Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 19 Jólagestirnir mínir voru að þessu sinni miklu fleiri en undan-farin ár. Þeir komu hópum saman innan úr svörtu skýja-þykkni eða svellbláum himinhvolfum og steyptu sér niður á pallinn þar sem borið var á borð fyrir þá. Þeir kinkuðu ljós- brúnum kollum, hreyfðu sig ótt og títt, hámuðu í sig sesamfræ og korn, svolítið flóttalegir á svip og þustu svo burt ef þeir urðu varir við mannaferðir. Yfirleitt höfðu þeir þó áræði til að halda sig í grenndinni en skipuðu einn eða tvo til að fylgjast með ástandinu frá mæni hússins. Þegar þessir dyggu verðir töldu öllu óhætt skutust þeir niður aftur og innan tíðar var öll hersingin mætt að nýju. Þar kroppuðu þeir hver í kapp við annan og tók- ust jafnvel á um girnilega goggfylli. Í veröld þeirra ríkir baráttan um brauðið eins og í mannheimum. Forvitin augu fylgust með at- ferli þeirra bak við gluggatjöld og þess var vandlega gætt að þau bærðust hvergi til að styggja ekki viðkvæm, vængjuð vetrarhjörtu. Eftir því sem fréttir um hörmungarnar við Indlandshaf urðu nærgöngulli við sálarástandið varð löngunin eftir að fóðra fugla himinsins að hamslausari fíkn. Jafnvel dýrmætir laufa- brauðspartar voru muldir ofan í snjóinn í von um að fitan úr þeim veitti orku til að standast fárvirðri norðurhvelsins. Það var heldur ekki örgrannt um að mér fyndist ég komin í samkeppni við aðra fuglavini og þyrfti að bjóða til ríkulegri málsverðar en annars staðar. Fegurstu ljóð sem Þorsteinn Erlingsson hafði ort um smáfuglana sungu fyrir eyrum mér og færðu huganum fró um stund. Kristur brýndi fyrir okkur að himneskur faðir annaðist fugla himinsins og liljur vallarins og að við mennirnir ættum ekki að bera kvíðboga fyrir morgundeginum. En þegar fjölmiðlar nú- tímans opna allar gáttir fyrir mannlegri þjáningu er stundum eins og eitthvað bresti hið innra. Þá nægir ekki að gefa þús- undkall með einni símhringingu. Þá er jafnvel ekki unnt að koma tilfinningum sínum í orð. Þá þarf vanmáttugum ein- staklingi að finnast sem hann sé til einhvers nýtur. Og þá er gott að geta haldið veislu fuglum himinsins þótt maður sé þar að grípa inn í sjálft sköpunarverkið eins og marka má af orðum Krists. Fuglar himinsins HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Guðrúnu Egilson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ENSKA ER OKKAR MÁL Enskunámskeið að hefjast Okkar vinsælu talnámskeið auka orðaforða og sjálfstraust: • Talnámskeið - 7 vikur • Barnanámskeið frá 5 til 12 ára • Viðskiptanámskeið • Málfræði og skrift • Einkatímar • Námskeið fyrir 8-10. bekk • Málaskólar í Englandi • Kennt á mismunandi stigum Vertu velkomin í heimsókn og ráðgjöf Hringdu í síma 588 0303 • FAXAFENI 8 • www.enskuskolinn.is Ótrúlegt verð Kr. 47.395 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, á American, 26. maí, vikuferð með 10.000 kr. afslætti. Netbókun. Kr. 58.590 M.v. 2 í íbúð á, American, vikuferð, 26. maí. Netbókun. 10.000 kr. afsláttur ef þú bókar strax. Tryggðu þér lægsta verðið. Stangarhyl 3 · 110 Reykjavík · Sími: 591 9000 www.terranova.is · Akureyri Sími: 461 1099 E N N E M M / S IA / N M 14 76 3 Beint flug til Trieste – vikulega í allt sumar Ítalía Slóvenía – Portoroz Nú bókar þú beint á netinu á www.terran ova.is NÝTT Lignano Sabbiadoro Fjölbreyttar skemmtanir Gott að versla Íþróttir og afþreying Matur og drykkur að hætti Ítala Skemmti- og ævintýragarðar í úrvali Fjölbreyttar skoðunarferðir Gullna ströndin - fegursta sólarströnd Ítalíu Terranova býður nú beint vikulegt flug í allt sumar á einstökum kjörum til tveggja af vinsælustu áfangastöðunum við Adríahafið, Lignano Sabbiadoro á Ítalíu og Portoroz í Slóveníu. Lignano Sabbiadoro er miðja vegu milli Feneyja og Trieste. Þúsundir Íslendinga dvöldu hér á árum áður og Lignano klingir örugglega bjöllum hjá mörg- um og kallar fram ljúfar minningar. Á Lignano er frábær aðstaða fyrir ferðamanninn. Allt til alls, góðir gististaðir, fjöldi veitingastaða, verslana, skemmtigarða, skemmtistaða og afþreying af öllu tagi. Ekki má gleyma frábærri langri, aðgrunnri 80-150 m breiðri ströndinni, með fíngerðum, gulum sandi, enda þýðir Sabbiadoro, ströndin með gullsandinum. Lignano er sannkölluð paradís, fyrir fjölskyldur jafnt sem einstaklinga. Portoroz í Slóveníu er mörgum Íslendingum kunn, enda einn þekktasti baðstrandabæinn við norðanvert Adríahafið. Í þessum fallega bæ er fjöldi hótela, veitingastaða, smáverslana og skemmtistaða og góð aðstaða til heilsuræktar og vatna- og strandíþrótta. Allir heillast af litla, fallega landinu Slóveníu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.