Morgunblaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 16
Þ
að er þetta með nær-
veruna. Fáir leikarar í
dag hafa viðlíka nær-
veru á tjaldinu hvíta og
„Fiskurinn“ eins og
hann er stundum kallaður, Laurence
Fishburne, í góðra vina hópi. Hávax-
inn og tignarlegur, djúpradda með
stingandi augnaráð og áberandi
frekjuskarð, tekst honum, jafnan
með framúrskarandi leikframmi-
stöðu, að vinna áhorfendur á sitt
band í hvaða hlutverki sem hann vel-
ur sér. Leikari með stæl og reisn.
Þetta sýnir hann enn og sannar í
nýjustu mynd sinni Assault on
Precinct 13, taugatrekkjandi hasar-
mynd, endurgerð á nær 30 ára gam-
alli samnefndri mynd sem meistari
djönkspennumyndanna John Carp-
enter gerði fyrir álíka mikið fé og
eldabuskan á tökustað Hollywood-
mynda samtímans hefur í laun.
Í barnaþrælkun hjá Coppola
Þrátt fyrir að standa nú á 44. ári
þá hefur Fishburne verið á kafi í
kvikmyndabransanum og vart
stungið höfðinu uppúr í meira en 30
ár. Líkt og svo margir aðrir kvik-
myndaleikarar hóf hann feril sinn í
sjónvarpi og dúkkaði upp í nokkrum
af þeim örfáu hlutverkum sem buð-
ust svörtum ungmennum í sjón-
varpsheimi. En 14 ára gamall og
bráðþroska unglingur fór hann í
hlutverksprufu sem átti eftir að
breyta lífi hans. Honum tókst nefni-
lega að telja Francis Ford Coppola
trú um að hann væri þremur árum
eldri og fékk fyrir vikið hlutverk
hins óharðnaða hermanns Tyrone
„Clean“ Miller í Víetnam-martröð
vínbóndans, Apocalypse Now. Laun-
in – eða refsingin eftir því hvort
Coppola eða Martin Sheen aðalleik-
ari er spurður – voru þriggja ára
vist í þrælkunarbúðum kvikmynda-
gerðarmanns á barmi taugaáfalls.
En þessi erfiða vist, sem Fishburne
segist enn ekki hafa jafnað sig full-
komlega á, skilaði honum hlutverki
sem vakti athygli umheimsins og
kom kvikmyndaferli hans á sporið.
Og enn er hann á blússandi skriði.
Hefur leikið í yfir fjörutíu myndum,
unnið til Emmy-verðlauna og verið
tilnefndur til Óskars- og Golden
Globe-verðlauna.
„Assault on Precinct 13 er mynd
að mínu skapi, kröftug og drifin
áfram af karaktersköpun og frjórri
kvikmyndagerð,“ segir Fishburne í
símaviðtali við blaðamann Morgun-
blaðsins í liðinni viku.
Það verður þó að segjast sem er
að verkefnið hlýtur að hafa talist
nokkuð djarft, svona fyrirfram á að
líta; endurgerð á hálfgerðri B-mynd
í leikstjórn svo gott sem óþekkts
fransks kvikmyndagerðarmanns
sem heitir Jean-Francois Richet.
Aðspurður hvort hann hugsi sig ekki
um tvisvar áður en hann stekkur á
slíkt – að kalla má langsótt – verk-
efni segist Fishburne aldrei setja
fyrir sig feril eða reynsluleysi leik-
stjórans og því síður á hverju hand-
ritið er byggt.
„Ég hafði þar á ofan mjög gaman
af mynd Carpenters – þótt ég hafi
reyndar ekki séð hana fyrr en ný-
lega. Hún vekur upp góðar minn-
ingar, ekki bara um liðinn tíma
æskuáranna, heldur einnig liðna
kvikmyndagerð þar sem verið var að
gera skemmtilega subbulega
spennutrylla með hreint dásamlega
lúmskum undirliggjandi ádeilu-
broddi.“
Fishburne segist einfaldlega hafa
líkað við handritið, litist vel á hug-
myndir leikstjórans og hafi séð það í
hendi sér að þetta yrði aldrei ein af
þessum hefðbundnu fjöldafram-
leiddu og auðgleymdu spennumynd-
um. Og hann virðist hafa dóm-
greindina í lagi því myndin hefur
fengið afgerandi jákvæða dóma hjá
bandarískum gagnrýnendum. Þeir
hafa talað um ferskan og kærkom-
inn blæ í fölnandi hasarmyndaflóru;
„vísvitandi gamaldags og íhaldssöm
í byggingu“ þar sem tími gefist til að
kynna persónur til sögunnar áður en
þær eru plaffaðar niður á tímum
þegar önnur hver viðlíka hasamynd-
in „líkist fremur tölvuleik, tónlistar-
myndbandi eða glansandi auglýs-
ingu en kvikmynd“. (Joe Leydon,
Variety.)
B-ið stendur fyrir
bandaríska kvikmyndagerð
Fishburne segist, blaðamanni til
undrunar, ekki hafa vitað af þessum
jákvæðu viðbrögðum. „Af þeirri ein-
földu ástæðu að ég les aldrei gagn-
rýni og hef aldrei gert. Ef maður
ætlar að trúa góðu dómunum þá
verður maður einnig að trúa þeim
vondu. Ef þessir gagnrýnendur
hefði eitthvað fjandans vit á hvernig
gera á bíómyndir þá væru þeir sjálf-
ir að gera bíómyndir í staðinn fyrir
að dæma þær.“
B-ið í B-myndum stendur fyrir
bandaríska kvikmyndagerð ef
marka má greiningu Fishburnes.
Hann segist hafa miklar mætur á
þeirri kvikmyndagerð eins og þeirri
sem Assault on Precinct 13 tilheyrir,
að bandarísk kvikmyndagerð krist-
allist einmitt í slíkum myndum.
„B-myndin er aðal bandarískrar
kvikmyndagerðar og þessi tegund
kvikmynda [glæpamyndir] er einnig
máttarstólpi bandarískrar kvik-
myndagerðar. Frásagnarformið,
sögulíkanið, er sótt til gamla vestr-
ans Rio Bravo [frá 1959]. Mynd
Carpenters er óður til þeirrar
myndar og nú hefur aftur verið not-
ast við sama gamla sögulíkanið, sem
hefur sannarlega staðist vel tímans
tönn. Það sem meira er, er fram-
vindan mun beittari og skýrari en
mynd Carpenters; áhugaverðari,
fyndnari og drifin áfram af per-
sónum.“
Fishburne segir það sannarlega
skipta sig töluverðu máli er hann
velur sér verkefni að það líti út fyrir
að verða skemmtilegt. „Af hverju
annars að vera að taka þátt í því.“
Hressandi drama
Í þessu stutta samtali leggur
Fishburne ríka áherslu á hversu
honum sé mjög að skapi að enn sé
verið að gera hasarmyndir þar sem
persónusköpunin skiptir meira máli
en sprengingar og brellur. „Spennan
felst í því hvað verður um persón-
urnar í myndinni. Hasarinn er sá að
þarna er alvöru fólk í æsilegum, lífs-
hættulegum aðstæðum. Úr því verð-
ur gott og spennandi drama.“
Orð þessi koma úr munni manns
sem var í burðarhlutverki í einhverj-
um yfirgengilegustu brelluorgíum
sem færð hefur verið á hvíta tjaldið,
Matrix-þríleiknum sem voru fantas-
íur í sinni tærustu mynd, eins fjarri
veruleikanum og hugsast getur, nær
allt skapað frammi fyrir bláskjá
brellumeistaranna. Gæti því hugsast
að Fishburne hafi meðvitað valið
svona jarðbundna mynd sem beint
andsvar, mótvægi við hinu risavaxna
Matrix-verkefni sem tók upp svo
drjúgan tíma af ferli hans?
„Ég veit ekki hvort það hafi verið
vísvitandi, en þetta var sannarlega
val. Mér bauðst þetta verkefni, ég
skoðaði það og sagði: Hei, frábært!
Þetta er eitthvað að mínu skapi.
Eitthvað sem ég get gert. Eitthvað
sem ég hef aldrei gert áður. Það var
hressandi.“
Fishburne segir ekkert eitt atriði
ráða vali sínu á verkefnum. Sann-
arlega ekki hversu stórir mótleik-
ararnir eru eða hversu mikilvægt
umboðsskrifstofa hans telur það
vera fyrir ferilinn.Ég velti mér held-
ur ekki uppúr því hversu líklegt er
að myndin slái í gegn og græði haug
af peningum. Það er því vonlaust að
svara slíktri spurningu, hvað ráði
verkefnavalinu.
Eftir að hafa svamlað svolítið um í
fantasíusjónum (Matrix-þríleikur-
inn, Event Horizon) virðist Fiskur-
inn nú á ný kominn á þurrt land, á
ný farinn að einbeita sér frekar að
dramanu, því sem hann hóf feril sinn
á að gera, bætir hann við og hlær
dátt. Hann hefur sýnt ótvíræða
hæfileika á því sviðinu; var Boyz n
the Hood nauðsynleg kjölfesta
reynslunnar í hlutverki föðurins
staðfasta, hræddi úr Tinu og áhorf-
endum líftóruna sem tónlistarmað-
urinn ofbeldishneigði Ike Turner í
What’s Love Got To Do With It,
færði ofurvenjulega glæpamynd,
Deep Cover, á æðra stig með
frammistöðu sinni og varð fyrsti
svarti leikarinn til að leika márann
Othello í kvikmyndaupppfærslu sem
þó eru orðnar á þriðja tug. „Ég sá
alltaf fyrir mér að ég gæti leikið það
hlutverk einn góðan veðurdag.“
Nú síðast sýndi hann yfirvegaða
en sterka nærveru sína í Mystic Riv-
er Clints Eastwoods. Síðar á þessu
ári verða frumsýndar með honum
tvö drama; í Akeelah and the Bee
sem fjallar um unga stúlku, undra-
barn, sem tekur þátt í stafsetning-
arkeppni, leikur hann menntamann
og í Five Fingers leikur hann
hryðjuverkamann sem tekur hol-
lenskan hjálparstarfsmann (Ryan
Phillippe) í gíslingu í Marokkó.
Er ekki sama
Fishburne er ásamt Denzel Wash-
ington og Morgan Freeman í farar-
broddi svartra leikara sem náð hafa
frama og vegtyllu í Hollywood og
geta valið úr hlutverkum. Eða hvað?
Er það kannski enn svo að hann líti á
sig sem fulltrúa minnihlutahóps þar
vegna hörundlitarins, er hann enn ut-
angarðsmaður í Hollywood, þrátt fyr-
ir að hafa starfað þar í þrjá áratugi?
„Ég ég held ég sé enn svolítið ut-
angarðs í Hollywood. En ekki vegna
þess að ég er svartur,“ segir Fish-
burne og hlær þannig að blaðamaður
vissi ekki alveg hvar hann hafði hann,
hvernig honum hefði líkað spurning-
in.
„Ég á ekki undir högg að sækja
vegna þess að ég er svartur, heldur
vegna þess að ég er svo góður. Alltaf
góður. Ég er ekki kvikmyndastjarna
fyrst og fremst, heldur leikari. Það
eru til kvikmyndastjörnur og það eru
til leikarar. Svo eru þessir fáu ein-
stöku sem eru hvorutveggja. Ég er
bæði, en þó fyrst og fremst leikari.
Og ég sætti mig ekki við hvað sem er
– er ekki drullusama í hvaða mynd ég
leik. Bara það gerir mér erfitt fyrir,
gerir að verkum að ég á undir högg
að sækja í Hollywood. Ferillinn
skiptir mig litlu, launin líka. Það er
verkefnavalið sem skiptir öllu máli.
Þetta er ekki spurning um val heldur,
engar meðvitaðar ákvarðanir um að
haga ferli mínum þannig. Svona er ég
einfaldlega gerður. Þetta er ég. Val
mitt á verkefnum endurspeglar
manngerð mína.“
Fishburne segir hag svartra leik-
ara þó sannarlega hafa skánað frá því
hann steig sín fyrstu skref í Holly-
wood.
„Ungir svartir leikarar eru í betri
málum en ég var, en ég er hræddur
um að ungar svartar leikkonur séu
jafnvel í ennþá verri stöðu en ég og
svartir kynbræður mínir höfum
nokkru sinni verið.
Maður verður bara að halda sínu
striki. Bera höfuðið hátt,“ segir
þessi sterkbyggði karakter að lokum
og hlýtur sannarlega að vera góð
fyrirmynd sér yngri kollegum, ekki
bara þeim svörtu heldur öllum öðr-
um sem kunna að leika og vilja líka
verða kvikmyndastjörnur.
Kvikmyndir | Hollywood-leikarinn Laurence Fishburne er gefinn fyrir drama
Fiskur á þurru landi
Í augum flestra yngri bíóunnenda er Laurence Fishburne
enginn annar en Morpheus verndari Neos en þeir sem
lengra eru komnir á bíóleið sinni hafa fylgst með honum
brjóta sér leið til metorða í bíóborginni síðustu þrjá ára-
tugi. „Val mitt á verkefnum endurspeglar manngerð mína,“
sagði þessi sterkbyggði og staðfasti leikari í viðtali við
Skarphéðin Guðmundsson, og það gerði sig að utangarðs-
manni í Hollywood.
Matrix ReloadedWhat’s Love Got To Do With ItBoyz n the Hood
Fishburne leikur glæpaforingja í myndinni Assault on Precinct 13 sem er endur-
gerð á samnefndri glæpamynd Johns Carpenters frá 1976.
skarpi@mbl.is
Apocalypse Now OthelloSchool Daze King of New York
Hin mörgu
andlit
Fishburnes
16 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ