Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sambönd þín og náin vinátta gengur vel á næstu misserum. Þú munt njóta þess að eiga í samskiptum við aðra á því herrans ári 2005. Naut (20. apríl - 20. maí)  Horfur í atvinnumálum eru góðar fyrir nautið á nýju ári. Það er sama þótt þér leiðist vinnan óskaplega um þessar mundir, hún mun batna til mikilla muna. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Árið sem framundan er verður fullt af rómantík og léttleika. Júpíter, pláneta heppni, hefur nú áhrif á skapandi svið sólarkorts tvíburans, það þýðir tilhuga- líf, orlof og afþreying með börnum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú færð tök á því að bæta stöðuna í fasteignamálum verulega á þessu ári. Ekki bara það, því fjölskyldulífið tekur framförum líka. Andrúmsloftið heima er hlýlegra og ástríkara. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Stuttar ferðir, skriftir, kennsla og tengsl við systkini veita ljóninu mikla ánægju á komandi ári. Viðhorf þitt til lífsins er að verða miklu jákvæðara og sjálfstraustið meira. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Tekjur þínar munu líklega aukast á þessu ári. Það lætur vel í eyrum, er það ekki? Þú eyðir líka meiru en eignir þín- ar vaxa samt sem áður. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Árið er þitt, kæra vog. Ástæðan er Júpíter, pláneta heppni, sem er í þínu merki í fyrsta sinn í 12 ár. Búast má við því að líf þitt batni á öllum sviðum næstu tíu mánuði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú færist nær og nær markmiði þínu eftir því sem líður á árið. Nýtt ár er tími til þess að bera úr býtum. Þú mátt búast við því að uppskera eins og þú sáðir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vinsældir þinar vaxa jafnt og þétt á næstu mánuðum. Ástæðurnar eru margvíslegar. Ein þeirra er þátttaka í störfum klúbba og félaga, þar myndar bogmaður ný tengsl og eignast nýja fé- laga. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Framabrautin virðist greið, nýttu tæki- færin sem árið ber í skauti sér. Júpíter hefur áhrif á svið frama í sólarkortinu þínu á næstunni og valdamiklir kunn- ingjar koma þér til hjálpar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vertu viðbúinn, á næstunni gefast tæki- færi til ferðalaga, útgáfu og aukinnar menntunar. Sjóndeildarhringur þinn mun stækka, svo mikið er víst. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Tekjur maka þíns munu aukast á næst- unni. Einhleypir í fiskamerki njóta hugsanlega góðs af fjármagni annarra. Gjafmildi, greiðasemi og ríkidæmi rata til þín. Stjörnuspá Frances Drake Steingeit Afmælisbarn dagsins: Hugur þinn er skarpur en þú ert hæverskan uppmáluð. Þú spilar úr þínu á lágstemmdan hátt og vilt gjarnan hafa eitthvað til þess að stefna að. Þú veist hvað þú vilt og berð þig eftir því. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 hefja, 4 lagvopn, 7 búningur, 8 loðin stór hönd, 9 veiðarfæri, 11 ná- komin, 13 grætur hátt, 14 góla, 15 haf, 17 rándýr, 20 samtenging, 22 sellulósi, 23 kjass, 24 seðja, 25 hug- ur. Lóðrétt | 1 ósannsögul, 2 birgðir, 3 lengdareining, 4 svalt, 5 vendir, 6 áann, 10 þung, 12 ferskur, 13 mann, 15 heysætum, 16 þunguð, 18 hátíðin, 19 gabba, 20 staka, 21 beitu. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 orðljótur, 8 höfug, 9 ólmum, 10 nem, 11 forna, 13 illur, 15 blaðs, 18 strák, 21 kák, 22 logna, 23 rifur, 24 haf- tyrðil. Lóðrétt | 2 rífur, 3 lygna, 4 ósómi, 5 urmul, 6 óhóf, 7 smár, 12 náð, 14 Lot, 15 bull, 16 angra, 17 skatt, 18 skrár, 19 rifti, 20 kort. Tónlist Laugarborg | Árlegir Vinartónleikar verða haldnir kl. 15. Fram kemur Salonhljómsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar en hana skipa auk Sigurðar Sigrún Eðvaldsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir og Páll Einarsson. Einsöngvari verður Guðrún Ingimarsdóttir. Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk. Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnumót lista og minja. Gallerí Banananas | Baldur Björnsson – Hefur þú kynnst geðveiki?. Gallerí Dvergur | Sigga Björg Sigurðardóttir – Lappir, línudans og fórnarlamb í gulri peysu. Gerðuberg | Þetta vilja börnin sjá! – Mynd- skreytingar úr íslenskum barnabókum sem gefnar hafa verið út á árinu. Sýndar eru myndir úr nær fjörutíu bókum eftir tuttugu og sjö myndskreyta. Ari Sigvaldason fréttamaður – mannlífs- myndir af götunni. Hafnarborg | Rafmagn í 100 ár – sýning í til- efni af 100 ára afmæli fyrstu almennings- rafveitunnar. Svart á hvítu, þrívíð verk, mál- verk, teikningar og grafík eftir íslenska og erlenda listamenn í Sverrissal og Apóteki. Sigrún Guðmundsdóttir er myndhöggvari febrúarmánaðar. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk í forkirkju Hallgrímskirkju. Hrafnista Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist- insson myndlistamaður sýnir málverk og tússmyndir í Menningarsal. Kaffi Espresso | Guðrún Eggertsdóttir – skúlptúrar og myndir. Kaffi Sólon | Sigríður Valdimarsdóttir – Snjókorn. Kling og Bang gallerí | Heimir Björgúlfsson – Alca torda vs. rest. Kunstraum Wohnraum | Alda Sigurð- ardóttir – Landslagsverk. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró – Víðáttur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Kjarval í Kjarvalssal. Nýlistasafnið | Hlynur Helgason – Gengið niður Klapparstíg. Ævintýralegir feministar – Carnal Knowledge. Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur | Sören Solsker Starbird – Er sálin sýnileg? Ljós- myndasýning. Leiklist Borgarleikhúsið | Lína Langsokkur er sterk- asta stelpa í heimi og birtist á sviði Borg- arleikhússins ásamt bestu vinum sínum, Tomma og Önnu, apanum Níels og hestinum sínum. Hún syngur og dansar og ræður við bófa, löggur, kennslukonur og barnavernd- arnefndina. Híbýli vindanna er leikgerð Bjarna Jóns- sonar á vesturfarasögum Böðvars Guð- mundssonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré. 15 leikarar Borgarleikhússins eru í þessari sýningu undir leikstjórn Þórhildar Þorleifs- dóttur. Ausa Steinberg eftir Lee Hall og Stólarnir eftir Ionesco. Guðrún Ásmundsdóttir og Þráinn Karlsson leika gamlingjana í stól- unum en Ilmur Kristjánsdóttur leikur Ausu, einhverfan ofvita með krabbamein, sem dreymir um að deyja eins og óperudíva. Dans Dansskóli Jóns Péturs og Köru | Námskeið í barnadönsum, freestyle, samkvæm- isdönsum, tjútti, mambói og salsa. Boðið verður upp á einstaklingsnámskeið fyrir full- orðna í s.–amerískum dönsum. Innritun kl. 12–19 í síma 5536645 eða með tölvupósti til dans@dansskoli.is. Kennsla hefst mið- vikud. 12. janúar. Mannfagnaður Félagsheimlið Goðaland | Spilakvöld kven- félaganna Freyju í A-Landeyjum og Berg- þóru í V-Landeyjum verður haldið kl. 20.30 í Gunnarshólma. Aðgangseyrir er 800 kr. Fréttir Hellubíó, Hellu | NIKE-búðin verður með markað sunnudaginn 9. janúar frá kl. 12–18 Skór, fatnaður, töskur, boltar o.fl. Fundir Árhús, Hellu | Sjálfstæðisflokkurinn heldur opinn stjórnmálafund kl. 16. Yfirskrift fund- arins er: Með hækkandi sól lægri skattar aukin hagsæld. Framsögumenn eru Björn Bjarnason, dóms– og kirkjumálaráðherra og Drífa Hjartardóttir alþingismaður. Cafe Kósý Reyðarfirði | Sjálfstæðisflokk- urinn heldur opinn stjórnmálafund 20.30. Framsögumenn Geir H. Haarde, fjár- málaráðherra og varaformaður Sjálfstæð- isflokksins og alþingismennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir og Guðlaugur Þ. Þórðarson. Dalabúð | Sjálfstæðisflokkurinn heldur op- inn stjórnmálafund kl. 16. Yfirskrift fund- arins er: Með hækkandi sól lægri skattar aukin hagsæld. Framsögumenn Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður. Félagsheimilið Tjarnarborg | Sjálfstæð- isflokkurinn heldur opinn stjórnmálafund á morgun kl. 20. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hag- sæld. Framsögumenn: Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra og Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður. Hótel Borgarnes | Sjálfstæðisflokkurinn heldur opinn stjórnmálafund kl. 15. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól lægri skatt- ar aukin hagsæld. Framsögumenn: Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra og alþingismennirnir Einar K. Guðfinnsson og Bjarni Benediktsson. Hótel Hérað | Sjálfstæðisflokkurinn heldur opinn stjórnmálafund kl. 16. Yfirskrift fund- arins er: Með hækkandi sól lægri skattar aukin hagsæld. Framsögumenn Geir H. Haarde fjármálaráðherra og varaformaður og alþingismennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir og Guðlaugur Þ. Þórðarson. Hótel Selfoss | Sjálfstæðisflokkurinn heldur opinn stjórnmálafund á morgun kl. 20. Yf- irskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Fram- sögumenn: Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra og varaformaður og alþingismennirnir Kjartan Þ. Ólafsson og Bjarni Benediktsson. Hótel Stykkishólmur | Sjálfstæðisflokk- urinn heldur opinn stjórnmálafund kl. 10.30. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól lægri skattar aukin hagsæld. Fram- sögumenn Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra og Einar Oddur Kristjánsson al- þingismaður. ITC-Harpa | Fundur verður þriðjudaginn 11. janúar kl. 20, á þriðju hæð í Borgartúni 22. Gestir velkomnir. Heimasíða http:// www.life.is/itcharpa. Nánari upplýsingar gefur Guðrún í síma 8989557. Kaffihúsið Sogn | Sjálfstæðisflokkurinn heldur opinn stjórnmálafund á morgun kl. 17.30. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Fram- sögumenn: Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra og Arnbjörg Sveins- dóttir alþingismaður. Fyrirlestrar Verkfræðideild HÍ | Sigurjón Örn Sig- urjónsson gengst undir meistarapróf í raf- magns- og tölvuverkfræði mánudaginn 10. jan. kl. 15. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 158 í VR-2, verkfræðideild Háskóla Ís- lands og nefnist: Notkun stærðfræðilegrar formfræði við flokkun fjarkönnunargagna af þéttbýlissvæðum. Námskeið Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 1 og Alfa 2 hefst með kynningu þriðjudaginn 11. jan. kl. 19, allir velkomnir. Alfa 1 er á þriðjudögum kl. 19–22 og Alfa 2 á mánudögum kl. 19–22. Skráning og upplýsingar í s. 5354700. ITC samtökin á Íslandi | Námskeið á vegum ITC 12. jan.–2. mars, á Digranesvegi 12, Kópavogi. Fjallað verður um ímynd, radd- þjálfun og líkamsbeitingu. Námskeiðið verð- ur á miðvikud. kl. 18–20. Nánari uppl. gefur Ingibjörg s. 8221022 og Hildur s. 6632799. http://www.simnet.is/itc Útbr.nefnd ITC. KFUM og KFUK | Alfa-námskeið hefst hjá KFUM og KFUK með kynningu 10. janúar kl. 20. Nánari uppl. í síma 5888899. Frístundir Ferðafélag Íslands | Ferðafélag Íslands stendur fyrir jeppaferð í Þórsmörk. Sjá nán- ar www.fi.is. Fararstjóri er Gísli Ólafur Pét- ursson. Útivist Ferðafélagið Útivist | Fyrsta dagsferð Úti- vistar á árinu verður kirkjuferð eins og und- anfarin ár og verður farið í Strandarkirkju í Selvogi. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Farar- stjóri er Gunnar Hólm Hjálmarsson. Verð 1.900/2.200 kr. Ferðafélag Íslands | Göngugleði á sunnu- dögum. Mæting við Mörkina kl. 10, með nesti. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Fréttir á SMS TRÍÓ Artis heldur nú annað árið í röð ný- árstónleika í Mosfellskirkju. Þeir verða haldnir kl. 17 í dag og er aðgangur ókeypis í boði menningarmálanefndar Mosfellsbæjar. Tónleikarnir eru hugsaðir sem kyrrð- arstund undir ljúfum tónum í upphafi nýs árs. Á efnisskrá tríósins eru „Elegiac Trio“ eftir Arnold Bax, „Petite Suite“ eftir André Jolivet og „Go To Sleep“ eftir Gary Schocker auk þess sem flutt verða ein- leiksverk eftir J.S. Bach, G.Ph. Telemann og Gabriel Fauré. Tríó Artis, sem var stofnað árið 2001, er skipað þeim Kristjönu Helgadóttur flautu- leikara, Jónínu Auði Hilmarsdóttur víólu- leikara og Gunnhildi Einarsdóttur hörpu- leikara, en þær hafa spilað saman kammertónlist af ýmsu tagi frá því þær hittust við nám við tónlistarháskólann í Amsterdam 1998. Tríó Artis er eina starf- andi tríóið skipað þessum hljóðfærum hér á landi. „Við erum með frekar aðgengilega dagskrá með ljúfri tónlist. Tónleikarnir verða um klukkutíma langir og þetta er hugsað til að fólk geti átt góða stund í þessari fallegu kirkju uppi í Mosfellsdal,“ segir Gunnhildur Einarsdóttir. „Við verðum með kertaljós og reynum að hafa þetta dá- lítið innilegt. Við gerðum þetta í fyrra og fengum góðar viðtökur. Okkur langar að gera þetta að árlegum viðburði. Það er oft minna um tónleikahald í janúar og gott að hafa eitthvað þá.“ Ekki er til mikið af verk- um fyrir hljóðfærasamsetningu tríósins og engin verk eftir íslenskt tónskáld. Þó hefur tríóið nú fengið Mist Þorkelsdóttur tón- skáld til liðs við sig til að bæta úr því. „Mist er nú að semja fyrir okkur verk, en ekki er víst hvenær það verður tilbúið. Við von- umst þó til að frumflytja það á árinu. Þetta verður þá fyrsta verkið sem samið er fyrir þessa samsetningu hér á landi.“ Morgunblaðið/Þorkell Innileg stund og ljúfir tónar í Mosfellskirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.