Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Opið hús í dag frá kl. 14-16. Svanur og Katrín taka vel á móti fólki. Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 GERÐHAMRAR 36 - neðri sérhæð OPIÐ HÚS Í DAG Vorum að fá í sölu stórglæsilega um 140 fm neðri sérhæð í tvíbýlishúsi. Þrjú rúmgóð herbergi, stór stofa og borðstofa. Fallegt parket á gólfum. Glæsilegt nýtt eldhús. Stórt baðherbergi með hornbaðkari. Gengið úr stofu út á aflokaðan suðursólpall með heitum potti. Sérlóð og tvö upphituð sérbílastæði. Mjög góð staðsetning fyrir neðan götu. Laus til afhendingar 1. mars. Verð 22,5 millj. SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali Glæsileg og vel skipulögð 128 fm 3ja-4ra herb. íbúð á þriðju hæð í fallegu lyftuhúsi í hjarta Hafnarfjarðar. Tvö stór herbergi. Stórt flísalagt baðherbergi, baðkar og sturtuklefi. Stór stofa og borðstofa með útg. út á stórar yfirbyggðar svalir með frábæru útsýni yfir Hafnarfjarðarhöfn og víðar. Glæsilegar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Gísli Rafn GSM 848 4517 og Sveinbjörn GSM 6 900 816 sölumenn fasteign.is sýna eignina í dag, sunnudag, frá kl. 15.00-17.00 OPIÐ HÚS - FJARÐARGATA 17 HAFNARFIRÐI - GLÆSIEIGN Lausar lóðir í Þorlákshöfn - Nýtt hverfi sunnan Berga - Búðahverfi Sveitarfélagið Ölfus auglýsir til úthlutunar lóðir í nýju hverfi sunnan Berga, Búðahverfi, í Þorlákshöfn. Hverfið er gengt Íþróttamiðstöðinni, grunnskóla og leikskóla. Hverfið er skipulagt fyrir einbýlishús, parhús og raðhús. Lausar eru átta einbýlishúsalóðir fyrir hús á einni hæð. Þrjár lóðir fyrir einbýlishús á 1½ hæð og tvær raðhúsalóðir fyrir fjórar íbúðir í hvorri lengju. Dæmi um verð á lóð, innifalin öll gjöld s.s. gatna- og byggingarleyfisgjöld. Inntak rafveitu og hitaveitu greiðist sérstaklega: Einbýlishús um 1.450.000 Raðhús, fyrir hvert bil um 780.000 eða fyrir fjórar íbúðir um 3.100.000 Í Þorlákshöfn er nægjanlegt framboð af leikskólaplássi. Góður grunnskóli sem nýbúið er að byggja við. Gert er ráð fyrir möguleika á heilsdagsskóla skólaárið 2005-2006. Í grunnskólanum er einnig starfræktur tónlistarskóli. Í Þorlákshöfn búa um 1.360 manns. Bærinn er í 50 km fjarlægð frá Reykjavík eða um 35-40 mín. akstur. Allar nánari upplýsingar veitir skipulags- og byggingarfulltrúi í síma 480 3800, netfang www.sigurdur@olfus.is, heimasíða www.olfus.is. Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi. NÝLEGA var greint frá því í Mbl. að Marel hf. hefði afgreitt viðamikla framleiðslulínu í eitt fullkomnasta sláturhús Ástralíu. Enn einu sinni hefur íslenskt tækni- og framleiðslufyrirtæki sýnt hvað hægt er að gera ef sam- an fer góð hönnun, vel grunduð markaðssetning og vönduð smíði sem uppfyllir ýtrustu kröfur á alþjóðamark- aði. Lykillinn er sú fullvissa stjórnenda fyrirtækisins að við eigum fullt erindi á alþjóðamarkað á þessu sviði. Starfs- menn Marels hafa fullkomin tök á sínum sérsviðum; þar vinna saman tækni- og markaðsmenn ásamt smiðum að því að breyta hugverki í glæsileg tæki og tækjasamstæður sem þjóna þörfum við- skiptavina. Dýrmæt auðlind Með slíkan grunn er raunhæft að ná því markmiði sem Málm- ur – samtök fyr- irtækja í málm- og skipaiðnaði, setti sér um framtíð tækni- greina hér á landi. Þar segir m.a. að árið 2010 sé stefnt að því að „framleiðsla, sem byggist á ís- lenskri sérstöðu, háu tæknistigi og hugviti,“ verði ein af undirstöðu- greinum íslensks atvinnulífs. Viss- an fyrir því að þetta sé hægt helg- ast m.a. af þeim árangri sem fyrirtæki eins og Marel, Skaginn, DNG og Össur hafa þegar náð á alþjóðavettvangi. Þau hafa varðað veginn og sýnt að möguleikar tæknigreina eins og þessara eru miklir ef rétt er haldið á spöð- unum. Sannleikurinn er sá að þær þjóðir sem hafa lagt áherslu á að efla þessa atvinnugrein hafa jafn- an boðið þegnum sínum bestu lífs- kjör enda þótt þær hafi ekki alltaf aðgang að miklum náttúru- auðlindum. Þeirra auðlindir felast í að nýta tæknisamfélagið til að skapa verðmæti sem er keypt dýru verði um alla heimsbyggðina. En slík þjóðfélög verða ekki til af tilviljun einni saman heldur vegna þess að markvisst hefur verið hlúð að öllum þáttum sem mestu skipta eins og framleiðni, gæðum fram- leiðslu, markaðssetningu ásamt með menntun og þjálfun starfs- manna. Hér verður stuttlega fjallað um einn hlekk þessarar mikilvægu keðju: menntun þeirra sem smíða hlutina. Efling smíðagreina Smíði véla og tækja fyrir mat- vælavinnslu er sérhæft starf innan málmiðnaðarins. Samkvæmt ný- samþykktum námskrám í stál- smíða- og blikksmíðanámi á að kenna nemum í þess- um greinum smíðar til lokaprófs í 5. og 6. önn námsins. Ljóst er að fyrirtæki sem starfa m.a. að fram- leiðslu véla og tækja til matvælavinnslu, svo og önnur sem vinna að stærri smíðaverkum, munu horfa mjög til þess að námið skili góðum járnsmiðum sem standast ýtrustu kröf- ur. Þeir þurfa að geta beitt nýjustu tækni við smíðarnar, tölvu- stýrðum vélum og flókinni samsetning- artækni auk þess að kunna sjálft hand- verkið til hlítar. Smiðir með þessa hæfni eru ein meg- inforsenda þess að okkur takist að halda framleiðslu véla, tækja og annarra smíðaverka hér á landi. Að öðrum kosti gerist annað tveggja: flytja þarf inn slíka starfsmenn eða færa smíðina til útlanda. Hvorugur kosturinn er góður og raunar liggur við þjóð- arsómi að það gerist ekki; hér eru um það verðmæt störf að tefla að engin þjóð myndi hafna þeim með aðgerðarleysi. Hlutverk skólanna Til þess að verkmenntaskólar geti boðið ofangreint smíðanám sam- kvæmt námskrám þurfa þeir að búa yfir tölvustýrðum skurðar-, samsetningar- og beygjuvélum auk hefðbundinna smíðatækja. Kennarar þurfa að hafa tileinkað sér alla þætti nýrrar tækni og geta komið henni til skila til nem- enda í samræmi við námskrár. Til þess þurfa þeir að hafa aðgang að vönduðum námsgögnum sem upp- fylla kröfur hvers tíma. Að þessu uppfylltu ættu verk- menntaskólar að geta menntað smiði sem tæknifyrirtækin þyrstir eftir í síauknum mæli. Um er að tefla mikilvægt framlag til að nálgast tæknisamfélag framtíð- arinnar. En eins og jafnan áður skiptir miklu að skólar, atvinnulíf og yfirvöld menntamála stilli sam- an strengi sína til að ná settu marki. Gott fordæmi Borgarholtsskóli nýtti fyrstur skóla heimild í 30. grein fram- haldsskólalaganna til að setja á stofn ráðgjafanefnd með atvinnu- lífinu um framkvæmd náms í blikksmíði. Með hliðsjón af góðri reynslu af störfum þessarar nefndar hefur skólinn ákveðið að stofna aðra slíka nefnd með at- vinnulífinu í stálsmíði. Þannig er stefnt að því málmsmíðagreinar skólans geti betur fullnægt þörf- um þessara tæknigreina í atvinnu- lífinu. Nú liggja fyrir ítarlegar tillögur ráðgjafanefndar BHS um aðstöðu og búnað til kennslu í blikksmíði sem miklar vonir eru bundnar við. Innan tíðar er vænst sams konar tillagna fyrir stálsmíðina. Eflaust verður unnt að samnýta ýmislegt þarna á milli enda er sá hluti stálsmíða, sem kalla má fínsmíði (ryðfrítt stál), blikksmíði og skyld- ar greinar. Þörfin fyrir góða kennslu í þess- um greinum er mjög brýn í at- vinnulífinu eins og áður var greint frá og ekki seinna vænna að fara að mæta henni. Í húfi eru verð- mæt störf og framleiðsla sem allir geta verið sammála um að nauð- synlegt er að halda í landinu. Góð fjárfesting Menntamálaráðherra hefur lýst yfir áhuga sínum og ríkis- stjórnarinnar á að efla verk- og tæknimenntun. Því má ætla að já- kvæðar og uppbyggilegar sameig- inlegar tillögur atvinnulífs og skóla, eins og þær sem hér er greint frá, fái góðan hljómgrunn hjá mennta- og fjárveitingarvald- inu. Nú gefst tækifæri til að leggja grunn að góðri menntun þeirra starfsmanna sem í framtíð- inni munu beita nýjustu tækni í bland við sígilt handverk til að gera hugverk að dýrmætri fram- leiðslu tæknivara. Hér er um sannkallað þjóð- þrifaverk að ræða. Efla þarf málmsmíðar Ingólfur Sverrisson fjallar um málmsmíðar ’Í húfi eru verð-mæt störf og framleiðsla sem allir geta verið sammála um að nauðsynlegt er að halda í land- inu.‘ Ingólfur Sverrisson Höfundur er deildarstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu að- komu forsetans að löggjaf- arstarfi.“ Guðrún Lilja Hólmfríðar- dóttir: „Ég vil hér með votta okkur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóðfélagi með skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar í stöðu hæstaréttardómara. Ég segi okkur af því að ég er þolandinn í „Prófessors- málinu“.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kringum undirskrifta- söfnun Umhverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálf- stæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðarmenn til að lesa sjó- mannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamningana.“ Á mbl.is Aðsendar greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.