Morgunblaðið - 09.01.2005, Page 49
Í TENGSLUM við árveknisátak um
brjóstakrabbamein í haust seldi
Aveda-búðin í Kringlunni Shamp-
ure-sjampó í sérstökum umbúðum til
að gefa viðskiptavinum Aveda kost á
að styðja baráttuna gegn þessum
sjúkdómi. Salan gekk mjög vel. Ný-
lega var söluverðið, 108 þúsund
krónur, afhent til Samhjálpar
kvenna, sem eru samtök til stuðn-
ings konum sem greinast með
brjóstakrabbamein.
Á myndinni er Guðrún Sigurjóns-
dóttir, formaður Samhjálpar
kvenna, að taka við framlaginu frá
Elmu Dögg Gonzales og Gretu Huld
Mellado, starfsmönnum Aveda-búð-
arinnar í Kringlunni.
Viðskiptavinir Aveda
styrkja Samhjálp kvenna
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 49
FRÉTTIR
Ford Explorer Sport Track
Premium árg. '02. Leður. Topp-
lúga. Upphækkun. Rafmrúður,
speglar, 6-diska CD og fl. Reyk-
laus. Ekinn 36 þm. Einn með öllu.
Verð 2.950 þ. kr. Sími 693 0802.
Sjá upplýsingar og myndir á
www.fordexp.tk.
Ökukennsla
Ökukennsla, endurhæfing,
akstursmat og vistakstur.
Upplýsingar í símum 892 1422 og
557 6722, Guðbrandur Bogason.
Ökukennsla Kenni á Ford Mond-
eo. Góður ökuskóli. Aðstoða við
endurveitingu ökuréttinda.
www.sveinningi.com .
Upplýsingar í síma 892 2860.
Driver.is
Ökukennsla, aksturs-
mat og endurtökupróf.
Subaru Legacy, árg. 2004 4x4.
Björgvin Þ. Guðnason,
sími 895 3264 www.driver.is
Ökuljós, hagstæð verð. Vitara,
Bolero, Swift,Sunny, Micra, Al-
mera, Primera, Patrol, Golf, Polo,
Bora, Vento, T4, Felicia, Octavia,
Uno, Punto, Brava, Peugeot 306,
406, 206, Berlingo, Astra, Vectra,
Corsa, Zafira, Iveco, Twingo,
Kangoo, R19, Clio, Megane, Lanc-
er, Colt, Carisma, Avensis, Cor-
olla, Yaris, Carina, Accent, Civic,
Escort, Focus, S40.
Sérpöntum útispegla.
G.S.Varahlutir
Bíldshöfða 14.S.5676744
Varahlutir í Land Cruiser 92-94
vél 4,2 TD. Sjálfskipting, gírkassi,
hásingar, driflæsingar, innrétting,
bodyhlutir o.m.fl. Uppl. í s. 824
8004 og 853 7011.
Alternatorar og startarar í
fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar og
bátavélar. Á lager og hraðsend-
ingar. 40 ára reynsla.
Bílaraf, Auðbrekku 20,
sími 564 0400.
Til sölu fallegur svartur BMW
318i, árg. 1994, sjálfsk., CD, a/c,
ný vetrar+sumard., nýleg tímar-
eim. Nýlega skoðaður. Sendi
myndir ef vill, sími 896 5120.
ford@centrum.is.
GMC Jimmy árg. '88. Nýskoð-
aður '05. Á góðum dekkjum. Verð
100 þús. Bíll í góðu standi.
Upplýsingar í síma 697 4728.
Toyota Landcr. árg. '86, ek. 356
þús. km. Skoðaður '05, er í mjög
góðu standi, örlítið skemmdur og
fæst því á 350 þúsund, ég skoða
dýrari. s. 856 7453.
Toyota 4Runner, árg. '91, ek.
149 þús. km. Toyota 4Runner V-6
3000, árg 1991, ssk., 31" dekk, ek-
inn 149 þús. km. Verð 390.000.
Upplýsingar í síma 895 0988.
upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar
ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR
MÁLEFNI tengd börnum og heilsu voru meðal
annars til umræðu á ráðstefnu rannsóknir í líf- og
heilbrigðisvísindum í Öskju nýlega. Gerður Rún
Guðlaugsdóttir fjallaði um ofbeldi meðal íslenskra
unglinga og skoðaði hún m.a. tíðni ofbeldis meðal 15
og 16 ára skólabarna árið 2002. Þar kom fram að
58% af 3.726 börnum sem tóku þátt höfðu beitt of-
beldi einu sinni eða oftar á síðastliðnum 12 mán-
uðum. Piltar voru fimm sinnum líklegri til að beita
ofbeldi heldur en stúlkur.
Unglingar sem höfðu orðið fyrir einhvers konar
áfalli, t.d. gengið illa í skóla, voru þrisvar sinnum
líklegri til að beita ofbeldi heldur en aðrir unglingar.
Gerður benti á að ofbeldi gæti haft margvíslegar
líkamlegar og sálrænar afleiðingar fyrir hlutaðeig-
andi. Því byggist forvarnarstarf á því að þekkja og
vinna með þá þætti sem leitt geta til ofbeldishegð-
unar, s.s. áfengi, reiði, áföll og stuðningur foreldra.
Unglingadrykkja algeng
„Ef jafningjarnir höfðu orðið ölvaðir einu sinni
eða oftar síðustu 30 daga þá voru 60 sinnum meiri
líkur að viðkomandi unglingur hefði orðið drukk-
inn,“ segir Jórlaug Heimisdóttir, verkefnisstjóri hjá
Lýðheilsustöð. Hún benti á þau miklu áhrif sem
unglingar hafa hver á annan á mótunarárum sínum
en Jórlaug flutti fyrirlestur um hið félagslega sam-
hengi ölvunardrykkju meðal unglinga á ráðstefn-
unni Jórlaug, sem vann að gerð þversniðskönnun-
arinnar árið 1997, benti á að drykkjumynstur
unglinga hefði verið að breytast þannig að ungling-
ar væru farnir að drekka meira af áfengi. Unglings-
stúlkur hefðu sérstaklega verið að sækja í sig veðrið
á undanförnum árum þannig að þær væru bæði
farnar að drekka jafnoft og jafnmikið og strákar.
Í niðurstöðum rannsóknarinnar, sem náði til
3.866 barna á aldrinum 15–16 ára, kom í ljós að um
30% unglinga greindu frá ölvunardrykkju síðast-
liðna 30 daga. Tengsl voru milli ölvunar ungling-
anna og ölvunar vina, andstöðu við ölvun meðal vina
og foreldra, og stuðnings vina og foreldra. „Nei-
kvæðu afleiðingarnar af ölvuninni, það er það sem
er svo mikið áhyggjuefni,“ segir Jórlaug og á m.a.
við slys, ofbeldi, ótímabærar þunganir og kynsjúk-
dóma.
Jórlaug segir því ljóst að álykta megi að ölvun
meðal íslenskra unglinga sé algeng. Ölvunin tengist
andstöðu, stuðningi og ölvunardrykkju meðal vina
og foreldra. Í því sambandi þarf að beina athygli að
viðhorfum til áfengis, áfengishegðun og félagsleg-
um stuðningi af hálfu foreldra og vina unglingsins.
Jórlaug segir ótal þætti hafa áhrif á það hvort börn
eða unglingar byrji að nota áfengi, en hún bætir því
við að áfengisnotkun hérlendis sé almennt viður-
kennd í samfélaginu.
Hún segir nauðsynlegt, ef draga eigi úr áfeng-
isnotkun unglinga, að ná til þeirra á jafnréttis-
grundvelli, sbr. hve mikil áhrif þeir hafi hverjir á
aðra.
Hún bendir á að niðurstöður hennar séu frá árinu
1997 en samkvæmt niðurstöðum evrópskrar rann-
sóknar, sem var kynnt nýverið, kemur í ljós að það
sé verulega að draga úr drykkju meðal íslenskra
unglinga. „Þannig að forvarnarstarf skilar sér á ein-
hvern hátt, og það er ánægjuefni.“
Eiríkur Örn Arnarson sálfræðingur hélt fyrir-
lestur um forvörn gegn þunglyndi og fornvarnar-
námskeiðið Hug og heilsu. Hann segir þunglyndi
vera afar algengan sjúkdóm hjá unglingum sem sé
bæði algengt og alvarlegt. Hann segir um helming
ungmenna fá sitt fyrsta þunglyndiskast fyrir tví-
tugt. Auk þess kemur fram að viss vatnaskil verða
við 14 ára aldur þegar tíðni þunglyndis virðist
aukast mjög og þá sérstaklega hjá stúlkum. Hann
benti á að algengi meiri háttar þunglyndis fólks á
aldrinum 15–21 árs væri talið vera 15–22%. Hann
bendir þó á að þrátt fyrir að sjúkdómurinn sé alvar-
legur þá sé hægt að meðhöndla hann.
Námskeiðið Hugur og heilsa byggist á kenning-
um hugrænnar atferlismeðferðar og er sniðið til að
koma í veg fyrir þróun þunglyndis þeirra sem ekki
hafa upplifað meiriháttar þunglyndi. Markmiðið er
að koma í veg fyrir fyrsta þunglyndiskast og að
fylgjast með geðslagi þátttakenda á námskeiði og í
tvö ár á eftir. Unnið er með nema sem eru í 9. bekk í
grunnskóla.
Samkvæmt niðurstöðum rannsókna, sem þegar
hafa verið gerðar, má leiða að því rök að sporna
megi við þróun þunglyndis ungmenna með aðferð-
um hugrænnar atferlismeðferðar.
Ráðstefna um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í HÍ
Piltar fimm sinnum líklegri
til að beita ofbeldi en stúlkur
Morgunblaðið/Júlíus
Mannfjöldi í miðborginni fyrir nokkrum árum, en unglingar eru gjarnan fjölmennir í þeim hópi. STOFNFUNDUR Félags um
þekkingarstjórnun verður hald-
inn fimmtudaginn 13. janúar
kl.14 til 16 í Háskóla Íslands,
Odda við Sturlugötu, stofu 101.
Öllu áhugafólki um þekking-
arstjórnun er velkomið að mæta
á stofnfundinn og vera með í
stofnun félagsins.
Erindi halda: Ingi Rúnar Eð-
varðsson prófessor og Haukur
Haraldsson, rekstrarráðgjafi.
Fundarstjóri er Sigmar Þormar,
félagsfræðingur og ráðgjafi um
þekkingarstjórnun.
Aðgangur er ókeypis, en til-
kynna skal þátttöku fyrst s:
5644688 eða senda á skipulag-
@vortex.is
Stofnfundur
Félags um þekk-
ingarstjórnun
VILDARKLÚBBSFÉLAGAR Ice-
landair geta nú safnað punktum á
öllum sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB,
hvort sem greitt er með korti eða
peningum, segir í frétt frá ÓB.
Þeir sem greiða með öðru en
vildarkorti Visa-Icelandair þurfa
þó að renna Saga-korti sínu í sjálf-
salann áður en greitt er. Vild-
arkortshafar fá tvöfalda punkta í
Vildarklúbbi Icelandair til 11. febr-
úar hjá ÓB – ódýru bensíni. Þeir
eiga jafnframt möguleika á vinn-
ingum og fara í lukkupott í hvert
skipti sem þeir eiga viðskipti. Þrír
ferðavinningar til Evrópu verða
dregnir út á Bylgjunni í hverri viku
fram til 11. febrúar en þann dag
verða einnig dregnar út 10 þátttak-
endur sem fá 50 þúsund króna inn-
eignir á VISA-kortið sitt, segir í
fréttatilkynningu.
Vildarpunktar
í boði hjá ÓB
NB.IS – Netbankinn hefur veitt
Þjónustumiðstöð Sjálfsbjarg-
arheimilisins styrk til að end-
urnýja tölvubúnað þjónustu-
miðstöðvarinnar. Þjónustu-
miðstöðin er ætluð þeim sem eru
hreyfihamlaðir og þurfa á end-
urhæfingu eða afþreyingu að
halda.
Á síðustu misserum hefur tölvu-
kennsla og tölvunotkun verið vax-
andi og mikilvægur þáttur í end-
urhæfingarstarfi
þjónustumiðstöðvarinnar. Þar hef-
ur sérstaklega verið horft til
möguleika Netsins. Styrkur nb.is
hefur gert það mögulegt að end-
urnýja tölvubúnaðinn og viðeig-
andi hugbúnað, þ.m.t. íslenska út-
gáfu stýrikerfis og vinnuhugbún-
aðar.
Nb.is styrkir
Sjálfsbjargar-
heimilið
MIKLIR snúningar eru framundan
í veðrinu að því er fram kemur í
nýrri veðurspá Veðurklúbbsins á
Dalbæ í Dalvíkurbyggð. Líklegt er
þó talið að heldur verði rólegra nú
næstu daga, en bent er á að nýtt
tungl, þorratungl kviknar á mánu-
dag, 10. janúar og mun að öllu
óbreyttu heilsa með norðanátt, „og
það ásamt ýmsum merkjum í nátt-
úrunni bendir til að ekki verði
neinna verulegra breytinga að
vænta fyrr en í fyrsta lagi 25. jan-
úar. Þó viljum við ekki útiloka einn
og einn hlýjan dagpart inni á milli.“
Draumspakan félaga í klúbbnum
dreymdi á dögunum að honum
voru færðar tvær brennivíns-
flöskur og átti hann að koma þeim
til skila til konu á Dalvík, en
brennivín og drykkjuskapur í
draumi eru fyrir hláku. Öðrum
klúbbfélögum þótti það ekki passa
við þá hugmynd sem þeir höfðu
gert sér um veðráttu næstu vikna.
„Ef til vill verður hlákan geymd á
flöskum eitthvað fram eftir vori,“
segja þeir í spá sinni, „þar sem
dreymandinn dreypti ekkert á inni-
haldinu.“
Brennivín í draumi
fyrir hláku