Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Píanókennsla Kenni 1. til 6. stig í píanóleik. Get bætt við mig nokkrum nemendum. Upplýsingar í síma 553 0211. Jakobína Axelsdóttir, píanókennari, Austurbrún 2 (9 5), 104 Reykjavík. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Grandavegur 47, 202-4816, Reykjavík, þingl. eig. Sigríður Gústavsdótt- ir, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., fimmtudaginn 6. október 2005 kl. 10:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 30. september 2005. Kennsla Félagslíf Svölur Fyrsti félagsfundur vetrarins verður haldinn í sal Flugvirkjafé- lagsins í Borgartúni 22, 3. hæð, þriðjudaginn 4. okt. kl. 19:30. Húsið opnað kl. 19:00. Vinnu- fundur. Pökkun jólakorta. Marg- ar hendur vinna létt verk. Stjórnin. 2.10. Þríhyrningur. Brottför frá BSÍ kl. 9:00. Fararstj. María Berglind Þráinsdóttir. V. 2.900/ 3.400 kr. 3.10. Myndakvöld í Húnabúð, Skeifunni 11, 3. hæð kl. 20:00. Sýndar verða myndir úr jeppa- og hellaskoðunarferð á Laka- svæðið. Eftir sýninguna verður glæsilegt kökuhlaðborð. Að- gangseyrir er 700 kr. 7.-9.10. Vonarskarð - Jeppa- ferð. Fararstjóri Guðrún I. Bjarna- dóttir. V. 4.200/4.900 kr. 14.- 16.10. Óvissuferð. Hjá Útivist er löng hefð fyrir að fara í óvissuferð til fjalla um þetta leyti árs. Að þessu sinni er ferðin tvískipt og tveir fararstjór- ar, Marrit Meintema og Anna Soffía Óskarsdóttir. Sjá nánar á www.utivist.is Raðauglýsingar sími 569 1100 HAUSTMÓT Taflfélags Reykjavíkur hófst sl. sunnudag í Skákheimili félagsins í Faxafeni 12, Reykjavík. Á mótinu er teflt um meistaratitil TR og eru þátttak- endur 47, sem tefla í tveimur lok- uðum 10 manna flokkum og opnum 27 manna flokki, 9 umferðir í öllum flokkum. Þegar þessar línur eru ritaðar hafa verið tefldar tvær umferðir. Í A-flokki eru Snorri G. Bergs- son og Heimir Ásgeirsson efstir, með 1½ v. hvor. Í B-flokki hafa fjórir keppendur hlotið 1½ v., en það eru Sverrir Sigurðsson, Eiríkur Björnsson, Ólafur Gísli Jónsson og Hrannar Baldursson. Í C-flokki hafa fimm keppendur unnið báðar skákirnar, Atli Freyr Kristjánsson, Helgi Brynjarsson, Snorri Snorrason, Þorsteinn Leifs- son og Svanberg Már Pálsson. Það má búast við skemmtilegri keppni á mótinu og ættu skák- áhugamenn að leggja leið sína í Skákheimilið, en teflt er á sunnu- dögum, byrjað kl. 14, og á miðviku- dögum og föstudögum hefst taflið kl. 19.30. Hlé verður gert á mótinu 7. og 9. október, vegna Íslandsmóts skákfélaga. Við skulum sjá skemmtilega skák úr 2. umferð í A-flokki. Heim- ir Ásgeirsson stóð sig mjög vel í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands í síðasta mánuði og hann byrjar vel á Haustmótinu. Hvítt: Björn Þorsteinsson Svart: Heimir Ásgeirsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Bxf6 gxf6 10. Rd5 f5 11. g3 – Upp er komið eitt vinsælasta af- brigðið í Sikileyjarvörn. Björn vel- ur gamla leið til að koma andstæð- ingi sínum út úr nýjustu fræðum. Algengt er að leika 11. c3 Bg7 12. exf5 Bxf5 13. Rc2 0–0 14. Rce3 Be6 15. Bd3 f5 16. 0–0 Ha7 o.s.frv. 11. … Bg7 12. Bg2 0–0 13. exf5 Bxf5 14. Re3 Re7 15. Rxf5 Rxf5 16. Bxa8?!– Björn tekur skiptamuninn strax, en 16. Dh5 (eða 16. Dd3) 16. … Rd4 17. c3 b4 18. cxd4 bxa3 19. bxa3!? Da5+ 20. Kf1 Hab8 21. Be4 virðist gefa hvíti betri möguleika. 16. … Dxa8 17. 0–0 Rd4 18. f3 e4 19. fxe4 Dxe4 20. Dd3 – Eftir 20. c3 b4 21. Rc4 bxc3 22. Rxd6 De3+ 23. Hf2 cxb2 24. Hb1 De6 stendur svartur mun betur, vegna frípeðsins á b2 og opinnar kóngsstöðu hvíts. 20. … Re2+ 21. Kf2 Bd4+ 22. Ke1 Dxd3 23. cxd3 He8 24. Kd2 Bxb2 25. Hab1 Bc3+ Ekki gengur 25. … Bxa3, vegna 26. Hfe1 og riddarinn á e2 fellur. 26. Kc2 – Skárra er að leika 26. Kd1, en það dugar ekki til að bjarga hvítu stöðunni, t.d. 26. … Bg7! (26. … Rd4 27. Rc2) 27. Hb3 (27. He1 Rc3+ 28. Kc2 Hc8!) 27. … Rc3+ 28. Hxc3 Bxc3 og svartur á peði meira og unnið endatafl. 26. … b4 27. Rc4 – Eða 27. d4 He3 28. Hfd1d5 29. Hd3 Rxd4+ 30. Hxd4 Bxd4 31. Hxb4 Bc5 og svartur á unnið tafl. Hrókur hans hótar að ráðast að hvítu peðunum með 32. … He2+ og hvítu mennirnir geta litla vörn veitt, því að þeir eru illa staðsettir, sérstaklega riddarinn á a3. 27. … Rd4+ 28. Kd1 He2 og hvítur gafst upp. Hann er fastur í netinu og á ekk- ert skynsamlegt svar við hótun svarts 29. … d5, ásamt 30. … Hd2+, ef riddarinn hreyfir sig. Heimsmeistaramótið í Argentínu Heimsmeistaramót FIDE, al- þjóðaskáksambandsins, hófst sl. þriðjudag í San Luis í Argentínu og því lýkur 16. október nk. Á mótinu tefla 8 stórmeistarar tvö- falda umferð, 14 skákir hver, um heimsmeistaratitilinn. Fjórum meisturum var boðið til mótsins, tveimur efstu mönnum frá síðasta móti, Kasmidzhanov, heimsmeist- ara frá Úzbekistan, og Adams, Englandi, svo og Kramnik (Rúss- landi) og Leko (Ungverjalandi). Til viðbótar áttu fjórir efstu menn á sigalista FIDE (meðaltal í júlí 2004 og janúar 2005) rétt til að tefla, en það eru Kasparov (Rússlandi), An- and (Indlandi), Topalov (Búlgaríu) og Morozevitsj (Rússlandi). Kasparov er hættur atvinnu- mennsku í skák og Kramnik mætti ekki heldur til leiks. Í þeirra stað tefla Svidler (Rússlandi) og sterk- asta skákkona allra tíma, Júdít Polgar, en þau vinna sér sæti, skv. stigum. Tefldar hafa verið tvær umferðir þegar þetta er skrifað, og staðan er þessi: 1.–2. Anand (2.788) og Topalov (2.788) 1½ v; 3.–6. Svidler (2.738), Adams (2.719), Morozevtsj (2.707) og Kasimdzhanov (2.670), 1 v. hver; 7.–8. Leko (2.763) og Polgar (2.735) ½ v. hvort. Það verður spennandi að fylgj- ast með mótinu. Flestir spá Anand sigri, en um það er erfitt að spá, því baráttan verður örugglega hörð og ekkert má út af bera á svo sterku móti. Eitt er þó alveg víst, að sviti og tár eiga eftir að renna, áður en heimsmeistari verður krýndur í Argentínu um miðjan næsta mán- uð. SKÁK Taflfélag Reykjavíkur Haustmót TR Skákheimili TR, Faxafeni 12, 25. september–19. október 2005 Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hafið Bragi Kristjánsson HÁTT í 900 hundruð ungmenni frá 19 stöðum á landinu taka þátt í 24. landsmóti Samtaka íslenskra skóla- lúðrasveita um helgina. Mótið fer fram á Akranesi, en það var haldið í fyrsta sinn á Seltjarnarnesi árið 1969. Í lok mótsins munu allir þátt- takendurnir leika saman í einni risa- stórri skólalúðrasveit og mun lúðra- þyturinn næsta víst berast um allan Skagann. Í dag munu skólahljómsveitir spila víðs vegar um bæinn, heima- fólki og gestum til upplyftingar og ánægju. Um kvöldið verður svonefnt Jagúarball þar sem félagar úr Lúðrasveit æskunnar spila og endurtaka tónleika sem hópurinn hélt 18. september sl. Á landsmótinu munu allar hljóm- sveitirnar taka þátt í stóru nám- skeiði sem ber nafnið „Skapandi tón- listarmiðlun“. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Sigrún Sævars- dóttir-Griffiths og Paul Griffiths. Á námskeiðinu verður samið stórt og skemmtilegt tónverk sem frumflutt verður við mótsslit og munu öll ung- mennin taka þátt í flutningi verks- ins. Mótsslitin verða í Íþróttahúsinu við Vesturgötu kl. 14 á sunnudeg- inum. Landsmót Samtaka lúðrasveita á Skaganum VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Hlíf lýsir undrun sinni á þeirri ráðstöfun að hækka laun bankastjóra Seðlabank- ans úr kr. 1.233.000 í kr. 1.563.000. „Hækkunin, sem er um 330 þúsund krónur, er í algjöru ósamræmi við hækkanir á launatöxtum félaga innan Alþýðusambands Íslands, enda jafn- gildir hún meira en þreföldum lág- marks dagvinnulaunum verkamanns á almennum vinnumarkaði. Þetta er verðbólguhvetjandi ráðstöfun, sem undirstrikar ábyrðarleysi og tvískinn- ungshátt ráðamanna þjóðarinnar. Það er því hámark ósvífninnar þeg- ar Seðlabankinn sendir frá sér grein- argerð þar sem talað er um nauðsyn þess að hið opinbera leggi sitt af mörkum í baráttunni við að tryggja að verðbólgumarkmið kjarasamninga haldi. Hvorki Seðlabankinn né ríkis- stjórnin hafa sýnt aðgát í meðferð fjármuna þjóðarinnar og þess vegna hrannast vandamálin upp.“ Stjórn Hlífar gagnrýnir þá stefnu opinberra aðila að auka launamuninn í landinu, sem hljóti að leiða til þess að verkalýðsfélög innan ASÍ knýi á um samsvarandi hækkun launa fé- lagsmanna sinna. Undrandi á hækkun launa bankastjóra RÓSA Björk Halldórsdóttir hjá Hundaræktarfélagi Íslands segir að hundaeign á Íslandi hafi aukist um 20% milli ára. Áhugi á hundarækt hafi aukist mikið á síðustu árum, en hún hvetur hundaeigendur til að hugsa vel um hundana sína; finna þeim verkefni og tilgang í lífinu, eins og hún kemst að orði. Hundaræktarfélag Íslands hefur gert samning um sýningarhald í Reiðhöllinni í Víðidal og verður fyrsta sýningin haldin um þessa helgi. Sýningar félagsins hafa áður ver- ið hjá Hestamannafélaginu Gusti en fara nú fram í mun stærra húsnæði og verður sýningin því mun um- fangsmeiri. Úrvalsdeild er ein af deildum fé- lagsins, en í henni eru vinnuhundar, og í tilefni af þessari stóru sýningu ætlar deildin að kynna vinnuþátt og eðli hinna ýmsu tegunda. Rósa segir að á sýningunni gefist gott tækifæri til að kynna sér hundategundirnar, ekki síður fyrir fólk sem sé að hugleiða að fá sér hund. Mikilvægt sé að velja sér teg- und eftir lífsstíl hvers og eins. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Anna Francesca Bianchi með hunda af tegundinni Siberian Husky. Hundaeign eykst um 20% STJÓRN kjördæmasambands Reykjavíkurkjördæmis suður leggur í ályktun áherslu á að Ísland standi við framboð sitt til öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna. Ísland hafi undan- farin ár tekið að sér veigamikil hlut- verk í samfélagi þjóðanna og verið áberandi í alþjóðlegu samstarfi. „Það er mat stjórnar sambandsins að Ísland eigi fullt erindi í örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna og hafnar málflutningi þess efnis að Ísland hafi ekki burði til að sitja í ráðinu. Ísland er með ríkustu þjóðum í heimi, land byggt öflugu fólki sem skarar fram úr í alþjóðlegum samanburði.“ Stjórn sambandsins fagnar „dugnaði og elju Halldórs Ásgríms- sonar forsætisráðherra við að kynna framboð Íslands í öryggisráðið og fagnar jafnframt þeirri þverpólitísku sátt sem náðst hafi um málið. Vilja að Ísland standi við framboð til öryggisráðs EFTIRFARANDI er áskorun sem var send til þingmanna frá stjórn Ungra vinstri grænna: „Stjórn Ungra vinstri grænna skorar á alla þingmenn og konur að taka fyrir og samþykkja strax í upp- hafi komandi þings frumvarp sem jafnar að fullu réttindi samkyn- hneigðra á við gagnkynhneigða. Það er löngu orðið tímabært að það ójafnrétti sem samkynhneigðir hafa búið við verði leiðrétt. Í ljósi þessa leggur stjórn Ungra vinstri grænna til að frumvarpið verði samþykkt strax í upphafi þingahalds og með at- kvæðum allra kjörinna fulltrúa á Al- þingi. Einnig færi vel á því að fulltrúar allra flokka væru flutningsmenn frumvarpsins. Með því yrðu þau skilaboð send út í samfélagið, á tákn- rænan hátt, að hér á landi verði ójafnrétti og fordómar ekki liðnir lengur.“ Samkynhneigðir öðlist jafnrétti að lögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.