Morgunblaðið - 09.01.2005, Síða 35

Morgunblaðið - 09.01.2005, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 35 UMRÆÐAN Jón bóndi í Ölfusi veit hvað hann syngur þegar kemur að sölu bújarða Ef þú ert að leita að bújörð þá ertu í traustum höndum með Jón þér við hlið Til þjónustu reiðubúinn í síma 896 4761 Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17. Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. Síðumúla 33 - Sími 588 9490 - www.lyngvik.is - lyngvik@lyngvik.is F A S T E I G N A S A L A ALICANTE - SUMARHÚS Á SPÁNI Höfum verið beðin að annast milligöngu á sölu á mjög vel staðsettu ca 110 fm einbýlishúsi á Alicante á Spáni. Húsið, sem er á tveimur hæðum, skiptist eftirfarandi: Á neðri hæð er stofa og borðstofa, svefnherbergi, eldhús, bað- herbergi m. sturtu og þvottaherbergi. Á efri hæð eru tvö svefnherbergi og gott baðherbergi. Húsið selst með öllum búnaði og er til afhendingar eftir samkomulagi. Eigandinn er Íslendingur sem starfað hefur sl. 7 ár á Spáni fyrir íslenskt fyrirtæki og mun hún annast alla milligöngu vegna sölunnar og einnig aðstoða við fjármögnun allt að 70% af kaupverði, og er Íslendingur starfandi hjá viðkomandi lánastofnun á Spáni, sem auðveldar og tryggir kaupendum fagleg vinnubrögð. Húsið er í hverfi sem er ca 50 fm sunnan við Alicante og er um 45 mín. akstur frá flugvelli. 15 mín. gangur niður á strönd. Verð 24,0 m. Allar nánari uppl. veitir Steinar S. Jónsson á Lyngvík fasteignasölu. Asparhvarf - sérhæðir - Vatnsenda Nýkomnar í einkasölu glæsilegar efri og neðri hæðir, 134,3 fermetrar, ásamt stæði í bílageymslu á frábærum útsýnisstað í austurhlíðum Vatnsendahvarfs. Íbúðirnar skiptast í samkvæmt teikningu í anddyri, gang, gesta- snyrtingu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, hjónaherbergi, tvö barnaherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. • Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna, þær fyrstu í júlí 2005. • Vandaðar innréttingar og tæki. • Sérinngangur, suðursvalir, séreignarflötur neðri hæða. Stæði í bílageymslu. • Glæsilegt útsýni yfir Elliðavatn, Heiðmörk, að Hengilsvæð- inu, Vífilsfelli og Bláfjöllum. • Upplýsingar og teikningar á mbl.is og á skrifstofu Hraun- hamars. NÓATÚN 2 ÍBÚÐA HÚS M/BÍLSKÚR - REYKJAVÍK Nýkomið í einkasölu gott einbýli á tveimur hæðum, ásamt bílskúr, samtals um 182 fermetrar, vel staðsett við Nóatún í Reykjavík. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús með fallegri nýrri innréttingu, góða stofu og borðstofu, baðherbergi og svefnherbergi. Frá holi er gengið niður stiga en þar er gangur. Herbergi með geymslu inn af eldhúsi, baðherbergi, gott herbergi og stofa. Tvær geymslur eru á neðri hæð. Köld geymsla undir stiga. Gólfefni eru parket og flísar. Bílskúr með rafmagni og hita. Góður gróinn garður. Verð 24,9 millj. Eignin getur verið laus fljótlega. 108260 OPIÐ 9-18 OPIÐ HÚS - EIÐISTORG 15 - SELTJN. Í DAG KL. 14-17 ÍB. 405 (GENGIÐ INN AÐ NORÐANVERÐU) Erum með í einkasölu fallega 5- 6 herb. 152 fm „penthouse“- íbúð á tveimur hæðum í góðu lyftuhúsi. Stofa með sólskála í suðaustur, í framhaldi af sól- skálanum eru svalir. Góður stigi á efri hæð. Hjónaherbergi, svalir í vestur og glæsilegt útsýni. 3 góð barnaherbergi. Tvö baðher- bergi. Góð geymsla. Stutt í alla þjónustu s.s. verslun heilsu- gæslu, íþróttir og sund. LAUS STRAX. Verð 21,9 millj. VERIÐ VELKOMIN. Í ÁRAMÓTABOÐSKAP hirðhöf- undar og fjölmiðlafulltrúa Norður- ljósa, Hallgríms Helgasonar, var lagt á ráðin um margt. Merkilegast var þó að sjá að Sig- ríður Árnadóttir, fréttastjóri á Stöð 2, verður næsta fórnarlamb Gunnars Smára í fyrirtækinu, enda rekur hún „yfir- borðslega fréttastöð þrátt fyrir að vera rík- isalin“. Hún fjallar ekki nægilega ósvífið um „óvætti Íslands“, fyrrverandi og núver- andi forstjóra olíufélag- anna. „Ef Íslendingar hefðu stjórnað banda- rískum fjölmiðlum væri Nixon enn á lífi, löngu búinn að breyta stjórn- arskránni og því ennþá forseti Bandaríkjanna,“ segir höf- undur Norðurljósa. Hallgrímur: Ef 70% af fjölmiðlum landsins væru ekki á einni hendi, und- ir stjórn vinar þíns, Gunnars Smára, væri Ólafur Ragnar ekki forseti, fjöl- miðlalögunum hefði ekki verið synjað og pistillinn þinn væri ekkert nema skjal í tölvunni þinni. Aðeins fjöl- miðlar undir stjórn Gunnars Smára taka á móti slíku persónuníði og mannfyrirlitningu, hálfsannleika og hreinum ósannindum, sem aðeins eru til marks um minnimáttarkennd þess er ritar. Hvað kom yfir þig, maður? Hallgrímur – seinheppnasti maður ársins Norðurljósafjölmiðlarnir, sem heita reyndar Og Vodafone eða Hagar eða Fengur, Baugur Group, Baugur Ís- land … eða bara hvað sem passar á hverjum tíma, ráða menn eins og Hallgrím til þess að vinna skítverkin. Þarf fleiri vitni um það – eða hvað? Hallgrímur er varla heimskur en hann hefur blindast af Norðurljósum líkt og forsetinn gerði eftir maka- lausan áróður þessara miðla og þeirra sem nú leggja sig í líma við að níða aðra niður til þess eins að fela eigin myrkraverk í íslensku þjóðfélagi. Nú þegar Sigðurður G. Guðjónsson hefur verið hrakinn á brott hlýtur forsetinn að spyrja sjálfan sig hvað það var í þessum fjölmiðlalögum sem Gunnar Smári hræddist svo mjög? Hvað olli því að fólk eins og Ólafur Hannibalsson og Hans Kristján Árnason tóku upp hanskann fyrir Norðurljós og gegn ríkisstjórninni? Þeir studdu í staðinn fákeppni og ein- okunaráráttu þessara auðmanna í fjölmiðlaheiminum. Stjórnarandstaðan og fjölmiðlalögin Af hverju svara stjórnarandstaðan og andstæðingar fjölmiðlalaganna ekki sinni eigin spurningu í gagnrýni sinni á fjöl- miðlalögin? Og hafna þannig dreifðri eign- araðild fjölmiðla. „Hverjir eiga þá að fjár- magna fjölmiðlana? Fjölmiðlar fara bara í gjaldþrot samanber hjá Jóni Ólafssyni og DV feðgum,“ segja þeir í einum kór. Er ómögulegt fyrir þessar gagnrýnisraddir að sjá að þegar menn draga allt fé úr rekstri til eigin brúks fer hann í gjaldþrot. Er það svo á Íslandi í dag að bara tvær fjölskyldur og bankar þeirra eiga peninga til þess að fjárfesta í fjölmiðlum? Það getur nú varla talist til jafnaðar- eða vinstrihugsjóna að lifa í slíku samfélagi. Hvaða þjóð er það sem lætur Gunnar Smára Egilsson stjórna 70% af fréttaflutningi um menn og mál- efni, viðskiptalífi sem og siðferðis- þreki almennings til þess að sigrast á óréttlæti og ranglæti? Hvar er þjóðkirkjan t.d.? Er eng- inn þar sem óttast að slíkt vald sé í hendi slíks manns? Nýjasti yfirgangur Gunnars Smára Þrátt fyrir frekju og yfirgang gat Gunnar Smári ekki keypt Útvarp Sögu af Arnþrúði Karlsdóttur. Hún vildi, samkvæmt heimildum, of há laun hjá þeim félögum og þrátt fyrir að hafa reynt að selja þeim stöðina gekk það ekki eftir. Nú fær hún sjálf að finna fyrir lagaleysi fjölmiðlaum- hverfisins, þó hún hafi markvisst unn- ið gegn lagasetningunni og stutt for- setann í misbeitingu málsskots- réttarins í þágu einokunar og fákeppni. Hvað gerðist? Gunnar Smári ákvað að setja á fót sams konar útvarpsstöð og var Illugi Jökulsson ráðinn í útvarpsstjórastarfið. Dag- skipunin er skýr: Drepið Útvarp Sögu! Jafnvel þótt Ólafur Hannibals- son sé þar með þátt. Þetta er augljós afrakstur synjunar forsetans á fjöl- miðlalögunum. Hverjum kemur Gunnar Smári til áhrifa og valda öðrum en sjálfum sér? Ingvi Hrafn segist helst ætla að byrja hjá Illuga á nýju Útvarpi Sögu áður en stöðin er stofnuð! Þar með má segja að synjun forsetans hafi full- komnast. Hvar eru hugsjónir þessara manna? Eru þeir ef til vill allir „drusl- ur og gungur“? Eða eins og Hall- grímur Helgason talar um stjórn- málamennina sem reyna að koma böndum á græðgina „geðveikir leið- togar“ … auðmanna? Datt Hallgrími aldrei í hug að spyrja vini sína af hverju þeir létu einn hæfasta stjórnanda og lögfræð- ing landsins fara? Þar féll síðast vígið en kom reyndar mörgum, sem þekkja styrk Sigurðar G. Guðjónssonar, ekk- ert á óvart. Eigendurnir voru ekki að skýra mál sitt í eigin fjölmilum. Það hentaði ekki því að Sigurður er vin- sæll þó að vinnubrögð fjölmiðlafrum- varpsins hafi ekki verið honum að skapi. „Höfundur Íslands“ blindur Hallgrímur Helgason lagðist lágt með því að gerast málsvari þeirra sem telja jafnræði felast í því að hafa 70% fjölmiðla á eigin hendi og deila þar og drottna í krafti auðmagns. Í krafti allra þessara peninga hafa þessir menn orðið hugsjónalega gjaldþrota, fyrir skáld er betra að snúa þessu við eins og sannast hefur á niðurlægingu Hallgríms Helgason- ar. Hallgrímur, þú brást okkur sem „höfundur Íslands“ þegar þú gerðist höfundur Norðurljósa. Níðgrein Hallgríms, sem kannski átti að vera fyndin, sýnir rosalegan mátt einokunarvalds fjölmiðlarisa Norðurljósa. Andspænis ofurbirtu ljósanna hef- ur jafnvel forsetinn, Hallgrímur, Ingvi Hrafn og fjöldinn allur blindast. Fái þeir sjónina aftur, viðurkenna þeir kannski villu síns vegar. Það er í lagi! Hallgrímur Helgason blindaðist af Norðurljósum Jónína Benediktsdóttir fjallar um áramótagrein Hallgríms Helgasonar ’Hvers konar þjóð erþað sem lætur Gunnar Smára Egilsson stjórna 70% af fréttaflutningi um menn og málefni?‘ Jónína Benediktsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri FIA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.