Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Á nýliðnu ári voru fjórir ára-tugir frá þeim merkisdegiað íslenskt knattspyrnuliðtók fyrst þátt í Evrópu- keppni. Það voru KR-ingar sem riðu á vaðið og mótherjarnir voru ekki af verri endanum; sjálfir Englands- meistararnir í Liverpool, sem síðan hafa fjórum sinnum fagnað sigri í Evrópukeppni meistaraliða (sem nú kallast Meistaradeildin) en í ágúst 1964 voru þeir líka að stíga sín fyrstu skref í Evrópukeppni. Fyrri viðureign KR og Liverpool fór fram á Laugardalsvelli 17. ágúst. Gestirnir sigruðu þá 5:0 og í síðari leiknum, sem var á Anfield 14. sept- ember, vann enska liðið 6:1. Sveinn Jónsson, einn leikmanna KR á þessum tíma og síðar formaður félagsins um árabil, segir að í fram- haldi þess að KR-ingar urðu Íslands- meistarar í knattspyrnu 1963 og fyrir mikinn þrýsting leikmanna hafi stjórn knattspyrnudeildar félagsins ákveðið að tilkynna þátttöku í Evr- ópukeppni meistaraliða, fyrst allra knattspyrnufélaga á landinu. „Það var mikill spenningur í her- búðum KR-inga þegar dregið var um hvaða lið skyldu mætast. Með sanni má segja að félagið hafi þá unnið stóra vinninginn í happdrættinu. Sjálfir ensku meistararnir Liverpool F.C. voru dregnir út sem andstæð- ingar KR. Allir glöddust. Fjárhagsleg afkoma var tryggð. Ferðalagið stutt og þægilegt. Leikmenn og knatt- spyrnuáhugamenn landsins glöddust við tilhugsunina um að mæta og sjá besta lið Englands og eitt af allra bestu knattspyrnuliðum Evrópu. Slíkt hafði aldrei gerst áður á Ís- landi,“ segir Sveinn við Morgunblaðið þegar hann hugsar til baka. Ekki flóafriður … Hann segir umfjöllun hafa verið mikla í dagblöðum hér heima og m.a. var sagt í Morgunblaðinu: „Enginn leikur – engin íþróttakeppni – hér á landi hefur vakið eins mikla athygli og mikið umstang og leikur KR og Liv- erpool í Evrópubikarkeppni á Laug- ardalsvellinum …“ Þar segir einnig að ensk blöð og fjölmiðlar sem aldrei fyrr hafi skrifað um Ísland, íslenskar íþróttir og íslenska knattspyrnu, hafi skyndilega fyllst hinum mesta áhuga og vilji fá allar upplýsingar um ein- staka leikmenn KR og félagið. Síðan er þess getið að á íþróttadeild Morg- unblaðsins hafi ekki verið flóafriður fyrir ágangi enskra blaða- og sjón- varpsmanna; beðið var um margvís- lega fyrirgreiðslu og upplýsingar, fyrst og fremst um KR – ekkert nema KR – og eitthvað líka um fiskinn, bara svona til uppfyllingar! Stóra stundin rann upp. Veðrið var gott, logn og hlýtt og um 10.000 áhorf- endur mættu á Laugardalsvöllinn. Lið KR var þannig skipað: Gísli Þorkelsson – Hreiðar Ársælsson Bjarni Felixson – Þórður Jónsson, Hörður Felixson, Þorgeir Guðmunds- son – Gunnar Guðmannsson, Sveinn Jónsson, Ellert B. Schram, Sigurþór Jakobsson – Gunnar Felixson. Eftirminnilegast að hlaupa út á völlinn! „Skemmst er frá því að segja að okkur var algjörlega pakkað inn. Átt- um aldrei nokkurn möguleika og lokatölur urðu KR-Liverpool 0:5. Liverpool-liðið á þessum tíma var geysivel mannað. Í liðinu sem lék á móti KR voru 6 enskir landsliðsmenn og 4 skoskir. Einn leikmannanna, Roger Hunt, varð síðan heimsmeist- ari í knattspyrnu 1966 með Englandi og tveir aðrir úr Liverpool-liðinu voru þá varamenn. Við strákarnir vorum auðvitað hundsvekktir yfir að hafa ekki getað betur og glatt okkar áhorf- endur eitthvað, en því miður var ekk- ert við þessum ósköpum að gera. Geta leikmanna Liverpool-liðsins og leik- skipulag var einfaldlega mörgum klössum ofar okkar,“ segir Sveinn. Seinni leikurinn fór svo fram í Liv- erpool tæpum mánuði síðar. „Leikur- inn var um kvöld og í flóðljósum. Þetta mun hafa verið í fyrsta sinn sem íslenskt lið lék við slíkar aðstæður. Liðsuppstilling KR var nánast sú sama og í fyrri leiknum, nema hvað Heimir Guðjónsson kom í markið í stað Gísla og Ársæll Kjartansson í stað Þorgeirs. Ef ég væri spurður um hvað væri eftirminnilegast við þennan leik þá myndi ég svara hreinskilnis- lega og segja að það hafi verið að hlaupa inn á leikvöllinn! Það voru 33 þúsund áhorfendur mættir á Anfield, heimavöll Liverpool. Við sáum ekki áhorfendurna í myrkrinu, en við heyrðum í þeim; og hvílík stemmning og stuð,“ segir Sveinn Jónsson. „Mað- ur hafði aldrei upplifað annað eins og leið eins og alvöru knattspyrnumanni – það er að segja þar til leikurinn byrjaði! Það vakti mikla athygli, og mun hvorki hafa gerst fyrr né síðar, að gestaliði hafi verið fagnað jafn vel og KR í þessum leik. Áhorfendur hróp- uðu Reyk-ja-vik, Reyk-ja-vik og klöppuðu svo í takt. Þeir þurftu ekkert að óttast um gengi síns liðs þetta kvöldið og gátu því verið gestrisnir. Þrátt fyrir góðan stuðning áhorfenda og eindreginn vilja til að gera vel urðum við að sætta okkur við stórtap 6:1. Þegar Gunnar Felixson skoraði fyrir okkur og stað- an var 2:1 var marki okkar fagnað geysilega og þegar einn leikmanna þeirra braut illa af sér rétt fyrir utan eigin vítateig var baulað á hann og hrópað; útaf með manninn! Off, off, send him off! Það sem eftir lifði leiksins og þegar umræddur leikmaður fékk boltann var hrópað; go home, go home. Í lok leiksins gengum við síðan af velli und- ir miklu klappi, hrópum og söng áhorfenda og leikmenn Liverpool mynduðu einskonar heiðursvarðstöðu og klöppuðu. Móttökurnar voru sem sagt ógleymanlegar, enda gátu áhorf- endur og leikmenn Liverpool verið handvissir um að framtíðarleikir Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Bjarnleifur Bjarnleifsson Leikur KR og Liverpool frá Englandi á Laugardalsvelli 1964, en leikurinn var fyrsti leikur beggja liða í Evrópukeppni meistaraliða. Það er Roger Hunt (númer 9, fyrir miðri mynd) sem hér skorar fyrir Liver- pool, en á myndinni eru einnig, frá vinstri, KR-leikmennirnir Ellert B. Schram, Hörður Felixson, Þorgeir Guðmundsson, Gísli Þorkelsson markmaður, Þórður Jónsson og Hreiðar Ársælsson. Höfðum aldrei upplifað slíka stemmningu KR var fyrst íslenskra knattspyrnufélaga til að taka þátt í Evrópukeppni meistaraliða. Sveinn Jónsson, fyrrverandi leikmaður KR og lengi formaður fé- lagsins, rifjar í samtali við Skapta Hallgrímsson upp þá ævintýralegu leiki sem áttu sér stað fyrir rúmum 40 árum. Fyrirliðarnir heilsast á Laugardalsvelli. Ron Yates til vinstri og Ellert B. Schram. SKOSKI varnarjaxlinn Ron Yates var fyrirliði Liverpool í Evrópuleikjunum við KR og gegndi því embætti raun- ar lungann úr sjöunda áratugnum. Hann man vel (!) eftir leikjunum við KR, enda um að ræða fyrstu Evr- ópuleiki Liverpool líka. „Við vissum náttúrlega ekkert um íslensku leikmennina nema að þeir væru áhugamenn; að þetta væru strákar sem væru allir í annarri vinnu eða í skóla en æfðu fótbolta á kvöldin. Enda kom á daginn að leik- irnir voru auðveldir fyrir okkur,“ sagði Yates í samtali við Morg- unblaðið á dögunum. „Ég held ég geti fullyrt að við reyndum að leika ekki af fullum krafti, að minnsta kosti ekki í seinni leiknum í Liverpool. Það var óþarfi. En upplifunin hefur örugg- lega verið mikil fyrir íslensku leik- mennina, að leika þar fyrir framan miklu fleiri áhorfendur en þeir voru vanir.“ Hann rámaði reyndar í að hafa skorað gegn KR, meira að segja í báðum leikjunum, og sagði það afar óvenjulegt. Yates gerði alls 15 mörk í 450 leikjum fyrir Liverpool á árunum 1961 til 1971, þar af 2 í Evrópukeppninni, en það skal upplýst hér að hvorugt var reyndar gegn KR. Fyrra markið gerði hann gegn Anderlecht í næstu umferð þetta sama haust og hið síðara gegn 1860 München nokkrum árum seinna. Bill Shankly keypti Yates frá Dundee United sumarið 1961 og gerði hann þegar í stað að fyrirliða. Margir eru á því að hornsteinarnir í því stórveldi sem Shankly byggði upp hafi verið Yates og landi hans, framherjinn Ian St. John. Liverpool var í næst efstu deild þegar Yates kom en fór beint upp í efstu deild fyrsta veturinn. Hann fór fyrir liðinu þegar það varð enskur meistari 1964 og 1966 og hann var fyrsti fyrirliði Liverpool sem tók á móti FA- bikarnum, vorið 1965. Yates kom svo aftur til starfa hjá Liverpool 1986, gerðist „yfirnjósnari“ og gegnir þeim starfa enn. Stýrir sem sagt þeim hópi manna hjá félaginu sem fylgist með mótherjum Liv- erpool áður en liðin eigast við og leikmönnum annarra liða sem Liverpool veltir fyrir sér að kaupa. „Ég verð að játa að ég ferðast ekki mikið lengur til þess að horfa á leiki. Ég er orðinn 67 ára og meiri skrifstofukarl en hér áður fyrr. En þó ég eyði miklum tíma við skrifborðið reyni ég að halda mér í góðu líkamlegu ástandi – þótt ég sé auðvitað orðinn allt of feitur!“ Yates er hávaxinn og var rúmlega 90 kíló þegar hann lék með Liverpool. „Ætli ég sé ekki 150 kíló núna!“ segir hann og hlær. Vinnuaðstaða Yates er á Melwood, æfingasvæði Liver- pool, fáeina kílómetra frá heimavelli félagsins, Anfield Road. Þangað segist hann þó sjaldan koma lengur. „Það er eftirminnilegt að þegar ég snaraðist þar inn úr dyrunum fyrir nokkuð mörgum árum, var þar inni hópur manna sem ég þekkti ekki í fyrstu en þeir virtust þekkja mig. Þar voru þá komnir leikmenn íslenska liðsins sem við spiluðum við í fyrstu Evrópuleikjunum. Þeir voru að halda upp á að 25 ár voru liðin frá leiknum, minnir mig,“ segir Yates og skv. því hefur þetta verið 1989. „Og þegar þeir gáfu sig á tal við mig mundi ég eftir nokkrum þeirra. Þetta voru mjög vin- gjarnlegir menn og ég bið kærlega að heilsa þeim öllum. Það yrði gaman að sjá þá einhvern tíma aftur hér í Liver- pool,“ sagði Ron Yates. Vissum ekkert um íslensku leikmennina Ron Yates er hér með Eng- landsbikarinn sem Liverpool hlaut árið 1964.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.