Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 47 FRÉTTIR Stjórnandi: Árný Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfari. Skráning og upplýsingar í síma 899 8199 eða 561 8199 mánudaginn 10. janúar frá kl. 9–12 og þriðjudaginn 11. janúar frá kl. 9–12. • Frískt loft eykur ferskleika • Útivera eykur þol Boðið verður upp á þrenns konar tíma: A — tími fyrir byrjendur og lítt þjálfaða. B — tími fyrir þá sem komnir eru af stað í þjálfun. C — tími fyrir þá sem vanir eru líkamsþjálfun. KRAFTGANGA Í ÖSKJUHLÍÐ Alhliða líkamsþjálfun jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna www.kraftganga.is Betra er að ganga en hanga Best er þá þorraganga Perlunnar sem verður 21. janúar næstkomandi Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Taltímar og einkatímar. Viðskiptafranska og lagafranska. Námskeið fyrir börn. Kennum í fyrirtækjum. Frönskunámskeið hefjast 17. janúar innritun frá 3.-14. janúar Tryggvagata 8, 101 Reykjavík, fax 562 3820. Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: alliance@simnet.is Innritun í síma 552 3870✆ Kyudo: Bogfimi þar sem skotið er á mark af 28 m færi. Kendo: Skylmingar í búningi. Þessar greinar eiga sér einstaka menningarlega hefð og eru stundaðar af miklum fjölda fólks á öllum aldri í Japan og annars staðar. Upplýsingar í síma 553 3431. Japönsk bogfimi - japanskar skylmingar Þrúðvangi 18, 850 Hellu s. 487 5028, 487 5228 Prentsmiðjan Svartlist Hellu Til sölu er prentsmiðjan Svartlist ehf. ásamt fasteign (um 284fm.) að Þrúðvangi 20, Hellu. Fyrirtækið er starfrækt á neðri hæð og 4ra herbergja íbúð er á efri hæð. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Fannbergs ehf. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spil- aði fyrsta tvímenning nýs árs mánu- daginn 6. janúar sl. 22 pör mættu til leiks. Efst í NS vóru: Guðm. Guðveigss. - Róbert Sigmundss. 276 Sigtryggur Ellertss. - Þorst. Laufdal 265 Ari Þórðarson - Oddur Jónsson 234 Sigurpáll Árnason - Sigurður Gunnlss. 227 AV Kristinn Guðmss. - Guðm. Magnússon 279 Jón Páll Ingibergss. - Guðlaugur Árnas. 263 Steindór Árnason - Einar Markússon 260 Tómas Sigurðss. - Jóhanna Gunnlaugsd. 237 Spilað alla mánu- og fimmtudaga. Mæting 12.45 á hádegi. Bridsfélag Reykjavíkur BR hefir sett saman dagskrá fé- lagsins á þriðjudagskvöldum til vors. 25. janúar–1. marz: Aðalsveitakeppni. Keppnin verður með hefðbundnu sniði þetta árið. Spilaðir verða tveir 16 spila leikir á hverju kvöldi og raðað eftir Monrad fyrirkomulagi 22. febrúar fellur niður spilamennska vegna Bridshátíðar. 8. mars–29. marz: Butler tvímenningur BR. Góð keppni til að brýna aðeins samstarfið við meðspilarann á meðan Undan- keppni og Úrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni standa yfir. (Ath. að ekki er spilað í þessari keppni 22. mars af tillitssemi við þá sem eru með ofhlaðna dagskrá.) 22. marz Páskaeggjatvímenningur 5. apríl – 10. maí Aðaltvímenningur. Það þarf ekki að hafa mörg orð um eina stærstu keppni félagsins. Fjöldi spilakvölda fer eftir þátttöku, 5-6 kvöld. Fyrir- komulagið er gamli góði Barómeter- inn þar sem allir spila við alla. Úrslit hvers kvölds verða birt á heimasíðu BR, www.bridgefelag.is. Svæðamót á Akureyri Svæðismót Norðurlands eystra í sveitakeppni sem jafnframt er und- ankeppni fyrir Íslandsmót verður haldið 22.-23. janúar í Hamri við Skarðshlíð á Akureyri. Spilamennska stendur frá kl. 10 til 18 á laugardaginn og kl. 10 til 19:45 á sunnudaginn. Þátttökugjald er 13.000 kr. á sveit, kaffi og te innifalið. Léttur hádegisverður seldur við vægu verði. Spilað er um 4 (fjögur) sæti í und- anúrslitum Íslandsmótsins sem fram fer dagana 11.-13. marz og að sjálf- sögðu um silfurstig. Vinsamlega tilkynnið þáttöku sem fyrst og ekki síðar en kl. 18 miðvikud. 19. janúar til Stefáns Vilhjálmssonar hs. 462 2468, GSM 898 4475 netfang: stefan@bugardur.is Bridsfélag Kópavogs Fyrsta spilakvöld ársins var eins kvölds tvímenningur. Hæstu skor fengu í NS: Björn Jónsson - Þórður Jónsson 199 Alda Guðnadóttir - Kristján Snorrason 195 Jens Jensson - Jón St. Ingólfsson 191 AV Bernódus Kristins. - Hróðmar Sigurbjs. 215 Halldór Svanbss. - Kristinn Kristinss. 187 Hafþór Kristjánss. - Guðlaugur Bessas. 176 Næsta fimmtudag hefst svo Aðal- sveitakeppnin, 5 kvöld. Hægt er að skrá sig hjá Lofti í síma 897 0881 eða á spilastað. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson „LÍKAMSRÆKTARSTÖÐ á ekki einungis að vera hús með tækjum sem fólk getur notað – heldur á þetta að vera staður þar sem starfs- fólkið vinnur við að skapa upplifun fyrir viðskiptavinina, hvort sem um er að ræða skemmtilega eða fræð- andi upplifun fyrir ólíkt fólk,“ segir Mike Campetelle, bandarískur ráð- gjafi um þjónustu líkamsræktar- stöðva, sem hefur starfað í heilsu- geiranum í 15 ár. Auk þess að vinna að ráðgjöf er Campetelle lærður líkamsrækt- arþjálfari og heldur fyrirlestra um líkamsrækt, stjórnun líkamsrækt- arstöðva, markaðsherferðir o.fl. Hann er staddur hérlendis til þess að halda námskeið fyrir starfsfólk líkamsræktarstöðvarinnar Hreyf- ingar og er það í fimmta sinn sem hann kemur til landsins gagngert í þeim tilgangi. „Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að geta ferðast um heiminn og að- stoðað líkamsræktarstöðvar við að ná sem bestum árangri, hvort sem um er að ræða á sviði stjórnunar, þjónustu við viðskiptavinina eða annað,“ segir hann. Eitt það mik- ilvægasta að hans mati í tengslum við rekstur líkamsræktarstöðva, og rekstur almennt, er að setja við- skiptavininn í forgang og láta hon- um líða sem best. Þá skipti mestu að starfsfólk starfi kerfisbundið og sé vel þjálfað til þess að koma til móts við þarfir viðskiptavinanna. Aðspurður segist hann hafa kynnst Ágústu Johnson, fram- kvæmdastjóra Hreyfingar, á lík- amsræktarráðstefnu í Bandaríkj- unum árið 2000 og bað hún hann um að koma hingað til lands til þess að aðstoða fyrirtækið við að skýra og móta stefnumörkun þess. Hann seg- ir eitt af því mikilvægasta sem hann geri að fá alla starfsmenn líkams- ræktarstöðva til þess að vinna sam- an sem eitt lið, hvort sem um stjórnendur eða ræstingarfólk sé að ræða. „Við ræðum um markmið líkams- ræktarstöðvarinnar sem er aug- ljóslega að fá inn fleira fólk til þess að taka upp heilbrigðari lifn- aðarhætti, því eins og í Bandaríkj- unum þá stundar meirihlutinn ekki líkamsrækt,“ segir Campetelle og Ágústa bætir því við að sama sé uppi á teningnum hérlendis. Hann segir mikilvægt að starfsfólkið sé ánægt í starfi, því það sjáist greini- lega á því ef það er áhugasamt um starf sitt og það sjáist jafnvel enn frekar ef starfsfólk er óánægt. Í því skyni sé því mikilvægt að átta sig á því að allir hafi eitthvað til brunns að bera og það sé m.a. hlutverk stjórnenda að koma starfsmönnum fyrir þar sem hæfni þeirra og reynsla nýtist sem best. Morgunblaðið/Golli Mike Campetelle innan um tækin í líkamsræktarstöðinni Hreyfingu. Ánægja viðskiptavina er forgangsverkefni UM 61% þjóðarinnar telja að per- sónulegir hagir sínir verði svipaðir á nýbyrjuðu ári og á síðasta ári ef marka má könnun sem Gallup gerði í lok síðasta árs. Þetta er sama útkoma og í könnun sem Gallup gerði fyrir ári. 29% búast við að persónulegir hagir batni en 6% að þeir versni. Spurt var einnig um væntingar um efnahagsástandið og voru svör- in svipuð og í fyrra, 14% sögðust reikna með betra ástandi, 64% svipuðu og 17% verra. Hins vegar reikna fleiri en áður með því að al- þjóðadeilur aukist á nýju ári. 30% reikna með meiri deilum á alþjóða- vettvangi. Þá búast flestir við því að minna verði um verkföll á nýju ári en því gamla. Fyrir ári taldi um helmingur svarenda að verkföllum myndi fjölga á árinu. Heldur meiri bjartsýni gætir í svörum um at- vinnuástandið heldur en gætti fyr- ir einu ári. Sömu spurningar hafa verið lagðar fyrir fólk í nokkrum öðrum löndum og er fólk þar almennt nokkuð bjartsýnna varðandi trú á að persónulegir hagir þess fari batnandi en á Íslandi. T.d. eru 65% Bandaríkjamanna þessarar skoð- unar og 36% Dana. Íslendingar virðast hins vegar vera bjartsýnni varðandi efnahagsástandið en aðr- ar þjóðir og aðeins ein þjóð, Arg- entínumenn, hefur meiri vænting- ar um atvinnuástandið á nýju ári en Íslendingar. 29% telja að persónu- legir hagir batni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.