Morgunblaðið - 30.04.2005, Síða 57

Morgunblaðið - 30.04.2005, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 57 MENNING Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Árskógar 4 | Handverkssýning frá kl. 13 til 16.30. Kaffi og gott meðlæti frá kl. 14. Skemmtiatriði. Allir velkomnir. Breiðfirðingabúð | Fundur verður haldinn mánudaginn 2. maí kl. 20. Efni fundarins er um fyrirhugaða vor- ferð félagsins. Ellimálaráð Reykjavíkurprófasts- dæma | Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma og Ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar efna til sumardvalar fyrir eldri borgara á Löngumýri í sumar. Boðið er upp á fimm daga dvöl frá mánudegi til föstudags. Um er að ræða tvo hópa í júní og einn í júlí. Upplýsingar á skrifstofu Ellimálaráðs f.h. virka daga, s. 557 1666. Félag eldri borgara, Reykjavík | Nokkur sæti laus vegna forfalla í Fær- eyjaferð 24. maí. Almennur fé- lagsfundur FEB verður á Grand hóteli þriðjudaginn 3. maí n.k. kl. 13.30– 16.30. Skráning á skrifstofu FEB í s. 588 2111. Félagsstarf Gerðubergs | Mánudag- inn 2. maí kl. 13.30 heimsókn frá Ár- túnsskóla, Pétur Finnbogason og Saga Unnsteinsdóttir, þátttakendur í stóru upplestrarkeppninni, lesa sjálf- valið efni. Elínborg Friðriksdóttir syngur nokkur lög. Hraunsel | Þriðjudaginn 3. maí verð- ur farin ferð í Krýsuvík og Bláa lónið. Lagt af stað kl. 12 frá Hraunseli. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Í dag er námskeið í list- þæfingu kl. 9–12. Gönguhópur Háa- leitishverfis leggur af stað í göngu kl. 10. Boðið upp á teygjuæfingar og vatn að lokinni göngu. S. 568 3132. Kvenfélagið Heimaey | Lokakaffi verður í Súlnasal Hótels Sögu sunnu- daginn 1. maí kl. 14. SÁÁ félagsstarf | Síðasta spilakvöld vetrarins verður laugardaginn 30. apríl kl. 20 í sal I.O.G.T að Stangarhyl 4. Að lokinni spilamennsku verður dansað. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuð- borgarsvæðinu | Félagsheimilið, Há- túni 12. Aðalfundur Sjálfsbjargar, fé- lags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, kl. 14. Vesturgata 7 | Flóamarkaður verður miðvikudaginn 4. maí og föstudaginn 6. maí frá kl. 13–16 báða dagana. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund alla laugardaga kl. 20. Einnig er bænastund alla virka morgna kl. 7–8. Allir velkomnir. Kristniboðssambandið | Hin árlega kaffisala Kristniboðsfélags kvenna verður í Kristniboðssalnum að Háa- leitisbraut 58–60 sunnudaginn 1. maí kl. 14–18. Kaffiveitingar. Ágóðinn rennur til kristniboðsins. Í FRÉTT blaðsins í gær um Nýja söngskólann Hjartansmál urðu þau mis- tök að í texta með mynd af nemendum skólans var sagt að þar væru kenn- ararnir. Hér birtist rétta myndin af kennurunum og er beðist velvirðingar á mistökunum. Morgunblaðið/Þorkell Kennarar við Nýja söngskólann DÓMKIRKJUKÓR Gautaborgar heldur þrenna tónleika á Íslandi og verða fyrstu tónleikarnir í Lang- holtskirkju sunnudaginn 1. maí kl. 17.00. Þriðjudaginn 3. maí syngur kórinn í Reykholtskirkju kl. 20.30 og miðvikudaginn 4. maí verða tón- leikar í Norræna húsinu kl. 20.00. Dagskráin verður breytileg eftir tónleikastöðum og sérstök dagskrá verður afhent á hverjum tónleika- stað fyrir sig. Auk þessara tónleika syngur kórinn við hátíðarmessu í Hallgrímskirkju á uppstigning- ardag, 5. maí, kl. 11.00. Dómkirkjukórinn í Gautaborg undir stjórn Ann-Marie Rydberg er stór þáttur í tónlistarlífi Gautaborg- ar. Efnisskrá kórsins spannar yfir tónlist frá mismunandi tímabilum, bæði söngverk og stærri kirkjuleg verk með hljómsveit. Kórinn syngur einnig nýleg norræn kórverk. Norræn lýrik einkennir tónleika- dagskrána sem Dómkirkjukór Gautaborgar mun flytja á Íslandi. Meðal tónskálda eru Stenhammar, Sven-Eric Johanson og Söderman ásamt nýsaminni tónlist fyrir orgel og dansara eftir dómorganistan Bengt Nilsson. Dansarinn Jantje Groenwold er með í för. Kórinn hef- ur sungið inn á nokkra hljómdiska og ferðast m.a. um Bandaríkin og mörg Evrópulönd, síðast til Frakk- lands sumarið 2004. Dómkirkjukór Gautaborgar í heimsókn Í NÁTTÚRUFRÆÐISTOFU og Bókasafni Kópavogs stendur nú yfir samsýning sjö íslenskra listamanna sem ber heitið Ís- lensk samtímaglerlist. Listamennirnir eru Brynhild- ur Þorgeirsdóttir, Jón Jóhanns- son, Jónas Bragi Jónasson, Pía Rakel Sverrisdóttir, Rakel Steinarsdóttir, Sigríður Ás- geirsdóttir og Sigrún Ó. Ein- arsdóttir og eiga þau það sam- eiginlegt að vinna verk sín að miklu eða öllu leyti í gler. Sýn- ingin hefur hlotið mikið lof og verður hún framlengd til loka maí. Afgreiðslutími náttúru- fræðistofu og bókasafns er sem hér segir: Mánudaga – fimmtudaga kl. 10–20, föstudaga kl. 11–17 og laugardaga og sunnudaga kl. 13–17. Samsýning sjö ís- lenskra listamanna framlengd í Kópavogi KÓR Akureyrarkirkju fagnaði 60 ára afmæli sl. sunnudag með hátíð- artónleikum á Kirkjulistaviku 2005 í Akureyrarkirkju. Á efnisskránni var m.a. Messa í fís-moll op. 36 fyrir tvo kóra og tvö orgel. Flytjendur voru auk kórsins; Kammerkór Norðurlands, sönghóp- urinn Voces Thules, organistarnir Björn Steinar Sólbergsson og Eyþór Ingi Jónsson og gestastjórnandi var Hörður Áskelsson. Messan verður flutt öðru sinni í heild við messu kl. 11 í Hallgríms- kirkju í Reykjavík sunnudaginn 1. maí. Kór Akureyrarkirkju var form- lega stofnaður árið 1945. Stjórnandi frá upphafi og til ársins 1986 var Jakob Tryggvason, fyrrverandi org- anisti Akureyrarkirkju. Arftaki hans og núverandi stjórnandi er Björn Steinar Sólbergsson. Kórinn syngur við reglulegt helgihald í Akureyr- arkirkju. Annar mikilvægur þáttur í starfi kórsins er sjálfstætt tónleika- hald sem hefur borið hann víðsvegar um landið með þátttöku m.a. í kirkjuvikum og kirkjulistavikum bæði á Akureyri og í Reykjavík. Einnig hefur kórinn farið í tónleika- ferðir til Danmerkur, Kanada, Frakklands, Slóveníu og Þýska- lands. Mikil áhersla er lögð á flutn- ing á „a capella“ tónlist (kórsöngur án undirleiks) en auk þess flytur kórinn reglulega stærri verk og hef- ur m.a. flutt messur eftir Haydn, Mozart, Schubert, Kodály og Goun- od, Requiem eftir Gabriel Fauré, Magnificat eftir J.S. Bach, Gloriu eftir Francis Poulenc, Missa di Gloria eftir Puccini og Sköpunina eftir Haydn. Kórinn hefur sungið inn á tvær hljómplötur og haustið 1997 kom út geisladiskurinn Dýrð – Vald – Virðing, í samvinnu við Skál- holtsútgáfuna. Kór Akureyrarkirkju ásamt stjórnanda, Birni Steinari Sólbergssyni. Kór Akureyrarkirkju í Hallgrímskirkju Hjolalestin Fimmtudaginn, 5. maí Nauthólsvík – Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Hjólað til Nauthólsvíkur frá eftirtöldum stöðum. Lagt af stað kl. 12.00. Frá Spönginni - viðkoma á Gullnesti/Olís kl. 12:30 Frá Smáratorg - viðkoma við Sundlaug Kópavogs kl. 12:30 Frá Mjódd til Nauthólsvíkur Klukkan 13.00 leggur hjólalestin af stað í fylgd vetnisstrætó úr Nauthólsvík Leiðin Nauthólsvík - Húsdýragarður Nauthólsvík – Suðurgata – Aðalstræti – Grófin – Geirsgata – Kalkofnsvegur – Sæbraut – Kringlumýrarbraut –Sundlaugarvegur – Reykjavegur - Húsdýragarður Dagskrá í Fjölskyldu- og húsdýragarði kl. 14 Stutt og hressileg ávörp lestarstjóra Lína langsokkur kíkir við og sprellar og dregur í happa- drætti um glæsileg hjólreiðaverðlaun frá Húsasmiðjunni. Landsbjörg verður með ráðleggingar varðandi öryggisatriði í umferðinni. Ókeypis ferðir með vetnisstrætó úr Húsdýragarðinum kl. 15:30 í Nauthólsvík, Spöngina, Mjódd og á Smáratorg. Allir þeir sem mæta á hjóli með hjálm í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn fá ókeypis aðgang og happdrættismiða. Allir velkomnir! Í tilefni af fyrirtækjakeppninni Hjólað í vinnuna 2.-13. maí

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.