Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Norðangarrinn ber blaðamannheim að háu fjölbýlishúsi í einunágrannasveitarfélaganna. Lyft-an svífur með hann upp á efstuhæð til fundar við Sólon R. Sig- urðsson, lengst af bankastjóra Búnaðarbank- ans og síðar annan tveggja forstjóra KB banka. Eftir 43 ár í bankageiranum hefur karl- inn í brúnni sagt upp plássinu, losað landfestar og treyst yngri mönnum til að stýra fleyinu til frekari sigra á heimavelli og erlendis. Ekki er hægt að sjá á Sóloni að hann hafi áhyggjur af því að hafa lagt frá sér stjórn- artaumana. Þvert á móti er hann afslappaður og ánægður með að hafa látið af störfum til- tölulega ungur maður eða tæplega 63 ára gam- all. „Þegar ég var ráðinn bankastjóri Bún- aðarbankans fyrir einum 15 árum tók ég ákvörðun um að ef ég væri enn í starfi og hefði fjárhagslega burði til að láta af störfum myndi ég hætta í bankanum svona 62 til 63 ára,“ segir Sólon sem fagnar 63 ára afmæli sínu 1. mars nk. „Ég hafði nefnilega séð alltof mörg dæmi um að menn væru of lengi í starfi. Eftir að menn eru komnir á ákveðinn aldur hætta þeir að gefa af sér. Þá er kominn tími til að hætta. Hér áður fyrr voru menn oft að vinna til sjö- tugs til að komast á eftirlaun en það var alveg pottþétt ekki það besta fyrir fyrirtækin.“ Ungur keppnismaður „Við seldum syni okkar húsið og ætluðum að minnka við okkur,“ segir Sólon þegar komið er inn í rúmgóða og bjarta stofuna. „Endirinn varð sá að við stækkuðum við okkur í fermetr- um talið þó að íbúðin sé vissulega þægilegri heldur en húsið,“ bætir hann við og fellst ljúf- mannlega á að hverfa áratugi aftur í tímann. „Ég er Reykvíkingur, fæddur og alinn upp fyrstu 9 árin á Bergstaðastrætinu þar sem for- eldrar mínir leigðu húsnæði. Pabbi var múr- arameistari og byggði seinna hús yfir fjöl- skylduna á horni Gullteigs og Silfurteigs. Sú staðsetning gæti hafa verið forboði þess að ég færi seinna í peningana! Annars stefndi ég lengi að því að verða arki- tekt. Á aldrinum 12 til 14 ára eyddi ég miklum tíma í að teikna upp alls konar hús. Íþróttir voru þó alltaf í fyrsta sæti, aðallega sund og sundknattleikur. Ég keppti í frjálsum íþrótt- um og æfði nógu lengi handbolta til að eyði- leggja bæði hnén.“ Þú varst sem sagt ungur keppnismaður? „Já,“ svarar Sólon og getur ekki varist brosi. „Ég býst við að ég hafi líka notið þess hvað ég var snemma stór og sterkur. Ég byrjaði 14 ára í sundknattleiknum og fór sama ár með liðinu í keppnisferð til útlanda. Sá næstyngsti í liðinu var 20 ára. Ég náði því ellefu sinnum að verða Íslandsmeistari með þeim. Ég hafði voðalega gaman að því að keppa og lá á að verða fullorð- inn. Á meðan ég var í menntaskólanum fór ég til Raufarhafnar til að græða peninga eitthvert sumarið. Ég vann aðallega við húsasmíði. Kon- an mín, sem síðar varð, Jóna Vestfjörð Árna- dóttir kom þangað til að vinna í síldinni. Sum- arið var mesta síldarleysissumar í manna minnum. Hún hafði því góðan tíma til að líta í kringum sig. Eftir að við kynntumst hefur mér alltaf verið sérstaklega hlýtt til Raufarhafnar.“ Forsetabréf til að kvænast Ekki leið á löngu þar til Sólon og Jóna höfðu stofnað fjölskyldu. „Faðir minn dó ungur, að- eins fimmtugur. Ég þurfti bæði forsetaleyfi og leyfi móður minnar til að kvænast 19 ára gam- all. Við Jóna áttum von á okkar fyrsta barni þegar ég var langt komin með sjötta bekk í MR. Ég ákvað að taka mér hlé frá námi hluta úr vetri til að vinna mér inn pening. Kunningi minn reddaði mér starfi í Landsbankanum á Laugavegi 77. Núna er námshléið orðið 43 ár.“ Finnst þér ekki grátlegt að hafa ekki lokið námi? „Nei, nei, ég hætti alveg að velta þessu fyrir mér eftir fyrsta árið. Hafði nóg annað að hugsa um, “ svarar Sólon hugsi. „Hefði ég lokið við stúdentinn hefði ég væntanlega farið í arki- tektúrinn eins og ég ætlaði. Ég er hræddur um að ég hefði orðið heldur verri arkitekt en bankamaður. Eftir 10 ár á Laugaveginum sendi bankinn mig til starfa í Skandinavian Bank í London í eitt ár. Landsbankinn átti hlut í bankanum með öðrum norrænum bönkum og hafði áður sent einn mann til eins árs vinnu og námsdvalar í London. Ég flutti út með konuna og börnin þrjú og reyndar eignuðumst við eitt barn til viðbótar, andvana fætt, í London,“ seg- ir Sólon. „Fjögur börn höfum við eignast. Tíminn úti var ákaflega spennandi tími hvað vinnuna varðaði,“ heldur hann áfram. „Ég var rúmt ár í bankanum. Að því loknu fékk ég tækifæri til að kynna mér starfsemi þriggja annarra banka í London áður en ég hélt aftur heim með fjölskylduna. Eftir að heim var kom- ið var ég deildarstjóri í aðalbankanum í nokkur ár. Ég gerðist líka verkalýðsforingi og var for- maður Sambands bankamanna í fjögur ár frá árinu 1975 til ársins 1979 þegar bankamenn fengu loksins samnings- og verkfallsrétt.“ „Kanntu útlensku?“ Sólon hafði verið útibússtjóri Landsbankans á Hellissandi og í Ólafsvík í fjögur og hálft ár þegar Jónas Haralz, bankastjóri Landsbank- ans, hringdi í hann og bað hann að koma í skyndingu suður til Reykjavíkur milli jóla og nýars árið 1982. „Ég spurði hvort við gætum ekki rætt saman í síma. „Nei, nei,“ sagði hann og varð mikið niðri fyrir svo ég hugsaði með mér hvað í andskotanum ég hefði eiginlega gert af mér. Þegar ég kom til fundar við Jónas í Reykjavík kom í ljós að tveir bankastjórar Búnaðarbankans höfðu óskað eftir því við hann og Helga Bergs að þeir fengju mig lánaðan í tvö ár til að koma á fót gjaldeyrisdeild í bank- anum. Eins og þú heyrir töluðu menn saman um hvort þeir mættu nálgast ákveðna starfs- menn á þessum tíma.“ Þetta gengi væntanlega ekki svona fyrir sig í dag? „Nei, örugglega ekki. Eftir fundinn með Jónasi fór ég til fundar við þá Magnús heitinn Jónsson og Stefán Hilmarsson, bankastjóra Búnaðarbankans, og sagði þeim að vel kæmi til greina að ég færði mig yfir til Búnaðarbankans. Hins vegar sæi ég ekki hvernig ég ætti að fara að því að fara aftur til Landsbankans eftir þessi tvö ár. Ég gerði þeim í framhaldi af því tilboð um að ég kæmi yfir til Búnaðarbankans ef þeir gerðu mig að aðstoðarbankastjóra. Þeir tóku tilboð- inu ekki ólíklega en tóku fram að halda yrði bankaráðsfund til að ráða aðstoðarbanka- stjóra. Ég benti þeim á að hægt væri að taka upp símann.“ Þú hefur verið metnaðarfullur? „Já, sannleikurinn var sá að ég var ekkert sérstaklega áfjáður í að færa mig yfir til Bún- aðarbankans nema ég yrði gerður að aðstoð- arbankastjóra enda var ég í ágætu starfi í Landsbankanum. Eftir fundinn með banka- stjórunum var ég kallaður niður í Þórshamar til að hitta Stefán Valgeirsson, þáverandi bankaráðsformann Búnaðarbankans. „Þú ætl- ar að koma til okkar,“ sagði hann. „Ef um semst,“ svaraði ég fastur fyrir. Stefán spurði mig hvort ég kynni útlensku. Ég sagðist kunna aðeins í ensku og svo hrafl í dönsku eftir að hafa setið í stjórn norræna bankamanna- sambandsins. Fleiri voru spurningarnar ekki. Daginn eftir var hringt í mig til að tilkynna mér að ég yrði ráðinn aðstoðarbankastjóri Búnaðarbankans á næsta bankaráðsfundi.“ Hraðbankakort til baka í pósti Sólon var aðstoðarbankastjóri og for- stöðumaður erlendra viðskipta í 7 ár áður en hann tók við starfi bankastjóra Búnaðarbank- ans 1. janúar árið 1990. Hann varð annar tveggja forstjóra KB banka við sameiningu Búnaðarbanka og Kaupþings 27. maí árið 2003. „Ég er búin að vinna innan bankakerf- isins í 43 ár. Stundum finnst mér eins og fólk haldi að ekkert hafi gerst þessi 40 ár áður en sameiningin við Kaupþing varð 2003. Þó að þróunin hafi hvorki verið jafn hröð og áberandi út á við fer því fjarri að ekkert hafi gerst þenn- an tíma. Ég get nefnt að engar tölvur voru í Landsbankanum þegar ég kom þar til starfa árið 1961,“ segir Sólon. „Ég sat í gjaldeyr- isnefnd og tók þátt í að taka ákvörðun um hvort fólk mætti fá 100 eða 20 pund aukalega í ferðagjaldeyri. Fólk sótti um leyfi til að flytja inn alls konar nauðsynjar og taka erlend lán svo eitthvað sé nefnt. Nú á fólk erfitt með að skilja hvað þarna fór fram. Eins og ég sagði áðan voru breytingarnar ekki eins áberandi út á við þó að fólk hafi auð- vitað tekið eftir því þegar farið var að nota tölvur og svo greiðslukort. Hraðbankar voru að ryðja sér til rúms í Bretlandi þegar ég var í London 1972 til 1973. Ég eignaðist þarna hrað- bankakort. Hraðbankakortinu stakk ég í hrað- banka og fékk 10 pund til baka. Hins vegar fékk maður kortið ekki aftur í hendurnar fyrr en með póstinum nokkrum dögum síðar. Það þætti ekki góð þjónusta í dag. Ég hef setið í stjórn VISA alveg frá upphafi og því gefist gott tækifæri til að fylgjast með greiðslukorta- þróuninni á Íslandi í yfir 20 ár. Núna notum við greiðslukort meira en nokkur önnur þjóð. Við erum svo tækni- og nýjungagjörn þjóð.“ Mestu breytingarnar hafa þó orðið á þessum þremur árum – ekki satt? „Já, mikið rétt,“ viðurkennir Sólon. „Breyt- ingarnar hafa orðið stöðugt hraðari. Með sama hætti hafa störfin í bankanum breyst gríð- arlega. Himin og haf ber á milli þess að vera bankastjóri í Búnaðarbankanum 1990 og for- stjóri KB banka 2004. Margir ólíkir þættir hafa stuðlað að þessum breytingum. Nú síðast ýtti ákvörðun stjórnvalda um hlutafélagavæð- ingu og síðar sölu bankanna af stað gríðarlega umfangsmiklum breytingum innan bankakerf- isins. Eftir að sölunni var lokið árið 2003 fór allt að snúast með þessum ógnarhraða. Ég er samt ekki viss um að þróunin hefði orðið jafn- hröð ef bankarnir hefðu verið seldir fyrr. Efna- hagslífið hefði ekki verið tilbúið – sama spenn- an ekki búin að búa um sig.“ Ólíkir „kúltúrar“ koma saman „Já og nei,“ viðurkennir Sólon þegar hann er spurður að því hvort hann hafi fundið fyrir árekstrum milli tveggja „kúltúra“ í bankakerf- inu með sama hætti og Jón Þórisson, fyrrver- andi aðstoðarforstjóri Íslandsbanka, lýsir ný- lega í Morgunblaðinu í tengslum við Íslandsbanka og FBA. „Fljótlega eftir að ég varð bankastjóri í Búnaðarbankanum keypti bankinn 50% hlut í Kaupþingi af Pétri Blöndal. Sparisjóðirnir áttu 50% á móti okkur í fyrir- tækinu. Skipulagið var með þeim hætti að ég var til skiptis formaður og varaformaður stjórnarinnar á móti Baldvini Tryggvasyni, þá- verandi sparisjóðsstjóra Spron. Þannig gafst mér því gott tækifæri til að kynnast þessari fjárfestingarbankahlið. Eftir að bankinn seldi sinn hlut í Kaupþingi var svo sett upp sérstakt verðbréfasvið innan bankans árið 1997. Verð- bréfasviðið var á minni könnu allt þar til sam- einingin varð árið 2003. Auðvitað fór ekki framhjá stjórnendum bankans að „kúltúrinn“ var allt annar í gömlu útibúunum en hjá verðbréfaguttunum eins og sumir kusu að kalla starfsmenn verð- bréfasviðsins þó vissulega hafi þarna bæði starfað ungir menn og konur. Við lögðum okk- ur virkilega fram við að sameina þessa tvo „kúltúra“ með því að kynna starfsmenn fyrir starfsmönnum í hinum hópnum. Með því vild- um við m.a. tryggja að annar hópurinn héldi Alltaf átt auðvelt með að Morgunblaðið/Golli „Að mínu mati hefur þróunin almennt verið mjög góð og æskileg,“ segir Sólon Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri KB banka. Fáir hafa verið jafnvirkir þátttak- endur í byltingarkenndum breyt- ingum innan íslenska bankakerf- isins og Sólon R. Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Búnaðar- bankans, á 43 ára ferli sínum, fyrst í Landsbankanum, svo í Búnaðar- bankanum og KB banka. Anna G. Ólafsdóttir fékk hann til að líta yfir farinn veg og spá fyrir um fram- tíðina við starfslokin um áramót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.