Morgunblaðið - 30.04.2005, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 15
ÁRSFUNDUR LANDSPÍTALANS
HLUTFALL heildarútgjalda rík-
isins sem Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi (LSH) er ætlað á hverju
ári hefur lækkað síðustu fimm árin.
Árið 2004 var 9,06% af heildar-
fjárlögum ríkisins varið til reksturs
spítalans en 9,32% á árinu 2000.
Þetta kom fram í máli Önnu Lilju
Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra
fjárreiðna og upplýsinga LSH, er
hún gerði grein fyrir ársreikningi
spítalans á ársfundi LSH í gær.
„Ætla mætti þegar horft er til
fjölgunar þjóðarinnar, fjölgunar
aldraðra og tækniframfara og það að
Landspítali – háskólasjúkrahús er
eina sjúkrahús sinnar tegundar á
landinu, að hlutfallslega séu sífellt
meiri fjármunir að fara frá ríkinu til
reksturs spítalans. En það er öðru
nær, hlutfallið hefur lækkað síðustu
fimm árin, og mun enn lækka á
þessu ári samkvæmt rekstraráætlun
spítalans og fjárlögum ársins.“
Sagðist hún í þessu sambandi vara
við að ganga svo nærri spítalanum
að hann ætti erfitt með að sinna
hlutverki sínu sem þekkingar- og
þjónustustofnun í þágu almennings.
Rekstrarkostnaður staðið í stað
Anna Lilja leit yfir farinn veg frá
sameiningu sjúkrahúsanna í Reykja-
vík árið 2000 í erindi sínu. Sagði hún
að kostnaður við rekstur LSH hefði
staðið í stað frá sameiningu, eða í
fimm ár, en til að auðvelda sam-
anburð milli ára dró hún í útreikn-
ingum sínum frá S-merkt lyf og
byggingu Barnapítalans. Á sama
tíma hefði íbúum landsins fjölgað
um rúmlega 10.000 og öldruðum yfir
67 ára fjölgað um 6,5%.
Í ársreikningi kemur fram að upp-
safnaður rekstrarhalli samkvæmt
efnahagsreikningi var 1.032 m.kr.
um áramótin. Skammtímakröfur
voru 644 milljónir og skamm-
tímaskuldir rúmir tveir milljarðar.
„Greiðslustaða spítalans er því afar
erfið sem gerir það að verkum að
spítalinn þarf að greiða umtalsverða
fjármuni í dráttarvexti vegna van-
skila við birgja,“ sagði Anna Lilja.
)'*++,- .'(/'0'1234.'5
6+*
74
(,.
. ,2+8
!
(34,2+8
$
(4'+1
491 (934 6.'9'5*6+8
:,2+8';
<+.41++3+
'=
4*
% *5
! 5
5'
$%*5
>
;':,2+8'0 '$
(4'+1,'9'% 3?)4+ 3
'2
5!2$
!%2
**
%5
$%!
>
$ 2
*%%%
!'%%
'
2*5
$' >
$ %
*2$
!2!
*
52
$'! >
$5'
*$!
!55!
5'*
*$'
$'$*
>
!"##
Hlutfall LSH af heildar-
útgjöldum ríkisins lækkað
MAGNÚS Pétursson mun nú taka
við starfi sínu sem forstjóri Land-
spítala – háskólasjúkrahúss á nýjan
leik en hann hefur undanfarna mán-
uði verið við nám í Bandaríkjunum.
Jóhannes M. Gunnarsson, sem
settur var forstjóri í hans stað, mun
að nýju taka við starfi lækninga-
forstjóra sjúkrahússins.
Í erindi sem Magnús hélt á árs-
fundi LSH í gær ræddi hann m.a.
um tækniframfarir og læknavísindi og þær sið-
fræðispurningar sem vaknað hafa við samspil þessara
þátta.
„Læknum og hjúkrunarfólki er kennd sú siðfræði
að gera skuli allt til að lækna sjúkling og viðhalda lífi
hans,“ sagði Magnús. Hann sagði hertar kröfur um
réttindi sjúklinga oft gera læknum erfitt fyrir með að
rækta þessar skyldur. Nútímatækni gerði það að
verkum að hægt væri að halda lífi í sjúklingum lengur
en áður. Læknar og ættingjar hefðu ekki alltaf sömu
skoðun á því hvort halda bæri læknismeðferð sjúk-
lings áfram eða ekki, eins og nýleg dæmi erlendis frá
sönnuðu. „Tækniframfarir í læknavísindum eru okkur
til hagsbóta án nokkurs efa. Hins vegar þurfum við
stundum að spyrja okkur hvort við höfum gefið þeirri
siðfræði lækninga sem af tækniframförum leiðir,
nægan gaum. Getur verið að sú áhersla sem lögð hef-
ur verið á að viðhalda lífi sé gengin of langt og við
ættum að horfa meira til tilgangs og gæði lífs? Ég
hallast að því að umræður um siðfræði lækninga þurfi
að vera meiri en við höfum leyft okkur til þessa.“
Þurfum meiri umræðu
um siðfræði lækninga
Magnús Pétursson
„HRAÐI breytinga sjúkrahúsþjón-
ustu hefur að öllum líkindum aldrei
verið meiri en nú og því mikil þörf
fyrir sveigjanleika í húsnæði svo
hægt sé að mæta þörfum starfsem-
innar,“ sagði Jóhannes M. Gunn-
arsson, sem undanfarna mánuði hef-
ur sinnt starfi forstjóra Land-
spítalans, á ársfundi LSH í gær.
„Nærfellt allur húsakostur spítalans
er hins vegar gamall orðinn og mjög
viðhaldsfrekur. Húsin henta ekki
nútíma sjúkrahúsrekstri og nauð-
synlegar breytingar eru kostn-
aðarsamar.“
Skilvirkni í starfi LSH getur hins
vegar aukist enn frekar þegar starf-
semin verður öll komin á afmarkað
landsvæði, að mati Jóhannesar.
„Fullur árangur sameiningar spít-
alanna næst ekki án þess að starf-
semi háskólasjúkrahússins sameinist
á einum stað, í
nýjum húsakynn-
um. Þessi var sú
sýn sem starfs-
menn hinna ólíku
stofnana náðu
sátt um.“
Jóhannes sagði
einn þátt oft vilja
gleymast í um-
ræðum um ný við-
horf í heilbrigð-
isþjónustu. Það væru aukin réttindi
og kröfur sjúklinga. „Þessar kröfur
eru í takt við væntingar okkar allra
um að okkur sé sýnd virðing og
mannhelgi okkar virt og því til
marks eru meðal annars lög er
varða réttindi sjúklinga og persónu-
vernd. Þessum lögum er nánast
ógjörningur að framfylgja í því hús-
næði sem LSH hefur til umráða.
Starfsfólk sem vinnur við þær að-
stæður að þurfa að ganga gegn bæði
eigin siðferðistilfinningu og lands-
lögum fyllist vanlíðan og þessar að-
stæður stuðla að óánægju sjúklinga.
Þessi breyttu viðhorf gætu jafnvel
ein sér orðið ærið tilefni til end-
urgerðar sjúkrahúsbygginga.“
Rakti Jóhannes nýhugsun í bygg-
ingu og hönnun spítala og sagði að
rannsóknir hefðu leitt í ljós að spít-
alabyggingar eins og við þekktum
þær stuðluðu að alvarlegum með-
ferðarmistökum.
„Nýtt sjúkrahús verður að rísa.
Við megum ekki láta þetta tækifæri
ganga okkur úr greipum heldur
vinna samhent og fumlaust að upp-
byggingunni. Samstaða innan spít-
alans um verkefnið skiptir öllu. Trú-
verðugleiki spítalans gagnvart þjóð
og þingi veltur þar á,“ sagði hann.
Nýtt sjúkrahús verður að rísa
Jóhannes M.
Gunnarsson