Morgunblaðið - 30.04.2005, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 30.04.2005, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 37 DAGLEGT LÍF Sækjum styrk í íslenskt náttúruafl! „Ég hef teki› Angelicu jurtaveig í flrjú ár. Mér finnst Angelica gefa mér orku, sem ég flarf á a› halda bæ›i í vinnu og lang- hlaupum. Auk fless er hún kví›astillandi og ég fæ ég sjaldan kvef.“ Fjölbreytt virkni í einum skammti. Bryndís Magnúsdóttir Reykjavík Aukin orka og vellí›an, sjaldnar kvef Fæst í lyfja- og heilsuvöruverslunum.www.sagamedica.is Krakkarnir í Öskjuhlíðarskóla hafa ekkisömu tækifæri og önnur börn til aðsækja öll þau námskeið og annað sem í boði er fyrir jafnaldra þeirra, því þau þurfa sérumönnun. En nú þegar sólin er farin að skína lengur með degi hverjum fyllast hjörtu krakkanna í Öskjuhlíðarskóla af sumri því þá styttist í árvissan viðburð í lífi þeirra: Sum- ardvölina í sveitinni. Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla hefur í áraraðir rekið sér- staka sumardvöl þar sem krökkum úr skól- anum gefst kostur á að dvelja í lengri eða skemmri tíma. Undanfarin fjögur sumur hefur fjörið verið í Laugalandsskóla í Holtum, en þar er mjög góð aðstaða, sundlaug og gott útivist- arsvæði. Dýravinir og alsælar í sveitinni Vinkonurnar Ásdís Ásgeirsdóttir og Þórkatla Eiríksdóttir eru skólasystur úr Öskjuhlíð- arskóla og harðákveðnar í að láta sig ekki vanta í sumardvölina þetta árið. Þeim finnst spenn- andi að fá að gista annars staðar en heima hjá sér og gaman að vera í fríi með vinum sínum. „Við erum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt í sumardvölinni, til dæmis fáum við að fara á hestbak en mér finnst það æðislega gaman og ég get farið alveg ein á hestbak,“ segir Ásdís stolt en Þórkötlu finnst meira gaman að teyma hestana og klappa þeim. „Svo er hundur þarna og hann er mikill vinur okkar og við leikum okkur oft við hann. Við förum líka í dýragarð- inn Slakka í Laugarási og þar eru alls konar dýr,“ segja þær vinkonurnar sem báðar eru miklir dýravinir. Þórkatla á kisu sem heitir Mjónalísa en Ásdís á páfagauk sem heitir Krúsi, eins og hákarlinn í bíómyndinni um Nemó. Dansa rokk á diskótekum Í sumardvölinni leika krakkarnir sér mikið úti í náttúrunni og það finnst stelpunum frábært. „Við förum í gönguferðir og tökum með okkur nesti sem við borðum úti, við förum stundum í ratleik og það er allt í lagi þótt maður vinni ekki. Svo förum við oft í sund og keppum um það hver er fljótastur að renna sér niður vatns- rennibrautina.“ Þau hafa líka kvöldskemmtanir þar sem þau sjá sjálf um skemmtiatriðin og Ás- dís samdi til dæmis leikrit um Rauðhettu sem sett var á svið. „Við höldum líka diskótek og þá dansa ég rokk við strákana,“ segir Þórkatla og játar að hún sé svolítið skotin í einum þeirra. „Og svo eru náttfatapartí og þá poppum við og horfum á myndband.“ Þær segjast ekki sakna mömmu og pabba neitt sérstaklega mikið þótt þær fari að heiman í svona langan tíma. „Við fáum stundum smáheimþrá en það lagast fljótt, og mig dreymir stundum Pétur og úlfinn,“ seg- ir Þórkatla. Dýrmæt sumarsæla í sveitinni En þótt það sé svakalegt fjör í sumardvölinni er líka ótrúlega gaman þegar mamma og pabbi koma að sækja þær að sveitadvölinni lokinni. „Mömmum okkar finnst við alltaf hafa stækkað svo mikið og okkur finnst þær líka hafa breyst eftir svona langan tíma.“ Þær vinkonurnar Ásdís og Þórkatla eru kraftmiklar stelpur sem vilja hafa eitthvað fyrir stafni þegar þær eru ekki í skólanum. Þær æfa saman sund og Þórkatla er í kórnum í Öskju- hlíð en hún kann nánast alla söngva sem til eru á íslensku. Hún er líka að læra á píanó í tónlist- arskóla Valgerðar. Krakkarnir í Öskjuhlíðarskóla eiga síður vini í hverfinu þar sem þau búa af því að þau þurfa að sækja skóla sem er annars staðar. Eins kom- ast þau síður en önnur börn út að leika. Einmitt þess vegna er sumardvölin svo dýrmæt fyrir þau, þar komast þau í frí með vinum sínum. Morgunblaðið/Árni Torfason Töffararnir Ásdís og Þórkatla eru miklar kraftakonur. Reiðtúrar, ratleikir og náttfatapartí  SUMARDVÖL Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is ÞEIR sem eru með matjurtargarð til heimilisnota vita að nauðsynlegt er að undirbúa garðinn snemma vors til að nýta sprettutímann sem best. „Fyrst er að ákveða hvað skal rækta,“ segir Gunnþór K. Guðfinns- son, ræktunarstjóri lífrænnar rækt- unar, hjá Landbúnaðarháskóla Ís- lands. „Gott er að byrja með tegundir sem er einfalt og auðvelt að rækta eins og hreðkur, kart- öflur, næpur, grænkál, gulrófur og salat. Seinna er hægt að bæta við kröfuharðari tegundum eins og blómkáli, spergilkáli og rauðkáli.“ Flestar nytjaplöntur er nauðsyn- legt að forrækta, í gróðurhúsi eða inni í húsi í 4–8 vikur við 10–18ºC. Þegar fræin hafa spírað er nóg að halda 10–12ºC hita til að fá góðar plöntur. Fræjunum er ýmist dreift í bakka eða eitt og eitt frækorn í hólfaða bakka. Best er að nota sáð- mold og þjappa henni vel í bakk- ann, sá og strá yfir þunnu lagi af vikri, rétt til að hylja fræin. Vökva vel og setja yfir gler- eða plastlok og breiða dagblað yfir lokið. Lokið heldur raka á meðan spírun fer fram en þegar fræin byrja að koma upp er það tekið af bakkanum. „Þegar plönturnar eru komnar vel upp, um það bil viku eftir spír- un, er þeim plantað í hólfabakka sem fylltir eru með frjósamri safn- haugamold eða annarri næring- arríkri gróðurmold,“ segir Gunn- þór. „Mikilvægt er að gæta vel að rótunum við plöntunina og taka um blöðin en ekki stilkinn til þess að hún skemmist ekki.“ Hola er gerð með plöntupinna eða vísifingri, rótunum komið fyrir ofan í holunni og moldinni þrýst létt að. Að lokum er vökvað vel. „Þegar plönturnar eru komnar vel á veg má koma þeim fyrir í sól- reit svo fremi sem tryggt er að ekki frjósi,“ segir hann. „Fyrir út- plöntun er mikilvægt að bæta í jarðveginn lífrænum áburði. Með lífrænum áburði byggjum við upp frjósemi og sköpum þannig ákjós- anlegri skilyrði fyrir nytja- plönturnar okkar.“ Algengt er að plantað sé út um mánaðamót maí/júní. Kálplöntum má planta frekar djúpt þannig að neðstu blöðin nemi við yfirborð jarðvegsins. Gott er að nota plöntu- skóflu og þjappa vel að plöntunni. Þegar ræktunin er skipulögð verður að gæta þess að hvaða teg- undir passa saman, þannig að stærstu plönturnar skyggi ekki á þær minni. Eins ber að hafa í huga að rækta ekki sömu tegundina á sama stað í garðinum ár eftir ár.  MATJURTAGARÐURINN | Hreðkur, næpur, grænkál, gulrófur og salat Nauðsynlegt að forrækta flest grænmeti Plantað út með plöntupinna. Morgunblaðið/Sverrir Gunnþór Guðfinnsson bendir á að gott sé að byrja með tegundir sem er einfalt og auðvelt að rækta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.