Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 10.15. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 3.30 og 5.45. PoppTíví  Hann er á toppnum... og allir á eftir honum Framleidd af Mel Gibson Pottþéttur spennutryllir... ... Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára. Jólaklúður Kranks Jólamynd fjölskyldunnarl j l l Jólaklúður Kranks Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára Sýnd kl. 4, 6 og 8. Sýnd kl. 4 og 6. ÍSLENSKT TAL SMÁAR HETJUR STÓRT ÆVINTÝRI SMÁAR HETJUR STÓRT ÆVINTÝRI BLÓÐBAÐIÐ ER HAFIÐ VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í I I ÍSLANDSBANKI ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , !   "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , ! "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r   Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 9, 10 og 11. Sýnd kl. 2, 4 og 6. ÍSLENSKT TAL kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Yfir 20.000 gestir Yfir 20.000 gestir Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15. B.i. 10 ára Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 10 ára QUEEN LATIFAH JIMMY FALLON GISELE BÜNDCHEN I QUEEN LATIFAH JIMMY FALLON GISELE BÜNDCHEN I Á FULLRI FERÐ MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI GAMANSPENNUMYND Í I Í I Í I Á FULLRI FERÐ MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI GAMANSPENNUMYND Í I Í I Í I Brasilíski tónlistarmaðurinnCaetano Veloso er án efaeinn af merkustu listamönn-um tónlistarsögunnar. Hann hefur gefið út grúa af plötum, sennilega eitthvað á sjötta tuginn, og sífellt verið að skapa eitthvað nýtt, breyta útaf, gera tilraunir með tján- ingarmáta og túlkun. Þó aðdáendur hans séu ýmsu vanir hissuðu margir þeirra sig þó á því er sendi frá sér plötuna A Foreign Sound á dög- unum, en á henni syngur hann bandarísk dægurlög frá ýmsum tím- um. Caetano Veloso er kominn á sjö- tugsaldur og tæpir fjórir áratugir síðan hann sendi frá sér fyrstu plöt- una, Domingo, sem kom út 1967. Á þeirri plötu er tónlistin nánast boss- anova, einkar skemmtileg lög og vel flutt en ekkert í ætt við það sem síð- ar gerðist þegar Veloso og önnur brasilísk ungmenni uppgötvuðu framúrstefnuna, féllu fyrir tilrauna- mennskunni í sýrurokkinu. Veloso og fleiri listamenn á svipuðu reki hrintu úr vör hreyfingu sem kall- aðist Tropicalismo sem byggðist einna helst á því að gera ekkert það sem áður hafði verið gert; engin hugmynd var svo afkáraleg að ekki væri vert að prófa hana að minnsta kosti einu sinni. Veloso hefur lýst því hve banda- rísk popp- og rokktónlist var honum og jafnöldrum hans mikil upp- ljómun. Framan af kunni hann þó ekki að meta rokktónlist, fannst hún tilgerðarleg og innantóm, en kunni smám saman betur að meta hana, ekki síst eftir að pönkið bjargaði rokkinu eins og hann segir: góður smekkur pönksins, tónlist sem féll undir slæman smekk, gerði útaf við slæman smekk iðnaðarrokksins, tónlist féll undir góðan smekk. Rekinn í útlegð Kemur væntanlega ekki á óvart að uppreisnargjarnir ungir menn og konur líkt og skipuðu Tropicalia- gengið hafi lent upp á kant við yf- irvöld, herforingjastjórnina sem tók völdin í landinu 1964. Veloso og fé- lagar sættu sig illa við ritskoðunina og skoðanakúgunina sem komið var á einmitt þegar þeir voru að brjóta af sér viðjar hefðarinnar, að skapa nýja frumlega brasilíska dægur- tónlist, MPB, eins og þeir kölluðu það, Música Popular Brasileira. Eft- ir því sem einræðisstjórnin herti tökin spyrntu listamennirnir fastar á móti og frægt var er Veloso hleypti upp árlegri sönglagakeppni með því að syngja E proibido proibir, það er bannað að banna, klæddur í kven- mannsföt. Ekki leið á löngu að hann og félagi hans í baráttunni, Gilberto Gil, sem nú er menntamálaráðherra Brasilíu, voru reknir úr landi. Næstu árin var Veloso á Eng- landi, bjó í Lundúnum, lærði ensku og samdi tónlist, en sneri aftur heim 1972. Þá hugdettu að gera plötu með bandarískum lögum segist Veloso hafa fengið 1970, er hann var í út- legðinni í Lundúnum, en þegar hann sneri heim lagði hann hana á hilluna að sinni, það voru svo margar hug- myndir aðrar sem þurftu að komast að. Það var svo ekki fyrr en á þarsíð- asta ári að hann gaf sér tíma til að glíma við bandarísku lögin, þá nýbú- inn að senda frá sér ævisögu, syngja á Óskarsverðlaunahátíðinni og syngja fyrir Almodóvar í myndinni Hable con ella. Cole Porter, Paul Anka og Kurt Cobain Lagalistinn á A Foreign Sound kemur vissulega á óvart: innan um sykruð lög eins og „Cry Me a River“, „Smoke Gets in Your Eyes“, „Summertime“, „Love Me Tender“ og „Feelings“ eru öllu harðari eins og „It’s Alright, Ma (I’m Only Bleeding)“ og „Come As You Are“. (Hvað „Come as You Are“ varðar segir Veloso að ekki ætti að koma á óvart að það verði fyrir valinu – Nevermind sé einfaldlega ein af bestu plötum sögunnar.) Á tónleikum til að kynna plötuna syngur Veloso aðeins eitt lag eftir sjálfan sig, „Estrangeiro“, „Útlend- ingur“, af samnefndri plötu, en í því er hann einmitt að syngja um tilfinn- ingar sínar gagnvart heimalandinu og ekki síst að reyna að skoða það með augum útlendingsins. Í lok lags- ins vitnar hann í umslagstextann á plötu Bob Dylan Bringin’ it All Back Home: „[p]eople perhaps like a soft brazilian singer ... I have given up at making any attempt at perfection“. Dylan á einmitt yfirskrift plötunnar eins og glöggir hafa örugglega áttað sig á, og hún er úr laginu „It’s Al- right, Ma (I’m Only Bleeding)“ á áð- urnefndri Dylan-plötu. Veloso segist ekki vera að leita að frekari frægð, hann er almennt dýrkaður í Brasilíu og selur þar plöt- ur í milljónum eintaka, heldur er hann að hylla bandaríska menningu, þá menningarstrauma sem höfðu áhrif á hann, en líka að gantast að- eins með menningarsamskipti þjóð- anna, nefni sem dæmi lagið The Car- ioca úr fyrstu kvikmyndinni sem þau Fred Astaire og Ginger Rogers gerðu saman, „Flying Down to Rio“ – gervi-brasilískt lag eftir Banda- ríkjamann, og svo „Feelings“ – gervi-bandarískt lag sem samið var af Brasilíumanni. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Útlendingurinn Caetano Veloso Margir urðu hissa á því að Caetano Veloso skyldi gefa út plötu með eintómum bandarískum dæg- urlögum en á bak við það er löng saga. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Caetano Veloso á tónleikum í Lundúnum. Á nýju plötunni syngur hann bandarísk dægurlög frá ýmsum tímum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.