Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Öll góð list er auðvitað„heimslist“ og á vissanhátt tímalaus eða tengdöllum tímum. Þó var sér- staklega grípandi að sjá hve mikið var af góðri myndlist í New Orleans eftir listamenn sem tengjast svæðinu og eru að vinna út frá sérstöðu þess og arfleifð en um leið að veita ný sjón- arhorn á samfélag okkar allra. Einnig var mikið að sjá af góðum verkum eft- ir ýmsa heimsþekkta listamenn á söfnum í New Orleans. Baráttan gegn kynþáttamisrétti New Orleans er í Louisianaríki sem er eitt af þeim ríkjum sem þar kallast stundum „the deep south“ eða „hið djúpa suður“. Hún stendur við ósa og fenjasvæði Mississippí og Mexíkóflóa. Flestir munu kannast við hana sem vöggu djass- og blústónlistar og einn- ig sem svæði þar sem kynþáttaað- skilnaðarstefna var stunduð langt fram á 20. öldina með mjög skertum mannréttindum fólks af afrískum uppruna. Það eru ekki nema um 40 ár síðan miklar mótmælaaðgerðir voru víða í Suðurríkjunum til að fá lögleitt bann gegn slíkri mismunun eða til að fá bandarískum alríkislögum gegn mismunun framgengt. Þarna býr því mikið af fólki sem á uppruna að rekja til Afríku. Það gildir auðvitað víðar um Bandaríkin en í Suðurríkjunum viðgekkst þrælahald og aðskilnaðar- stefna lengur en í Norðurríkjunum og baráttan gegn rasisma varð enn harð- ari. Franskt, afrískt og kreól Svæðið var frönsk nýlenda að mestu þar til um 1800. Fransk-kan- adíski landkönnuðurinn Jean-Bapt- iste Le Moyne stofnaði borgina New Orleans í byrjun 18. aldar við ósa Mississippí-árinnar þar sem greið leið var fyrir skipasamgöngur út á Mexíkóflóa. Þrátt fyrir harða baráttu við flóð, gulu o.fl. í fenjalandi Miss- issippí tókst að leggja grunninn að borg. Frökkum var mikið í mun að þarna byggðist frönsk nýlenda og kynningarfulltrúi sem var starfi sínu vaxinn fór til Evrópu og náði hópum þaðan með fögrum lýsingum á að- stæðunum við Mississippífenjasvæð- ið. Flestir komu frá Frakklandi en einnig frá Þýskalandi og Sviss og síð- ar frá öðrum löndum og öðrum heimsálfum. Franski uppruninn varð talsvert ráðandi í tungumáli og ann- arri menningu. Fólk af frönskum uppruna fætt á svæðinu var kallað kreólar. Í New Orleans hefur lengi verið samankomið fólk frá mismun- andi menningarsvæðum sem hefur sett lit sinn á þróun samfélagsins. Náttúran getur líka verið óblíð með flóð er engu eira, brennandi sumar- hita, moskítóflugur í rakanum svo eitthvað sé talið. Lífsbaráttan hefur því oft mótast af þessum aðstæðum og eins tjáning fólks í ýmsum list- greinum. Suðrið djúpa, blús, djass og fleira Listamenn hafa margir speglað þennan bakgrunn í tónlist, bókmennt- um og myndlist. Uppruni blústónlistar hefur verið rakinn allt aftur til 1860 til fenja- svæða Mississippí þar sem þrælar strituðu, lifðu og dóu við hörmulegt harðræði. Djassinn átti þarna uppeldisstöðv- ar. New Orleans fóstraði marga helstu tónlistarmanna síðustu aldar og má þar nefna Louis Armstrong hvað frægastan. Heimsþekktar bókmenntir hafa líka fært nær okkur hinu djúpa suðri eins og t.d. William Faulkner („Griða- staður“, „Ljós í ágúst“), Tennessee Williams („Sporvagninn Girnd“), Mark Twain („Stikilsberja-Finnur“), Tony Morrison („Ástkær“) og fleiri. Myndlist í anda arfleifðar Margir áhugaverðustu myndlistar- mannanna á svæðinu vinna markvisst í andblæ þessa bakgrunns úr hinu djúpa suðri og miðla honum í list sinni. Þeir sækja ákveðið í arfleifðina og finna sína leið til að tjá ýmislegt sem á mikið erindi til okkar núna. Þeir sem eru af afrískum uppruna og komnir um og yfir miðjan aldur hafa flestir reynslu af kynþáttaaðskilnað- arstefnu úr fortíð sinni, bæði hvað varðar skólagöngu og fleira. John Scott er afrísk-amerískur listamaður með talsverða reynslu að baki. Hann hefur starfað lengi í New Orleans og unnið í alla mögulega miðla myndlistarinnar en þó kannske mest með skúlptúr, og svo tréristu. Hann er prófessor við listadeild Xav- ier-háskóla Louisiana. Nú er í upp- siglingu yfirlitssýning á verkum hans í Listasafni New Orleans. Scott hefur gjarnan tekið fyrir visst þema og oft er það eitthvað þjóð- félagslegt sem hann hefur viljað vekja upp. Þar má nefna seríu skúlptúra um frelsisbaráttuna í Ródesíu forðum og röð skúlptúra um flutninga á þrælum frá Afríku. Einnig hefur hann gert röð skúlptúra sem hann kallar „Á ystu nöf “ sem eru helgaðir hugsun- um um líf fólks í fátækrahverfum ým- issa borga þar sem ungt fólk af afr- ískum uppruna lifir oft við ógnir ofbeldis og í návígi við dauðann, sem sagt á ystu nöf, og er New Orleans ekki undanskilin slíkum vandamálum. Scott sækir oft hugmyndir í menn- ingarheim Afríku og segist líka vera undir miklum áhrifum frá djassinum enda röð af skúlptúrum og tréristum helguð því viðfangsefni. John Scott er sannarlega fjölhæfur listamaður sem hefur miklu að miðla um lífið og listina með sterka og einlæga tján- ingu í verkum sínum hvort sem þar er litið á skúlptúra í tré, málm eða stórar kraftmiklar tréristurnar. Svartkrítarteikning á þil Whitfield Lovell er afrísk-amerísk- ur listamaður ættaður frá New Or- leans. Hann hefur þó lifað og starfað í New York og sýnt og verið kynntur víða um Bandaríkin á söfnum og gall- eríum. Hann hefur orðið þekktur fyr- ir verk sem byggja á arfleifðinni úr hinu afrísk-ameríska mannlífi eða menningarheimi. Verk hans miðla djúpri samkennd og veita hlutdeild í reynsluheimi liðinna tíma á einhvern óræðan hátt. Þetta eru nærgætnislega útfærðar samsetningar (eða innsetningar) þar sem blandast yfirborð veggflatar, teikning með svartkrít af manneskju og hlutir eða húsgögn. Lovell byggir teikningarnar á ljós- myndum af afrísk-amerísku fólki frá því um 1900-1950. Sumt er það úr hans eigin fjölskyldu en flest verk- anna eru unnin útfrá miklu safni List úr arfleifðinni og heimslist í New Orleans Ljósmynd/Ragnar Sigurðsson Á vinnustofu Johns Scotts. F.v. John Scott, Russel Gordon, Dana Bartel og greinarhöfundur. Úr innsetningunni „Veggirnir hvísla" eftir Whitfield Lovell. Ljósmynd/Jóhanna Bogadóttir Í Ashe-menningarmiðstöðinni. Carol Bebelle forstöðukona til vinstri. New Orleans í hinu djúpa suðri Bandaríkjanna í Louisiana- ríki er hvað þekktust fyrir fjölbreytt og litríkt mannlíf og ekki síst tónlist. Jóhanna Bogadóttir myndlistarkona var þar á ferð að skoða myndlist og mannlíf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.