Morgunblaðið - 30.04.2005, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 30.04.2005, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 57 MENNING Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Árskógar 4 | Handverkssýning frá kl. 13 til 16.30. Kaffi og gott meðlæti frá kl. 14. Skemmtiatriði. Allir velkomnir. Breiðfirðingabúð | Fundur verður haldinn mánudaginn 2. maí kl. 20. Efni fundarins er um fyrirhugaða vor- ferð félagsins. Ellimálaráð Reykjavíkurprófasts- dæma | Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma og Ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar efna til sumardvalar fyrir eldri borgara á Löngumýri í sumar. Boðið er upp á fimm daga dvöl frá mánudegi til föstudags. Um er að ræða tvo hópa í júní og einn í júlí. Upplýsingar á skrifstofu Ellimálaráðs f.h. virka daga, s. 557 1666. Félag eldri borgara, Reykjavík | Nokkur sæti laus vegna forfalla í Fær- eyjaferð 24. maí. Almennur fé- lagsfundur FEB verður á Grand hóteli þriðjudaginn 3. maí n.k. kl. 13.30– 16.30. Skráning á skrifstofu FEB í s. 588 2111. Félagsstarf Gerðubergs | Mánudag- inn 2. maí kl. 13.30 heimsókn frá Ár- túnsskóla, Pétur Finnbogason og Saga Unnsteinsdóttir, þátttakendur í stóru upplestrarkeppninni, lesa sjálf- valið efni. Elínborg Friðriksdóttir syngur nokkur lög. Hraunsel | Þriðjudaginn 3. maí verð- ur farin ferð í Krýsuvík og Bláa lónið. Lagt af stað kl. 12 frá Hraunseli. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Í dag er námskeið í list- þæfingu kl. 9–12. Gönguhópur Háa- leitishverfis leggur af stað í göngu kl. 10. Boðið upp á teygjuæfingar og vatn að lokinni göngu. S. 568 3132. Kvenfélagið Heimaey | Lokakaffi verður í Súlnasal Hótels Sögu sunnu- daginn 1. maí kl. 14. SÁÁ félagsstarf | Síðasta spilakvöld vetrarins verður laugardaginn 30. apríl kl. 20 í sal I.O.G.T að Stangarhyl 4. Að lokinni spilamennsku verður dansað. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuð- borgarsvæðinu | Félagsheimilið, Há- túni 12. Aðalfundur Sjálfsbjargar, fé- lags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, kl. 14. Vesturgata 7 | Flóamarkaður verður miðvikudaginn 4. maí og föstudaginn 6. maí frá kl. 13–16 báða dagana. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund alla laugardaga kl. 20. Einnig er bænastund alla virka morgna kl. 7–8. Allir velkomnir. Kristniboðssambandið | Hin árlega kaffisala Kristniboðsfélags kvenna verður í Kristniboðssalnum að Háa- leitisbraut 58–60 sunnudaginn 1. maí kl. 14–18. Kaffiveitingar. Ágóðinn rennur til kristniboðsins. Í FRÉTT blaðsins í gær um Nýja söngskólann Hjartansmál urðu þau mis- tök að í texta með mynd af nemendum skólans var sagt að þar væru kenn- ararnir. Hér birtist rétta myndin af kennurunum og er beðist velvirðingar á mistökunum. Morgunblaðið/Þorkell Kennarar við Nýja söngskólann DÓMKIRKJUKÓR Gautaborgar heldur þrenna tónleika á Íslandi og verða fyrstu tónleikarnir í Lang- holtskirkju sunnudaginn 1. maí kl. 17.00. Þriðjudaginn 3. maí syngur kórinn í Reykholtskirkju kl. 20.30 og miðvikudaginn 4. maí verða tón- leikar í Norræna húsinu kl. 20.00. Dagskráin verður breytileg eftir tónleikastöðum og sérstök dagskrá verður afhent á hverjum tónleika- stað fyrir sig. Auk þessara tónleika syngur kórinn við hátíðarmessu í Hallgrímskirkju á uppstigning- ardag, 5. maí, kl. 11.00. Dómkirkjukórinn í Gautaborg undir stjórn Ann-Marie Rydberg er stór þáttur í tónlistarlífi Gautaborg- ar. Efnisskrá kórsins spannar yfir tónlist frá mismunandi tímabilum, bæði söngverk og stærri kirkjuleg verk með hljómsveit. Kórinn syngur einnig nýleg norræn kórverk. Norræn lýrik einkennir tónleika- dagskrána sem Dómkirkjukór Gautaborgar mun flytja á Íslandi. Meðal tónskálda eru Stenhammar, Sven-Eric Johanson og Söderman ásamt nýsaminni tónlist fyrir orgel og dansara eftir dómorganistan Bengt Nilsson. Dansarinn Jantje Groenwold er með í för. Kórinn hef- ur sungið inn á nokkra hljómdiska og ferðast m.a. um Bandaríkin og mörg Evrópulönd, síðast til Frakk- lands sumarið 2004. Dómkirkjukór Gautaborgar í heimsókn Í NÁTTÚRUFRÆÐISTOFU og Bókasafni Kópavogs stendur nú yfir samsýning sjö íslenskra listamanna sem ber heitið Ís- lensk samtímaglerlist. Listamennirnir eru Brynhild- ur Þorgeirsdóttir, Jón Jóhanns- son, Jónas Bragi Jónasson, Pía Rakel Sverrisdóttir, Rakel Steinarsdóttir, Sigríður Ás- geirsdóttir og Sigrún Ó. Ein- arsdóttir og eiga þau það sam- eiginlegt að vinna verk sín að miklu eða öllu leyti í gler. Sýn- ingin hefur hlotið mikið lof og verður hún framlengd til loka maí. Afgreiðslutími náttúru- fræðistofu og bókasafns er sem hér segir: Mánudaga – fimmtudaga kl. 10–20, föstudaga kl. 11–17 og laugardaga og sunnudaga kl. 13–17. Samsýning sjö ís- lenskra listamanna framlengd í Kópavogi KÓR Akureyrarkirkju fagnaði 60 ára afmæli sl. sunnudag með hátíð- artónleikum á Kirkjulistaviku 2005 í Akureyrarkirkju. Á efnisskránni var m.a. Messa í fís-moll op. 36 fyrir tvo kóra og tvö orgel. Flytjendur voru auk kórsins; Kammerkór Norðurlands, sönghóp- urinn Voces Thules, organistarnir Björn Steinar Sólbergsson og Eyþór Ingi Jónsson og gestastjórnandi var Hörður Áskelsson. Messan verður flutt öðru sinni í heild við messu kl. 11 í Hallgríms- kirkju í Reykjavík sunnudaginn 1. maí. Kór Akureyrarkirkju var form- lega stofnaður árið 1945. Stjórnandi frá upphafi og til ársins 1986 var Jakob Tryggvason, fyrrverandi org- anisti Akureyrarkirkju. Arftaki hans og núverandi stjórnandi er Björn Steinar Sólbergsson. Kórinn syngur við reglulegt helgihald í Akureyr- arkirkju. Annar mikilvægur þáttur í starfi kórsins er sjálfstætt tónleika- hald sem hefur borið hann víðsvegar um landið með þátttöku m.a. í kirkjuvikum og kirkjulistavikum bæði á Akureyri og í Reykjavík. Einnig hefur kórinn farið í tónleika- ferðir til Danmerkur, Kanada, Frakklands, Slóveníu og Þýska- lands. Mikil áhersla er lögð á flutn- ing á „a capella“ tónlist (kórsöngur án undirleiks) en auk þess flytur kórinn reglulega stærri verk og hef- ur m.a. flutt messur eftir Haydn, Mozart, Schubert, Kodály og Goun- od, Requiem eftir Gabriel Fauré, Magnificat eftir J.S. Bach, Gloriu eftir Francis Poulenc, Missa di Gloria eftir Puccini og Sköpunina eftir Haydn. Kórinn hefur sungið inn á tvær hljómplötur og haustið 1997 kom út geisladiskurinn Dýrð – Vald – Virðing, í samvinnu við Skál- holtsútgáfuna. Kór Akureyrarkirkju ásamt stjórnanda, Birni Steinari Sólbergssyni. Kór Akureyrarkirkju í Hallgrímskirkju Hjolalestin Fimmtudaginn, 5. maí Nauthólsvík – Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Hjólað til Nauthólsvíkur frá eftirtöldum stöðum. Lagt af stað kl. 12.00. Frá Spönginni - viðkoma á Gullnesti/Olís kl. 12:30 Frá Smáratorg - viðkoma við Sundlaug Kópavogs kl. 12:30 Frá Mjódd til Nauthólsvíkur Klukkan 13.00 leggur hjólalestin af stað í fylgd vetnisstrætó úr Nauthólsvík Leiðin Nauthólsvík - Húsdýragarður Nauthólsvík – Suðurgata – Aðalstræti – Grófin – Geirsgata – Kalkofnsvegur – Sæbraut – Kringlumýrarbraut –Sundlaugarvegur – Reykjavegur - Húsdýragarður Dagskrá í Fjölskyldu- og húsdýragarði kl. 14 Stutt og hressileg ávörp lestarstjóra Lína langsokkur kíkir við og sprellar og dregur í happa- drætti um glæsileg hjólreiðaverðlaun frá Húsasmiðjunni. Landsbjörg verður með ráðleggingar varðandi öryggisatriði í umferðinni. Ókeypis ferðir með vetnisstrætó úr Húsdýragarðinum kl. 15:30 í Nauthólsvík, Spöngina, Mjódd og á Smáratorg. Allir þeir sem mæta á hjóli með hjálm í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn fá ókeypis aðgang og happdrættismiða. Allir velkomnir! Í tilefni af fyrirtækjakeppninni Hjólað í vinnuna 2.-13. maí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.