Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 11
finnst þér hafa staðið uppúr á þessum fjórtán árum þínum í Þjóðleikhúsinu? „Það er mjög erfitt að gera upp á milli þeirra hátt í tvö hundruð sýninga sem settar hafa verið upp í minni tíð. Það ánægjulega er, að flestar þessara sýninga hafa að mínu mati verið virki- lega vel heppnaðar. Auðvitað getur það gerst að sýning tekst ekki jafn vel og að var stefnt en í rauninni má telja á fingrum annarrar handar þær sýningar sem ekki hafa tekist á einhvern hátt. Það er auðvitað varhugavert að hampa sum- um sýninum umfram aðrar, en til dæmis hefur sérlega vel tekist til með klassísku verkin eins og ég nefndi hér áðan: Tsjekov, Shakespeare, Sófókles og Ibsen. Margar sýningar þeirra Kjartans Ragnarssonar, Þórhalls og Baltasars mætti nefna. Mörg íslensku verkanna tókust vel, leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar, Þrek og tár, Hafið og Gauragangur gerðu mikla lukku. Þá er ánægjulegt hve margar sýningar litlu sviðanna hafa slegið rækilega í gegn. Það eru ekki endilega léttar sýningar. Ég nefni sem dæmi Kæra Jelena sem gekk hátt í tvö hundruð sýningar, var gríðarlega vinsæl og náði nýrri kynslóð leikhúsgesta inn í húsið. Þar voru ungu leikararnir sem ég nefndi margir hverjir að stíga sín fyrstu skref með miklum glæsibrag. Ég nefni líka Taktu lagið Lóa, Listaverkið, Abel Snorko, Með fulla vasa af grjóti, Veisluna og Græna landið. Það er auðvitað stórhættulegt að nefna nokkur nöfn, því margar fleiri sýningar eiga skilið að vera í þessum hópi. En það eru ótrúlega margar sýningar sem lifa í minning- unni sem virkileg afrek.“ Á leikhúsið að búa til stjörnur, eða gerist það óhjákvæmilega? Nú er ég að vísa til þeirra ungu leikara sem hófu ferill sinn í húsinu skömmu eft- ir að þú tókst við; leikara sem hafa notið gríð- arlegra vinsælda. „Það var mjög meðvitað að tefla fram þessu unga fólki í burðarhlutverkum. En það er ekki leikhúsið sem býr til stjörn- urnar, heldur umhverfið og fjölmiðlarnir. Um- fjöllun um leikara er orðinn meira áberandi þáttur í okkar leikhúslífi en var fyrir 15 - 20 ár- um. Ýmsum er hampað á kostnað annarra. En það dugir engin jafnaðarstefna í leikhúsi. Sumir skara einfaldlega framúr, það er afburðafólk innan um og það verður að fá að njóta sín.“ Tíu íslensk verk á sviði í vetur Ein af kröfunum sem gerðar eru til Þjóðleik- hússins er að það sinni íslenskri leikritun. Hvernig finnst þér hafa tekist til á því sviði í þinni tíð? „Það er ánægjuleg staðreynd að mörg vin- sælustu verk leikhússins verið ný íslensk verk. Við höfum alla jafna verið með þrjú til fjögur ný íslensk verk á hverju ári og mun fleiri síðustu ár. Fyrir nokkrum árum gerðum við átak í höf- undamálum, stofnuðum höfundasmiðju og efnd- um til námskeiða. Síðustu árin hefur hlutur ís- lenskra verka aukist verulega. Á þessu leikári eru tíu íslensk leikverk á fjölunum, bæði vinsæl- ar sýningar frá fyrra ári og ný verk í vetur.“ Hvernig finnst þér íslensk leikritun standa í dag? Stöndum við undir því að halda úti svo mörgum íslenskum sýningum sem eiga að geta talist góðar? „Fólk virðist gera þær kröfur til nýrra ís- lenskra verka, að þar komi hvert meist- arastykkið á fætur öðru. Þessi krafa er ekki raunhæf. Höfundar þurfa að fá ákveðna skólun og þjálfun. Þeir læra af því að sjá verkin sín sýnd, og þess vegna er það skylda leikhússins að taka til sýninga spennandi, áhugaverð leikrit, þótt þeim kunni að vera á einhvern hátt ábóta- vant. Mér finnst hins vegar sorglegt, hvað gagn- rýnendur eru oft miskunnarlausir gagnvart ís- lenskum höfundum. Við megum ekki gleyma því, að þegar ný erlend verk koma hingað til sýninga, er margbúið að prófa þau og reyna úti í löndum, meðan við erum að sinna frumsköpun. Það er alltof stutt í það að í umfjöllun um ný ís- lensk verk, ef gagnrýnendum finnst verkin ekki vera alveg að springa út, að þeir fari um þau háðuglegum orðum og jafnvel hlakki í þeim. Ég veit dæmi þess að íslenskir höfundar hafa ákveðið að skrifa ekki fleiri verk eftir svona um- fjöllun. Við þurfum alltaf að gera kröfur, en það þarf líka að gefa fólki tækifæri. Það er ekkert verkefni sem ég sé eftir að hafa tekið til sýn- inga, og leikhússstjóri stendur auðvitað með sínu fólki fram í rauðan dauðann.“ Gagnrýni er fyrir leikhúsgesti Hvert finnst þér þá hlutverk gagnrýni eiga að vera? „Gagnrýni er fyrst og síðast hugsuð sem ákveðin upplýsing fyrir leikhúsgesti. Góður gagnrýnandi þarf að búa yfir fagþekkingu, inn- sýn í vinnubrögð leikhússins og vera samstarfs- maður leikhússins að því langtímamarkmiði að efla leiklistina og hjálpa áhorfendum til áfram- haldandi þroska gagnvart henni.“ Þótti þér ekki slæmt að síðasta frumsýnda verkið þitt við húsið, Öxin og jörðin, skyldi fá jafn slæma dóma og raunin varð? „Nei, það fannst mér ekki - þetta er aðeins eitt verk af hátt í tvö hundruð sem ég hef staðið fyrir að sýna. Allir sem koma að verkinu eru í hópi okkar virtustu og fremstu listamanna og eiga fullan rétt á að spreyta sig á þessu verki. Enda fjöldi fólks, sem hefur lýst ánægju sinni með sýninguna. Það má ekki gefa því einhverja ofuráherslu, þótt tveir, þrír gagnrýnendur séu ekki ánægðir. Mér finnst skipta meira máli sá fjöldi sem lætur ánægju sína í ljós í lok hverrar sýningar. Gagnrýnendur hafa þó fullan rétt á að hafa skoðanir sínar, þótt við séum ekki sam- mála. Annars ætla ég ekki að fara að tjá mig frekar um gagnrýnendur, þeir eru svo ótrúlega hörundsárir.“ Mannabreytingarnar erfiðastar Það hafa stundum blásið kaldir vindar um Þjóð- leikhúsið í þinni tíð, eins og mál fyrrum for- manns byggingarnefndar hússins. Hafa slík mál verið þér þung í skauti? „Ólgusjórinn hefur sem betur fer ekki verið mjög mikill. En umtal er eðlilegt, því þjóðin læt- ur sig Þjóðleikhúsið varða. Mál Árna Johnsen snerti Þjóðleikhúsið aðeins óbeint, en var samt mjög erfitt, vegna þess að það kom fullkomlega aftan að okkur öllum, en því er löngu lokið. Það sem var erfiðast á mínum ferli voru þær manna- breytingar sem ég gerði í upphafi. Þetta hafði ekki verið gert áður, og í þessum hópi voru fé- lagar mínir og vinir og fólk sem ég hafði starfað með í leikhúsinu. Þessi aðgerð tók því á, en ég fylgdi sannfæringu minni varðandi það sem ég taldi leikhúsinu fyrir bestu -og það sýndi sig, að þetta var nauðsynlegt.“ Nýr leikhússstjóri hefur haft orð á slæmri fjárhagsstöðu Þjóðleikhússins nú. Hverjar eru skýringarnar á henni? „Þegar ég tók við leikhúsinu var fjárhags- staða þess mjög slæm, og ég tók við miklum skuldum. Það er dýrt að reka leikhús, en okkur tókst að vinna okkur útúr þeim skuldum. Í síð- ustu kjarasamningum árið 2000 urðu hins vegar verulegar kjarabætur hjá listamönnum og öðru starfsfólki leikhússins, sem er þó ennþá mikið láglaunasvæði. Ríkið tók ekki á sig nema hluta af þeim kjarabótum og vísaði mismuninum til stofnunarinnar þannig að við höfum þurft að taka á okkur aukakostnað af okkar rekstrarfé. Það er hins vegar ánægjuleg staðreynd, að þetta síðasta ár mitt var mjög hagstætt rekstr- arlega þannig að við getum greitt niður veru- legan hluta skulda okkar við ríkissjóð. Það eru ekki veitt mörg leiklistarverðlaun á Íslandi og leiklistarverðlaun DV voru til skamms tíma þau einu. Þar hefur Þjóðleikhúsið alla tíð verið hátt á blaði og okkar fólk fengið þau mjög oft. Eftir að Íslensku leiklistar- verðlaunin, Gríman, voru stofnuð, hefur Þjóð- leikhúsið verið með þær sýningar sem flestar tilnefningar hafa fengið. Síðast fengum við átta af fjórtán Grímuverðlaunum. Leikhúsið stendur því listrænt mjög sterkt. Þótt þessi verðlaun séu enginn algildur mælikvarði á það sem gert er, felst samt í þeim mat fagfólksins í leiklistinni. Þetta staðfestir að Þjóðleikhúsið er það for- ystuafl sem það á að vera í íslensku leikhússlífi.“ Hvað tekur nú við hjá þér eftir starfslokin í Þjóðleikhúsinu? „Mér stóð til boða föst góð staða erlendis en ég fann að ég vildi meira andrúm og geta verið sjálfs mín herra fyrsta kastið. Ég hef tekið að mér nokkur leikstjórnarverkefni bæði hér heima og í Danmörku og er strax byrjaður að undirbúa þau. Ég sé fram á mörg spennandi verkefni og hlakka til að takast á við þau.“ Kæra Jelena varð ein vinsælasta sýningin á fyrstu árum Stefáns. Þar var yngstu leik- urunum teflt fram í stórum burðarhlut- verkum: Baltasar Kormákur, Ingvar Sigurðs- son, Halldóra Björnsdóttir og Hilmar Jónsson með Önnu Kristínu Arngrímsdóttur í titil- hlutverkinu. Þórhallur Sigurðsson leikstýrði. Sýningin gekk í tvö ár, náði 160 sýningum og fór í sýningarferð um land allt. Með fulla vasa af grjóti var það leikrit sem mestum vinsældum náði í tíð Stefáns. Áhorf- endur urðu yfir 40 þúsund á 160 sýningum. Stefán Karl og Hilmir Snær léku 14 hlutverk án þess að skipta nokkurn tíma um gervi. Sýningin fór í leikferð um landið við frábær- ar undirtektir. Sýning Kjartans Ragnarssonar á Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness var ein áhrifamesta sýning tímabilsins. Verkið var sýnt á heimssýningunni Expo 2000 í Hannover við frábærar undirtektir. Þetta var tæplega sjö klukkustunda sýning, sýnd ýmist á tveimur kvöldum eða einum löngum helgidegi. Arnar Jónsson og Ingvar E. Sigurðsson léku Bjart, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Ástu Sóllilju og Margrét Vilhjálmsdóttir Rósu, konu Bjarts. Ingvar hlaut Menningarverðlaun DV fyrir leik sinn. begga@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 11 ’Börnin eru sannarlega dýrasta djásnið,uppspretta gleði og hamingju foreldr- anna, auður sem aldrei verður metinn til fjár. En börnin eru líka lykill að framtíð- arheill samfélagsins, að hagsæld og vel- ferð á nýrri öld.‘Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson , í nýárs- ávarpi sínu. ’Er ástæða til að sjá fjölskyldugerð fyrritíma í hillingum? Hefur stórfjölskyldan gefið um of eftir? Látum við aðra um upp- eldi barna okkar – dýrmætustu eignina í lífinu?‘Úr áramótaávarpi Halldórs Ásgrímssonar forsætis- ráðherra. ’Aldrei nokkru sinni hefur foreldra-hlutverkið verið í meira uppnámi en ein- mitt nú, og aldrei hefur uppeldishlutverk foreldra verið minna metið en nú. Aldrei fyrr hafa eins margir foreldrar yfirgefið börn sín og nú, á mesta velmegunarskeiði Íslandssögunnar.‘Karl Sigurbjörnsson , biskup Íslands, í nýársávarpi. ’Mér hefur fundist að þeir eigi að segjahvað þeir meina. Mér finnst þeir eigi um leið að segja á hvern máta, úr því að þeir segja að fjölskyldurnar séu í upplausn og það þurfi að bæta um, hvaða hugmyndir þeir hafi um þessar umbætur.‘Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir , innt álits á ummæl- um í áramótaávörpum um stöðu barna og fjölskyld- unnar. ’Aldrei hefur verið jafnerfitt að fagnanýju ári.‘Göran Persson , forsætisráðherra Svíþjóðar, minntist í nýársávarpi sínu þeirra hundruða Svía sem fórust af völdum flóðbylgjunnar í Asíu annan í jólum. ’Fjármálum Reykjavíkurborgar ber aðstýra af festu og ábyrgð og það munum við í Reykjavíkurlistanum gera hér eftir sem hingað til en láta sjálfstæðismönnum eftir auglýsingar í dagblöðum.‘Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri svarar gagnrýni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á gjalda- og skattahækkanir í Reykjavík, sem meðal annars var sett fram í auglýsingu í Morgunblaðinu. ’Ef fólki er ekki hjálpað út úr svona, efþað festist í áhrifunum af þessu og nær ekki að vinna úr þessum tilfinningum sín- um, þá getur fólk fengið alvarleg geðræn vandamál.‘Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur og sjálfboðaliði Rauða krossins, sem stödd var á Súm- ötru, um langtímaáhrif þess að lenda í hörmungum á borð við náttúruhamfarirnar í Asíu. ’Ef rétt er þá er það grafalvarlegt.‘Árni Magnússon félagsmálaráðherra um ásaknir Al- þýðusambands Íslands á hendur Impregilo um alvar- leg brot á virkjunarsamningi. ’Ég tel að fleiri andspyrnumenn séu íÍrak heldur en bandarískir hermenn.‘Mohamed Abdullah Shahwani , yfirmaður írösku leyniþjónustunnar. Ummæli vikunnar Reuters BJÖRGUNARSTARFI var haldið áfram eftir flóðbylgjuna 26. desember. Íbúar þessa hús í Nagapattinam á Indlandi reyna að bjarga munum, sem ekki skemmdust í flóðbylgunni. Talið er að rúmlega 15 þúsund manns hafi látist í náttúruhamförunum. Björgunarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.