Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þunglyndi hjá unglingum ermjög algengt og í raunjafnalgengt og hjá full-orðnum. Um einn af hverj- um 20 eða yfir 5% unglinga eiga við þunglyndi að stríða. Hjá stúlkum er þunglyndi þrefalt algengara en hjá drengjum. Þannig að þetta er kvennasjúkdómur hjá unglingum,“ segir Anne-Liis, sem er prófessor í barna- og unglingageðlækningum við háskólasjúkrahúsið í Uppsölum í Sví- þjóð. Hún bendir sem dæmi á að samfélagið í dag krefjist þess af kon- um að þær séu fallegar, gáfaðar og að þeim vegni vel í leik og starfi. Lars, sem er prófessor í geðlækn- ingum við háskólasjúkrahúsið í Upp- sölum í Svíþjóð, og Anne-Liis héldu fyrirlestra á Norður-Evrópuþingi Al- þjóðasamtaka kvenna í læknastétt sem hófst 28. september og lýkur í dag. Meðal þess sem Anne-Liis greindi frá var þunglyndi meðal ung- linga í Svíþjóð og kynnti hún nið- urstöður sínar á þinginu. Hún ásamt doktorsnema rannsök- uðu alla 16 ára nemendur í kringum Uppsala í Svíþjóð um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Nú 10 árum síð- ar vinna þau Lars og Anne-Liis sam- an að því að fylgja eftir þeim nið- urstöðum sem komu í ljós fyrir áratug eftir að ungmennin hafa full- orðnast. Fjöldi þunglyndra kom á óvart Spurð um alvarleika sjúkdómsins bendir hún á að hjá þeim sem greind- ust með þunglyndi hefðu allir haft sjálfsmorðshugsanir. „Þegar við spurðum þá sem höfðu reynt sjálfs- víg kom í ljós að nánast allir, eða um 90%, áttu við þunglyndi að stríða. Þannig að augljós tengsl eru þarna á milli,“ segir Anne-Liis og bætir því við að það hafi komið henni á óvart hversu margir hafi greinst þunglynd- ir og reynt sjálfsvíg. Af um 2.400 sem tóku þátt í rannsókninni höfðu yfir 300 reynt sjálfsvíg a.m.k. einu sinni. Hún segist þó ekki hafa orðið hissa á muninum á þunglyndi á milli karla og kvenna. Hjá körlum var hlutfallið um 3% en um 8% hjá konum. „Sjö pró- sent stúlknanna höfðu reynt sjálfsvíg a.m.k. einu sinni 16 ára gamlar. Það kom mér mjög á óvart,“ segir Lars. Anne-Liis segir fjölda sjálfsvígstil- rauna vera nokkuð svipaðan þegar Norðurlöndin séu borin saman. Aðspurð hvers vegna 5% ung- menna í Svíþjóð hafi greinst með þunglyndi og jafnvel reynt sjálfsvíg segja þau ástæðurnar vera marg- víslegar. „Skv. okkar niðurstöðum má rekja hluta vandans til átaka inn- an fjölskyldna. Ekki aðeins á milli foreldra heldur líka milli ungmenn- anna og foreldranna. Við vitum einn- ig, sem kom fram í annarri rannsókn, að þetta eigi að hluta til erfðafræði- legar útskýringar. Þú getur séð það hjá vissum fjölskyldum að þar sé meira um þunglyndi en annars stað- ar. Við vitum jafnframt að sl. 20 ár hafi átt sér stað hlutfallsleg aukning þunglyndis. Þannig að það er ljóst að það er eitthvað í samfélaginu sem skýrir þetta,“ segir Anne-Liis og bendir m.a. á að í ljós hafi komið að unglingum finnst þeir vera undir miklum þrýstingi til þess að standa sig vel í skóla og fá góða vinnu að námi loknu. Hún bendir jafnframt á að í Svíþjóð sé atvinnuleysi unglinga mjög hátt. Anne-Liis segir að unglingar með einkenni þunglyndis leiti sér ekki hjálpar. Það sé undantekning ef þeir geri svo. Einkennin geta komið fram með ýmsum hætti og viðbrögðin geta verið t.a.m. þau að unglingar leiðist út í að prófa fíkniefni. Hún segir að það sé nauðsynlegt að kenna hvernig megi greina einkenni þunglyndis hjá unglingum. Ekki bara innan lækna- stéttarinnar heldur einnig foreldrum og öðrum sem unglingarnir umgang- ist. Anne-Liis segir aðrar rannsóknir hafa sýnt fram að nokkuð algengara sé um tvískauta geðröskun að ræða þegar þunglyndiseinkenna verður vart hjá unglingum miðað við full- orðna, sem er alvarlegri sjúkdómur heldur en þunglyndi. Hún segist gjarnan vilja rannsaka það frekar. „Við vitum einnig að mjög margir sem glíma við þunglyndi eiga við lík- amleg vandmál að stríða.“ Mikill kostnaður Lars bendir á að um 25% alls kostnaðar vegna sjúkdóma í hinum iðnvæddu ríkjum stafi vegna geð- sjúkdóma. Hann segir ljóst að það skipti gríðarmiklu máli fyrir sam- félagið í heild að geta spornað við slíkum kostnaði. Kostnaðurinn vegna þunglyndis sé t.a.m. um 12–13% heildarkostnaðar vegna sjúkdóma. „Við vitum út frá öðrum rannsóknum að ef þú hefur greinst með þunglyndi er mikil hætta á því að sjúkdómurinn taki sig upp aftur og aftur. Þú gætir átt von á því, skv. því sem við best vitum, að þú sért þunglyndur í um 20% af ævi þinni,“ segir Lars og bæt- ir því við að ef fyrstu þunglynd- isköstin verði hjá fólki þegar það er 16 ára gamalt sé ljóst að um afar langan tíma sé að ræða. Samfara þessu fylgi aukin dauðsföll ekki ein- ungis vegna sjálfsvíga heldur einnig vegna smitsjúkdóma. „Vegna þess að ónæmiskerfið fer úr skorðum við þunglyndið.“ Miklar þjáningar fylgi geðsjúkdómum fyrir einstaklinginn, fjölskylduna auk gífurlegs kostnaðar fyrir samfélagið. „Það sem við vitum ekki, en vonumst til að vita á næstu árum, er hvort hægt sé að koma í veg fyrir þunglyndi og strax þegar ein- staklingurinn er unglingur,“ segir Lars. Aðspurð hvernig maður komi í veg fyrir þunglyndi benda þau á að ein- kennum sé hægt að halda niðri með lyfjagjöfum og með geðlækningum. Breyttur lífsstíll skiptir ekki síður sköpum að sögn Anne-Liis. Mik- ilvægt sé að sofa vel, borða hollan mat og hreyfa sig reglulega. Þá sé mikilvægt að misnota ekki áfengi eða aðra vímugjafa. Þau benda á að breytt þjóðfélag með auknum hraða hafi áhrif á fólk og þunglyndi, ekki sé tekið nægjanlegt tillit til fólks sem eigi við vandamál að stríða. „Ekki er svo langt síðan íbúar í Svíþjóð voru bændur, sem unnu mestmegnis yfir sumarmánuðina. Minna væri um að vera yfir veturinn. Meira væri sofið yfir dimmasta tím- ann o.s.frv. Í dag förum við í sumarfrí yfir sumarmánuðina og vinnum eins og brjálæðingar allan veturinn, sem er dimmasta tímabil ársins. Reyndu bara að vakna á morgnana á meðan það er enn dimmt úti,“ segir Lars og hlær. Morgunblaðið/Golli Lars von Knorring og Anne-Liis von Knorring voru með fyrirlestra á læknaráðstefnu í gær, en þau hafa mikið rannsakað þunglyndi. Hjónin og geðlæknarnir Anne-Liis von Knorring og Lars von Knorring rannsaka þunglyndi barna og fullorðinna. Jón Pétur Jónsson ræddi við þau og komst m.a. að því að þunglyndi leggst frekar á stúlkur en drengi. jonpetur@mbl.is Þunglyndi þrefalt algengara hjá stúlkum en drengjum SÍÐASTI vinnudagur Birgis Ísleifs Gunnarssonar í embætti seðla- bankastjóra var í gær. Af því til- efni færðu samstarfsmenn hans í bankanum honum yfirlit yfir vísi- tölu gengisskráningar þann tíma sem Birgir Ísleifur var seðla- bankastjóri. Birgir Ísleifur tók við starfi seðlabankastjóra 1. febrúar 1991 og formennsku í bankastjórn frá 1994. Á myndinni, sem tekin var í kveðjuhófi sem haldið var til heið- urs Birgi Ísleifi í gær, sjást seðla- bankastjórarnir Jón Sigurðsson (t.v.) og Eiríkur Guðnason (t.h.) skoða þróun vísitölunnar ásamt Birgi Ísleifi.Morgunblaðið/Sverrir Gáfu Birgi Ísleifi geng- isvísitöluna MEIRIHLUTI landsmanna er and- vígur sölu áfengis í verslunum ef marka má niðurstöður símakönnun- ar sem PSN-samskipti gerðu dagana 9. – 13. maí sl. fyrir Samstarfsráð um forvarnir. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) sölu áfengis í mat- vöruverslunum ef allar gerðir áfeng- is verða þar til sölu, einnig sterkt áfengi?“ Um 62,1% svarenda kváð- ust vera andvíg því að áfengi yrði selt í matvöruverslunum ef sterkt áfengi yrði þar á boðstólum. Árni Einarsson, framkvæmda- stjóri Fræðslumiðstöðvar í fíkni- vörnum, segir niðurstöðuna sýna með óyggjandi hætti að fólk vilji ekki að áfengi verði selt í matvöruversl- unum. „Við og ýmsir aðrir höfum bent á að verði farið að selja t.a.m. bjór eða léttvín í verslunum, eins og ríflega helmingur Íslendinga styður skv. könnunum, þá muni sterku drykkirnir fylgja.“ Meiri andstaða hjá konum Árni bendir á að ekki sé rekstr- argrundvöllur fyrir verslun með sterkt áfengi, það hafi t.a.m. Sigurð- ur Jónsson, framkvæmdastjóri Sam- taka verslunar og þjónustu, bent á. Árni segir ljóst að þeir kostir sem eftir standi séu að annaðhvort taki menn allt eða ekkert, þ.e. annað- hvort verði léttvín og sterkt áfengi selt saman í matvöruverslunum eða þá ástandið haldist óbreytt. „Við telj- um að það séu ábendingar um að það sé ekki rekstrargrundvöllur til að halda úti sérverslun eingöngu með sterkt áfengi. Þessvegna sé þessi kostur í rauninni ekki til í stöðunni.“ Marktækur munur greindist á milli kynja en konur voru í meiri mæli mótfallnar heldur en karlar, eða 72,3% á móti 56,3%. Þá greindist marktækur munur eftir aldri en eldra fólk er frekar andvígt heldur en svarendur í yngri aldurshópun- um. Íbúar á landsbyggðinni eru and- vígari sölu áfengis í matvöruverslun- um en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Úrtakið var 1.200 manna slembi- úrtak fólks á aldrinum 18 til 67 ára af öllu landinu. Alls svöruðu 829. 62% andvíg sölu sterkra drykkja í búðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.