Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 25 þeirra í Evrópukeppninni yrðu aldrei eins léttir og þessir tveir við gamla, góða KR frá Íslandi.“ Skálað fyrir íslenska kónginum Eftir leikinn bauð Liverpool leik- mönnum beggja liða og fararstjórum til glæsilegs kvöldverðar, sem Sveinn lýsir svo: „Þriggja rétta máltíð með tilheyr- andi vínföngum. Svona var þetta í þá daga! Ég man að formaður Liverpool stóð upp eftir aðalréttinn og sagði: Ladies and Gentlemen: May I pro- pose a toast, please. Beið síðan smá stund rétti virðulega fram glas sitt og sagði: To the Queen of England. Allir skáluðu og sögðu To the Queen; skál- uðu fyrir drottningunni. Skömmu seinna stóð hann aftur upp, bankaði í glasið sitt og sagði: Ladies and Gentlemen: May I propose a toast please. Beið smástund og sagði svo: To the King of Iceland. Við vorum ekkert að leiðrétta þetta. Sögðum bara To the King og skáluðum, til heiðurs íslenska kónginum. Ellert Schram var fyrirliði okkar og er með hressari mönnum. Okkur fannst eðlilegt að fyrirliðinn þakkaði fyrir okkur, fyrir hönd leikmanna. Edda þótti það nú ekki tiltökumál. Stóð upp, bankaði í glas sitt og sagði; Excuse my English please, but I hope you will understand. Bað viðstadda sem sagt að fyrirgefa að hann talaði ekki betri ensku en raun bæri vitni en vonaðist til þess að allir skildu sig. Síð- an sagði hann nokkur vel valin orð sem allir skildu og fékk hann mikið klapp fyrir. Leikmenn Liverpool skoruðu þá á sinn fyrirliða, Ronnie Yates, að gera slíkt hið sama. Hann stóð upp. Bankaði í glas sitt og sagði: Excuse my English please, but I hope you will understand. Meira skildi eng- inn af þeirri ræðu, enda maðurinn kominn úr einhverjum afdölum Skot- lands.“ Veislan var fín og skemmtileg að sögn Sveins, „þar sem leikmenn beggja liða sátu saman og ræddu mál- in. Þessi fyrsti leikur íslensks liðs í Evrópukeppninni var örugglega ekki tekinn eins alvarlega og gert er í dag. Það var ekki reiknað með að komast áfram í næstu umferð. Þetta var því, a.m.k. svona í aðra röndina, einskonar skemmtiferð. T.d. fengum við leik- mennirnir að gefa út leikskrá fyrir leikinn og var Bjarni Felixson aðal driffjöðrin í þessari útgáfustarfsemi. Við söfnuðum fjölda auglýsinga, skrif- uðum texta og útveguðum prentara. Á þessu uppátæki safnaðist nokkurt fé sem notað var til að bjóða eiginkonum okkar til Englands. Konurnar vöktu mikla athygli, enda hver annarri glæsilegri. T.d. var fyrirsögn í einu dagblaðinu þessi: The happy go lucky amateurs from Iceland bringing their wives over.“ Það þótti tíðindum sæta að konurnar væru með í för. „Myndir af eiginkonunum birtust á forsíðum dagblaða, á meðan við urð- um að láta okkur íþróttasíðurnar nægja. Ég man að eftir leikinn fór ég að versla með konunni, afgreiðslu- kona í versluninni kom strax hlaup- andi til okkar hjóna, sneri sér að frúnni og sagði: Oh, are you one of the wives; Þú ert ein eiginkvennanna (!) og þarna stóð ég, leikmaðurinn sjálfur, eins og illa gerður hlutur við hliðina á stjörnu dagsins,“ segir Sveinn Jónsson. Rolling Stones og Harold Wilson Hann segir KR hafa búið á besta hóteli borgarinnar á þeim tíma, Adelphi-hótelinu í miðbænum. „Á hót- elinu var einnig þingmaðurinn Harold Wilson, seinna forsætisráðherra Eng- lands. Hann var hinn elskulegasti, reykti sína pípu og talaði vel um nokkra Íslendinga sem hann hafði hitt, einkum þó um Ásgeir Ásgeirs- son, forseta, sem hann sagði vera a very distinguished gentleman. Á hót- elinu dvaldi einnig hin heimsfræga hljómsveit The Rolling Stones. Ég man ekki hversu þekktir þeir voru á þessum árum, en ruglaðir voru þeir, blessaðir. Varla hægt að tala við nokk- urn þeirra nema bassagítarleikarann Bill Wyman. Hinir voru allir meira og minna á flugi ofar skýjum.“ Kvöldið fyrir leikinn voru nokkrir leikmenn KR-liðsins að spila bridds á 5. hæð hótelsins. Sveinn segir mikinn hávaða þá hafa borist þeim til eyrna neðan af götunni. „Þar sem ég sat hjá í spilinu gekk ég út að glugga og leit út til að sjá hvað væri í gangi. Fyrir utan hótelið stóð stór hópur fólks og þegar maður rak hausinn út trylltist allt lið- ið, benti og pataði og hrópaði there they are, there they are. Ég veifaði til fjöldans, sem öskraði af fögnuði. Ég man að ég sagði við strákana sem voru að spila; ferlega erum við vinsæl- ir hér, en auðvitað vissum við hvað var í gangi. Síðan veifaði alltaf sá sem sat yfir til fjöldans og upplifði þar með þá sælutilfinningu að vera poppstjarna á heimsmælikvarða!“ Á skíðum Um það bil 20 árum eftir ferðina til Liverpool fór Sveinn á skíði í fyrsta skipti síðan hann var smástrákur. „Ég fór til Lech í Austurríki ásamt vini mínum Erni Steinsen og konum okk- ar. Þar sem ég var sá eini sem ekkert kunni á skíðum var ég sendur í skíða- skóla fyrir byrjendur, 6. flokk b. Þar voru mér kennd grundvallaratriði íþróttarinnar, eins og t.d. að bogni endinn á skíðunum ætti að snúa fram. Ég bað um að vera í hópi fyrir ensku- mælandi, en þar voru því miður engir aðrir en ég. Svo gamla þýskan úr Verzlunarskólanum kom að góðum notum.“ Á þriðja degi í hópi byrjenda kom loks einn enskumælandi og þeir Sveinn tóku fljótlega tal saman. „Ég spurði hvaðan hann kæmi og þá kom í ljós að hann var frá Liverpool. Þá spurði hann hvaðan ég væri og ég sagðist vera frá Reykjavík og Íslandi. Þá sagði sá enski að það eina sem hann þekkti til Íslands og Reykjavík- ur væri Knattspyrnufélag Reykjavík- ur. Þegar ég spurði nánar út í þetta sagði hann: I was there; Ég var þar! „Ég var á vellinum þegar Liverpool og Reykjavík léku árið 1964. Ég sá leikinn, sem var mjög skemmtilegur. Þetta er leikur sem ég mun aldrei gleyma.“ Flott, sagði ég, og bauð honum síð- an uppá bjór eftir skíðaæfinguna, „bara vegna þess að ég var færður til í skíðaskólanum og er ekki lengur í byrjendaflokki,“ eins og ég sagði við hann.“ skapti@mbl.is Nr. 1 í Ameríku Cromium brennsla Minnkar sykurlöngun Cider Vinegar Allsherjar aðhald Ólífulauf Var einhver að tala um flensu? Sjúkrasokkar Bylting í fótameðferð Sólhattur Var einhver að tala um flensu? Apótek og heilsubúðirNr. 1 í Ameríku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.