Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ íslenzkrar tungu“ sem út kom 1924. Báðar bækurnar mikilsvert innlegg í íslenzka menningarumræðu, önnur rituð af hámenntuðum lærdóms- manni. En að baki hinnar mikil og hugnæm saga af holdsveikum og ólæsum bóndasyni frá Brimilsvöllum á Snæfellsnesi, sem reis upp af sjúkrabeði eftir að Harriet Kjær, yf- irhjúkrunarkona Holdveikraspít- alans á Laugarnesi, kenndi honum að lesa og fékk í kjölfarið brennandi áhuga á íslenzku máli. Sigurður Kristófer leggur út af bókinni með því að vitna í speki Pýþagórasar er hann mælti „Getan býr í grennd við nauðsyn“, hittir þar jafnframt nagl- ann á höfuðið um sig sjálfan, því grunnur að úrskerandi árangri er hvati til verka, ást og áhugi á viðfang- inu. Í báðum tilvikum um að ræða lofsverða viðleitni til að rótfesta jarð- bundna hámenningu, annars vegar af vettvangi sjónarheimsins hins vegar málkenndar og málhefðar. Skiptir litlu hvort menn séu jafnaðarlega sammála í fræðunum og að sitthvað kunni að hafa úrelst eða beinlínis ver- ið rangt, þögnin um slík tímamótarit í hæsta máta ámælisverð, hér skiptir samræðan, díalógan, öllu. Sigurði Kristófer var þannig vel ljóst, að gall- ar ýmsir myndu vera á verki sínu eins og hann orðar það sjálfur í upp- hafsspjalli sem hann nefnir Tildrög og tilgangur. Segir jafnframt; „að mjög væri líklegt, að þeir hefðu orðið færri, ef ritið hefði legið lengi í salti,“ sem svo er kallað. Svo væri annað. Hér er ný fræðigrein, er fleiri en einn þurfa að efla, ef hún á að komast til vegs og virðingar. Ekki nóg með skammsýnieftirkomendanna í báðumtilvikum, heldur er bókGuðmundar, „Úr sjón- arheimi“, að engu getið í Íslenzku al- fræðibókinni, er upp eru talin helstu rit hans. Þá er Sigurðar að engu getið í henni, þó mun sálmur hans Drottinn vakir, Drottinn vakir …, einn hinn þekktasti á landi hér, fáir oftar sungnir við jarðarfarir, sjálf bókin nánast goðsögn í þröngum hópi og loks endurútgefin af forlaginu Dögun fyrir nokkrum árum, en í takmörk- uðu upplagi sem er bókaþjóðinni til lítils álitsauka. Ekki er upphaf for- spjalls höfundarins lakara en þar vitnar hann í Einar Benediktsson: „Að haga svo orði að máls verði minnst, var metnaður norrænn, fyrst og hinst.“ Sigurður Kristófer lýkur forspjall- inu orðrétt: „Íslendingar eiga fegra ljóðmál en flestar aðrar þjóðir. Rit- mál þeirra var fegra í fornöld. Fyrir þá sök geymdust ritverk þeirra og jafnvel þau, er máttu heita formæl- endur átrúnaðar þess, er var útlægur ger. Var sem listin héldi hlífiskildi yf- ir þeim, svo að jafnvel klerkar margir og kennimenn höfðu miklar mætur á þeim. Íslenzkar bókmenntir báru af öðr- um í fornöld um orðsnilld. En fram- faraleiðin liggur ekki aðeins að hæl- um feðra vorra, heldur fyrir tær þeim. Íslenzkum höfundum ölnum sem óbornum, er skylt að kosta megins og keppa að því, að íslenzkar bókmenntir beri af öðrum um málfar á komandi tímum. Munu þá verkin niðja skipa bekk með verkum feðra. Þá mun listin halda vörð um þau. Hún mun gera þau vinsæl og gæta þess, að þau falli ekki í gleymsku, þótt ár og aldir líði …“ – Mér þótti rétt að minna á þetta á nýju ári í ljósi umræðu um gildi menntunar, við bætist að á tímum ör- tölva, ógnarhraða og öfgafullrar nýj- ungagirni var fortíðinni vikið til hlið- ar, var orðin sem holur skurn jarðarmöttulsins að bresta undan fargi. Þó öll teikn á lofti að sá möttull sé að styrkjast, fortíðin að rísa upp af öskustó og einmitt fyrir tilstuðlan enn meiri hátækni. Um leið er sem margur skynji í auknum mæli hætt- una samfara nákaldri tækninni, geri sér æ ljósari grein fyrir því að skyn- færi og tilfinningar eru að gefa eftir, sljóvgast. Það hefur aftur leitt til þess að þeir hafa snúið vörn í sókn og í vaxandi mæli hefur kastljósinu ver- ið beint að fortíðinni á und- angengnum árum, ekki fyrir fortíð- arþrá heldur brýna nauðsyn. Einkum vegna nýrra uppgötvana um allífið, afstæði hlutanna, hvað sé fram og hvað aftur, kalda atómið. Blasir sömuleiðis við í líf- og dýraríkinu, að með tæknivæðingu í búskap- arháttum ágengi á vistkerfið og ómanneskjulegri fjöldaframleiðslu hafa sprottið upp áður óþekkt og ill- víg mein. Einkum í skepnum til manneldis sem eðlilega hefur orðið til þess að í vaxandi mæli er farið að beina sjónum að lífrænum fram- leiðsluháttum.Um leið gera menn sér ljósa grein fyrir nauðsyn þess að fara mýkri höndum um náttúrusköpin allt um kring, í raun lífsspursmál fyrir niðja okkar, nýja gesti á hóteli jörð. Fulljóst að Íslendingar hafaallt frá fullveldisárinu 1918gróflega vanrækt atriðisjónarheimsins í mennta- kerfinu, þau minna metin en skyldi, sýnu alvarlegast að lítil breyting varð á við lýðveldistökuna 1944. Einnig að skóli sem stofnaður var til að bæta hér úr hökti lengstum á horriminni, og í stað þess að verða sjálfstæð stofnun og á breiðum grunni rismikið þak á allri sjónmenntafræðslu á land- inu var hann settur undir almenna skólakerfið og á endanum þurrkaður út. Áratuga sjálfstæð uppbygging og rannsóknarstarfsemi á grunn- atriðum sjónarheimsins og handíðum hvers konar á æðri stigum ýtt út af borðinu, til hags fyrir innflutning á eins konar alþjóðlegum staðli í þeim efnum. Mönnum sést hér yfir að sjón- arheimurinn ber í sér grunnatriði málkenndar, án vitundar og sam- semdar um hann engin tungumál. Landnámsmennirnir jafnt Papar sem Víkingar báru með sér ríka arf- leifð sjónarheimsins, bókmenntir síst af öllu sjálfsprottið og eingetið fyr- irbæri. Þeim markverðari handverk, rismeiri listir og arkitektúr því fjöl- þættari og ríkari málkennd eins og hver og einn getur gengið úr skugga um með því að rýna í mannkynssög- una. Þetta gera þjóðirnar allt um kring sér ljósa grein fyrir er svo er komið, og ég lengi hamrað á í skrifum mínum, söfn og listamiðstöðvar hafa risið og rísa upp um víðan völl, ekki þó í þeim tilgangi að auglýsa vörur eða laða að ferðamenn heldur til við- Frá sjónarheimi Guðmundur Finnbogason, sálfræð- ingur, prófessor og háskólarektor (1873–1944). Teikning af Sigurði Kristófer Pét- urssyni rithöfundi (1885–1925). Höfundur ókunnur. U ndanfarið hef ég verið að fletta í hinu stórmerka riti Frá sjón- arheimi eftir Guðmund Finn- bogason, sál- fræðing, prófessor, háskólarektor og landsbókavörð (1875–1944), sem út kom 1918! Tel ríka ástæðu til að nota hér upp- hrópunarmerki sem ég reyni þó alla- jafna að fara sparlega með, ritið ein- stakt í sinni röð og hefði átt að ýta við mönnum varðandi þessa mikilsverðu hlið menntunargrunnsins. Bókin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og hefur að ég best veit ekki verið endurútgefin né aðrar af líku tagi sem eru mikil býsn, stór og af- drifarík brotalöm á mennt- unarkerfinu. Bókin hefst á skilgreiningu á hugtök- unum, lárétt, lóðrétt og skálhallt, einnig þróunarsögunni og sjálfsþótt- anum, vitnar Guðmundur þar í fræg orð gríska spekingsins Protagorasar sem uppi var á fimmtu öld f.Kr., „að maðurinn væri mælikvarði allra hluta.“ Enn þann dag í dag getur enginn hnikað því að maðurinn mæli allt við sjálfan sig,að hver og einn meti umheiminn samkvæmt því hvernig tilvistin kemur honum fyrir sjónir. Þar næst koma skilgreiningar á ýmsum fyrirbærum sjónarheims- ins, svo sem tvíhorfi og jafnvægi, gullinsniði, einföldum myndum (grunnformum og háttbundnum end- urtekningum), litum, áhrifum lita, fjarvídd almennt og fjarvídd í mál- verkum, ljósi og litum í málverkum og loks tekur hann sjálft fegurð- arhugtakið til meðferðar og kemur þar víða við. Annað fágæti af skyldum meiði sem hefði átt að gefa meiri gaum í uppeldismálum er einnegin bók hins sjálfmenntaða Sigurðar Kristófers Péturssonar (1882–1925) „Hrynjandi SJÓN- SPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is „ÞAÐ er erfiðara að bera ábyrgð á tónleikum aleinn en að spila með öðrum,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, sem þreytir frumraun sína á einleikstónleikum í Salnum í kvöld kl. 20. Þar leikur hann nokkur öndveg- isverk píanóbókmenntanna, Krómatíska fant- asíu og fúgu í d-moll, BWV 903 eftir Bach, Kreisleriönu op. 16 eftir Schumann, 15 ung- verska bændadansa eftir Béla Bartók og Wanderer-fantasíuna í C-dúr, d. 760 eftir Schu- bert; – engin smáverk, myndu sjálfsagt flestir sem til þekkja segja. „Verkin á efnisskránni hafa verið sálufélagar mínir frá því ég heyrði þau fyrst og opnað mér margan ævintýraheiminn. Það er ósk mín að geta miðlað einhverju af trúarhita Bachs, draumkenndu hugarflugi Schumanns, trega- fullri gleði Bændadansanna og einmana og ójarðneskum söng Schuberts til þeirra sem á hlýða,“ segir Víkingur í efnisskrá, og hann er fullur tilhlökkunar að takast á við frumraunina; – enda uppselt, og búið að boða aðra tónleika annað kvöld kl. 20. „Það er allt öðruvísi og miklu meira krefjandi að vera einn en með hljómsveit. Það er manni líka innblástur þegar maður spilar með hljóm- sveit, að heyra alla þá liti sem 80–90 manna hljómsveit skapar. Þótt píanóið sé frábært er það ekkert grín að þurfa einn að skemmta áheyrendum í 100 mínútur; – en samt af- skaplega gaman, og því meira gaman sem efnis- skráin er betri. Ég held að þetta prógramm sé mjög skemmtilegt áheyrnar, en líka krefjandi og djúpt. Verkin eru öll hornsteinar meðal píanóverka. Þetta er allur pakkinn. Maður þarf að ganga lengi með svona verk í maganum áður en maður þorir að spila þau fyrir áheyrendur. Það getur vel verið að þetta sé dirfska hjá mér, en það er ekkert gaman nema maður ögri sér.“ Víkingi hefur vegnað ákaflega vel á löngum námsferli. Hann vann til fyrstu verðlauna þeg- ar píanókeppni EPTA var haldin í fyrsta sinn á Íslandi, og honum hafa hlotnast viðurkenningar af ýmsu tagi síðan þá. Sl. fimmtudag hlaut hann 250 þúsund króna styrk úr Styrktarsjóði Karls Sighvatssonar, og á föstudagskvöld fékk hann 500 þúsund króna styrk frá Rótarýhreyfing- unni. Hann stundar nám við Juilliard- tónlistarskólann í New York sem löngum hefur þótt einn sá besti í heimi – og hann er dýr. Skólagjöldin ein nema tæpri einni og hálfri milljón íslenskra króna á ári. Þá er uppihaldið í stórborginni eftir. „Það er rosalega gott að fá þessa styrki, því ég er alltaf í ströggli með að ná endum saman út af þessum himinháu skólagjöldum. Ég er mjög þakklátur fyrir það sem ég hef fengið frá Íslandi, og það fer allt í skólagjöldin mín og tek- ur álag af námslánum. Það er ekkert hlaupið að því að vera hér í námi í fjögur ár, en ég er mjög heppinn að hafa fengið bæði hvatningu og stuðning. Það er vont ef fólk heldur að ég sé einhver styrkjavampýra, en þetta fer allt í menntunina og fyrir það er ég ofboðslega þakk- látur. Ég er ekki enn farinn að spila á börunum eins og Brahms gerði; – jú, ég spilaði einu sinni á Café Mozart og fékk æðislega fína kökusneið og fimm dollara í þjórfé frá gestum. En ég ætla ekki að leggja þetta fyrir mig.“ Tilnefndur sem bjartasta vonin Víkingur Heiðar Ólafsson (1984) hóf píanónám undir leiðsögn Erlu Stefánsdóttur við Tón- menntaskóla Reykjavíkur haustið 1990. Haust- ið 1995 var honum veitt innganga í Tónlistar- skólann í Reykjavík, þar sem Peter Máté var kennari hans næstu sex árin. Í nóvember árið 2000 hlaut Víkingur sem fyrr segir fyrstu verð- laun í fyrstu Píanókeppni EPTA á Íslandi. Hann lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskól- anum vorið 2001. Vorið 2002 þreytti Víkingur inntökuprófið inn í Juilliard, þar sem hann hef- ur verið nemandi Jerome Lowenthal frá hausti 2002. Víkingur hefur mörg undanfarin ár einnig notið leiðsagnar móður sinnar, Svönu Víkings- dóttur, og Hrefnu Eggertsdóttur. Víkingur hef- ur komið fram á fjölda meistaranámskeiða, m.a. hjá György Sebök, Ann Schein, Jerome Low- enthal og Dalton Baldwin. Hann hefur sótt sumarnámskeið í Ernen íSviss, Nice í Frakk- landi, og einnig í Aspen og Santa Barbara, Bandaríkjunum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Víkingur komið fram á fjölmörgum tónleikum, þar á meðal tón- leikum Kammermúsíkklúbbsins 1999, á tón- leikum á Listahátíð í Reykjavík 2000, á einleiks- tónleikum í Salnum í Kópavogi 2001 auk þess að hafa leikið einleik með hljómsveit Tónlistar- skólans í Reykjavík á afmæli skólans 2000. Vík- ingur hefur tvívegis leikið einleik með Sinfóníu- hljómsveit Íslands, 2001 og 2003, og með Blásarasveit Reykjavíkur á Myrkum músík- dögum snemma á nýliðnu ári. Erlendis hefur Víkingur komið fram við opnun tónleikarað- arinnar Orpheus í Færeyjum 2001 auk þess sem hann hélt einleikstónleika á tónlistarhátíð í Esparon de Verdon í Frakklandi 2002, í Scand- inavia House í New York 2003 og í Embassy series-tónleikaröðinni í Washington 2004. Auk viðurkenninganna sem Víkingur hreppti nú á dögunum er hann tilnefndur til Íslensku tónlist- arverðlaunanna fyrir árið 2004 sem bjartasta vonin í sígildri tónlist. Og hvað skyldi svo taka við eftir debút? „Ég varð að fresta ferðinni minni út til að geta bætt við aukatónleikum á mánudags- kvöldið. Juilliard þarf því að bíða aðeins eftir mér. Annars er þetta búið að vera voða gott frí. Ég er búinn að æfa mig eins og brjálæðingur, borða besta mat í heimi hjá mömmu minni og sofa svolítið. Þetta er búið að vera alveg ljóm- andi.“ Tónlist | Víkingur Heiðar Ólafsson í Salnum Er engin styrkja- vampýra Morgunblaðið/Jim Smart Víkingur Heiðar Ólafsson á æfingu í Salnum: „Ég er búinn að æfa mig eins og brjálæðingur, borða besta mat í heimi hjá mömmu minni og sofa svolítið.“ begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.