Morgunblaðið - 11.02.2005, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 11.02.2005, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Birgir ViktorHannesson fædd- ist í Norðtungu á Akranesi 29. septem- ber 1941. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Hannes Frímann Jónsson, f. 24. júlí 1902, d. 12. júní 1966, og Ástríð- ur Torfadóttir, f. 18. ágúst 1905, d. 6. júlí 1996. Bræður Birgis eru Sigurður Ást- valdur, f. 22. febrúar 1938, d. 3. ágúst 1990, og Jón Kristján, f. 10. nóvember 1947. Birgir kvæntist 28. ágúst 1973 Margrét Sigurðardóttir, f. 27. febrúar 1957, gift Guðmundi Rúnari Davíðsyni. Börn þeirra eru Davíð Mar, Thelma og Leifur. b) Ella Kristín, f. 20. október 1958. Sonur hennar er Birgir Leifur Hafþórsson, sambýliskona hans er Elísabet Halldórsdóttir og börn þeirra eru Ingi Rúnar og Birgitta Sóley. c) Jóhann Þór Sigurðsson, f. 4. október 1959, kvæntur Guðrúnu Eiríksdóttur. Börn þeirra eru Ei- ríkur, Laufey, Bjarki og Fylkir. Sambýliskona Eiríks er Guðbjörg Stefánsdóttir og synir þeirra eru Ólafur Karel og Tristan Birkir. Birgir bjó á Akranesi alla sína tíð, hann hóf sinn starfsferil í mjólkurstöðinni á Akranesi og tók síðan við rörasteypunni af föður sínum. Birgir var um árabil eigin atvinnurekandi og rak meðal ann- ars svínabú og verktakafyritæki. Útför Birgis verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. eftirlifandi eiginkonu sinni Laufeyju Krist- jánsdóttur, f. 11. nóv- ember 1939. Foreldr- ar hennar eru Petrónella Ársæls- dóttir, f. 26. maí 1921, og Kristján Björnsson, f. 4. nóvember 1916, d. 27. ágúst 1979. Börn Birgis og Laufeyjar eru: 1) Hannes Viktor, f. 28. mars 1971, sam- býliskona Ólafía Harðardóttir. Sonur hans er Birgir Viktor. 2) Marta María, f. 7. mars 1973, sambýlismaður Erik Nygren. Sonur þeirra er Hannes Viktor. Fósturbörn Birgis eru a) Ég átti þig sem aldrei brást á öllu hafðir gætur. Mitt hjarta þrungið heitri ást þig harmar daga og nætur. Ylríkt skjól í örmum þér var auður daga minna. Ljósið bjart sem lýsti mér var ljómi augna þinna. Þú vaktir meðan sæl ég svaf, ei sviku kenndir þínar. Allt sem ljúfast lífið gaf var lagt í hendur mínar. (Brynhildur Jóhannesd.) Hvíl í Guðs friði. Þín Laufey. Elsku pabbi, treginn er sár og söknuðurinn mikill. Það er erfitt að sætta sig við að fá ekki lengur að njóta lífsgleði þinnar og ástar á líf- inu. Það var eins og alltaf væri sól- skin í kringum þig hvar sem þú varst. Það kom best í ljós í langri baráttu þinni við erfiðan sjúkdóm á síðustu árum. Þú áttir um fleiri en einn kost að velja en alltaf valdir þú þann kostinn að vera jákvæður og líta á björtu hliðarnar og þannig var það einnig í hinu daglega lífi. Alltaf gátum við leitað til þín og hvort sem vandamálin voru stór eða smá, ávallt varstu tilbúinn til að hjálpa okkur að leysa málin. Það átti líka við í sam- skiptum þínum við annað fólk, þú vildir allra vanda leysa, gast gefið af þér og hafðir alltaf tíma fyrir aðra. Húmorinn þinn var óborganlegur sem kom fram hvar og hvenær sem var og þú lást ekki á því ef þú hafðir heyrt einhverja góða sögu. Þú hvatt- ir okkur til dáða og til þess að leggja okkur fram og oft sagðir þú að frjáls- ir menn í frjálsu landi ættu þess kost að gera hvað sem þeir vildu og að all- ir gætu náð langt með samviskusemi og góðu hugarfari. Framtíð okkar barna skipti þig miklu máli og þú endaðir gjarnan samtöl á því að segja að okkar ánægja væri gleði þín í lífinu. Mikilvægi mannlegra sam- skipta brýndir þú fyrir okkur og hversu miklu máli skipti framkoma okkar og viðmót gagnvart öðrum. Þú kenndir okkur að þakka vel fyrir okkur og viljum við fyrir þína hönd þakka starfsfólki deildar 2B á Land- spítalanum í Fossvogi fyrir ómetan- lega hjálp í veikindum þínum. Gest- risni þín og mömmu er vel þekkt af öllum sem ykkur hafa kynnst og fyr- ir það viljum við þakka því hús ykkar hefur alltaf staðið okkur, vinum okk- ar og fjölskyldum opið. Þú sagðir oft að við skyldum muna að láta okkur aldrei leiðast, þú manst að láta þér ekki leiðast þar sem andi þinn dvelur nú og við vitum að þar verður vel tekið á móti þér. Kæri pabbi, minning þín mun lifa með okkur og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að börnin okkar læri það sem þú kennd- ir okkur í lífi þínu. Hannes og Marta. Látinn er langt um aldur fram hann Birgir fóstri eins og ég kallaði hann alltaf, eftir langa og erfiða veikindabaráttu. Það var mikið lán að móðir mín kynntist þér, Birgir. Þú reyndist okkur systkinunum mjög vel, og þá var alveg sérstaklega gott að leita til þín ef eitthvað blés á móti í lífsbaráttunni. Alltaf varst þú með réttu svörin við öllu, alveg ein- staklega ljúfur, góður og jákvæður maður. Þitt lífsmottó var jákvæðni. Ég á eftir að sakna þín mikið og ég veit að það eru erfiðar stundir hjá mömmu núna. Ég þakka þér, Birgir minn, fyrir allt. Guð geymi þig. Ella Kristín. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því sem eilíft er. (V. Briem.) Ég sit hér við kertaljós og mynd af þér og hugsa til baka. Árin hafa flog- ið burt allt of hratt. Ég sé fyrir mér svipinn þinn, þú brosir, ert stoltur en umfram allt ertu góður. Eldri son- urinn á heimilinu er kominn með stelpu heim sem hann kynnir sem kærustu sína. Hún er 15 ára en hann 17 ára. Þú hneykslast ekki á því hvað þau eru ung. Síðan eru liðin 27 ár. Þú varst yndislegur tengdafaðir sem gerðir allt fyrir fólkið sitt, kát- ínan var þitt einkenni og var alltaf hægt að leita til þín ef eitthvað var að. Fyrir u.þ.b. tíu árum fór að bera á sjúkdómi þínum, hægt í fyrstu en síðustu tvö árin hafa verið þér erfið. Þá er gott að eiga góða að, en Laufey þín hefur verið þér stoð og stytta fram á síðustu stundu og Jón bróðir þinn sem heimsótti þig oft á dag á spítalann þar sem þú dvaldir meira og minna sl. ár. Á Borgarspítalanum deild B2 leið þér alltaf vel og á starfsfólkið þar þakkir og heiður skilið fyrir hversu vel það hugsaði um þig og lét þér líða vel. Elsku Birgir, ég vil þakka þér fyr- ir tímann okkar saman og ég hugsa eins og litli drengurinn minn sem sagði: „Afi Biggi er ekki dáinn held- ur er hann að bíða eftir okkur uppi hjá guði.“ Laufey mín, ég sendi þér allan minn styrk á erfiðri stundu. Ykkar tengdadóttir Guðbjörg. Elsku afi, nú ert þú sofnaður svefninum langa og eftir sit ég með fullt af góðum minningum um tím- ann okkar saman. Ég man þegar ég var smá gutti og var í vinnunni með pabba hjá þér. Þar fékk ég að gera ótrúlegustu hluti eins og þegar ég setti Mini-inn í gang pabba til mik- illar skelfingar en þú stóðst bara og brostir. Ég smá polli átti mér stóran draum, það var að vera eins og hann afi Biggi, þú varst svo ótrúlega stór í mínum augum. Ég minnist þess þeg- ar við frændurnir Biggi og Davíð fórum alltaf í hádeginu til ykkar ömmu þar sem við fengum alvöru hádegismat. Ykkur fannst það ekk- ert tiltökumál þótt við kæmum til ykkar þó svo að þið væruð í fullri vinnu líka. Um 16 ára nefndi ég það við þig eitt sinn að mig langaði alveg eins að læra kokkinn. Þá var ég tek- inn á orðinu, drifinn upp í bíl og brunað með mig suður. Þar var byrj- að á því að kaupa á drenginn alvöru kokkagalla. Þá var keyrt á öll veit- ingahús bæjarinns og endaði ég með vinnu á Holtinu, ekki lakari stað en það, enda með afa Bigga í farar- broddi. Afi Biggi var einn af þeim sem alla þekkti, honum var vel við alla og átti vin á hverju horni. Ég gæti endalaust haldið áfram með sögur af þér því þú komst svo víða við og litaðir líf allra í kringum þig með lifandi persónuleika þínum. Elsku afi, minn söknuður er sár því nærvera þín var mér svo mikils virði. Ég mun gæta hennar ömmu vel fyrir þig en hún var þér allt. Elsku amma mín, nú eru erfiðir tímar en ég veit að þú kemst í gegn um þetta því við erum hérna öll fyrir þig. Elsku afi, þú átt alltaf stað í hjarta mér. Þitt afabarn Eiríkur. Nú er komið að kveðjustund. Hann afi Biggi hefur kvatt eftir langvarandi veikindi. Við minnumst hans öll sem mikils og merkilegs manns, sem alltaf sá björtu hliðarnar á málunum og gat ávallt fengið mann til að brosa og hlæja. Algjör brand- arakall, sama hvort hann var veikur eða ekki. Hann geislaði af góð- mennsku og hafði svo góða nærveru. Hann hafði alltaf svo mikinn áhuga á öllu sem við vorum að gera og studdi okkur í einu og öllu. Hann var duglegur að hringja til þess að spjalla og fá nýjustu fréttir af fjöl- skyldunni. Alltaf vorum við velkomin í heimsókn og oftar en ekki reyndi hann að koma ofan í okkur fiski og lýsi, með misjöfnum árangri þó. Ekki spillti fyrir ef við vildum koma með honum einn rúnt á bláa Galant- inum eftir matinn. Við áttum margar góðar stundir saman í ófáum fjöl- skylduboðum og trúum því að hann verði með okkur í anda í þeim ókomnu. Með söknuð í hjarta trúum við því og treystum að honum líði betur á nýja staðnum. Elsku afi, takk fyrir allt. Þú varst einstakur. Þín barnabörn Davíð Mar, Laufey, Thelma, Leifur Viktor, Bjarki Þór og Fylkir. Elsku afi minn, nú er komið að kveðjustund sem er mér þungbærari en nokkur orð fá lýst. Mikið á ég eft- ir að sakna þín. Þú varst fyrirmynd- in mín, sem ég hef alltaf litið svo mikið upp til. Það að fá að alast upp við þín gildi, er mér dýrmætt og lík- lega það besta veganesti sem mér hefur hlotnast. Með jákvæðni þinni og einstakri lífsgleði dróst þú fram það besta í öllu og öllum. Ég tel það vera forréttindi mín að hafa að miklu leyti fengið að alast upp hjá ykkur ömmu á Bjarkar- grundinni. Það var ósjaldan sem þú skrappst heim í kaffitímunum þínum til að líta eftir litlum dreng og ganga úr skugga um að allt væri í lagi. Þetta lagðir þú í vana þinn þar til ég komst á skólaaldur. Umhyggja fyrir öðrum var þér eðlislæg, þú vildir allt fyrir alla gera. Þegar draumar mínir urðu háleit- ir, þá varst þú maðurinn sem hvattir mig áfram með orðunum: „Þú ert frjáls maður í frjálsu landi og þér eru allir vegir færir.“ Það varð kveikjan að því að ég tók þá ákvörð- un að eltast við langþráðan draum minn um að gerast atvinnumaður í golfi. Að hafa stuðning þinn var mér ómetanlegt. Þú fylgdist með mér þó fjarlægðirnar væru miklar, það var nóg að fá símtal frá þér þegar illa hafði gengið á vellinum, það brást ekki að ég gat farið að brosa aftur og sjá eitthvað jákvætt við þetta allt. Þú áttir svo auðvelt með að sjá hlutina í öðru ljósi en margur og átt- ir svo auðvelt með að koma fólki í gott skap með „frösunum“ þínum og með þínum magnaða hlátri. Til merkis um gamansemi þína, er mér minnisstætt þegar ég hafði dvalið á Bretlandseyjum um tíma og var að velta því fyrir mér hvenær tímabært væri að koma heim, þá svaraðir þú: „Biggi minn, þegar stelpurnar í Englandi fara að verða fallegar, þá er tíminn kominn. „Svo voru það sjálfvirku eyrnalokurnar, sem þú sagðir að væri nauðsynlegt að kunna að nota. Það má segja að þú hafir varðveitt barnið í þér til hinsta dags, tókst sjálfan þig aldrei of hátíðlega, glettnin og jákvæðnin létti þér örugglega lífið á erfiðum stundum. Ef allir væru jafn jákvæðir og glaðir og þú varst, afi minn, þá væri lífið nú leikur einn. Ég kveð þig, elsku afi minn, með þökk fyrir allt það sem þú hefur fyrir mig gert og öll góðu heilræðin sem þú hefur gefið mér. Þú verður ætíð ofarlega í huga mínum, ég elska þig! Þinn nafni, Birgir Leifur. Elsku Birgir minn, það er svo erf- itt að trúa því að þú sért ekki lengur meðal okkar. Barátta þín í veikind- unum hefur verið aðdáunarverð og jákvæðnin engu lík. Ég hitti Birgi fyrst á Bjarkar- grundinni í minni fyrstu heimsókn þangað, mætt með afastráknum hans Birgi Leifi. Ég var mjög kvíðin að hitta hann og Laufeyju konuna hans því ég gerði mér grein fyrir að það væri mikilvægt að þeim líkaði við mig, þar sem þau léku svo stórt hlutverk í lífi Birgis Leifs. Laufey var rétt ókomin heim úr vinnunni þegar okkur bar að. Birgir tók vel á móti okkur, knúsaði okkur og kyssti og var eins og ég hefði þekkt hann í mörg ár. Hann byrjaði á að bjóða mér á rúntinn, svokallaðan bryggju- rúnt, fyrsta rúntinn af mörgum á Galantinum. Reykjavíkurmærin varð jú að sjá Skagann eða Flórida- skagann eins og hann kallaði hann svo oft. Eftir rúntinn fórum við heim og fengum nætursaltaða ýsu með hamsatólg sem Laufey var búin að setja á borð. Svona kræsingar voru í miklu uppáhaldi hjá þeim nöfnum. Ég hafði orð á því eftir mína fyrstu heimsókn hversu yndislegur maður Birgir væri, aðdáun Bigga yngri á afa sínum kom mér sannarlega ekki á óvart. Við dvöldum mikið erlendis frá 1999-2002 og voru ófá símtölin sem ég fékk frá Birgi, bara rétt til að segja hæ, heyra hvernig gengi og hvort allt væri ekki í lagi. Mér þótti ákaflega vænt um að fá að vera þátt- takandi í lífi Birgis og þessi símtöl voru mér dýrmæt. Mér varð það fljótt ljóst að það var mjög sterkt samband á milli nafnanna Birgis og Birgir Leifs. Birgir Leifur leitaði mikið til afa síns og var það honum mikilvægt að vera í miklu sambandi við hann. Fyrsta verk hans var ætíð að bruna á Skag- ann þegar við komum að utan. Sam- band þeirra var einstakt og þeir voru góðir félagar. Birgir naut vinsælda barna- barnanna. Það vildi svo til að í yfir 20 ár höfðu einungis fæðst strákar í af- komendahópinn og í hvert sinn sem kona varð ófrísk byrjaði hann á að spyrja: „Er þetta hún Birgitta litla?“ Þegar við Birgir Leifur svo eignuð- umst okkar annað barn, litla stelpu í apríl sl. endurtók sama sagan sig, hann fór að kalla hana Birgittu litlu. Það var gert með glöðu geði að skíra þá litlu í höfuðið á langafa sínum við kirkjulega athöfn, sem hann sjálfur var viðstaddur. Þetta gladdi hann mikið og okkur ekki síður. Síðustu vikur var Biggi afi farinn að kalla þá stuttu Biggu litlu og var kátur í hvert sinn sem hún kom og skríkti við rúmið hans. Elsku Birgir minn, þakka þér fyr- ir fallegu minningarnar sem þú skildir eftir handa okkur, við þær minningar getum við nú huggað okk- ur og víst er að börnin mín skulu fá að vita hvern mann þú hafðir að geyma. Elsku Laufey mín, missir þinn er mestur, ég vil biðja Guð að styrkja þig og okkur öll á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning Birgis Hann- essonar. Elísabet. Kær bróðir og mágur er kvaddur. Biggi bróðir var drengur góður. Hann vildi hvers manns vanda leysa og var ávallt hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Hann var vin- margur og voru vinirnir aldrei langt undan, sérstaklega í sjúkrahúsleg- unni hans. Biggi háði erfitt stríð við illvígan sjúkdóm sem hafði betur að lokum. Hann háði stríðið af einstöku æðruleysi og aldrei glataði hann „húmornum“ í þau tíu ár sem hann barðist. Gleðin var honum í blóð bor- in. Biggi í Norðtungu var hann ávallt kallaður. Hann var kenndur við hús- ið okkar á Skaganum. Þær eru elskulegar allar minningarnar sem ég get yljað mér við nú frá uppvaxt- arárunum okkar og allt til dagsins í dag. Við Biggi vorum ekki aðeins bræður. Við vorum vinir og ég sakna hans. Öllu starfsfólki á deild B2 á Borg- arspítalanum færum við einlægar þakkir fyrir umhyggjuna og elsku- semina sem þau sýndu Bigga í veik- indum hans. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku vinur. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson) Megi algóður guð styðja og styrkja fjölskyldu þína og vini. Jón bróðir og Birna mágkona. Þó hækki sólferð og hlýni frón, mér húmar þunglega fyrir sjón. Er ljósvant í hugans leynum. Og fleyjum þrásiglt um feigðar haf, þá fækkar vinum sem auðnan gaf. Ég horfi nú eftir einum. ( Höf. ók.) Nú horfi ég á eftir kærum mági mínum og vini Birgi V. Hannessyni eftir yfir 40 ára samfylgd. Birgir var glaðvær og geðprúður ungur maður, maður fagnaðar og gleðskapar, vin- margur og trygglyndur. Oft ansi töff, samt með viðkvæmt hjarta. Vildi ungur fara að skoða heiminn og fór, kom aftur færandi hendi heim og gladdi alla og þannig var hann alla tíð, veitandi og gefandi. Þegar eldri bróðir hans Sigurður og ég byrjum að draga okkur saman og minn kærasti fór í siglingar þá fann ég að hann hafði gát á öllu og passaði upp á sitt fólk. Eftir að við bróðir hans giftumst og stofnuðum heimili var hann þar heimagangur enda bræðurnir óvanalega samrýndir, Birgir hafði skemmtilegar skoðanir á hvernig ætti að ala upp börn. „Sigurður, hvernig stendur á því að þú leyfir stráknum að hafa svona sítt hár?“ eða hann kíkti inn í svefnherbergi og leit á börnin og sagði: „Er í lagi að stelpurnar sofi með rassinn upp í loftið?“ Hann sem vissi ekkert um uppeldi barna þá. Mikið var oft hleg- ið. Einn dag kom hann til okkar sem BIRGIR VIKTOR HANNESSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.