Morgunblaðið - 31.05.2005, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HVER ER
PUNKTA-
STAÐA
ÞÍN?
VAKTAVINNU verður hætt hjá
rækjuvinnslu Þormóðs ramma –
Sæbergs hf. í lok næsta mánaðar
vegna óhagstæðra rekstrarskilyrða.
Fyrirtækið hyggst hefja bolfisk-
vinnslu og mun því ekki þurfa að
segja upp starfsfólki.
Rækjuvinnsla Þormóðs ramma –
Sæbergs hefur verið rekin á vökt-
um undanfarin 12 ár, ýmist tveimur
eða þremur að sögn Ólafs H. Mar-
teinssonar, framkvæmdastjóra. Í
júnílok verður vaktavinnu hætt og
rækja einungis unnin í dagvinnu.
Ólafur segir að vegna óhagstæðra
rekstrarskilyrða sé óhjákvæmilegt
að draga saman vinnslu rækju hjá
félaginu. Hann reiknar með að
framleiðsla félagsins á rækjuafurð-
um dragist saman um 40 til 50% í
kjölfarið. „Rækjuvinnslan hefur
verið mjög erfið um langt skeið en
aldrei erfiðari en einmitt undan-
farna mánuði. Það er engin rækju-
veiði við Ísland og því þarf að flytja
nær allt hráefnið inn og það verður
tæplega rekin rækjuvinnsla hér á
landi ef það ástand varir lengi.
Markaðir eru auk þess erfiðir,
verðið lágt og eiginlega leggst allt
á eitt til að gera reksturinn þungan
og fátt sem bendir til þess að
ástandið lagist í bráð.“
Áhersla á fiskvinnslu
Tvö af skipum Þormóðs ramma –
Sæbergs hættu rækjuveiðum undir
lok síðasta árs en hófu veiðarnar
aftur eftir páska. Að sögn Ólafs
hafa aflabrögðin verið vægast sagt
léleg. Hann á þó von á því að skipin
haldi áfram á rækju eitthvað leng-
ur.
Ekki er reiknað með að til upp-
sagnar starfsfólks þurfi að koma
vegna breytinganna.Samhliða þess-
ari breytingu er ætlunin að leggja
frekari áherslu á fiskvinnslu á
Siglufirði. „Við ætlum að halda
áfram að framleiða rækju en hugs-
anlega setja einnig í gang vinnslu á
bolfiski og þá helst ferskfisk-
vinnslu, fyrst og fremst til að koma
í veg fyrir að fólk missi vinnuna,“
segir Ólafur.
Hætta vöktum í
rækjuvinnslunni
Aðeins unnið á dagvöktum í rækjuvinnslu Þormóðs
ramma – Sæbergs og framleiðsla minnkar um helming
Eftir Helga Mar Árnason
hema@mbl.is
ÚR VERINU
Í netaróðri
með Happa-
sæli KE
Úr verinu
á morgun
SÍMAÞJÓNUSTAN Ráðgjöf í reykbindi verður opin
frá klukkan 10-22 í dag í tilefni af alþjóðlega reyk-
lausa deginum. Að sögn Guðrúnar Árnýar Guð-
mundsdóttur, hjúkrunarfræðings og ráðgjafa, hefur
símaþjónustan virkað mjög vel. Þjónustan er opin
alla virka daga milli 17 og 19 og er í gjaldfrjálsu núm-
eri þannig að allir geta leitað sér aðstoðar. Að sögn
Guðrúnar er um persónulega ráðgjöf að ræða. „Við
tökum niður mikið af upplýsingum og ákveðum út frá
því hvernig er best fyrir viðkomandi að hætta að
reykja.“
Guðrún ráðleggur fólki að byrja á að takast á við
vanann og síða við fíknina. „Það ber milu betri árang-
ur að undirbúa sig vel. T.d. getur fólk æft sig í að
vera reyklaust á ákveðnum stöðum, reykja kannski
ekki sígarettuna strax eftir matinn heldur gera eitt-
hvað annað,“ segir Guðrún og bætir við að boðið sé
upp á þjónustu þar sem hringt er í viðkomandi reglu-
lega í allt að ár til að veita stuðning í reykleysinu.
Í tilefni dagsins verða Samtök
hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki vera
með reykleysisráðgjöf í verslunarmiðstöðvunum
Smáralind og Kringlunni.
Samtök voru stofnuð árið 2000 og vinna meðal ann-
ars að því að efla forvarnir og aðstoða þá sem hafa
ánetjast tóbaki að hætta neyslu. Reykleysisráðgjöfin
er opin á neðri hæð verslunarmiðstöðvanna frá kl.
15–18, þriðjudaginn 31. maí og er öllum velkomið að
nýta sér þjónustuna.
Síminn hjá Ráðgjöf í reykbindindi er 800 6030.
Alþjóðlegi reyklausi dagurinn er í dag
Ráðgjöf fyrir þá sem
vilja hætta að reykja
AÐ vanda hefst laxveiðitímabilið í
fyrramálið, 1. júní, þegar formaður
Stangaveiðifélags Reykjavíkur byrj-
ar að kasta flugunni á Brotinu í Norð-
urá. Nýr formaður, Bjarni Júlíusson,
verður í fyrsta sinn í þessu hlutverki
og hann hlakkar mikið.
„Það er mjög spennandi að fara að
kasta í ána svona ferska, vitandi að
það eru miklir möguleikar á að setja í
lax,“ segir Bjarni. „Svo er ákveðin
hefð í kringum þessa opnun og gam-
an að taka þátt í því.“
Bjarni hefur veitt víða og árlega í
Norðurá í á þriðja áratug og honum
finnst áin alveg sérstök hvað fjöl-
breytileikann varðar. „Þarna eru
fosshylirnir, stórir og miklir strengir,
nettir strengir uppá dal, djúpir
dammar; fjölbreytnin er mikil. Það er
eiginlega bara Miðfjarðará sem býr
yfir álíka fjölbreytni.
Ég hef haldið ítarlega veiðidagbók
alveg síðan ég var gutti og sé að flest-
ir laxar sem ég hef veitt þarna hafa
komið af Eyrinni. Og ég held að Eyr-
in sé minn uppáhaldsstaður. Þessi
þunga hæga breiða sem þú getur
hitsað, veitt með þungri túpu eða
strippað – það er hægt að beita mörg-
um aðferðum þar.“
Byrjar hann þá ekki á Eyrinni á
morgun?
„Nei,“ segir hann hlæjandi. „Hefð-
in er sú að formaður og varaformaður
byrja alltaf á Brotinu og gjaldkeri og
ritari á Eyrinni. Þetta helgast af því
að í gamla daga, þegar oftar var nóg
vatn, voru veiðimöguleikarnir mestir
á Brotinu og formaðurinn átti að
njóta þess. En ég er sannfærður um
að það koma einhverjir laxar upp
strax á fyrstu klukkutímunum, ann-
aðhvort af Eyrinni eða Brotinu.“
Hæsta boð í Laugardalsá
Þegar Bjarni er spurður um veiði-
framboðið hjá SVFR segir hann að
um skeið hafi félagið verið að bjóða
uppá fjóra til fimm stangardaga á fé-
laga, í silungs- og laxveiði.
„Við höfum verið að flokka þetta
öðruvísi núna, reynum að sjá hvar
skórinn kann að kreppa. Félagið
verður að halda áfram að stækka,
mér finnst það lykilatriði. Við verðum
að framleiða nýja veiðimenn og halda
þessu gangandi. Því verðum við líka
að halda áfram að bæta við okkur
veiðisvæðum. Við erum ágætlega sett
í silungnum, svo hefur Veiðikortið
bæst við og Hraunsfjörðurinn verður
silungsveiðiparadís. Að mínu mati er
nú komið að því að bæta við góðri lax-
veiði. Það voru gríðarháar tölur sem
sáust í tilboðinu í Víðidalsá, við erum
ekki tilbúnir að teygja okkur það
hátt, en við buðum djarft í Laugar-
dalsá um daginn. Það er mjög
skemmtileg á sem gaf 500 laxa í
fyrra, við vorum með hæsta boðið,
rúmlega 9,2 milljónir. Hvað verður
kemur svo í ljós.“
Níu-pundari úr Laxá
Urriðaveiðin hófst í Laxá í Mý-
vatnssveit um helgina. Veiðin var góð
en það bar helst til tíðinda að Bragi
Guðbrandsson setti í níu punda urr-
iða í Geirastaðaskurði. Bragi, sem
sótt hefur Laxá í 24 ár, sagði þetta
vera stærsta fisk sem hann hefur náð
í ánni. „Hann kom tvisvar upp í Black
Ghost, missti svo áhugann. Þá setti
ég undir nobbler og hann negldi hann
strax,“ sagði Bragi. „Þetta var rosa-
leg viðureign.“
STANGVEIÐI
Eyrin er minn uppáhaldsstaður
Morgunblaðið/Golli
Bjarni Júlíusson, formaður SVFR,
með fluguna sem hann hyggst
kasta fyrst í Norðurá, rauða BEP.
veidar@mbl.is