Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR einnig greiðslur í lífeyrissjóði vegna starfsmanna á almennum vinnu- markaði um 1 prósentustig og nem- ur því greiðsla í lífeyrissjóð vegna þeirra samanlagt 11% frá áramót- um. Hlutur launþega er óbreyttur 4% en hlutur atvinnurekenda hækkar úr 6% í 7%. Greiðslur at- vinnurekenda hækka aftur um eitt prósentustig 1. janúar 2007. Frá þeim tíma verða greidd 12% í líf- eyrissjóð vegna starfsmanna á al- mennum vinnumarkaði þar sem starfsmaður greiðir 4% og atvinnu- rekandi 8%. Ofangreindar auknar greiðslur í lífeyrissjóði breyta ekki greiðslum vegna séreignalífeyrissparnaður séu starfsmenn þátttakendur í slík- um sparnaði. Þannig geta heildar- greiðslur vegna lífeyrisréttinda op- inbers starfsmanns að hámarki numið 21,5%, vegna félaga í ASÍ í starfi hjá opinberum aðilum 19% og vegna starfsfólks á almennum vinnumarkaði 17%. Starfsfólkið greiðir almennt 8% en atvinnurek- andinn það sem upp á vantar, 9% minnst og 13,5% mest. þessara réttinda hækkar svo aftur um 1,25% 1. janúar næstkomandi og önnur 1,25% 1. janúar 2007 og er þá kominn á jöfnuður við það sem greitt er vegna opinberra starfs- manna í lífeyrissjóð eða samtals 11,5%, en launþeginn greiðir áfram óbreytt 4%. Samtals greiða opin- berir starfsmenn 15,5% í lífeyris- sjóð. Þar af greiðir starfsmaðurinn 4% en ríki og sveitarfélag 11,5%. Þessu til viðbótar fela samning- arnir í sér að verði breytingar á líf- eyrisgreiðslum vegna opinberra starfsmanna verði sambærilegar breytingar á lífeyrisgreiðslum vegna félagsmanna í Alþýðusam- bandinu. Um áramótin núna hækkuðu GREIÐSLUR í lífeyrissjóði vegna starfsmanna ríkis og sveitarfélaga sem eru í stéttarfélögum á almenn- um vinnumarkaði hækkuðu um 3 prósentustig 1. janúar síðastliðinn. Samtals eru því greidd vegna þeirra 13% af öllum launum í lífeyr- issjóð, þar sem atvinnurekandinn, ríki og sveitarfélag, greiðir 9% og starfsmaðurinn 4%. Gert er ráð fyrir að útgjaldaauki ríkisins vegna þessa á árinu 2005 nemi um 330 milljónum króna sam- kvæmt upplýsingum fjármálaráðu- neytisins og útgjaldaauki sveitarfé- laganna er einnig verulegur vegna þessa, en samtals eru það um 9-10 þúsund manns innan ASÍ sem starfa hjá opinberum aðilum. Þessi hækkun er þáttur í því að jafna lífeyrisréttindi þessara starfs- manna ríkis og sveitarfélaga við það sem gildir hjá opinberum starfs- mönnum, þ.e.a.s. þeirra starfs- manna sem eru í stéttarfélögum op- inberra starfsmanna, en það var ein aðalkrafan í kjarasamningum Al- þýðusambandsins síðastliðið vor. Framlag ríkisins í lífeyrissjóð vegna Greiðslur í lífeyrissjóð vegna starfsfólks innan ASÍ í starfi hjá ríki og sveitarfélögum hækka um 3% 330 milljónir kr. vegna aukinna lífeyrisréttinda Fullum jöfnuði við opinbera starfsmenn í líf- eyrisréttindum náð 2007 irtæki hafa reglur og standa sig mjög vel, en önnur fyrirtæki þurfa að skerpa á sínum reglum,“ segir Halla og bendir á að margt sé fengið með því að hafa skýrar reglur um reykleysi á vinnustað. „Ávinningur vinnustaða er ákaf- lega mikill af því að vera reyklaus þar sem reykleysi stuðlar bæði að auknu heilbrigði og vellíðan allra starfsmanna fyrirtækisins auk þess sem reykleysi dregur úr fjarvistum, bæði vegna veikinda og reyk- ingapása. Sem dæmi má nefna að starfsmaður sem reykir ver að jafn- aði 20–30 mínútum í það á dag, en það gera næstum 10 dagar á ári fyrir starfsmann í fullu starfi.“ Að sögn Höllu stendur hvert nám- skeið yfir í fimm vikur og hittast þátttakendur sex sinnum á þeim tíma, ýmist á vinnustaðnum eða í húsakynnum Krabbameinsfélagsins. Að námskeiði loknu er þátttak- endum fylgt eftir í heilt ár í þeim til- gangi að fyrirbyggja fall. Halla ítrekar að öllum stendur til boða að- stoð við að hætta að reykja og hvet- ur fólk til að hafa samband. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á www.krabb.is. Halla er nýráðinn fræðslufulltrúi Krabbameinsfélags Reykjavíkur og hefur m.a. umsjón með reykleysis- námskeiðum. Frá því hún lauk BS- námi í hjúkrunarfræði frá HÍ 1995 hefur hún starfað allnokkuð að tób- aksvörnum, m.a. hjá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands. Halla var framkvæmdastjóri tóbaks- varnarráðstefnunnar Loft 2004 og er varamaður í tóbaksvarnarráði. NÁMSKEIÐ Krabbameinsfélags Reykjavíkur fyrir þá sem vilja hætta að reykja hefjast miðvikudaginn 12. janúar nk. en um árabil hefur félagið haldið slík námskeið fyrir ein- staklinga. Samhliða námskeiðum fyrir almenning hefur félagið boðið fyrirtækjum upp á ráðgjöf, fræðslu- erindi og námskeið fyrir starfsmenn sem hafa hug á því að hætta að reykja. Að sögn Höllu Grétars- dóttur, nýráðins fræðslufulltrúa Krabbameinsfélags Reykjavíkur, fara námskeiðinfélagsins ávallt í gang um þetta leyti. „Kannanir sýna að það er mörg- um ofarlega í huga að hætta að reykja á þessum árstíma. Raunar sýna rannsóknir að 70–80% allra reykingamanna hafa í hyggju að hætta og þegar hert er á reglum um reykingar á vinnustað fer vel á því að bjóða starfsfólki upp á námskeið þar sem það fær faglega aðstoð við að hætta að reykja.“ Spurð um ár- angur af reykleysisnámskeiðum fé- lagsins segir Halla hann nokkuð góðan, enda virðist það skipta miklu máli fyrir reykingafólk að fá aðstoð fagfólks, auk þess sem það sé ekki síðra að njóta stuðnings frá sam- starfsfólki í sömu sporum þegar hópur vinnufélaga ákveður að hætta að reykja. Aðspurð segir Halla viðtökur fyr- irtækja við námskeiðinu góðar. „Í mörgum fyrirtækjum kjósa menn að hafa vinnustaðinn reyklausan, enda er víða hugað að heilsuvernd starfs- manna með þessum hætti auk þess sem reykleysi er orðið afar sterkur þáttur í ímynd fyrirtækja. Mörg fyr- Ávinningur reykleysis mikill Morgunblaðið/Árni Torfason Að sögn Höllu Grétarsdóttur, fræðslufulltrúa Krabbameinsfélags Reykja- víkur, sýna rannsóknir að meirihluti reykingafólks vill hætta að reykja. 2004 lýsir Ólafur þeirri skoðun sinni að merkingakerfi sauðfjár og hrossa hér á landi sé með því besta og öruggasta sem gerist í heiminum og eigi að geta svarað þeim auknu kröfum sem farið er að gera til bú- fjármerkinga, m.a. vegna sjúk- dómavarna og heilbrigðiseftirlits. „Við erum eiginlega með fullskapað merkingakerfi. Það þarf ekki að breyta því mikið,“ segir Ólafur. Ekki mun Landsmarkaskráin eiga sér neina hliðstæðu í öðrum löndum. Að sögn Ólafs er Lands- markaskrá 2004 vandaðri og full- komnari en þær fyrri að því leyti að auðveldara er að fletta upp mörkum og markaeigendum. Þannig eru auk bæjar- og staðaskrár bæði nafna- og bæjarnúmeraskrár þar sem til- greint er hvaða litir eigi að vera á plötumerkjum. Sem fyrr eru birt gildandi afréttarlög og reglugerð um mörk svo og skrá yfir allar fjall- skilasamþykktir í landinu. Þar er og markavarðaskrá. kom út 1989. Í skránni eru öll bú- fjármörk í landinu, þar með öll skráð frostmörk hrossa í fyrsta skipti. Auk allra marka sem birt voru í markaskrám 2004 voru tekin með þau mörk sem bættust við fram í lok nóvember sl. Samtals er í þessari Lands- markaskrá 14.241 mark. Ólafur segir töluvert um að fólk haldi gömlum mörkum þrátt fyrir að halda ekki neinar skepnur. „Það er töluvert af mörkum sem eru ekki notkun en afkomendur vilja halda þeim,“ segir Ólafur. Í formála að Landsmarkaskrá Í LANDSMARKASKRÁ 2004 kem- ur fram að eyrnamörkum hefur fækkað töluvert frá 1997 þegar Landsmarkaskrá kom síðast út. Fækkunin er í heild minni vegna viðbótar frostmarkanna, eða 13%. Ólafur R. Dýrmundsson, ritstjóri skrárinnar, segir fækkunina eiga sér eðlilegar skýringar og sé hún hluti af þeirri þróun sem eigi sér stað. Eðlilegt sé að fjármörkum fækki samfara samdrætti í sauð- fjárbúskap og hrossamörkum fari einnig fækkandi enda hafi örmerk- ing og frostmerking færst í vöxt. Auk þess muni töluvert um fjáreig- endur í þéttbýli, en þeim hafi fækk- að mjög að sögn Ólafs. „Þetta er orðið mjög fátt fé í þétt- býli,“ segir Ólafur. Hann bendir á að hlutfallslega meiri fækkun, eða um 20%, hafi verið á milli áranna 1989 og 1997 þegar skráin kom síð- ast út. Landsmarkaskrá 2004 er sú þriðja sem kemur út en sú fyrsta Eyrnamörkum fækkar Talsvert um að fólk haldi mörkum þrátt fyrir að halda ekki skepnur Morgunblaðið/RAX Ekki er talið að Landsmarkaskráin eigi sér hliðstæðu, en mörkin þurfa að vera skýr þegar margt er í réttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.