Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna BRESKA pressan kallar hana „Icelandic story- teller Emiliana Torrini“, en sjálf segist söng- konan ekki endilega líta á sig sem mikla sagna- konu. Þó viðurkennir hún að nýja platan henn- ar, Fisherman’s Woman, sé óneitanlega með sög- um af henni sjálfri. Í viðtali við Árna Þórarinsson í Tímariti Morgunblaðsins segir Emiliana frá tilurð plötunnar og ástæðum þess að „sjómanns- konan“ fann aftur tilganginn með tónlist- inni og rétta tóninn í lífinu, en yrkisefni Emiliönu á plötunni eru ekki síst missir og söknuður sem tengjast erfiðri lífsreynslu sem hún gekk í gegnum fyrir nokkrum ár- um. Emiliana kveðst hafa dottið út úr tónlist og straumum hennar um fimm ára skeið. „Ég missti áhugann um leið og ég hætti að leita. Ég hef aldrei haft gaman af tónlist sem að mér er rétt. […] Ég held að þetta langa hlé skili sér í því hversu Fisherman’s Woman er ómenguð af öllu; hún fæddist sem næst eingetin þótt við Dan eigum lögin til helminga. Og hún fæddist brosandi.“ Söknuður sjómanns- konunnar Emiliana Torrini HITAFARIÐ fyrstu daga nýhaf- ins árs er gjörólíkt fyrstu vikunni í janúar í fyrra, en samfelldur frostakafli hefur verið víðsvegar á landinu allt frá áramótum. Sé rýnt í hitatölur í janúar 2004 sést að þá voru suðlægar áttir ríkjandi með allt upp í 5 stiga hita í Reykjavík. Ef frá er talinn 2. jan- úar kom ekki frost fyrr en 12. jan- úar en þess á milli voru hlýindi. Nú hefur dæmið heldur betur snúist við og má með sanni segja að frost sé á Fróni. Hvarvetna eru hin myndarlegustu grýlukerti og ísmyndanir af ýmsum gerðum eins og við Ráðhús Reykjavíkur. Ekki er sjáanlegt að Frosti karl- inn lini takið á allra næstu dögum því samkvæmt veðurspám er útlit fyrir frost um land allt fram á fimmtudag. Því gæti þurft að skrúfa fyrir vatnið sem lekur nið- ur norðurveggi Ráðhússins því ís- veggurinn sem myndast við rennslið gæti senn brotnað með miklu brambolti ef hann verður of þykkur. Morgunblaðið/RAX Frosti ræður ríkjum á landinu VÍKINGUR Heiðar Ólafsson píanóleikari, sem í kvöld þreytir frumraun sína sem ein- leikari í Salnum í Kópavogi, segist ekki vera nein „styrkja- vampýra“, þótt honum hafi hlotnast tveir styrk- ir á síðustu dögum. „Það er rosalega gott að fá þessa styrki, því ég er alltaf í ströggli með að ná endum saman út af þessum himinháu skóla- gjöldum,“ segir hann. „Ég er mjög þakk- látur fyrir það sem ég hef fengið frá Íslandi, og það fer allt í skólagjöldin mín og tekur álag af námslánum. Það er ekkert hlaupið að því að vera hér í námi í fjögur ár, en ég er mjög heppinn að hafa fengið bæði hvatningu og stuðning. Það er vont ef fólk heldur að ég sé einhver styrkjavampýra, en þetta fer allt í menntunina og fyrir það er ég ofboðslega þakklátur. Tveir styrkir á einni viku  Er engin styrkjavampýra/55 Víkingur Heiðar Ólafsson ♦♦♦ SÍÐASTA ár var metár hvað varðar fjölda flækingsfugla sem komu hingað til lands og sáust alls 213 tegundir, en í meðalári sjást um 180. Merkastur þessara flækinga er barrþröstur sem sást fyrst á Austurlandi í vor, segir Björn Arnarson, fuglaáhugamaður á Hornafirði. „Á síðasta ári komu átta alveg nýjar teg- undir flækinga sem hafa aldrei sést áður og þar á meðal barrþrösturinn. Af öðrum má nefna skógtittling, dvalsöngvara, dverggoða og fagurgæs,“ segir Björn. Hann telur ólík- legt að tegundir úr hópi nýrra flækinga eigi lífsvon á Íslandi. „Til að eiga möguleika á varpi hér þurfa að koma stórir hópar af sömu tegund, eins og gerðist með glókollana 1995 þegar hundruð þeirra hröktust til landsins og þeir fóru að verpa hér upp úr því.“ Metfjöldi flækingsfugla  Fuglar landsins taldir/8 ♦♦♦ ÁBERANDI minni erill er á haust- in hjá björgunarsveitum landsins eftir að bannað var að veiða rjúpu. Dæmi var um sextán útköll björg- unarsveita á einum degi vegna rjúpnaskyttna. Hins vegar gerir aukin ferðamennska árið um kring sem og aukin aðstoð við lögreglu það að verkum að heildarútköllum björgunarsveita fjölgar verulega. Í Tímariti Morgunblaðsins er rætt við þrjá bræður, Kristján, Að- alstein og Ómar Val Maack, sem allir eru félagar í Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Þeir segja áber- andi hversu mikið hefur dregið úr að- stoð við veiðimenn eftir að rjúpnaveiðar voru bannaðar. „Það er minni erill þegar ekki er verið að leita að rjúpnaskyttum út um allar trissur, sér- staklega á haustin,“ segir Ómar Valur. Kristján Birgisson hjá Slysavarnafélag- inu Landsbjörg tekur undir þetta. „Ég man eftir að einhvern tím- ann fyrir þremur, fjórum árum fórum við í sextán útköll á einum degi til að huga að rjúpnaskyttum, sem eðli málsins sam- kvæmt gerist ekki lengur. Hins vegar kemur alltaf eitthvað annað í staðinn. Ferðamennska hefur aukist mikið og út- lendingum, sem leigja sér bíla til að aka upp á hálendi, fjölgað. T.d. var mjög mikið að gera hjá björgunarsveit- armönnum í sumar. Útköllum björgunarsveitamanna hefur því fjölgað í heild.“ Þá segir hann ýmsa aðstoð við lögreglu og almenning hafa aukist. Í samantekt Kristjáns yfir útköll björgunarsveita undanfarin ár kemur fram að þau hafi verið 348 árið 2001, 562 árið eftir, 658 árið 2003 og í ágúst í fyrra voru þau orðin 567 talsins. Minni erill síðustu haust  Bræðralag/Tímarit            G I    Verkefni björgunarsveita hafa breyst með rjúpnaveiðibanni DAVÍÐ Oddsson, utanríkisráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins, varpaði í gær fram þeirri hugmynd að fjármagn sem ríkið fengi við væntanlega sölu á Símanum yrði not- að til eins stórs verkefnis, svo sem til þess að byggja nýtt og stórt sjúkrahús sem erfitt væri að reisa á löngum tíma með framlögum á fjár- lögum. Þetta kom fram í máli Davíðs á opnum stjórnmálafundi á vegum Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær. Hann sagði að salan á Símanum væri síðasta stóra einkavæðing ríkisins og auðvitað væri mjög freistandi að nota það fé til að greiða niður skuldir þjóðarbúsins eins og áður hefði verið gert. Fjármagnið rynni í eina átt Með sölu símans gæfist þó jafnframt tæki- færi til að láta það fjármagn sem þannig feng- ist renna í eina átt; að leysa úr læðingi sparn- að eins ríkisfyrirtækis og leggja hann í önnur mál, sem erfitt væri að byggja upp á löngum tíma. „Því ekki að nota lungann úr þeirri sölu í átak af þessu tagi: að byggja stórt sjúkrahús?“ sagði Davíð og bætti við að ef til vill hefði þessari hugmynd verið sprautað í æðar sínar þegar hann lá á Landspítalanum – háskóla- sjúkrahúsi í sumar og haust. Davíð Oddsson utanríkisráðherra á opnum stjórnmálafundi í Valhöll Fjármagn fyrir Símann mætti setja í byggingu sjúkrahúss  Mikilvægum málum megi koma/2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.