Morgunblaðið - 09.01.2005, Side 46

Morgunblaðið - 09.01.2005, Side 46
46 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Reuters Kona á Súmötru baðar barn sitt. Fjöldi barna missti foreldra sína í ham-förunum. Mikið hjálpar-starf í gangi við Indlands-haf HJÁLPAR-STARF er farið að bera árangur í löndum við Indlands-haf. Þar skall á stór flóð-bylgja fyrir 2 vikum síðan. Að minnsta kosti 146.000 manns dóu í 11 löndum. Óttast er að enn fleiri deyi úr sjúkdómum og hungri. Gríðar-lega mörg börn misstu foreldra sína í ham-förunum. Í Indónesíu og á Sri Lanka er núna bannað að ætt-leiða börn. Það er vegna ótta við að munaðar-laus börn verði seld í ánauð, ættleidd ólög-lega eða misnotuð. Þarf reiðu-fé til hjálpar-starfs Margir hafa gefið peninga til hjálpar-starfs. Kofi Annan er framkvæmda-stjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Hann segir að það sé mikilvægt að fá reiðu-fé. Aðeins þannig sé hægt að halda uppi hjálpar-starfi. Stundum hafa ríki lofað aðstoð en ekki staðið við það. T.d. eftir jarð-skjálftana í Bam í Íran. Íslendingar hjálpa Svíum Ríkis-stjórn Íslands ætlar að verja samtals 150 milljónum í hjálpar-starf. Þar af fóru 35 milljónir í að senda flugvél Taílands að sækja slasaða Svía. 75 milljónir fara í verkefni á Sri Lanka. Rauði krossinn fær 11 milljónir af þessari upphæð. Næstu helgi verður staðið fyrir mikilli lands-söfnun vegna flóðanna. 4 mannúðar-samtök, fjölmiðlar og fyrir-tæki standa að henni. Fiskur sjaldnar á borðum Fisk-neysla hefur minnkað um 30% á nokkrum árum. Hver Íslendingur borðar að meðal-tali 40 grömm af fiski á dag. Minnkunin er mest hjá ungum stúlkum. Þær borða aðeins sem samsvarar 1 munnbita á dag. Þetta eykur líkur á joð-skorti. Joð er lífs-nauðsynlegt og joð-skortur er alvarlegt vanda-mál víða um heim. Vilja ekki vera á listanum 84% Íslendinga vilja ekki að Ísland sé á lista með þjóðum sem styðja stríðið gegn Írak. Þetta eru niður-stöður Gallup-könnunar. 58% sjálfstæðis-manna vilja ekki að Ísland sé á listanum og 79% framsóknar-manna. Ekki meðal 10 frjálsustu Banda-ríkin eru ekki á lista yfir 10 frjálsustu hag-kerfi heims. Þetta er í fyrsta sinn sem þau eru ekki á listanum. Ísland er í 8.–9. sæti ásamt Danmörku. Hong Kong er í 1. sæti og Singapúr í 2. Stjórnar-skráin endur-skoðuð Forsætis-ráðherra hefur skipað nefnd sem á að endur-skoða stjórnar-skrá Íslands. Jón Kristjánsson verður formaður og Geir H. Haarde vara-formaður. Í nefndinni eru fulltrúar allra flokka. Sam-fylkingin er ósátt við skipunar-bréf nefndarinnar. Hún segir að það takmarki verk-sviðið. Ellen og Arnaldur sölu-hæst Kleifarvatn eftir Arnald Indriðason var mest selda bók ársins 2004. Alls seldust um 22 þúsund eintök. Bókin seldist upp. Ellen Kristjánsdóttir átti sölu-hæstu plötuna. Platan hennar Sálmar seldist í meira en 8.500 eintökum samkvæmt árs-lista Tónlistans. Hann tekur til um 70% af plötu-sölu á landinu. Stutt IMPREGILO gengur illa að fá fólk í vinnu við að byggja stífluna á Kára-hnjúkum. Portúgalar sem voru í vinnu fyrir jól ætla ekki að koma aftur. Byggingu stíflunnar hefur seinkað. Nú vill Impregilo fá kínverska verka-menn til Íslands. Vinnu-mála-stofnun hefur ákveðið að veita 54 Kínverjum atvinnu-leyfi en Impregilo hefur lagt inn fleiri umsóknir. Alþýðu-samband Íslands (ASÍ) er á móti þessu. Sambandið segir að Impregilo hafi ekki farið eftir lögum um atvinnu-réttindi útlendinga. Borga of lág laun ASÍ segir að Impregilo hafi borgað Portúgölunum 50.000 krónum lægri laun en fyrir-tækið átti að gera. Talsmaður Impregilo segir að það sé rangt. Hann segir að aðal-trúnaðar-maður við Kárahnjúka-virkjun hafi staðfest að laun séu greidd samkvæmt virkjana-samningi. Oddur Friðriksson er aðal-trúnaðar-maður. Hann segir að þetta sé ekki rétt og að það sé ágreiningur um hvort farið sé eftir samningunum. Morgunblaðið/ÞÖK Illa gengur að fá fólk til starfa við Kára-hnjúka-stíflu. Illa gengur með stífluna á Kára-hnjúkum Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Til allrar lukku var búið að rýma húsin á svæðinu. STÓRT snjó-flóð féll í Hnífs-dal rétt hjá Ísa-firði síðasta þriðjudag. Flóðið hreif með sér spenni-stöð við Árvelli. Þar varð tjón upp á milljónir króna. Flóðið rann á blokk og rað-hús við Árvelli. Gluggar brotnuðu og snjór fór inn um allt. Gamli bærinn í Hrauni varð einnig undir flóðinu. Enginn býr í því húsi lengur en það er meira en 100 ára gamalt. Þá fór snjór inn í nýja bæinn og fyllti eld-húsið. Húsin rýmd Sem betur fer var búið að rýma öll húsin vegna hættu á snjó-flóðum. Þess vegna sakaði engan. Talið er að flóðið hafi verið 5-600 metra breitt. Í síðustu viku þurftu margir að fara úr húsum sínum á Vest-fjörðum vegna snjó-flóða-hættu. Flestir fóru til vina og ættingja. Snjó-flóð á Vest-fjörðum Péturs W. Kristjánssonar minnst GÓÐ stemmning var á minningar-tónleikum um Pétur W. Kristjánsson síðasta fimmtudag. Margir þekktir tónlistar-menn og hljóm-sveitir stigu á stokk. Allur ágóði rann í minnningar-sjóð sem er kenndur við Pétur. Meðal þeirra sem tóku lagið voru KK-sextett, Sálin hans Jóns míns og Mezzoforte. Start sendi frá sér sitt fyrsta lag í 22 ár. Það er ein af hljóm-sveitunum sem Pétur var í. Lagið heitir Paradís og er til sölu á www.tonlist.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.