Morgunblaðið - 02.02.2005, Page 25

Morgunblaðið - 02.02.2005, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 25 MENNING ER nokkuð ljúfsárara en sú til- finning að vilja stöðva tímann, stöðva hversdagsleg augnablik hamingjunnar, blik í auga, barns- hlátur, ljómandi bros, sólargeisla á vetrardegi, augnablikin þegar maður verður altekinn af hugs- uninni: að þetta mætti vara að ei- lífu, augnablikin þegar það er svo augljóst að lífið getur aldrei orðið betra en þetta. Mannsævin, bernskan með öllum sínum öru breytingum, allt þetta líður svo hratt hjá en aftur á móti virðist manni náttúran búa yfir mótvæg- inu við þetta. Það er róandi að sjá alltaf fjöllin í fjarska, hvað sem á dynur er Esjan söm við sig og það kemur alltaf önnur alda sem skell- ur á ströndinni, hvað sem öðru líð- ur má treysta því. En þá koma til sögunnar listamenn eins og Rúrí sem skekja þennan grundvöll, sýna fram á að náttúran er ef til vill ekki eilíf í sinni núverandi mynd, að hin hverfulu augnablik mannsævinnar sem við viljum geyma að eilífu má einnig heim- færa upp á ríki hennar, að eftir stutta stund verður kannski allt breytt. Fossinn sem dunar getur hljóðnað skyndilega og kliður lækjarins orðið minning ein. Það ríkir sterkur tregi yfir Fall- vötnum Rúríar sem nú má sjá í Listasafni Íslands eftir frægðarför til Feneyja og fleiri staða, ynd- islegur íslenskur tregi. Rúrí myndaði 52 fossa á hálendi Ís- lands sumarið 2002 og tók einnig upp nið þeirra. Myndirnar setti hún upp líkt og risastórar lit- skyggnur og kom þeim fyrir í eins konar hirslu, ásamt fosshljóðinu. Áhorfendur skapa síðan verkið um leið og þeir skoða það en þegar mynd er dregin fram skellur foss- niðurinn á áhorfendum af fullum krafti og skapar hljóðmynd sem er öflugri en hin sjónræna hlið verks- ins. Þegar myndinni er ýtt aftur inn hljóðnar fossinn og kemur Rúrí hugmyndafræðinni bak við verkið þannig afar skýrt til skila auk þess að henni tekst að vekja tregafull hugrenningatengsl hjá áhorfendum, tilfinningu fyrir hverfulleika lífsins og náttúrunn- ar. Listakonan Rúrí hefur unnið staðfastlega að markmiðum sínum innan myndlistarinnar allt frá átt- unda áratug síðustu aldar, hún hefur tileinkað sér margbreytilega formfræði hugmyndalistarinnar en verk hennar hafa nær einatt sterkt þema og náttúruvernd hef- ur verið ofarlega á baugi hjá henni á undanförnum árum. Þetta listaverk Rúríar er sterkt innlegg í þá umræðu en í víðari skilningi er auðvelt að heimfæra merkingu þess upp á hverfulleika lífsins og dýrmæti hvers and- artaks. Ekkert fær stöðvað tímans þunga nið, segir í ljóðinu, niður tímans er lífið sjálft eins og niður fossins er líf náttúrunnar. Þögnin sem umlykur áhorfandann þegar fossniðurinn hættir er þess vegna jafn áhrifarík og fossniðurinn sjálfur. Að stöðva tímans þunga nið MYNDLIST Listasafn Íslands Til 13. mars. Listasafn Íslands er opið frá kl. 11–17 alla daga nema mánudaga. Archive – endangered waters, blönduð tækni, Rúrí Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Kristinn „Það ríkir sterkur tregi yfir Fallvötnum Rúríar sem nú má sjá í Listasafni Ís- lands eftir frægðarför til Feneyja og fleiri staða, yndislegur íslenskur tregi. “ Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Gjafaöskjur með ljóðum Sölustaðir: sjá www.bergis.is Ástarkveðja • Vinarkveðja, Samúðarkveðja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.