Morgunblaðið - 11.02.2005, Side 2

Morgunblaðið - 11.02.2005, Side 2
Í FRÉTT Standard & Poor’s er sér- staklega vikið að Íbúðalánasjóði og sagt að hann fái sama lánshæfismat og ríkissjóður en þó með fyrirvara vegna nýlegra breytinga á fast- eignalánamarkaði, sem grafi undan þeirri einokun sem sjóðurinn hafi nánast haft á því sviði. Fram kemur hjá sérfræðingi fyr- irtækisins að þetta endurspegli áhyggjur matsfyrirtækisins af því að þessar breytingar hafi grafið undan pólitísku, hagrænu og fé- lagslegu mikilvægi sjóðsins fyrir samfélagið og setji spurning- armerki við stuðning ríkisins í þess- um efnum. Fyrirvari vegna nýlegra breytinga 2 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GRUNAÐUR UM RÁNIN Karlmaður um þrítugt var hand- tekinn við Suðurver í gærkvöldi grunaður um aðild að ránum í versl- unum í Reykjavík í gær. Í bíl manns- ins fundust gríma, hnífur og riffill sem talið er að hafi verið notað við ránin. Fimm rán hafa verið framin í verslunum undanfarna fjóra daga. Abbas æfur Mahmoud Abbas, leiðtogi Palest- ínumanna, brást við af hörku eftir að liðsmenn Hamas-hreyfingarinnar höfðu látið sprengjum og flug- skeytum rigna yfir eina gyð- ingabyggðina á Gaza. Lést enginn í árásinni en hún er gróft brot á vopnahléssamningnum frá því á þriðjudag. Rak Abbas umsvifalaust þrjá af æðstu yfirmönnum öryggis- mála í Palestínu sem áttu að tryggja, að svona atburður kæmi ekki fyrir. Ljósleiðari inn á heimilin Samþykkt var í borgarráði í gær að ganga til viðræðna við OR um að flýta lagningu ljósleiðara inn á heim- ili í Reykjavík. Verða öll heimili í Fossvogi ljósleiðaratengd í haust. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 32 Fréttaskýring 8 Viðhorf 34 Úr verinu 12 Bréf 35 Viðskipti 14/16 Minningar 36/48 Erlent 18/19 Brids 50 Minn staður 20 Myndasögur 52 Höfuðborgin 22 Dagbók 52/54 Akureyri 22 Víkverji 52 Suðurnes 23 Staður og stund 54 Austurland 23 Leikhús 56 Daglegt líf 24/25 Bíó 58/61 Af listum 26 Ljósvakamiðlar 62 Listir 26, 55/61 Staksteinar 63 Umræðan 28/35 Veður 63 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir Frjálsíþróttablaðið frá Frjáls- íþróttasambandi Íslands. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #        $         %&' ( )***                    HÆSTIRÉTTUR hnekkti í gær tveggja ára fang- elsisdómi yfir manni fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku á árinu 1994. Ákærði var sakfelldur í hér- aðsdómi fyrir að hafa haft samræði við stúlkuna á heimili hennar vorið 1994 en sýknaður af öðrum meintum brotum á árunum 1990–94. Meirihluti Hæstaréttar staðfesti þá niðurstöðu. Héraðsdómur sýknaði ákærða af því að hafa oft í viku á árunum 1990 til og með 1994 tekið stúlkuna í fang sér og áreitt hana kynferðislega. Dómurinn sakfelldi hann hins vegar fyrir að hafa haft samræði við hana en Hæstiréttur telur að það hafi verið fyrnt þar sem rannsókn málsins hófst eftir að fimm ár voru liðin frá brotinu. Með vísun til forsendna héraðsdóms féllst Hæsti- réttur á að fram hefði verið komin sönnun fyrir því að ákærði hefði misnotað stúlkuna kynferðislega. Þótt framburður hennar hefði út af fyrir sig verið trúverðugur yrði hins vegar ekki fallist á það með héraðsdómi að fram hefði verið komin sönnun, sem ekki yrði véfengd með skynsamlegum rökum, fyrir því að maðurinn hefði haft samræði við stúlkuna eða haft við hana önnur kynferðismök, sem féllu undir 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Ekki næg sönnun fyrir heimfærslu til hegningarlaga Um að brotið hefði átt sér stað nyti ekki annarra gagna en frásagnar stúlkunnar einnar. Þá lægi ekki skýrt fyrir að hún hefði lýst atburðinum með þeim hætti fyrir vitnum fyrr en löngu síðar. Þegar einnig væri litið til þess hvernig hún lýsti atvikum fyrir móður sinni og öðrum vitnum fljótlega eftir atburð- inn yrði að meta það svo að ekki væri næg sönnun fyrir því að brot mannsins yrðu færð til annarrar háttsemi en um gæti í 2. mgr. 202 gr. almennra hegningarlaga. Fyrningarfrestur brotsins teldist í síðasta lagi frá 1. júní 1994 en rannsókn málsins hófst hjá lögreglu 27. apríl 2003. Þar sem fyrning- arfrestur brotsins væri 5 ár hefði það því verið fyrnt þegar rannsókn þess hófst og yrði maðurinn því sýknaður af kröfu ákæruvaldsins. Hæstiréttur staðfesti hins vegar dóm héraðs- dóms um að maðurinn greiddi stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur vegna þess að hann var ein- göngu sýknaður vegna fyrningar. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn Bragason sem skipuðu meirihluta. Tveir dómarar, Garðar Gísla- son og Gunnlaugur Claessen, skiluðu sératkvæði þar sem segir m.a. að mörg vitni hafi gefið skýrslu fyrir héraðsdómi, sem var skipaður þremur dóm- urum. Hæstiréttur endurmæti ekki niðurstöðu hér- aðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar kæmu vitnin ekki þar fyrir dóm til skýrslugjafar, en sönnun í þessu máli væri fyrst og fremst reist á framburði vitna. Tveggja ára fangelsisdómi í kynferðisbrotamáli snúið við í Hæstarétti Sýknaður en greiðir bætur TALNING í kosningum til Stúd- entaráðs og Háskólafundar gekk vel í gærkvöldi og var reiknað með að niðurstöður myndu liggja fyrir um miðnætti, en hálft fjórða þúsund nemenda greiddi atkvæði. Kosningarnar fóru fram í gær og í fyrradag og var kosið í langflestum byggingum Háskóla Íslands. Kjör- sókn er meiri en í fyrra, en þá kusu rúmlega 3.000 nemendur. Nem- endur við HÍ eru um 9.600 talsins og kjörsókn því rúmlega 35% Fjögur framboð voru í ár; Vaka, Röskva, Háskólalistinn og Alþýðu- listinn sem bauð fram í fyrsta sinn nú. Háskólalistinn bauð nú fram í þriðja sinn. Vaka og Röskva buðu fram til Stúdentaráðs og Háskóla- fundar en hinar tvær fylkingarnar buðu einungis fram til Stúd- entaráðs. Um 3.400 nemendur kusu til Stúdentaráðs Morgunblaðið/Golli MATSFYRIRTÆKIÐ Standard &Poor’s hefur hækkað lánshæfis- einkunn ríkissjóðs á langtímaskuld- bindingum í erlendum myntum í AA- úr A+ og á langtímaskuldbind- ingum í íslenskum krónum í AA+. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að í þessu felist mikil við- urkenning á því sem hafi verið að gerast hér á landi í efnahagsmálum að undanförnu. „Sérstaklega eru tilgreindar breytingar á fjármálamarkaðnum, en einnig ríkisfjármálin og það er auðvitað mikil viðurkenning að þau skuli talin í svo góðu lagi eins og þarna kemur fram,“ sagði Geir. Hann sagði að hins vegar væri þess að gæta að þessi lánshæfis- matsfyrirtæki væru óvilhallir en jafnframt strangir dómarar. Þau gerðu miklar kröfur og það kæmi fram í matinu að til þess að standa undir þessari einkunn þyrfti að halda sig við efnið til að mynda hvað varðaði langtímaáætlun í rík- isfjármálum og það aðhald sem væri nauðsynlegt. „Þetta er mjög mikilvægur áfangi sem við höfum verið að vonast eftir, auk þess sem þetta hefur jákvæð áhrif á láns- traust og hugsanlega vaxtakjör í út- löndum, bæði ríkisins og annarra.“ „Viðvarandi framfarir“ „Hækkunin endurspeglar veru- legar og viðvarandi framfarir í að- lögunarhæfni og uppbyggingu ís- lenska bankakerfisins, ásamt jákvæðum skilyrðum fyrir opinber fjármál sem ætti að leiða til ört lækkandi skulda hins opinbera,“ segir meðal annars í frétt Standard & Poor’s af þessu tilefni. Segir og að íslenska fjármálakerfið hafi styrkst eftir útlánaþenslu fyrir 2001. „Bætt regluverk og fjármála- eftirlit ásamt auknum umsvifum á Norðurlöndum og víðar hefur eflt aðlögunarhæfni bankakerfisins og gert það síður viðkvæmt fyrir efna- hagsframvindu á Íslandi auk þess að greiða fyrir aðgangi að fjár- magni. Nýleg innkoma viðskipta- bankanna á fasteignalánamarkaðinn styrkir hið einkarekna fjármála- kerfi frekar heima fyrir og eykur arðsemi.“ Geir Haarde um hækkað lánshæfismat Viðurkenning á efnahagsstjórn MEÐALTALSSALA Morgunblaðs- ins á síðari helmingi síðasta árs var 51.551 eintak á dag, skv. upplagseft- irliti Verslunarráðs Íslands. Á sama tíma árið 2003 var meðaltalssalan 52.321 eintak á dag. Þessar upplýs- ingar eru staðfestar með skoðun bók- haldsgagna Morgunblaðsins. Morgunblaðið og Fréttablaðið eru þátttakendur í Upplagseftirliti Versl- unarráðs Íslands. Annars vegar er um að ræða eftirlit með seldum ein- tökum Morgunblaðsins fyrir tímabilið júlí-desember 2004 og hins vegar upplýsingar um prentun og dreifingu Fréttablaðsins fyrir sama tímabil, í samræmi við reglur Upplagseftirlits VÍ. Fram kemur í tilkynningu frá Verslunarráði að skv. upplýsingum frá Fréttablaðinu og prentsmiðju, um prentun og dreifingu fyrir tímabilið júlí-desember 2004, hafi verið stað- fest að prentuð blöð á tímabilinu voru að meðaltali 98.937 á dag. Í tilkynningu Verslunarráðs segir að Fréttablaðinu sé ýmist dreift með útburði í hús með bréfberum eða með því að blöðin eru lögð fram til dreif- ingar í verslunum og fyrirtækjum. Samkvæmt upplýsingum frá blaðinu hafi dreifingin verið eftirfarandi en tölurnar eru meðaltalstölur hvers dags á tímabilinu: Dreifð blöð með bréfberum á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og á hluta landsbyggðarinn- ar á tímabilinu voru 87.095 eintök. Blöð sem lögð voru fram til dreifingar á sömu stöðum voru 11.842. Meðaltalssala Morgunblaðsins 51.551 eintak á dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.