Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 41
MINNINGAR
✝ María Magnús-dóttir fæddist á
Þingeyri við Dýra-
fjörð 24 júní 1932.
Hún lést á hjúkrunar-
heimilinu Víðihlíð í
Grindavík 20. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Magnús Stefán Daða-
son vélstjóri, f. 20.
nóvember 1888, d. 7.
desember 1964 og
Herborg Margrét
Jónsdóttir verka-
kona, f. 18. júlí 1897,
d. 21. febrúar 1984.
Alsystkini hennar voru Skúli, f. 3.
maí 1928, d. 19. febrúar 1998,
Margrímur Daði, f. 21. júní 1929,
d. 11. febrúar 1989, Hörður, f. 24.
mars 1931, d. 17. júní 1989 og Jós-
ep, f. 24. júní 1932. Hálfsystkini
hennar voru, samfeðra Helga
Ingibjörg, f. 22. október 1918, d.
23. maí 1995 og sammæðra Þor-
steinn Óskarsson, f. 2. nóvember
1925. María fluttist suður til
Reykjavíkur með foreldrum sín-
um um fermingaraldur.
Hinn 25. desember 1954 giftist
hún Haraldi Knúti Þórðarsyni og
eignuðust þau dóttur í febrúar
1955 sem dó í frumbernsku. Þau
skildu. María giftist aftur, hinn 11.
ágúst 1958 Tryggva Kristvinssyni
lögreglumanni, d. 2 janúar 1982.
Þau skildu. Börn
þeirra eru: 1) Krist-
ín, f. 9. desember
1958, gift Sigurbirni
Inga Skírnissyni og
eiga þau þrjú börn
og eitt barnabarn.
Þau eru búsett á Ak-
ureyri. 2) Ari, f. 29.
janúar 1960, fyrri
kona hans var Jón-
ína Kristín Jónsdótt-
ir og eiga þau saman
tvö börn og eitt
barnabarn, seinni
kona Ara er Kristín
Helga Runólfsdóttir
eiga þau eina dóttur saman og Ari
tvær stjúpdætur. Þau eru búsett í
Reykjavík. 3) Haukur, f. 19. mars
1962, fyrri kona hans var Petrea
Þórólfsdóttir og eiga þau eina
dóttur og eitt barnabarn, seinni
kona Hauks er Anna G. Kristjáns-
dóttir og eiga þau einn son og
Haukur stjúpdóttur. Þau eru bú-
sett á Akureyri. 4) Edda, f. 6. jan-
úar 1967, gift Ólafi Ólafssyni og
eiga þau tvær dætur. Þau eru bú-
sett í Keflavík. Þriðji maður Maríu
var Eugene Hehn, þau eignuðust
soninn John Magnús Hehn, f. 12
október 1971, d. 26. ágúst 1972.
María var til heimilis á hjúkr-
unarheimilinu Víðihlíð síðastliðin
10 ár.
Útför Maríu hefur farið fram.
Nú þegar ég kveð elskulega
móður mína í hinsta sinn er svo
margt sem ég þarf að segja en svo
fátt sem ég kem orðum að. Líf
mömmu átti sér bæði góðar bjart-
ar hliðar og aðrar sem skyggðu á.
Mamma vann ýmis verkakvenna-
störf á meðan hún gat unnið. Hún
ánetjaðist snemma áfengi sem oft
varð henni fjötur um fót og gerði
henni erfitt að höndla hamingjuna.
Ýmislegt í lífi hennar gerði henni
ekki auðvelt fyrir og það reynir á
unga konu, aðeins 23 ára, að missa
fyrsta barn sitt í frumbernsku og
svo að missa annað barn 17 árum
seinna, aðeins 10 mánaða. Að
ganga í gegnum þrjá skilnaði tekur
líka sinn toll. Mamma varð öryrki í
kringum 1976 þegar hún fór að
þjást af gigt og hafði hún þá einnig
farið í liðþófaaðgerð á hnjám. Árið
1977 fóru að gera vart við sig geð-
ræn veikindi sem síðan ágerðust
og leiddu til þess að mamma fékk
inni á Víðihlíð aðeins 62 ára gömul.
En það er einu sinni svo að það eru
góðu minningarnar sem við viljum
halda í.
Áður en mamma veiktist var hún
með myndarlegustu konum, bæði í
útliti og í öllu atgervi sínu. Heimili
hennar var til fyrirmyndar og hún
lagði stund á hannyrðir og gerði
keramikhluti sem hún notaði til að
skreyta heimili sitt. Það kom fyr-
irþegar ég var að dytta að ein-
hverju á heimili hennar að legði ég
frá mér verkfæri gekk hún frá
þeim jafnharðan þó ég væri ekki
búinn að nota þau. Allt á sínum
stað. Hún var hlý, hláturmild og
skemmtileg. Í veikindum sínum
síðustu vikurnar sýndi hún algjört
æðruleysi til hins síðasta og er það
til marks um þann styrk sem fólki
er gefinn sem fæst við erfiða sjúk-
dóma. Það er mér erfitt að kveðja
svo stóran hluta af mínu lífi sem
mamma var. Við mamma háðum
marga hildina saman og hef ég
þurft að taka margar erfiðar
ákvarðanir varðandi hennar líf sem
ég trúi að hafi verið henni fyrir
bestu, alltént betri en að aðhafast
ekki. Jafnframt trúi ég því að hún
hafi nú höndlað hamingjuna og
betri líðan á björtum stað.
Megi almættið varðveita þig,
elsku mamma mín. Blessuð sé
minning þín. Þinn elskandi sonur,
Ari Tryggvason.
Þótt ég sé látinn, harmið mig
ekki með tárum, hugsið ekki um
dauðann með harmi eða ótta. Ég er
svo nærri, að hvert eitt tár ykkar
snertir mig og kvelur, þótt látinn
mig haldið. En þegar þið hlæið og
syngið með glöðum hug, lyftist sál
mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð
og þakklát fyrir allt sem lífið gefur
og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði
ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran.)
Ég kveð elskulega tengdamóður
sem lést eftir löng og ströng veik-
indi. Nú er hún búin að fá hvíldina
góðu, blessunin. Ég kynntist Mæju
árið 1985 þegar við bjuggum í
sama húsi í Keflavík, hún á annarri
hæð og ég beint fyrir ofan hana, á
þriðju hæð. Mæja var góð mann-
eskja og mikil húsmóðir, heimilið
hennar bar vott um myndarskap
svo sem útsaumaðar myndir og
keramikhlutir sem hún hafði búið
til. Einu sinni þegar bíllinn minn
bilaði sagði mín bara: „Hann Ari
minn gerir við þetta fyrir þig,
Stína mín, hann getur það alveg.“
Ó, já, það gerði hann og þannig
kynntist ég syni hennar sem síðar
varð sambýlismaður minn.
Elsku Mæja mín átti ekki alltaf
sjö dagana sæla. Lífið var ekki
alltaf dans á rósum hjá henni,
blessaðri. Hún þjáðist af gigt og
fl., var þrígift og þurfti að sjá á eft-
ir tveimur börnum sínum í frum-
bernsku, sem hlýtur að taka á sál-
ina. Hún leiddist út í óreglu sem
olli henni oft erfiðleikum. Mæja
mín var stórglæsileg kona og
myndarleg í alla staði (bara sjálfri
sér verst). Árið 1994 flutti hún í
Víðihlíð í Grindavík sökum veik-
inda sinna og bjó þar, þar til hún
lést 20. des. sl. með börn og
tengdabörn hjá sér. Það var það
sem hún vildi, að hafa alla hjá sér.
Þetta var erfitt stríð fyrir hana, en
alltaf sýndi hún okkur Ara æðru-
leysi og blíðu þegar við vorum hjá
henni. Ekki veit ég hvað við gerum
núna um helgar þegar þú ert farin.
Rakel ömmudúlla sagði um daginn:
Förum við þá aldrei aftur til
Grindavíkur, hvað gerum við þá?“
Þetta var búinn að vera svo fastur
punktur í hennar lífi í tíu ár. Elsku
Mæja mín, ég bið algóðan Guð að
geyma þig.
Takk fyrir ALLT. Hvíl þú í friði.
Þín tengdadóttir
Kristín Helga.
Elsku besta amma mín.
Ég sakna þín mjög, mjög mikið.
Þú varst alveg rosalega góð amma.
Mér fannst alveg mjög gaman að
koma í heimsókn til þín, þangað til
að þú varðst svona mikið veik, þú
vissir það örugglega að ég gat ekki
komið þegar þú varst orðin svona
mikið veik. Ég vona að þér líði vel,
af því þú ert hætt að finna til.
Þetta var spilað í jarðarförinni
þinni og var mjög fallegt.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Ég elska þig. Þín ömmudúlla
Rakel Aradóttir.
MARÍA
MAGNÚSDÓTTIR
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
AÐALBJÖRG STEFANÍA JAKOBSDÓTTIR,
Hólabraut 15,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Skjaldarvík föstudaginn
31. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Kristbjörg P. Jakobsdóttir, Tryggvi I. Kjartansson,
Jóhannes Jakobsson, Guðrún H. Kjartansdóttir,
Ragnheiður Jónsdóttir, Kristbjörg P. Steinþórsdóttir
og fjölskyldur.
Faðir okkar og tengdafaðir,
ÞÓRÐUR JÓNSSON,
Norðurbrún 1,
lést miðvikudaginn 5. janúar.
Jarðsett verður frá Grafarvogskirkju miðviku-
daginn 12. janúar kl. 13.00.
Björg Þórðardóttir,
Erna Hallbera Ólafsdóttir,
Jón Magnús Jóhannsson,
afabörn og langafabörn.
Innilegar þakkir færum við þeim, sem sýndu
okkur samúð og hlýju við andlát og útför
elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa,
KRISTINS BJÖRNSSONAR
sálfræðings.
Birna Pála Kristinsdóttir, Sigurður Magnús Garðarsson,
Magnús Kristinsson, Cristína Antonía Luchoro
og barnabörn.
Föðurbróðir minn,
ÓLAFUR KRISTJÁNSSON,
(Óli frá Hraungerði),
Bakkahlíð 39,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn
1. janúar.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
miðvikudaginn 12. janúar kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elsa Axelsdóttir.
Hjartans þakkir færum við þeim, sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR
sjúkraliða,
Hjallavegi 12,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir
hlýhug og góða umönnun. Einnig starfsfólki á Landspítala Landakoti.
Þórhildur H. Karlsdóttir, Magnús Sigurðsson,
Örn Ó. Karlsson, Rósa Hilmarsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem
auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
og útför elskulegs eiginmanns míns, föður ok-
kar, tengdaföður, afa og langafa,
GEIRS ÞORVALDSSONAR,
Bláhömrum 2.
Gunnhildur Viktorsdóttir,
Marteinn Elí Geirsson, Hugrún Pétursdóttir,
Agnes Geirsdóttir, Guðjón Guðmundsson,
Helga Margrét Geirsdóttir, Valdimar Bergsson,
Þorvaldur Geir Geirsson, Ólöf Ingimundardóttir,
Guðrún Geirsdóttir, Steinar Birgisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur
Þór Gíslason,
útfararstjóri.