljós; um-
hverfisvottun sveitarfélaganna á
Snæfellsnesi af viðurkenndum og
óháðum erlendum aðila, Green Globe
21. Ég sat ásamt öðrum fulltrúum frá
sveitarfélögunum á Snæfellsnesi
fyrst í stýrihóp og síðar í fram-
kvæmdaráði verkefnisins, þar sem
Guðlaugur var formaður er hann
lést. Ekki er nokkur vafi á því að
Guðlaugur og Guðrún hafa borið hit-
ann og þungann af verkefninu og
unnið þar mikið þrekvirki. Eldmóður
Guðlaugs kom þar skýrt í ljós svo og
hæfileiki hans til að gera drauma,
sem flestum þættu eflaust ófram-
kvæmanlegir, að veruleika. Í krafti
sannfæringarmáttar og samninga-
hæfileika síns tókst honum að láta
fjölda fólks með mismunandi skoð-
anir vinna saman að verkefninu á
jafnréttisgrundvelli, í sátt og sam-
lyndi. Til þess þarf mikla hæfileika.
Guðlaugur, tómarúmið sem þú
skilur eftir þig verður mikið og sökn-
uður okkar sem unnum með þér ekki
minni. Sjálf mun ég sennilega sakna
mest bjartsýninnar og brennandi
áhuga þíns á því sem þú tókst þér
fyrir hendur. Eins mun ég sakna
okkar skemmtilegu samtala og
ófeimni þinnar við að tala frá hjart-
anu.
Guðrúnu, fjölskyldu þeirra hjóna
og öðrum ástvinum votta ég fyrir
hönd Framkvæmdaráðs Snæfells-
ness mína innilegustu samúð og bið
Guð að styrkja þau í sorg sinni.
Menja von Schmalensee,
varaformaður Framkvæmda-
ráðs Snæfellsness.
Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að vinna náið með Gulla
Bergmann síðustu ár að málefnum
sjálfbærrar þróunar. Framan af
snerist samstarfið um gerð Staðar-
dagskrár 21 fyrir Snæfellsbæ og síð-
an um vottun Snæfellsness eftir sam-
félagastaðli Green Globe 21. Í
nóvember var Snæfellingum afhent
sérstök viðurkenning fyrir árangur
sinn í því starfi, en ekkert svæði á
norðurhveli jarðar er komið lengra
áleiðis í ferlinu. Þetta starf hefði
hvorki hafist né skilað þeim árangri
sem raun ber vitni ef Gulla hefði ekki
notið við. Hann lagði nótt við dag.
Þar var aldrei til neitt sem hét að „sjá
til,“ heldur var gengið í málin án taf-
ar og milliliðalaust. Og allan tímann
voru hagsmunir heildarinnar í fyrir-
rúmi, en eigin hagur algjört aukaat-
riði.
Gulli var hugsjónamaður og eld-
hugi. Hann setti sér skýr markmið
og var ákveðinn í að ná árangri. Að-
almarkmiðið var að gera Ísland að
fyrimynd annarra þjóða í málefnum
sjálfbærrar þróunar. Hann efaðist
ekki um að það væri mögulegt og var
tilbúinn að leggja allt í sölurnar til að
svo mætti verða, óháð því hvort hans
yrði nokkurs staðar getið að leiks-
lokum. Það mikilvægasta var að búa í
haginn fyrir komandi kynslóðir,
þannig að þær gætu ekki síður en við
notið velferðar og lifað góðu lífi. Og
hann vissi að tíminn var naumur og
því brýnt að vinna hratt.
Skarð Gulla er í raun ekki hægt að
fylla. En skarðið er samt ekki tómt.
Eldmóður Gulla er ekki horfinn þótt
sjálfur sé hann ekki lengur á meðal
okkar. Efnið breytir um form, en
orkan er til staðar allt um kring. Nú
reynir bara enn meira á okkur hin
sem eftir stöndum að halda merkinu
á lofti, núverandi og komandi kyn-
slóðum til hagsbóta. Hugsjónirnar
verða ekki lagðar til hliðar og fáninn
verður ekki brotinn saman. Gulli á
annað skilið af okkur sem störfuðum
mest með honum síðustu mánuðina
en að við leggjum árar í bát. Þvert á
móti þarf nú að leggjast þungt á árar
sem aldrei fyrr.
Megi almættið styrkja og vernda
Guðrúnu og aðra nánustu aðstand-
endur Gulla á þessum erfiðu tímum.
Stefán Gíslason.
Það er með mikilli eftirsjá að við
kveðjum Guðlaug Bergmann, kæran
samstarfsfélaga okkar og vin. Við
kynntumst Gulla vel í gegnum starf
okkar hjá Ferðaþjónustu bænda og
Hólaskóla en þau hjónin hafa verið
félagar í Ferðaþjónustu bænda síð-
astliðin ár. Gulli var mikill hugsjóna-
maður en lét þó verkin ávallt tala.
Fátt var honum óviðkomandi en sér-
staklega má nefna starf hans í þágu
umhverfis- og ferðamála og eiga
bæði Ferðaþjónusta bænda og Hóla-
skóli honum mikið að þakka fyrir öfl-
ugan stuðning að þessum málum.
Sérstaklega er okkur eftirminnileg
dvöl okkar með Gulla og Guðrúnu
konu hans á Nýja-Sjálandi í mars síð-
astliðinn en þar sátum við fyrstu
heimsráðstefnu Green Globe 21 í
Kaikoura. Þar fengum við tækifæri
til að kynnast honum Gulla betur,
bæði sem verðugum fulltrúa Íslands
á erlendri grundu sem og góðum
ferðafélaga.
Við erum sannfærð um að Gulli
hafi náð að sá fræjum með boðskap
sínum um mikilvægi sjálfbærrar þró-
unar fyrir börnin okkar og komandi
kynslóðir. Við teljum það vera for-
réttindi að hafa fengið að kynnast
Gulla og höfum lært margt af honum.
Guðrúnu og fjölskyldu sendum við
innilegar samúðarkveðjur. Megi
minning Guðlaugs Bergmanns lifa
um ókomna tíð.
Sævar Skaptason,
Elín Berglind Viktorsdóttir.
Það var að morgni þriðja dags jóla
að Guðrún hringdi í okkur og til-
kynnti okkur andlát Gulla eigin-
manns síns seint að kvöldi annars
dags jóla. Fréttin sló okkur illa og
fylltumst við vantrú í fyrstu en þann-
ig fer sjálfsagt mörgum við svona
fréttir. Þó svo að Gulli hafi átt við
veikindi að stríða upp úr miðju ári, og
við vinir hans fundið að krafturinn og
þrekið væri ekki lengur það sama og
áður, vonuðum við að um tímabundið
ástand væri að ræða og hann myndi
ná kröftum sínum fyrr en varði. Svo
reyndist því miður ekki vera.
Gulli var fæddur í Hafnarfirði en
sleit barnsskónum á Selfossi þar sem
faðir hans var bakarameistari. Sótti
hann sem ungur drengur mikið til
foreldra minna sem þá höfðu nýlega
stofnað þar heimili. Stofnaðist þar sú
vinátta sem ætíð hélst og treystist
eftir því sem árin liðu, ef eitthvað var.
Móðir mín sagði oft um móður Gulla
að hún væri einhver besta og
skemmtilegasta manneskja sem hún
hefði kynnst, sama sagði hún og um
systur hennar Dísu. Þessa mann-
kosti hafði Gulli í ríkum mæli.
Það var ekki fyrr en þrjátíu árum
síðar, eða upp úr 1970, sem við Gulli
kynntumst og tengdumst strax
sterkum böndum og hefur sú vinátta
nú staðið samfellt síðan. Svo löng vin-
átta og mikil samskipti skilja eftir sig
spor og slóð sem aldrei fennir í. Við
munum í þessari stuttu grein ekki
reyna að rekja æviferil Gulla, það
munu aðrir eflaust gera, né munum
við reyna að rekja ótalmargar stund-
ir við laxveiðar, skotveiðar, skíða-
ferðir innanlands og utan, jólatrés-
ferðir og fleira.
Auðvitað er margs að minnast, en
um það mætti skrifa heila bók, en
ekki ætlum við að fara í frásagnir og
upprifjun á liðnum tíma hér.
Með Gulla kveður fágætlega
drenglundaður maður, heill og hrein-
skiptinn og með honum hverfur lit-
ríkur persónuleiki úr þjóðlífi okkar
sem lét sér fátt mannlegt óviðkom-
andi. Öllum þeim sem honum kynnt-
ust verður hann minnisstæður vegna
orku hans og ákafa og það verður
seint sagt að einhver lognmolla hafi
42 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR