Morgunblaðið - 11.02.2005, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Japan og Kína. Að undanförnu hefur verið
unnið í því að koma upp stærri og fullkomnari
búnaði til hrognatöku hjá HB Granda á Vopna-
firði og mun það margfalda það magn sem
fryst hefur verið af hrognum á staðnum. Ekki
eru margir dagar þangað til að hrognataka
FRYSTING á loðnu fyrir markaðinn í Japan
er hafin mjög víða, svo sem í Neskaupstað, á
Vopnafirði og Fáskrúðsfirði. Hrognafylling er
næg í loðnunni og fulltrúar japönsku kaupend-
anna fylgjast með gangi mál. Góður markaður
er fyrir frysta loðnu í Japan núna.
Fulltrúar japanskra loðnukaupenda eru á
Vopnafirði og er frysting hafin á Japansmark-
að en hrognafyllingin í loðnunni er komin í
12%. Kaupendurnir eru nokkuð ánægðir með
loðnuna en hún er bæði stór og góð.
Sunnuberg NS 70 var í gær að klára að landa
um þúsund tonnum og Víkingur AK 100 kom
eftir hádegið með 1.300 tonn. Þegar fréttaritari
hafði samband við Einar Víglundsson í gær-
morgun var búið að frysta rúm 3.700 tonn af
loðnu á vertíðinni þar af rúm hundrað tonn á
hefst en reiknað er með að það gerist um miðj-
an þennan mánuð.
Veiðarnar hafa verið stopular að undanförnu
vegna veðurs en það var gengið niður í gær, en
þó mikill og þungur sjór á miðunum við Ing-
ólfshöfða þar sem skipin voru að veiðum. Ljóst
er að veiðin verður að ganga vel ef leyfilegur
heildarafli á að nást.
Afli íslenzku loðnuskipanna frá áramótum er
orðinn um 222.000 tonn samkvæmt upplýsing-
um frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Heildar-
afli frá upphafi sumar- og haustvertíðar er
266.000 tonn og því ríflega 490.000 tonn eftir af
leyfilegum kvóta.
Alls hefur 241.500 tonnum af loðnu verið
landað hér frá áramótum af íslenzkum og er-
lendum skipum. mest hefur borizt til Síldar-
vinnslunnar í neskaupstað, ríflega 39.300 tonn.
Síldarvinnslan á Seyðisfirði kemur næst með
34.500 og Eskja á Eskifirði fylgir fast á eftir
með 34.000 tonn. Aðrar verksmiðjur eru með
mun minna.
Frysting fyrir
Japana hafin
Ljósmynd/Jón SigurðarsonMorgunblaðið/Albert Kemp
Loðnufrysting Til vinstri: Fyrsta loðnan til frystingar fyrir Japansmarkað kom til Fáskrúðsfjarðar í vikunni er Hoffell SU 80 kom með um 400 tonn. Hafin er frysting hjá Loðnuvinnslunni.
Loðnan er frekar smá en talin hæf til frystingar af eftirlitsmönnum á vegum kaupanda. Til hægri: Fulltrúar japanskra loðnukaupenda að skoða loðnuna hjá HB Granda á Vopnafirði í fyrrinótt.
ÚR VERINU
STARFSMANNABÚÐIRNAR
Fjardaal Team Village (FTV) eru nú
sem óðast að rísa á Haga í Reyð-
arfirði. Þar munu á milli 1.500 og
1.600 manns búa þegar mest lætur á
næsta ári og starfa að byggingu ál-
vers.
„Starfsmannabúðir fyrir 1.600
manns hvaðanæva úr heiminum þarf
að skipuleggja einkar vandlega,“
segir Craig Brigde, svæðisstjóri
Bechtel á Íslandi. „Hver starfsmað-
ur hefur þokkalega stórt herbergi og
er í því rúm, skrifborð, ljós, fata-
skápur og gervihnattasjónvarp. 30
slík herbergi eru í hverri einingu og
fylgir henni sameiginlegt rými með
setustofu, sjónvarpi og eldhúskrók.
Einingarnar eru í grúppum og búa
um 190 til 220 íbúar í hverri þeirra. Í
miðju hverrar grúppu er afþreying-
araðstaða sem þjónar öllum grúpp-
unum, sem verða sjö eða átta talsins.
Auk þessa geta menn sótt íþróttasal,
netherbergi, bókasafn, samkomusal
fyrir allt að 200 manns, í framtíðinni
íþróttahús sem við byggjum með Al-
coa og fleira. Þá erum við með sér-
stök afþreyingarverkefni sem fela í
sér þátttöku í ýmsum viðburðum
með heimafólki. Þeim er ætlað að
brjóta niður múra á milli fólksins í
starfsmannaþorpinu og heima-
manna. Hér viljum við að allir geti
fundið sér eitthvað til dundurs utan
vinnutíma og að mannskapnum líði
vel.“
Ólíkt því sem gerist í starfsmanna-
búðum við Kárahnnúkavirkjun hafa
einstakir verktakar ekki sérstakar
búðir. Því eru til dæmis starfsmenn
Bechtel, Héraðsverks og Suður-
verks búandi saman í FTV. „Öll her-
bergin eru eins og öll sameiginleg
aðstaða eins,“ segir Bridge. „Við er-
um mjög ánægð með FTV og hvern-
ig uppbyggingu þorpsins miðar.“
Hann segir starfsmönnum á bygg-
ingarsvæði álversins verða skipt upp
í 300 manna hópa til hagræðis vegna
ferða í mötuneyti o.þ.h. Þannig sé
reynt að skipuleggja hvert einasta
atriði út í hörgul til að sneiða hjá
vandræðum og töfum.
Í nógu að snúast
Bill Staples hjá Bechtel segir að
verið sé að leggja lokahönd á mötu-
neyti FTV, sem taka muni 800
manns í sæti. Verði helmingur þess
tekinn í notkun 18. febrúar nk., en
seinni hlutinn í júní.
Í mötuneytisbyggingunni er auk
matsals m.a. stórt og mikið eldhús,
aðstaða fyrir þorpsbúa til að útbúa
morgun- og hádegisverð til að taka
inn á herbergi, uppvasksherbergi,
þvottahús og kælar og frysti-
geymslur sem geta tekið allt að
þriggja vikna birgðir af matvælum.
Kaupfélag Héraðsbúa sér mötuneyt-
inu fyrir matvælum og er nú keypt
inn fyrir 3,5 til 4 milljónir króna
mánaðarlega, en það mun aukast í
hlutfalli við vaxandi fjölda starfs-
manna.
Fyrirtækið ESS Support Service
ehf. sér um mötuneyti, þvottahús og
ræstingar í FTV og verður fjöldi
starfsmanna ESS 85 manns. ESS
sér jafnframt um að fara daglega
með heitan hádegisverð til starfs-
manna á vinnusvæði álversins á
Hrauni.
Í FTV voru í janúar reistir níu
svefnskálar, hver fyrir 28 menn og
sjö svefnskálar fyrir 28 menn hver,
hafa risið nú í febrúar. Því er nú að
verða tilbúin svefnaðstaða fyrir 448
menn í FTV. Það er ATCO Europe
Ltd., dótturfyrirtæki kanadíska fyr-
irtækisins ATCO Structures Inc.
sem reisir FTV.
Hvert einasta skref í uppbyggingu búða vegna byggingar Fjarðaáls er vandlega skipulagt
Byggt yfir
1.600 nýja
Reyðfirðinga
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Uppdráttur af skipulagi Fjardaal Team Village í Reyðarfirði, starfsmannaþorpi þar sem á sextánda hundrað
manna mun búa en búðirnar eru sem óðast að rísa um þessar mundir.
Hver starfsmaður hefur þokkalegt
og bjart herbergi, sem öll eru eins.
Brátt breytist þessi staður í alþjóðlega matstofu starfsmannaþorps Bechtel
þar sem starfsmenn allra verktaka munu búa.
Reyðarfirði. Morgunblaðið.