Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Japan og Kína. Að undanförnu hefur verið unnið í því að koma upp stærri og fullkomnari búnaði til hrognatöku hjá HB Granda á Vopna- firði og mun það margfalda það magn sem fryst hefur verið af hrognum á staðnum. Ekki eru margir dagar þangað til að hrognataka FRYSTING á loðnu fyrir markaðinn í Japan er hafin mjög víða, svo sem í Neskaupstað, á Vopnafirði og Fáskrúðsfirði. Hrognafylling er næg í loðnunni og fulltrúar japönsku kaupend- anna fylgjast með gangi mál. Góður markaður er fyrir frysta loðnu í Japan núna. Fulltrúar japanskra loðnukaupenda eru á Vopnafirði og er frysting hafin á Japansmark- að en hrognafyllingin í loðnunni er komin í 12%. Kaupendurnir eru nokkuð ánægðir með loðnuna en hún er bæði stór og góð. Sunnuberg NS 70 var í gær að klára að landa um þúsund tonnum og Víkingur AK 100 kom eftir hádegið með 1.300 tonn. Þegar fréttaritari hafði samband við Einar Víglundsson í gær- morgun var búið að frysta rúm 3.700 tonn af loðnu á vertíðinni þar af rúm hundrað tonn á hefst en reiknað er með að það gerist um miðj- an þennan mánuð. Veiðarnar hafa verið stopular að undanförnu vegna veðurs en það var gengið niður í gær, en þó mikill og þungur sjór á miðunum við Ing- ólfshöfða þar sem skipin voru að veiðum. Ljóst er að veiðin verður að ganga vel ef leyfilegur heildarafli á að nást. Afli íslenzku loðnuskipanna frá áramótum er orðinn um 222.000 tonn samkvæmt upplýsing- um frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Heildar- afli frá upphafi sumar- og haustvertíðar er 266.000 tonn og því ríflega 490.000 tonn eftir af leyfilegum kvóta. Alls hefur 241.500 tonnum af loðnu verið landað hér frá áramótum af íslenzkum og er- lendum skipum. mest hefur borizt til Síldar- vinnslunnar í neskaupstað, ríflega 39.300 tonn. Síldarvinnslan á Seyðisfirði kemur næst með 34.500 og Eskja á Eskifirði fylgir fast á eftir með 34.000 tonn. Aðrar verksmiðjur eru með mun minna. Frysting fyrir Japana hafin Ljósmynd/Jón SigurðarsonMorgunblaðið/Albert Kemp Loðnufrysting Til vinstri: Fyrsta loðnan til frystingar fyrir Japansmarkað kom til Fáskrúðsfjarðar í vikunni er Hoffell SU 80 kom með um 400 tonn. Hafin er frysting hjá Loðnuvinnslunni. Loðnan er frekar smá en talin hæf til frystingar af eftirlitsmönnum á vegum kaupanda. Til hægri: Fulltrúar japanskra loðnukaupenda að skoða loðnuna hjá HB Granda á Vopnafirði í fyrrinótt. ÚR VERINU STARFSMANNABÚÐIRNAR Fjardaal Team Village (FTV) eru nú sem óðast að rísa á Haga í Reyð- arfirði. Þar munu á milli 1.500 og 1.600 manns búa þegar mest lætur á næsta ári og starfa að byggingu ál- vers. „Starfsmannabúðir fyrir 1.600 manns hvaðanæva úr heiminum þarf að skipuleggja einkar vandlega,“ segir Craig Brigde, svæðisstjóri Bechtel á Íslandi. „Hver starfsmað- ur hefur þokkalega stórt herbergi og er í því rúm, skrifborð, ljós, fata- skápur og gervihnattasjónvarp. 30 slík herbergi eru í hverri einingu og fylgir henni sameiginlegt rými með setustofu, sjónvarpi og eldhúskrók. Einingarnar eru í grúppum og búa um 190 til 220 íbúar í hverri þeirra. Í miðju hverrar grúppu er afþreying- araðstaða sem þjónar öllum grúpp- unum, sem verða sjö eða átta talsins. Auk þessa geta menn sótt íþróttasal, netherbergi, bókasafn, samkomusal fyrir allt að 200 manns, í framtíðinni íþróttahús sem við byggjum með Al- coa og fleira. Þá erum við með sér- stök afþreyingarverkefni sem fela í sér þátttöku í ýmsum viðburðum með heimafólki. Þeim er ætlað að brjóta niður múra á milli fólksins í starfsmannaþorpinu og heima- manna. Hér viljum við að allir geti fundið sér eitthvað til dundurs utan vinnutíma og að mannskapnum líði vel.“ Ólíkt því sem gerist í starfsmanna- búðum við Kárahnnúkavirkjun hafa einstakir verktakar ekki sérstakar búðir. Því eru til dæmis starfsmenn Bechtel, Héraðsverks og Suður- verks búandi saman í FTV. „Öll her- bergin eru eins og öll sameiginleg aðstaða eins,“ segir Bridge. „Við er- um mjög ánægð með FTV og hvern- ig uppbyggingu þorpsins miðar.“ Hann segir starfsmönnum á bygg- ingarsvæði álversins verða skipt upp í 300 manna hópa til hagræðis vegna ferða í mötuneyti o.þ.h. Þannig sé reynt að skipuleggja hvert einasta atriði út í hörgul til að sneiða hjá vandræðum og töfum. Í nógu að snúast Bill Staples hjá Bechtel segir að verið sé að leggja lokahönd á mötu- neyti FTV, sem taka muni 800 manns í sæti. Verði helmingur þess tekinn í notkun 18. febrúar nk., en seinni hlutinn í júní. Í mötuneytisbyggingunni er auk matsals m.a. stórt og mikið eldhús, aðstaða fyrir þorpsbúa til að útbúa morgun- og hádegisverð til að taka inn á herbergi, uppvasksherbergi, þvottahús og kælar og frysti- geymslur sem geta tekið allt að þriggja vikna birgðir af matvælum. Kaupfélag Héraðsbúa sér mötuneyt- inu fyrir matvælum og er nú keypt inn fyrir 3,5 til 4 milljónir króna mánaðarlega, en það mun aukast í hlutfalli við vaxandi fjölda starfs- manna. Fyrirtækið ESS Support Service ehf. sér um mötuneyti, þvottahús og ræstingar í FTV og verður fjöldi starfsmanna ESS 85 manns. ESS sér jafnframt um að fara daglega með heitan hádegisverð til starfs- manna á vinnusvæði álversins á Hrauni. Í FTV voru í janúar reistir níu svefnskálar, hver fyrir 28 menn og sjö svefnskálar fyrir 28 menn hver, hafa risið nú í febrúar. Því er nú að verða tilbúin svefnaðstaða fyrir 448 menn í FTV. Það er ATCO Europe Ltd., dótturfyrirtæki kanadíska fyr- irtækisins ATCO Structures Inc. sem reisir FTV. Hvert einasta skref í uppbyggingu búða vegna byggingar Fjarðaáls er vandlega skipulagt Byggt yfir 1.600 nýja Reyðfirðinga Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Uppdráttur af skipulagi Fjardaal Team Village í Reyðarfirði, starfsmannaþorpi þar sem á sextánda hundrað manna mun búa en búðirnar eru sem óðast að rísa um þessar mundir. Hver starfsmaður hefur þokkalegt og bjart herbergi, sem öll eru eins. Brátt breytist þessi staður í alþjóðlega matstofu starfsmannaþorps Bechtel þar sem starfsmenn allra verktaka munu búa. Reyðarfirði. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.