Morgunblaðið - 09.01.2005, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 53
DAGBÓK
ITC (International Training in Communi-cation) á Íslandi stendur á næstu vikumfyrir námskeiðinu Orð og ímynd, en þarverður fjallað um þau atriði sem mestu
máli skipta þegar fólk þarf að tjá sig frammi fyrir
hópi fólks. Námskeiðið, sem haldið verður að
Digranesvegi 12 í Kópavogi, á miðvikudögum milli
kl. 18 og 20, er opið öllum og stendur í átta vikur.
„Það er alkunna að margir hræðast fátt meira
en að þurfa að tjá sig í fjölmenni,“ segir Arn-
þrúður Halldórsdóttir, forseti Landssamtaka ITC
á Íslandi, en hún hefur starfað innan ITC í tæpa
tvo áratugi. „Stuðst verður við nýtt námsefni sem
notað er í þjálfunarstarfi ITC um allan heim –
Power Talk. Lögð verður áhersla á ímynd, radd-
beitingu og líkamstjáningu. Auk þess verður
kennsla í fundarstjórn.
Það skiptir til dæmis miklu máli hvernig rödd-
inni er beitt, að henni sé beitt þannig að hún gefi
rétta mynd af því sem við ætlum að segja. Þar
skiptir máli hvar maður leggur áherslur og annað
slíkt. Þetta er allt spurning um sjálfstraust og að
vera eðlilegur í tali. Þjálfunin gefur sjálfstraustið
sem gefur fólki síðan aftur tækifæri til að gera
það sem það langar til.“
Hvaða gildi hefur svona samskiptaþjálfun í
daglegu lífi og starfi fólks?
„Ég tel að þetta námskeið ætti að koma fólki að
góðu gagni sem þarf að tjá sig opinberlega eða á
vinnustað. Góð fundarstjórn og markviss mál-
flutningur skilar betri vinnu á skemmri tíma og
það er einmitt það sem við leggjum áherslu á í
þjálfun okkar í ITC.
Þjálfun innan ITC færir fólki tvímælalaust auk-
ið sjálfstraust sem nýtist jafnt í einkalífi og á
vinnustað. Á þeim 18 árum sem ég hef starfað í
ITC hef ég fylgst með því hverju þessi þjálfun
hefur skilað fólki, séð fólk blómstra og fá kjarkinn
til að láta drauminn rætast. Á þessum árum hef
ég einnig fengið að njóta félagsskapar frábærs
fólks og myndað vinatengsl sem gera lífið fjöl-
breyttara og skemmtilegra. Það er líka svo gott
að sjá fólk ná árangri í sínu lífi eftir þessa þjálfun
hjá okkur.“
Hversu umfangsmikið er starf ITC á Íslandi?
„ITC er alþjóðlegur félagskapur sem hefur það
markmið að bæta forystu- og samskiptahæfileika
félaganna, til þess að efla skilning manna á meðal
um heim allan.
Þjálfunin fer fram í deildum – hópum. Slíka
hópa er að finna í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Japan,
Grikklandi, Austurríki, Þýskalandi, Póllandi,
Bretlandi, Bandaríkjunum Suður-Afríku og víðar.
Á Íslandi eru nú starfandi 9 deildir, flestar á
Reykjavíkursvæðinu en auk þess á Hellu, Selfossi
og Húsavík.“
Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið
eru í síma 557 4439 eða 897 4439.
Framkoma | ITC heldur námskeið um tjáningu og framkomu fyrir almenning
Þjálfun færir aukið sjálfstraust
Arnþrúður Halldórs-
dóttir er fædd á Húsavík
árið 1947. Hún lauk
gagnfræðaprófi frá Hér-
aðsskólanum að Laugum
og síðar verslunarprófi
frá kvöldskóla FB auk
allra verklegra áfanga
við listabraut skólans
eftir að börn hennar
voru komin á legg. Arn-
þrúður hefur starfað
víða, m.a. sem fóstra og einnig sem ritari hjá
Pósti og síma og jarðhitadeild Orkustofnunar.
Eiginmaður Arnþrúðar er Jón Albert Krist-
insson bakarameistari og eiga þau þrjú börn.
Námskeið á
vorönn hefjast
24. og 26. janúar
BRIDSSKÓLINN
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
Hefur stundum verið hnippt í þig
til að vera „fjórði maður í brids“?
Við tökum vel á móti fjórða manninum í Bridsskólanum og
setjum markið hátt - eftir tíu kvölda námskeið verður þú kom-
inn í hóp þeirra sem leitar að fjórða manninum.
Byrjendur: Hefst 26. janúar og stendur yfir í 10 miðvikudags-
kvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20-23.
Þú þarft ekkert að kunna, en ef þú þekkir ás frá kóngi, þá er
það bara betra. Þú mátt koma ein eða einn, með öðrum í eða
í hóp, og það er sama hvort þú ert 18 ára eða 90 eða ein-
hvers staðar þar á milli.
Framhald: Hefst 24. janúar og stendur yfir í 10 mánudags-
kvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20-23.
Tími endurmenntunar er runninn upp. Þú þarft að læra kerfið
almennilega, ná sambandi við makker í vörninni og hætta að
spila niður þremur gröndum. Sem sagt - taka hlutina föstum
tökum.
Brids er gefandi leikur í skemmtilegum félagsskap.
Komdu í klúbbinn.
Nánari upplýsingar og innritun
í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga.
Ath. Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði.
Söngskóli fyrir alla
Innritun í síma 511 3737
mánud.-fimmtud. frá kl. 15-19
Domus Vox ehf., Skúlagötu 30, 2. hæð, 101 Reykjavík,
sími 511 3737, fax 511 3738
www.domusvox.is - Netfang: domusvox@domusvox.is
Félagsstarf
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikur sunnudagskvöld. Caprí-
tríó leikur fyrir dansi frá kl. 20. Les-
hringur 11. janúar kl. 16, umsjón Sól-
veig Sörensen. Síðdegisdans mið-
vikudag 12. janúar kl. 14.30–16.30.
Ath. breyttan tíma, Guðmundur
Haukur leikur. Dansstjórar Matt-
hildur Guðmundsdóttir og Jón Freyr
Þórarinsson.
Félagsstarfið Lönguhlíð 3 | Nám-
skeið í postulínsmálun hefjast
mánudag 10. janúar kl. 13.
Hæðargarður 31 | Skráning á leik-
sýninguna Híbýli vindanna í Borg-
arleikhúsinu 22. janúar er hafin.
Lýkur 17. janúar. Hugmyndabanka-
fundur um starfið í félagsmiðstöð-
inni Hæðargarði 31 er laugardaginn
15. janúar kl. 14. Skemmtiatriði.
Upplýsingar um starfið í Hæð-
argarði í síma 568 3132.
Vesturgata 7 | Glerbræðsla á
fimmtudögum frá kl. 13–16, postu-
línsmálun á þriðjudögum kl. 13–16,
leikfimi mánu– og fimmtudaga. Kór-
starf byrjar mánudaginn 10. janúar,
tréskurður byrjar miðvikud. 12. jan.,
spænskukennsla byrjar fimmtud. 13.
jan. Enskukennsla byrjar 18. janúar.
Upplýsingar og skráning í s. 535
3740.
Kirkjustarf
Áskirkja | Sameiginlegur fundur
með safnaðarfélagi Áskirkju og
kvenfélögum Laugarness– og Lang-
holtssókna verður haldinn 11. janúar
kl. 20 í safnaðarheimili Langholts-
kirkju. Allir hjartanlega velkomnir til
þessarar samveru með vinasóknum
okkar í upphafi árs.
Grafarvogskirkja | Djassmessa í
Grafarvogskirkju sunnudaginn 9.
janúar kl. 11. Tríó Björns Thoroddsen
flytur sálma Lúthers. Djassmess-
urnar hafa verið afar vel sóttar. Dr.
Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðs-
prestur prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Bænahópur kl. 20. Tekið er við
bænarefnum virka daga kl. 9–17 í
síma 587 9070.
Háteigskirkja | Gleðilegt ár! Starf
eldri borgara byrjar aftur mánudag-
inn 10. jan. með félagsvist kl. 13.
Miðvikudag 12. jan.: Messa kl. 11,
súpa og brids. Föstudagur, brids-
aðstoð kl. 13 og kaffi.
Kristniboðssambandið | Kynning á
Alfa-námskeiðum Biblíuskólans við
Holtaveg verður mánud. 10. janúar
kl. 20 í húsi KFUM og K á Holtavegi
28, gegnt Langholtsskóla. Í boði
verður byrjendanámskeið og fram-
haldsnámskeið, sem kallast Lífið er
áskorun. Kennslan hefst 17. janúar
kl. 19.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Brúðkaup | Gefin voru saman 28.
ágúst 2004 í Háteigskirkju af sr. Sig-
fúsi Kristjánssyni þau Anna Þórð-
arsdóttir og Guðni Páll Nielssen.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Skugginn/Barbara Birgis