Morgunblaðið - 09.01.2005, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 09.01.2005, Qupperneq 49
Í TENGSLUM við árveknisátak um brjóstakrabbamein í haust seldi Aveda-búðin í Kringlunni Shamp- ure-sjampó í sérstökum umbúðum til að gefa viðskiptavinum Aveda kost á að styðja baráttuna gegn þessum sjúkdómi. Salan gekk mjög vel. Ný- lega var söluverðið, 108 þúsund krónur, afhent til Samhjálpar kvenna, sem eru samtök til stuðn- ings konum sem greinast með brjóstakrabbamein. Á myndinni er Guðrún Sigurjóns- dóttir, formaður Samhjálpar kvenna, að taka við framlaginu frá Elmu Dögg Gonzales og Gretu Huld Mellado, starfsmönnum Aveda-búð- arinnar í Kringlunni. Viðskiptavinir Aveda styrkja Samhjálp kvenna MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 49 FRÉTTIR Ford Explorer Sport Track Premium árg. '02. Leður. Topp- lúga. Upphækkun. Rafmrúður, speglar, 6-diska CD og fl. Reyk- laus. Ekinn 36 þm. Einn með öllu. Verð 2.950 þ. kr. Sími 693 0802. Sjá upplýsingar og myndir á www.fordexp.tk. Ökukennsla Ökukennsla, endurhæfing, akstursmat og vistakstur. Upplýsingar í símum 892 1422 og 557 6722, Guðbrandur Bogason. Ökukennsla Kenni á Ford Mond- eo. Góður ökuskóli. Aðstoða við endurveitingu ökuréttinda. www.sveinningi.com . Upplýsingar í síma 892 2860. Driver.is Ökukennsla, aksturs- mat og endurtökupróf. Subaru Legacy, árg. 2004 4x4. Björgvin Þ. Guðnason, sími 895 3264 www.driver.is Ökuljós, hagstæð verð. Vitara, Bolero, Swift,Sunny, Micra, Al- mera, Primera, Patrol, Golf, Polo, Bora, Vento, T4, Felicia, Octavia, Uno, Punto, Brava, Peugeot 306, 406, 206, Berlingo, Astra, Vectra, Corsa, Zafira, Iveco, Twingo, Kangoo, R19, Clio, Megane, Lanc- er, Colt, Carisma, Avensis, Cor- olla, Yaris, Carina, Accent, Civic, Escort, Focus, S40. Sérpöntum útispegla. G.S.Varahlutir Bíldshöfða 14.S.5676744 Varahlutir í Land Cruiser 92-94 vél 4,2 TD. Sjálfskipting, gírkassi, hásingar, driflæsingar, innrétting, bodyhlutir o.m.fl. Uppl. í s. 824 8004 og 853 7011. Alternatorar og startarar í fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar og bátavélar. Á lager og hraðsend- ingar. 40 ára reynsla. Bílaraf, Auðbrekku 20, sími 564 0400. Til sölu fallegur svartur BMW 318i, árg. 1994, sjálfsk., CD, a/c, ný vetrar+sumard., nýleg tímar- eim. Nýlega skoðaður. Sendi myndir ef vill, sími 896 5120. ford@centrum.is. GMC Jimmy árg. '88. Nýskoð- aður '05. Á góðum dekkjum. Verð 100 þús. Bíll í góðu standi. Upplýsingar í síma 697 4728. Toyota Landcr. árg. '86, ek. 356 þús. km. Skoðaður '05, er í mjög góðu standi, örlítið skemmdur og fæst því á 350 þúsund, ég skoða dýrari. s. 856 7453. Toyota 4Runner, árg. '91, ek. 149 þús. km. Toyota 4Runner V-6 3000, árg 1991, ssk., 31" dekk, ek- inn 149 þús. km. Verð 390.000. Upplýsingar í síma 895 0988. upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR MÁLEFNI tengd börnum og heilsu voru meðal annars til umræðu á ráðstefnu rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Öskju nýlega. Gerður Rún Guðlaugsdóttir fjallaði um ofbeldi meðal íslenskra unglinga og skoðaði hún m.a. tíðni ofbeldis meðal 15 og 16 ára skólabarna árið 2002. Þar kom fram að 58% af 3.726 börnum sem tóku þátt höfðu beitt of- beldi einu sinni eða oftar á síðastliðnum 12 mán- uðum. Piltar voru fimm sinnum líklegri til að beita ofbeldi heldur en stúlkur. Unglingar sem höfðu orðið fyrir einhvers konar áfalli, t.d. gengið illa í skóla, voru þrisvar sinnum líklegri til að beita ofbeldi heldur en aðrir unglingar. Gerður benti á að ofbeldi gæti haft margvíslegar líkamlegar og sálrænar afleiðingar fyrir hlutaðeig- andi. Því byggist forvarnarstarf á því að þekkja og vinna með þá þætti sem leitt geta til ofbeldishegð- unar, s.s. áfengi, reiði, áföll og stuðningur foreldra. Unglingadrykkja algeng „Ef jafningjarnir höfðu orðið ölvaðir einu sinni eða oftar síðustu 30 daga þá voru 60 sinnum meiri líkur að viðkomandi unglingur hefði orðið drukk- inn,“ segir Jórlaug Heimisdóttir, verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð. Hún benti á þau miklu áhrif sem unglingar hafa hver á annan á mótunarárum sínum en Jórlaug flutti fyrirlestur um hið félagslega sam- hengi ölvunardrykkju meðal unglinga á ráðstefn- unni Jórlaug, sem vann að gerð þversniðskönnun- arinnar árið 1997, benti á að drykkjumynstur unglinga hefði verið að breytast þannig að ungling- ar væru farnir að drekka meira af áfengi. Unglings- stúlkur hefðu sérstaklega verið að sækja í sig veðrið á undanförnum árum þannig að þær væru bæði farnar að drekka jafnoft og jafnmikið og strákar. Í niðurstöðum rannsóknarinnar, sem náði til 3.866 barna á aldrinum 15–16 ára, kom í ljós að um 30% unglinga greindu frá ölvunardrykkju síðast- liðna 30 daga. Tengsl voru milli ölvunar ungling- anna og ölvunar vina, andstöðu við ölvun meðal vina og foreldra, og stuðnings vina og foreldra. „Nei- kvæðu afleiðingarnar af ölvuninni, það er það sem er svo mikið áhyggjuefni,“ segir Jórlaug og á m.a. við slys, ofbeldi, ótímabærar þunganir og kynsjúk- dóma. Jórlaug segir því ljóst að álykta megi að ölvun meðal íslenskra unglinga sé algeng. Ölvunin tengist andstöðu, stuðningi og ölvunardrykkju meðal vina og foreldra. Í því sambandi þarf að beina athygli að viðhorfum til áfengis, áfengishegðun og félagsleg- um stuðningi af hálfu foreldra og vina unglingsins. Jórlaug segir ótal þætti hafa áhrif á það hvort börn eða unglingar byrji að nota áfengi, en hún bætir því við að áfengisnotkun hérlendis sé almennt viður- kennd í samfélaginu. Hún segir nauðsynlegt, ef draga eigi úr áfeng- isnotkun unglinga, að ná til þeirra á jafnréttis- grundvelli, sbr. hve mikil áhrif þeir hafi hverjir á aðra. Hún bendir á að niðurstöður hennar séu frá árinu 1997 en samkvæmt niðurstöðum evrópskrar rann- sóknar, sem var kynnt nýverið, kemur í ljós að það sé verulega að draga úr drykkju meðal íslenskra unglinga. „Þannig að forvarnarstarf skilar sér á ein- hvern hátt, og það er ánægjuefni.“ Eiríkur Örn Arnarson sálfræðingur hélt fyrir- lestur um forvörn gegn þunglyndi og fornvarnar- námskeiðið Hug og heilsu. Hann segir þunglyndi vera afar algengan sjúkdóm hjá unglingum sem sé bæði algengt og alvarlegt. Hann segir um helming ungmenna fá sitt fyrsta þunglyndiskast fyrir tví- tugt. Auk þess kemur fram að viss vatnaskil verða við 14 ára aldur þegar tíðni þunglyndis virðist aukast mjög og þá sérstaklega hjá stúlkum. Hann benti á að algengi meiri háttar þunglyndis fólks á aldrinum 15–21 árs væri talið vera 15–22%. Hann bendir þó á að þrátt fyrir að sjúkdómurinn sé alvar- legur þá sé hægt að meðhöndla hann. Námskeiðið Hugur og heilsa byggist á kenning- um hugrænnar atferlismeðferðar og er sniðið til að koma í veg fyrir þróun þunglyndis þeirra sem ekki hafa upplifað meiriháttar þunglyndi. Markmiðið er að koma í veg fyrir fyrsta þunglyndiskast og að fylgjast með geðslagi þátttakenda á námskeiði og í tvö ár á eftir. Unnið er með nema sem eru í 9. bekk í grunnskóla. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna, sem þegar hafa verið gerðar, má leiða að því rök að sporna megi við þróun þunglyndis ungmenna með aðferð- um hugrænnar atferlismeðferðar. Ráðstefna um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í HÍ Piltar fimm sinnum líklegri til að beita ofbeldi en stúlkur Morgunblaðið/Júlíus Mannfjöldi í miðborginni fyrir nokkrum árum, en unglingar eru gjarnan fjölmennir í þeim hópi. STOFNFUNDUR Félags um þekkingarstjórnun verður hald- inn fimmtudaginn 13. janúar kl.14 til 16 í Háskóla Íslands, Odda við Sturlugötu, stofu 101. Öllu áhugafólki um þekking- arstjórnun er velkomið að mæta á stofnfundinn og vera með í stofnun félagsins. Erindi halda: Ingi Rúnar Eð- varðsson prófessor og Haukur Haraldsson, rekstrarráðgjafi. Fundarstjóri er Sigmar Þormar, félagsfræðingur og ráðgjafi um þekkingarstjórnun. Aðgangur er ókeypis, en til- kynna skal þátttöku fyrst s: 5644688 eða senda á skipulag- @vortex.is Stofnfundur Félags um þekk- ingarstjórnun VILDARKLÚBBSFÉLAGAR Ice- landair geta nú safnað punktum á öllum sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB, hvort sem greitt er með korti eða peningum, segir í frétt frá ÓB. Þeir sem greiða með öðru en vildarkorti Visa-Icelandair þurfa þó að renna Saga-korti sínu í sjálf- salann áður en greitt er. Vild- arkortshafar fá tvöfalda punkta í Vildarklúbbi Icelandair til 11. febr- úar hjá ÓB – ódýru bensíni. Þeir eiga jafnframt möguleika á vinn- ingum og fara í lukkupott í hvert skipti sem þeir eiga viðskipti. Þrír ferðavinningar til Evrópu verða dregnir út á Bylgjunni í hverri viku fram til 11. febrúar en þann dag verða einnig dregnar út 10 þátttak- endur sem fá 50 þúsund króna inn- eignir á VISA-kortið sitt, segir í fréttatilkynningu. Vildarpunktar í boði hjá ÓB NB.IS – Netbankinn hefur veitt Þjónustumiðstöð Sjálfsbjarg- arheimilisins styrk til að end- urnýja tölvubúnað þjónustu- miðstöðvarinnar. Þjónustu- miðstöðin er ætluð þeim sem eru hreyfihamlaðir og þurfa á end- urhæfingu eða afþreyingu að halda. Á síðustu misserum hefur tölvu- kennsla og tölvunotkun verið vax- andi og mikilvægur þáttur í end- urhæfingarstarfi þjónustumiðstöðvarinnar. Þar hef- ur sérstaklega verið horft til möguleika Netsins. Styrkur nb.is hefur gert það mögulegt að end- urnýja tölvubúnaðinn og viðeig- andi hugbúnað, þ.m.t. íslenska út- gáfu stýrikerfis og vinnuhugbún- aðar. Nb.is styrkir Sjálfsbjargar- heimilið MIKLIR snúningar eru framundan í veðrinu að því er fram kemur í nýrri veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ í Dalvíkurbyggð. Líklegt er þó talið að heldur verði rólegra nú næstu daga, en bent er á að nýtt tungl, þorratungl kviknar á mánu- dag, 10. janúar og mun að öllu óbreyttu heilsa með norðanátt, „og það ásamt ýmsum merkjum í nátt- úrunni bendir til að ekki verði neinna verulegra breytinga að vænta fyrr en í fyrsta lagi 25. jan- úar. Þó viljum við ekki útiloka einn og einn hlýjan dagpart inni á milli.“ Draumspakan félaga í klúbbnum dreymdi á dögunum að honum voru færðar tvær brennivíns- flöskur og átti hann að koma þeim til skila til konu á Dalvík, en brennivín og drykkjuskapur í draumi eru fyrir hláku. Öðrum klúbbfélögum þótti það ekki passa við þá hugmynd sem þeir höfðu gert sér um veðráttu næstu vikna. „Ef til vill verður hlákan geymd á flöskum eitthvað fram eftir vori,“ segja þeir í spá sinni, „þar sem dreymandinn dreypti ekkert á inni- haldinu.“ Brennivín í draumi fyrir hláku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.