Morgunblaðið - 11.02.2005, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 55
DAGBÓK
Frumsýning í kvöld – UPPSELT
2. sýning 13. febrúar kl. 19.00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
3. sýning 18. febrúar kl. 20.00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
4. sýning 20. febrúar kl. 19.00 – NOKKUR SÆTI LAUS
5. sýning 25. febrúar kl. 20.00 – NOKKUR SÆTI LAUS
Miðasala á netinu: www.opera.is
og í síma: 511 4200
- Tilfinningarík og töfrandi
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Bingó kl. 14, ýmsar
uppákomur eru á föstudögum, bað-
stofan er opin alla morgna frá kl. 9.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa-
vinna, kl. 9–12, smíði/útskurður kl. 13–
16.30, bingó kl. 13.30.
Ásgarður | Þorrablót SÁÁ verður
haldið laugardaginn 12. febrúar í Ás-
garði, Glæsibæ. Húsið opnað kl. 19
Miðasala á skrifstofu SÁÁ, Síðumúla
3–5.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, böðun, hárgreiðsla, fótaað-
gerð, kl. 13.30 félagsvist.
Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í
Breiðfirðingabúð sunnudaginn 13.
febrúar kl. 14. Annar dagur í fjögurra
daga keppni. Kaffiveitingar, allir vel-
komnir.
Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–
16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–
13 námskeið, kl. 11.15–12.15 matur, kl.
14–15 söngstund, kl. 14.30–15.30
kaffi.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Brids í Gjábakka kl. 13.15. Félagsvist
kl. 20.30 í Gjábakka. Opið hús fyrir
félagsmenn FEBK og gesti þeirra í fé-
lagsheimilinu Gjábakka laugardaginn
12. febrúar og hefst kl. 14. Dagskrá:
Upplestur o.fl. kaffi og meðlæti. Fé-
lagar fjölmennið og takið með ykkur
gesti. Skemmtinefndin.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Heilsa og hamingja, fræðslufundur
um granna í vestri í Ásgarði,
Glæsibæ, föstudaginn 11. febrúar kl.
15.30. Ingvi Þorsteinsson hefur árum
saman sótt Grænlendinga heim, veitt
þeim ráðgjöf um landvernd. Á þess-
um fundi heldur Ingvi erindi með
myndefni. Allir velkomnir.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30 og
kl. 11. KB banki verður með fræðslu
um fjármál heimilanna, í safn-
aðarheimili Vídalínskirkju frá kl. 14 til
16.
Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa-
vinna, útskurður og hárgreiðsla, kl. 10
fótaaðgerð, kl. 12 hádegismatur, kl. 14
bingó, kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl.
9, brids kl. 13, boccia kl. 13.30.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
– frjáls aðgangur, postulínsmálning,
bingó kl. 14 góðir vinningar, kaffi og
meðlæti. Böðun virka daga fyrir há-
degi. Fótaaðgerðir – hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
öllum opið. Listasmiðjan og Betri
stofa; myndlist og frjálst handverk,
gönuhlaup kl. 9.30, brids kl. 13.30,
fótaaðgerðarstofa s. 897–9801, hár-
greiðslustofa s. 568–3139. Morg-
unkaffi, hádegismatur og síðdeg-
iskaffi alla virka daga. Sjónvarp og
dagblöðin til lestrar. S. 568–3132.
Norðurbrún 1 | Kl. 9–12 myndlist, kl.
10 boccia, kl. 9 opin hárgreiðslustofa,
kl. 14 leikfimi. Þorrablótið hefst í
kvöld kl. 18.30.
Vesturgata 7 | Kl. 11.45–12.45 hádeg-
isverður, kl. 13.30–14.30 sungið v/
flygilinn, kl. 14.30–15.45 kaffiveit-
ingar, kl. 14.30–16 dansað í aðalsal.
Þjónustumiðstöðin er lokuð frá kl. 13
vegna undirbúnings þorrablóts sem
hefst kl. 17.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.45, leirmótun og hárgreiðsla kl. 9,
morgunstund og fótsnyrting kl. 9.30,
leikfimi kl. 10, bingó kl. 13.30, allir vel-
komnir.
Kirkjustarf
Grafarvogskirkja | „Á leiðinni heim“
er helgistund í Grafarvogskirkju alla
virka daga föstunnar. Lesinn er einn
Passíusálmur í hvert sinn. Í dag les
Hjálmar Árnason.
Hallgrímskirkja | Starf með öldr-
uðum alla þriðjudaga og föstudaga kl.
11–15. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja
unga fólksins. Samkoma kl. 19.30.
Bænastund kl. 19. Paraguay-farar sjá
um stundina. Þóra Gísladóttir leiðir
lofgjörð.
Kirkjuskólinn í Mýrdal | Munið sam-
veru kirkjuskólans í Víkurskóla á
morgun frá kl. 11.15–12. Hittumst öll
hress og kát.
Morgunblaðið/Ómar
Silfrastaðakirkja í Skagafirði.
SNÚÐUR og Snælda, leikfélag
eldri borgara, frumsýnir á sunnu-
daginn leikritið Ástandið, en þar er
fjallað um her-
námsárin 1940–
1945, þegar Ís-
land var setið
breskum og
bandarískum
hermönnum. „Þá
voru sérstakir
tímar og við
reynum að taka
á því. Aðallega
snerist það um
dömurnar,“ segir Brynhildur Ol-
geirsdóttir, sem samdi leikritið
ásamt Sigrúnu Valbergsdóttur.
„Þessir tímar sem hernámið var
voru afar sérstakir. Ég kom til
Reykjavíkur árið 1942 og kynntist
mörgum stúlkum sem voru ást-
fangnar af hermönnum. Og það var
þannig andi hér á landinu, sér-
staklega hjá stjórnmálamönnum og
ráðamönnum landsins, að þeir
dæmdu stelpurnar hart og kenndu
þeim að mörgu leyti um „ástand-
ið“.
En svo þegar árin líða og ég er
orðin fullorðin kona, og við vorum
búin að stofna Snúð og Snældu, þá
vantaði okkur alltaf leikrit, svo ég
tók mig til og skrifaði sögur fjög-
urra kvenna sem voru uppi á þessu
tímabili, en Sigrún Valbergsdóttir
tók þessar sögur og gerði að leik-
riti.“
Brynhildur segir sögurnar sem
notaðar eru í leikritið allar sannar,
þótt þær séu litaðar með skáldleg-
um þræði. „Þetta var fólk sem lifði
hér í Reykjavík og þessar stúlkur
voru að vinna hér og ég þekkti
þær. Þær fóru í „bransann“ eins og
svo var kallað, eða „ástandið“,“
segir Brynhildur. „En það er nú
bara eins og það er að hvort sem
það eru Íslendingar sem giftast
eða Íslendingur og Ameríkani að
það getur farið illa eða vel hvort
sem er.“
Leikritið hefst á því að Sísí, sem
fór til Ameríku í stríðslok, er kom-
in heim til að halda upp á sjötíu
ára afmæli sitt. Gömlu vinkonurnar
höfðu ákveðið að hittast eftir veisl-
una á veitingastaðnum „Blue Mo-
on“. Þar ræður ríkjum Elías vinur
þeirra, sem var leigubílstjóri á
stríðsárunum og þar hefst leikritið.
„Þetta var ekki stelpunum að
kenna, og ekki heldur að Reykja-
vík fylltist af Bretum og Banda-
ríkjamönnum í fullum herklæðum.
Það kemur fram í leikritinu að
bandarísku hermennirnir komu
með tæknilega og músíklega menn-
ingu til Íslands. Þeir innleiddu
djassinn og nýja verkmenningu.
Það þurfti enginn að vera hissa á
því að þessar ungu stúlkur gæfu
þessum spengilegu og vel til höfðu
glæsimönnum gaum umfram Ís-
lendingana sem voru alltaf með
hendurnar á kafi í buxnavösunum,
gengu í keng og þorðu aldrei að
líta upp og drukku alltaf brennivín
af stút.“
Brynhildur segir þá reynslu að
skrifa fyrir leikhús frábæra og hún
kunni vel að meta. „Maður fór með
veggjum fyrst og hélt að maður
gæti þetta ekki. Auðvitað er þetta
ekki eins og „alvöru“ skáld sé að
skrifa en maður hefur gaman af
þessu.“
Leiklist | Leikfélag eldri borgara sýnir leikrit um ástandsárin
Raunverulegar sögur
af fjórum konum
Morgunblaðið/Jim Smart
Leikhópurinn Snúður og Snælda bregður sér í hlutverk ástandsstúlkna,
dáta og afundinna og forpokaðra íslenskra leppalúða.
Ástandið verður frumsýnt í Iðnó á
sunnudag kl. 14. Sýningar verða
síðan á miðvikudögum og sunnu-
dögum kl. 14. Miðasala er í Iðnó.
Brynhildur
Olgeirsdóttir
LISTAMENNIRNIR Ásdís Sif
Gunnarsdóttir og Pétur Már Gunn-
arsson opna í dag kl. 15 sýningu í
Kubbnum, sýningarsal myndlist-
ardeildar LHÍ í Laugarnesi.
Yfirskrift verka Ásdísar Sifjar
er „Netscape Oracles“ – Remedy
for Starsickness. En þar er annars
vegar um að ræða nýjan vegg-
mynda- og videó skúlptúr. auk ljós-
mynda. Skúlptúrinn inniheldur að-
gang að spámönnum á Netinu sem
bjóða upp á svör við spurningum
og vandamálum. Þetta verk er
skylt ljósmyndum af Árum, sem
einnig eru á sýningunni.
Yfirskrift sýningar Péturs Más
er „Hvað er að gerast?“ Verkin eru
unnin út frá kerfum og boðleiðum,
en í tilkynningu frá aðstandendum
sýningarinnar segja að þó þetta
hljómi kulda- og strangflatarlega
ætti sýningin ekki að vera leið-
inleg, „því pælingar listamannsins
varðandi efnið grundvallast á
beiskju og aðdáun. Það eru því til-
finningar í spilinu þrátt fyrir allt,
og hver getur álasað honum fyrir
það?“
Ungir listamenn sýna í Kubbnum
Ásdís Sif
Gunnarsdóttir
Pétur Már
Gunnarsson
Sýningin stendur til laugardagsins
19. febr. Hún er opin virka daga frá
8.30 til 16 og laugard. frá 14 – 18.
MEISTARI Megas kemur fram
ásamt dúettinum Súkkat á
Megasukki á skemmtistaðnum
Grandrokk í kvöld kl. 23. Þetta
samstarf á sér djúpar rætur og
hefur notið mikilla vinsælda
meðal íslenskra tónlistarunn-
enda. Megasukk eru jafnan vel
sótt og gjarnan ófyrirsjáanleg á
sinn hátt.
Morgunblaðið/Eggert
Megasukk á Grandrokk
RUGLINGUR varð á staðsetningu
myndar af börnum hlaupandi fram
hjá listaverki eftir Erró í Morgun-
blaði gærdagsins og hún sögð tekin
við Hafnarhúsið. Hið rétta er að
listaverkið er í Kringlunni.
LEIÐRÉTT
Listaverk
rangt staðsett mbl.is
smáauglýsingar