Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 45 MINNINGAR Látinn er kær vinur og nágranni til margra ára. Jón B. Ólafsson var fæddur og uppalinn á Hlaðhamri í Hrútafirði en flutti í Borgarnes ásamt eiginkonu sinni Sól- veigu Sæmundsdóttur og tveimur börnum um miðjan sjöunda áratuginn þegar hann réð sig til starfa hjá Vega- gerðinni sem vegaverkstjóri. Er óhætt að fullyrða að Jón hafi ætíð sýnt mikla trúmennsku í starfi þar sem hans aðalverksvið var umsjón með vetrarsamgöngum á Holtavörðu- heiði. Báðir vorum við frumbýlingar á Kveldúlfsgötunni og kynni okkar hóf- ust er við reistum okkur hús við lok sjöunda áratugarins. Allt frá fyrstu tíð var sérstaklega gott að eiga Jón JÓN BJARNI ÓLAFSSON ✝ Jón Bjarni Ólafs-son fæddist á Hlaðhamri í Bæjar- hreppi í Standasýslu 29. nóvember 1930. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akranesi 27. desember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Borgarneskirkju 5. janúar. sem nágranna. Hann lagði til rafmagn þegar unnið var í húsbygging- unni á númer níu og jafnframt góð ráð þar sem hann hafði lokið húsbyggingu á númer ellefu nokkrum misser- um fyrr. Ekki er laust við að Jón hafi sýnt unga manninum föðurlega umhyggju þá og alla tíð síðan. Samgangur milli fjöl- skyldnanna var alla tíð mikill. Þægilegt að skreppa á milli húsa í kaffisopa og fá hitt og þetta lánað ásamt því að sláttu- vélar og önnur tæki gengu á milli heimilanna í götunni. Sú merkilega tilviljun kom snemma í ljós að á heimilunum tveimur áttum við þrjú sama afmælisdag, undirrit- aður ásamt Kristínu konu sinni og Veigu konu Jóns. Er 6. maí 1983 eft- irminnilegur dagur en þá héldum við nágrannarnir á Kveldúlfsgötunni saman upp á margfalt afmæli með leikhúsferð til Reykjavíkur og áttum ógleymanlegan dag. Jón seldi húsið sitt nokkrum árum eftir að Veiga lést en var samt áfram í götunni og alltaf jafngott að eiga hann að. Hann var hlýr og félagslyndur maður og hans gæfa var að eignast lífsförunauta tvisvar eftir fráfall Veigu. Fyrst kynntist Jón Margréti Helgadóttur og átti með henni góð ár allt þar til Margrét lést. Þegar svo Jón kynntist Önnu Kristjánsdóttur og gekk með henni í hjónaband var ekki hægt annað en samgleðjast Jóni að hafa fundið hamingjuna enn á ný eftir fyrri áföll. En annað var skrifað í lífs- bókina stóru og varð það hlutskipti Jóns að kveðja lífsförunaut í þriðja sinn. Við þessi tímamót flutti Jón í íbúð eldri borgara og var enn þá innan seilingar frá Kveldúlfsgötunni. Leið Jóni afar vel í íbúðinni sinni og átti þar góðan tíma þótt alltof stuttur væri. Það var okkur fjölskyldunni mikil gæfa að eiga nágrenni við Jón og hans fjölskyldu alla tíð. Traustari vinur er vandfundinn á lífsleiðinni og áttum við gömlu nágrannarnir margar ómetan- legar stundir síðustu árin og alltaf var Jón jafntrúr og tryggur mér og mín- um börnum. Nú að leiðarlokum er margt að þakka og margs að minnast. Við lút- um höfði og kveðjum kæran og trygg- an vin í trausti þess að hann hvíli nú í náðarfaðmi Guðs. Kæru Rúna Jóna, Sæmi og fjöl- skyldur. Við biðjum ykkur Guðs blessunar. Megi minningin um mæt- an mann lýsa ykkur leiðina áfram. Guðmundur Egilsson og fjölskylda. Elsku amma mín. Núna er þessu ferða- lagi þínu í gegnum lífið lokið, og þú hefur feng- ið hvíld. En þótt þú sért farin þá muntu alltaf eiga þinn stað í hjarta mínu sem og svo margra ann- arra. Afkomendahópur ykkar afa er stór og ekki leyndi sér hvað þú varst ákaflega stolt af að eiga okkur öll. Það geislaði alltaf af þér svo mikil gleði og ósjaldan heyrðist í þér þessi yndislegi hlátur sem var svo smit- andi. Þú elskaðir fjölskyldu þína og alla afkomendur. Amma mín, þér verður ekki fulllýst hér í einhverri minningargrein enda svo stórmerki- leg kona sem hér var á ferð. Ef ég ætti að segja frá öllum mínum minn- ingum tengdum þér þá þyrfti að skrifa heila bók. En það sem að ein- kenndi þig svo var ást, kærleikur, góður húmor, dugnaður og dálítill skammtur af ákveðni. Ekkert okkar kemst með tærnar þar sem þú hafðir hælana. Með þessum fáu orðum mín- um langar mig að kveðja þig í hinsta sinn og langar að þakka þér fyrir allt það sem þú gafst mér á þessari sam- leið okkar. Litla dóttir mín og langa- langömmubarninu þínu henni Ár- nýju Stefaníu verða sko sagðar sögur af þér í framtíðinni, enda varst þú svo ánægð með litlu langalangömmu- prinsessuna þína. Að lokum langar mig að biðja góð- an guð að styrkja hann elsku afa, en hann hefur misst mikið og ég veit að þegar hans tími til að kveðja kemur þá muntu taka á móti honum opnum örmum. Elsku amma, við munum aldrei gleyma þér. Blessuð sé minning þín. Sigurbjörg Ottesen. Löngum vinnudegi er lokið. Hún Ólína frá Skipanesi er dáin. Þessi andlátsfregn kom mér ein- kennilega á óvart, þó hún væri tæp- lega 95 ára fannst mér að kveðju- stund væri ekki alveg á næstunni. Ég kom til hennar tveimur dögum áður en hún lést og þá var hún jafn- ÓLÍNA INGVELDUR JÓNSDÓTTIR ✝ Ólína IngveldurJónsdóttir fædd- ist á Kaðalstöðum í Stafholtstungum 27. mars 1910. Hún lést á dvalarheimilinu Höfða 16. desember síðastliðinn og var jarðsungin frá Akra- neskirkju 28. desem- ber. skýr í kollinum og vanalega, að vísu sagð- ist hún vera svo mátt- laus. Hún var nýkomin inn á Höfða, dvalar- heimili aldraðra á Akranesi, en þar var Stefán eiginmaður hennar búinn að vera í nokkur ár. Ég kynntist Ólínu fyrst þegar fjölskylda mín fluttist í Mela- sveitina fyrir rúmum 40 árum. Ólína var þá for- maður í Kvenfélaginu Grein, og stuttu eftir að við vorum sest að kom boð til mín frá kvenfélaginu um þátttöku í ferðalagi. Ég var undrandi en ákvað að taka þátt og eftir það varð ég félagi í kven- félaginu, sem Ólína stjórnaði af sín- um einstæða dugnaði, en á þessum tíma var verið að byggja félagsheim- ili í sveitinni og það var allt gert til að afla fjár fyrir hlut kvenfélagsins, sér- staklega er mér minnisstætt hver ósköp konurnar unnu fyrir basarana, og þar var Ólína aðal driffjöðrin. Þegar stjórn Sambands borg- firskra kvenna stóð fyrir því að koma á laggirnar heimilishjálp í sveitum Borgarfjarðar var Ólína ráðin í það starf, og samkvæmt ráðningarsamn- ingi átti hún að vinna mest átta tíma á dag, en Ólína þekkti sveitastörfin af eigin raun og vissi að klukkan réð ekki lengd vinnudags, og það kom ósjaldan fyrir að hún færi í erfið úti- störf líka. Þannig var Ólína, dugn- aður og ósérhlífni og óbilandi kjark- ur voru hennar aðalsmerki. Ólína hafði afar gaman af ferðalög- um og í mörg ár tók hún þátt í ferð- um Áfanga, ferðahóps sem starfað hefir á Akranesi í tugi ára. Og hún mundi og þekkti staðina mörgum ár- um seinna ef minnst var á þessar ferðir. Síðasta ferð hennar með Áföngum var vikuferð um austurhá- lendið sumarið 2003, og hún hafði fullan hug á að fara í vikuferð sl. sumar, en þá var líkamlega þrekið ekki nóg þó hugurinn og kjarkurinn væri óbilaður, svo hún komst ekki með. Ekki má gleyma að geta ferðar er hún fór alein til Kanada að heim- sækja ættfólk sitt þar, hún var þá harðfullorðin og kunni ekki stakt orð í ensku og hafði aldrei farið til út- landa áður, en henni tókst þetta áfallalaust og þessi ferð var henni mjög minnisstæð. Eftir að þau hjón byggðu sér hús á Höfðagrundinni lagði Ólína mikinn metnað í að rækta og skreyta garð í kringum húsið, enda fékk hún viðurkenningu frá bænum fyrir garðinn, og alveg fram á sl. haust fór hún út ef veðrið var sæmilegt til að laga eitthvað í garð- inum. Ég undraðist oft hve mikið hún lagði á sig til að halda öllu í góðu horfi, þó hún ætti auðsjáanlega ekki gott með það, en hún sagði að þetta héldi sér við. Ólína var mikil spilakona og hafði mjög gaman af að gripa í spil og oft vorum við samferða á spilasamkom- ur í sal FEBAN. Einnig bauð hún oft kunningjum heim til að spila og veitti þá rausnarlega. Eitt er það sem er minnisstætt kannski öðru fremur, en það var safnið hennar, hún safnaði í mörg ár undirskálum og átti mörg hundruð ef ekki þúsund af þeim. All- ar voru þær merktar og skráðar í bækur, frá hverjum og af hvaða til- efni, og flokkaðar eftir mynstrum. Á síðasta ári voru til sýnis margar af þessum skálum í Bókasafnshúsinu á Akranesi, en mest var gaman að sjá þegar Ólína breiddi úr skálunum á stéttina við húsið sitt. Ólína var skarpgreind og vel rit- fær. Ég fékk stundum að lesa það sem hún hafði skrifað, og síðast það sem hún hafði fest á blað um æsku sína og uppvöxt. Guðsblessun fylgi minningu henn- ar. Ég kveð Ólínu með virðingu og þökk fyrir allar samverustundir okk- ar, og votta Stefáni og fjölskyldunni allri innilega samúð. Auður Sæmundsdóttir. Nú er hún Ólína mín farin, minn elsti og besti vinur, minn leiðbein- andi og sáluhjálpari. Ég er ekki að reyna að skrifa gáfumannlega, held- ur með hjartanu um minningar og árin okkar Ólínu í lífinu. Ólínu og hennar fólki kynnist ég barnungur að aldri, en það var mitt gæfuspor í lífinu að vera tekinn í sveit að Skipanesi þegar allir aðrir voru búnir að gefast upp á mér. Það var nýr heimur fyrir mig að vera treyst og trúað, bæði í orði og verki undir aga Ólínu. Ólína, Stefán og börn þeirra tóku mér strax sem einum af þeim, og hef ég síðan litið á Skipanesfjölskylduna sem part af minni fjölskyldu, akkerið í lífi mínu. Ólína var ætíð foringinn, stjórn- söm og greind á öllum sviðum, sterk- asti karakter sem ég hef kynnst, bæði í blíðu og stríðu. Hún var stans- laust að búa mig undir lífið og stráði fræjum sem hafa nýst mér vel í lífinu. Það hefur ekki verið fyrir hend- ingu að ég var leiddur í Skipanes undir handleiðslu Ólínu og Stefáns, líf mitt væri ekki það sama og í dag ef ég hefði ekki nýtt mér þau fræ sem hjónin sáðu í vitund mína sem ungs drengs. Ólína átti það til að taka hressilega á mér og tala á háu tónunum mjög ákveðin þegar ég stóð mig ekki sem skyldi, eða að gera líf mitt of flókið og erfitt, en þetta gerði hún af einstæðri umhyggju og hélt því áfram lengi vel þó að ég ætti að teljast orðinn full- orðinn maður. Hún vissi um alla mína kosti og galla. Við Ólína lögðum eitt sinn veg í landi Skipaness, sem segja má að sé táknrænn fyrir okkar sameiginlegu vegagerð, bæði andlega og verald- lega. Að öllum öðrum ólöstuðum hefur enginn gefið mér eins mikið af góðu veganesti, kærleik og vinskap og hjónin Ólína og Stefán. Ég kveð þig, Ólína mín, með sökn- uði og þakklæti í hjarta. Bjarni Geir Alfreðsson. Á bak við skýin, í einhverri átt er engill að búta tímann í smátt, (angi með afarstór skæri) eins og dagblað væri. Hann klippir látlaust og keppist við, hann klippir langs og þvers og á snið, allt eftir geðþótta einum, en ekki eftir reglum neinum. – Hvað geymist mér og hvað geymist þér? Hvað geymist fyrir oss alla? Í körfuna Hans, sem æðstur er, án afláts sneplarnir falla... (Þýð. Magnús Ásgeirsson.) Ég kynntist Ólínu fyrst fyrir tæp- um þremur áratugum. Ég var þá að kenna á Akranesi og þau hjón, Stef- án og hún, nýflutt á Skagann. Við vorum nágrannar á Vesturgötunni. Með okkur tókst strax góð vinátta en anginn með stóru skærin átti þó eftir að klippa sneplana okkur mun þéttar saman. Ég keypti íbúð í Reykjavík og fannst of mikið að vera jafnframt með heila íbúð á leigu á Akranesi þá fimm daga vikunnar sem ég kenndi þar. Ólína bauð mér gistingu í stofu þeirra hjóna, svona að minnsta kosti til að byrja með. Þetta til að byrja með urðu tveir vetur. Fljótlega kom í ljós að það var ekki bara gistiaðstað- an sem ég var treg til að yfirgefa, heldur sá góði félagsskapur sem mér bauðst hjá þeim hjónum. Þegar ég sýndi lit á að finna mér annað hús- næði, hrædd um að það væri harla mikill átroðningur fyrir þau að hafa mig í stofunni, brást Ólína undrandi við og taldi í alla staði hentugra fyrir mig að halda sambúðinni bara áfram. „Þú þarft ekki að óttast að við Stefán verðum dýrseldari á sófann en við höfum verið,“ sagði hún og fékk svo þetta skemmtilega blik í augun sem var ævinlega undanfari ákafra sam- ræðna um kvenréttindi. Ólína hafði mjög ákveðnar skoðanir á þeim. Ég held að þar hafi hún aðallega haft í huga það sem í dag kallast ofurkona. Að hennar dómi var brýnt fyrir kon- ur að skapa sér fjárhagslegt sjálf- stæði. Hins vegar var hún ekki tilbú- inn til að samþykkja að slegið yrði af gömlu, góðu fjölskyldugildunum. Í hennar augum var heldur ekki svo erfitt að sameina hvort tveggja, væri maður bara tilbúinn til að láta það af mörkum sem slíkt kostaði. Þá tvo vetur sem ég átti lögheimili á sóf- anum í stofunni þeirra Stebba fékk ég að reyna að þar bjó meira að baki en kenningin ein. Fyrir utan dagleg störf hjá Akraprjóni virtist Ólína hafa ótakmarkað þrek til að liðsinna fólki sem veikindi eða aðrir erfiðleik- ar herjuðu á. Eiginlega þoldi Ólína mér allt nema það sem hún kallaði síngirnisvæl, þótt ég reyndi að flokka það undir tilveruspeki. Hún hélt því fram að væri yfirleitt um einhverja speki að ræða í tilverunni væri hún sú að vera svo lánsamur að fá lifað öðrum til nokkurs yndis og þar með sjálfum sér. Ólína var róttæk bindindis- og stúkukona og það var því svona með hálfum huga að við Stebbi ákváðum að fá okkur pínulítið neðan í því þeg- ar fór að halla að því að ég færi í bæ- inn í jólafrí. Það kostaði vandlegan undirbúning. Sukkið varð nefnilega að fara fram á vikulegu spilakvöldi Ólínu, en það bar ekki alltaf upp á sama vikudag. Þótt allt væri þetta mjög í hófi, leyndi lyktin sér þó ekki þegar Ólína kom heim. Hún tók þessu af mestu stillingu, ympraði einungis á því að það væri komin ein- hver ný lykt í húsið og líklega væri það nýárslykt. Svo var ekki minnst meira á það, þótt við Stebbi héldum þessum árlega sið með nýárslyktina allt þar til ég flutti alfarin í bæinn. Og áttum saman yfir henni góðar stund- ir sem ég minnist enn með söknuði. Það kom mér því ekki lítið á óvart þegar Ólína óskaði sér sérríflösku í afmælisgjöf þegar hún varð nítíu og fjögurra ára. Við fengum okkur sérrístaup ásamt tveimur af spila- stelpunum hennar, sem voru komnar til að fagna með henni. Sennilega hefur Ólína talið sig skulda mér ein- hverja skýringu á þessum óvænta viðburði. Hún brosti skelmislega og hvíslaði því að mér að það væri bara ekki hægt að lifa svona lengi án þess að reyna eitthvað nýtt. Þetta var mér líka ógleymanleg stund. Og fleiri verða afmælisdagarnir hennar því miður ekki. Ég vil þakka Ólínu fyrir þann bút af tímanum sem ég fékk að eyða með henni. Hann mun vissulega geymast mér svo lengi sem ég lifi. Stefáni, börnum þeirra og öðrum ástvinum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Jóhanna Þráinsdóttir. Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku, MARGRÉTAR PETRÍNU HALLSDÓTTUR handmenntakennara frá Siglufirði. Magðalena Sigríður Hallsdóttir, Helgi Hallsson, Jón Hallsson, Guðjón Hallur Hallsson, og fjölskyldur. Ástkær faðir minn og afi okkar, HREINN BENEDIKTSSON, prófessor, andaðist að hjúkrunarheimilinu Skógarbæ aðfaranótt föstudagsins 7. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Egill Benedikt Hreinsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Hrafnkell Orri Egilsson, Andri Egilsson, Högn Egilsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.