Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. TILDRÖG eldsvoðans í Grindavík voru rannsökuð í gær af lögreglunni í Keflavík með aðstoð tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík ásamt lög- gildingarstofu og fulltrúum Trygg- ingamiðstöðvarinnar. Talið er að kviknað hafi í út frá þurrkara sem of- hitnaði, að sögn lögreglunnar „Í vinnslusal verksmiðjunnar eru þurrkarar og skilvindur og fleiri tæki og tól til þessara starfa. Við teljum að þurrkarinn hafi ofhitnað með þeim af- leiðingum að það verður sprenging í honum,“ sagði Sveinbjörn Halldórs- son rannsóknarlögreglumaður. Búið var að bræða 12 þúsund tonn af loðnu í verksmiðjunni frá áramót- um og hefði hún getað tekið á móti 60 þúsund tonnum á yfirstandandi ver- tíð. Allt kapp verður lagt á að hindra að loðnuverðmæti upp á allt að 700 milljónir króna fari forgörðum, með því að athuga möguleika á að koma hrognavinnslunni í gang í verksmiðj- unni og senda skorna loðnu í bræðslu í öðrum höfnum. Tryggingamiðstöðin sendi í gær frá sér afkomuviðvörun vegna brunans. Kemur fram að talið sé að áhrif tjónsins á afkomu TM á árinu 2005 verði um 200 milljónir en það sé hlutur TM í tjóninu að viðbætt- um viðbótariðgjöldum sem TM þurfi að greiða til endurtryggjenda þegar um svo stórt tjón sé að ræða. Talið að þurrkari hafi ofhitnað og sprungið Aðalsalur fiskimjölsverksmiðjunnar er mikið brunninn. Morgunblaðið/Þorkell Reynt að bjarga útflutningsverð- mæti upp á 700 milljónir króna  Reynt/4 VERÐBÓLGAN síðastliðna tólf mánuði var 4,5% hér á landi sam- kvæmt mælingu Hagstofu Íslands. Þetta er 0,5% yfir efri þolmörkum Seðlabanka Íslands en verðbólgu- markmið bankans miðast við 2,5% verðbólgu með 1,5% þolmörkum yfir eða undir markmiðinu. Seðlabankinn þarf að skila greinargerð til ríkisstjórnarinnar um ástæður þess að verðbólgan hefur farið yfir þolmörkin. Þar skal greint frá því hvernig bregð- ast skuli við og hve langan tíma ætla má að það muni taka að koma verðbólgunni niður fyrir þolmörk- in. Mæling Hagstofunnar á verð- bólgunni tekur mið af breytingum á vísitölu neysluverðs. Án húsnæð- isliðar vísitölunnar mældist verð- bólgan síðastliðna tólf mánuði 2,3%. Um helming verðlagshækk- ana í landinu á síðustu tólf mán- uðum má því rekja til hækkunar á verði húsnæðis Verðbólgan yfir þol- mörk Seðlabankans  Verðbólgan/16 VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, hefur sent stærstu fyrirtækjum landsins bréf þar sem farið er fram á að forsvars- menn þeirra beiti sér fyrir því að kon- ur fái aukið tækifæri til setu í stjórn- um viðkomandi fyrirtækja. „Þátttaka íslenskra kvenna í stjórn skráðra fyrirtækja hérlendis er minni en í nær öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ segir meðal annars í bréfinu. „Ég vil með þessu hvetja til upp- byggilegrar umræðu um málið því eins og alkunna er stöndum við okkur ekki vel í þessum efnum,“ segir Val- gerður. Valgerður segir að bréfið hafi ekki einungis verið sent fyrirtækjum skráðum á hluta- bréfamarkaði heldur sent u.þ.b. 80–90 stærstu fé- lögum landsins, þar sem úrbóta þyki þörf. Um sé að ræða vinsamleg tilmæli en alls ekki hótun um laga- setningu. Hún seg- ir það sína skoðun að ekki sé æskilegt að þurfa atbeina löggjafans til að auka hlut kvenna í stjórnum félaga. Valgerður vill ekki segja til um hvort brugðist verði við með aðgerð- um ef tilmælin bera ekki árangur. Viðskiptaráð- herra vill fleiri konur í stjórnir  Valgerður/14 Valgerður Sverrisdóttir REYKVÍKINGAR munu að öllum líkindum ekki þurfa að bíða í fjögur til sex ár eftir að heimili þeirra tengist ljósleiðara, heldur þrjú til fjögur ár. Þetta segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, eftir að borgarráð samþykkti í gær að fela borgarstjóra að ganga til viðræðna við OR um að hraða ljósleiðaravæðingu heimila í Reykjavík. Fyrsta heila hverfið þar sem öll heimili verða tengd ljósleiðara verð- ur Fossvogurinn. Guðmundur segir að lagt verði í hvert hús þar í sumar og tenging komist á í haust. Foss- vogurinn sé valinn því hverfið sé hæfilega stórt og afmarkað. Í vor verða um 1.500 heimili þegar tengd ljósleiðara í Reykjavík. Samskonar áætlun er í gangi hjá OR varðandi Akranes og Seltjarnarnes eins og áð- ur hefur komið fram. Í þessari vinnu á að athuga einnig hvernig borgin geti komið að mark- aðssetningu ljósleiðarans. Guð- mundur útskýrir það þannig að skoðað verði hvernig hægt sé að beina þjónustu borgarinnar við borgarbúa í auknum mæli inn á ljós- leiðaranetið. Sem dæmi nefnir hann heilsugæsluþjónustu, fundi á vegum stofnana og fyrirtækja borgarinnar eða lestrarstundir fyrir börn á bóka- söfnum. Forstjóri OR segir ekkert ákveðið ennþá en hugsanlega verði þessari vinnu lokið 2008-2009. Þetta sé mjög spennandi hluti af starfsemi fyrir- tækisins og vaxtarbroddur þess um þessar mundir. Gagnvirkt samband Aðspurður hverju það breyti fyrir venjuleg heimili að tengjast ljósleið- ara segir hann fólk komast í gagn- virkt samband við umheiminn. Sím- ar, nettengingar og sjónvarp muni fara í gegnum ljósleiðara. Gæði út- sendinga muni stórbatna og svoköll- uð háskerpusjónvörp, sem séu næsta kynslóð sjónvarpa og byrjað sé að selja, muni virka eins og til er ætlast. Þá sé möguleiki á að vera með mynd- síma, leigja hugbúnað í þann tíma sem hans sé þörf, horfa á dagskrár- liði í sjónvarpi sem veki áhuga á þeim tíma sem henti eða leigja kvik- mynd án þess að stíga út fyrir húss- ins dyr. Þetta séu nokkrir kostir af mörgum sem framtíðin muni leiða í ljós. Öll reykvísk heimili tengd ljósleiðara 2009 Morgunblaðið/Golli Stefnt er að því að öll heimili í Fossvogi verði tengd ljósleiðara í haust. Fossvogurinn komist í gagnvirkt samband í haust STÖÐUGT fleiri hafa tekið bif- hjólapróf á und- anförnum árum og samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu og bifhjólakenn- urum er lang- mesta aukningin í aldurshópnum 40–50 ára. Árið 2000 tók 241 bifhjólapróf en á síð- asta ári 438 manns. Þá hefur ný- skráningum á bifhjólum fjölgað úr 2.278 hjólum árið 2000 í 3.105 í fyrra. Svo virðist hins vegar sem mótorhjólaslysum hafi fækkað síð- astliðin fimm ár, ef undanskilið er árið 2001. /B2 Miðaldra á mótorhjólin ÆTTINGJAR og kunningjar þeirra útlendinga, sem sótt er um atvinnu- leyfi fyrir hér á landi eru í auknum mæli farnir að þrýsta á Vinnumála- stofnun um útgáfu leyfanna. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofn- unar, segir að þrýstingurinn sé jafn- vel orðinn meiri en frá fyrirtækjunum sjálfum og þetta sé farið að skapa ákveðinn vanda. Gissur segir þennan þrýsting valda tortryggni hjá stofn- uninni. Markmið með útgáfu atvinnu- leyfa sé að jafna raunverulega eftir- spurn eftir vinnuafli, ekki að standa fyrir „ættingjainnflutningi“. Ættingjar þrýsta á um atvinnuleyfi  Mismikil þörf/8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.