Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Reuters Kona á Súmötru baðar barn sitt. Fjöldi barna missti foreldra sína í ham-förunum. Mikið hjálpar-starf í gangi við Indlands-haf HJÁLPAR-STARF er farið að bera árangur í löndum við Indlands-haf. Þar skall á stór flóð-bylgja fyrir 2 vikum síðan. Að minnsta kosti 146.000 manns dóu í 11 löndum. Óttast er að enn fleiri deyi úr sjúkdómum og hungri. Gríðar-lega mörg börn misstu foreldra sína í ham-förunum. Í Indónesíu og á Sri Lanka er núna bannað að ætt-leiða börn. Það er vegna ótta við að munaðar-laus börn verði seld í ánauð, ættleidd ólög-lega eða misnotuð. Þarf reiðu-fé til hjálpar-starfs Margir hafa gefið peninga til hjálpar-starfs. Kofi Annan er framkvæmda-stjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Hann segir að það sé mikilvægt að fá reiðu-fé. Aðeins þannig sé hægt að halda uppi hjálpar-starfi. Stundum hafa ríki lofað aðstoð en ekki staðið við það. T.d. eftir jarð-skjálftana í Bam í Íran. Íslendingar hjálpa Svíum Ríkis-stjórn Íslands ætlar að verja samtals 150 milljónum í hjálpar-starf. Þar af fóru 35 milljónir í að senda flugvél Taílands að sækja slasaða Svía. 75 milljónir fara í verkefni á Sri Lanka. Rauði krossinn fær 11 milljónir af þessari upphæð. Næstu helgi verður staðið fyrir mikilli lands-söfnun vegna flóðanna. 4 mannúðar-samtök, fjölmiðlar og fyrir-tæki standa að henni. Fiskur sjaldnar á borðum Fisk-neysla hefur minnkað um 30% á nokkrum árum. Hver Íslendingur borðar að meðal-tali 40 grömm af fiski á dag. Minnkunin er mest hjá ungum stúlkum. Þær borða aðeins sem samsvarar 1 munnbita á dag. Þetta eykur líkur á joð-skorti. Joð er lífs-nauðsynlegt og joð-skortur er alvarlegt vanda-mál víða um heim. Vilja ekki vera á listanum 84% Íslendinga vilja ekki að Ísland sé á lista með þjóðum sem styðja stríðið gegn Írak. Þetta eru niður-stöður Gallup-könnunar. 58% sjálfstæðis-manna vilja ekki að Ísland sé á listanum og 79% framsóknar-manna. Ekki meðal 10 frjálsustu Banda-ríkin eru ekki á lista yfir 10 frjálsustu hag-kerfi heims. Þetta er í fyrsta sinn sem þau eru ekki á listanum. Ísland er í 8.–9. sæti ásamt Danmörku. Hong Kong er í 1. sæti og Singapúr í 2. Stjórnar-skráin endur-skoðuð Forsætis-ráðherra hefur skipað nefnd sem á að endur-skoða stjórnar-skrá Íslands. Jón Kristjánsson verður formaður og Geir H. Haarde vara-formaður. Í nefndinni eru fulltrúar allra flokka. Sam-fylkingin er ósátt við skipunar-bréf nefndarinnar. Hún segir að það takmarki verk-sviðið. Ellen og Arnaldur sölu-hæst Kleifarvatn eftir Arnald Indriðason var mest selda bók ársins 2004. Alls seldust um 22 þúsund eintök. Bókin seldist upp. Ellen Kristjánsdóttir átti sölu-hæstu plötuna. Platan hennar Sálmar seldist í meira en 8.500 eintökum samkvæmt árs-lista Tónlistans. Hann tekur til um 70% af plötu-sölu á landinu. Stutt IMPREGILO gengur illa að fá fólk í vinnu við að byggja stífluna á Kára-hnjúkum. Portúgalar sem voru í vinnu fyrir jól ætla ekki að koma aftur. Byggingu stíflunnar hefur seinkað. Nú vill Impregilo fá kínverska verka-menn til Íslands. Vinnu-mála-stofnun hefur ákveðið að veita 54 Kínverjum atvinnu-leyfi en Impregilo hefur lagt inn fleiri umsóknir. Alþýðu-samband Íslands (ASÍ) er á móti þessu. Sambandið segir að Impregilo hafi ekki farið eftir lögum um atvinnu-réttindi útlendinga. Borga of lág laun ASÍ segir að Impregilo hafi borgað Portúgölunum 50.000 krónum lægri laun en fyrir-tækið átti að gera. Talsmaður Impregilo segir að það sé rangt. Hann segir að aðal-trúnaðar-maður við Kárahnjúka-virkjun hafi staðfest að laun séu greidd samkvæmt virkjana-samningi. Oddur Friðriksson er aðal-trúnaðar-maður. Hann segir að þetta sé ekki rétt og að það sé ágreiningur um hvort farið sé eftir samningunum. Morgunblaðið/ÞÖK Illa gengur að fá fólk til starfa við Kára-hnjúka-stíflu. Illa gengur með stífluna á Kára-hnjúkum Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Til allrar lukku var búið að rýma húsin á svæðinu. STÓRT snjó-flóð féll í Hnífs-dal rétt hjá Ísa-firði síðasta þriðjudag. Flóðið hreif með sér spenni-stöð við Árvelli. Þar varð tjón upp á milljónir króna. Flóðið rann á blokk og rað-hús við Árvelli. Gluggar brotnuðu og snjór fór inn um allt. Gamli bærinn í Hrauni varð einnig undir flóðinu. Enginn býr í því húsi lengur en það er meira en 100 ára gamalt. Þá fór snjór inn í nýja bæinn og fyllti eld-húsið. Húsin rýmd Sem betur fer var búið að rýma öll húsin vegna hættu á snjó-flóðum. Þess vegna sakaði engan. Talið er að flóðið hafi verið 5-600 metra breitt. Í síðustu viku þurftu margir að fara úr húsum sínum á Vest-fjörðum vegna snjó-flóða-hættu. Flestir fóru til vina og ættingja. Snjó-flóð á Vest-fjörðum Péturs W. Kristjánssonar minnst GÓÐ stemmning var á minningar-tónleikum um Pétur W. Kristjánsson síðasta fimmtudag. Margir þekktir tónlistar-menn og hljóm-sveitir stigu á stokk. Allur ágóði rann í minnningar-sjóð sem er kenndur við Pétur. Meðal þeirra sem tóku lagið voru KK-sextett, Sálin hans Jóns míns og Mezzoforte. Start sendi frá sér sitt fyrsta lag í 22 ár. Það er ein af hljóm-sveitunum sem Pétur var í. Lagið heitir Paradís og er til sölu á www.tonlist.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.