Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Helgin öll… á morgun Palestínumenn ganga í dagað kjörborðinu og kjósasér leiðtoga. Ljóst þykirum úrslit kosninganna.Samkvæmt skoðana- könnunum nýtur Mahmoud Abbas, frambjóðandi Fatah-hreyfingarinn- ar, stuðnings um 60% kjósenda. Sex aðrir eru í framboði og nýtur Mustafa Barghouti næstmests stuðnings eða 20%. Það verður hins vegar ekki aðeins horft til úr- slita kosninganna þegar atkvæðin hafa verið talin. Þátttaka skiptir ekki minna máli. Tvær hreyfingar hafa mest áhrif á svæðum Palest- ínumanna. Önnur er Fatah-hreyf- ingin, sem Yasser Arafat heitinn stofnaði og Abbas leiðir nú. Fatah stendur fyrir Þjóðfrelsishreyfingu Palestínu og merkir orðið „sigur“ eða „landvinningar“. Ringulreið í röðum Hamas Hreyfingin á sér rætur í þjóð- erni fremur en trú og hefur það markmið að binda enda á hernám Ísraela á Vesturbakkanum, Gaza og í Austur-Jerúsalem og stofna palestínskt ríki við hlið Ísraels. Hin er Hamas, sem sniðgengur kosningarnar og hefur skorað á fylgismenn sína að kjósa ekki með þeim rökum að palestínska stjórn- valdið sé afsprengi Óslóarsamning- anna við Ísrael frá 1993 sem sam- tökin viðurkenni ekki. Hamas stendur fyrir Íslömsku andspyrnu- hreyfinguna og merkir orðið „hug- rekki“. Hreyfingin Íslamska Jihad sniðgengur einnig kosningarnar og hefur líkt og Hamas boðað að beita áfram vopnavaldi. Fréttaskýrendur segja að at- burðarásin eftir andlát Arafats í nóvember á liðnu ári hafi komið Hamas í opna skjöldu. Búist hafi verið við mikilli ringulreið í her- búðum Fatah eftir að Arafat lést og harðri baráttu um forustu innan samtakanna. Leiðtogaskiptin gengu hins vegar hratt fyrir sig og átakalaust. Mikil spilling meðal palestínskra yfirvalda hefur ásamt svartsýni um frið verið vatn á myllu Hamas. Árum saman hafa vinsældir hreyfingarinnar aukist jafnt og þétt. Nú virðist staðan hins vegar vera breytt og sýna skoðanakannanir að hreyfingin sé að missa fylgi. Margt bendir til þess að bjartsýni gæti að nýju meðal Palestínumanna og margir bindi vonir við að kosningarnar marki tímamót. Ofbeldi linnir ekki Engin kosningabarátta fór fram í gær. Þegar Abbas batt enda á kosningabaráttu sína á föstudag hvatti hann til þess að gengið yrði að nýju til samninga við Ísrael. Hann hefur einnig sagt að hann vilji binda enda á „hervæðingu“ uppreisnar Palestínumanna. At- burðir dagsins báru hins vegar vitni erfiðleikunum framundan. Palestínskir vígamenn myrtu einn Ísraela og særðu þrjá úr launsátri á föstudag og ísraelskir hermenn skutu tvo Palestínumenn, sem báð- ir voru vopnaðir og á leið í átt að gyðingabyggð, til bana. Ráðist var á Ísraelann skammt frá Nablus og lýsti hreyfing, sem er hluti af Fatah, ábyrgð á verknaðinum. Daginn áður hafði Abbas hvatt til þess að bundinn yrði endi á slíkar árásir á kosningafundi í Nablus. Abbas hefur sagt að aðeins palest- ínskar öryggissveitir eigi að bera vopn, en í mörgum palestínskum borgum og bæjum bera menn vopn á almannafæri. Hann segist þó ekki ætla að nota öryggissveitirnar til þess að leysa upp vopnaða hópa, heldur treysta á sannfæringarmátt orðsins. Horft verður sérstaklega á tvennt í kosningunum í dag: hversu stór verður sigur Abbasar og hversu mikil verður kosningaþátt- takan. Liðsmenn Hamas vona að sigur hans verði sem minnstur og þátttakan dræm þannig að hægt verði að draga úr trúverðugleika hans með því að vísa til þeirra kjósenda, sem sátu heima. Þarf að eiga við rótgróna valdaklíku Abbas er einn af stofnendum Frelsissamtaka Palestínu, PLO. Forusta Fatah stendur að baki honum og hann nýtur meiri virð- ingar á alþjóðlegum vettvangi en Arafat gerði. En spurningin er hverju hann getur komið í verk. Þegar hann var nánast þvingaður í embætti forsætisráðherra sumarið 2003 sat Arafat á forsetastóli og neitaði að gefa eftir neitt af sínum völdum. Abbas gafst upp eftir nokkra mánuði og ástandið á her- numdu svæðunum versnaði jafnt og þétt. Nú á hann að verða sam- einingartákn, en eins og frétta- skýrendur hafa bent á mun hann þurfa að eiga við sömu stofnanir og ráðamenn og voru við lýði í valda- tíð Arafats. „Þeir hafa ekki allir breyst í demókrata á einni nóttu,“ segir Abdul Shafi, ráðgjafi í Palest- ínu, sem þekkir vel til. Hann segir að Abbas verði að skipta út mönn- um með hraði sé honum alvara með að koma á lýðræði. Arafat lagði mesta áherslu á tryggð og þeir, sem stóðu með honum í út- legðinni, þurftu ekki að hafa áhyggjur af stöðu sinni síðar meir. Nú er talað um að ryðja þurfi hinni gömlu Túnis-klíku Arafats burt. Abbasi er mikill vandi á höndum að vinna bug á klíkusamfélaginu í hinu palestínska valdakerfi. Abbas er hins vegar tæknikrati, sem legg- ur mikið upp úr verðleikum og ætti að geta fundið hæft fólk og vel menntað, sem nóg er af í röðum Palestínumanna. Hann treystir á afgerandi sigur og mikla kosninga- þátttöku til að fá ótvírætt umboð til að taka til hendinni. Friðarvonir að nýju Palestínumenn kusu fyrst for- seta fyrir níu árum innan ramma Óslóarsamkomulagsins. Þá ríkti mikil bjartsýni um framhaldið, en það fór á annan veg. Friðarferlið fór í hnút og við tók ofbeldi og átök við Ísrael blossuðu upp að nýju. Nú ganga Palestínumenn öðru sinni til forsetakosninga og á ný vakna vonir um að byggja megi upp lýðræði og frið. Hindranirnar eru hins vegar margar og það eitt að koma á friðarviðræðum að nýju yrði mikill áfangi. En kraftur von- arinnar getur verið mikill og hún er að vakna á ný meðal Palestínu- manna. Vonast til að kosn- ingar marki tímamót AP Palestínskir stuðningsmenn Mahmoud Abbas hlýða á orð hans á kosningafundi í Jerúsalem í Beir Naballah í útjaðri Jerúsalem á föstudag. Forsetakosningarnar í Pal- estínu marka tímamót. Meðal Palestínumanna hef- ur á ný vaknað bjartsýni um að koma megi á lýðræði og friði, en nýr forseti mun þurfa að takast á við erfið vandamál og til þess að ráða við þau þarf hann skýrt umboð. Heimildir: The New York Times, The Guardian, Die Zeit. ’Mikil spilling meðal palestínskra yfirvalda hefurásamt svartsýni um frið verið vatn á myllu Hamas. Ár- um saman hafa vinsældir hreyfingarinnar aukist jafnt og þétt. Nú virðist staðan hins vegar vera breytt og sýna skoðanakannanir að hreyfingin sé að missa fylgi.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.