Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Húsin eru seld á þremur byggingastigum. Verð frá kr. 955.000 m/vsk. Húsin verða tilbúin til afhendingar feb.-mars 2006. 5 ára reynsla á Íslandi. Sjá nánar heimasíðu okkar: www.kvistas.is Sölumaður: Jóhannes, sími 482 2362. Kvistás s/f Selfossi. kvistas@simnet.is Gestahús 24 fm gestahús, byggð úr gegnheilum harðvið „ÉG GET ekki annað en tekið undir með þeim sjónarmiðum sem þarna koma fram,“ segir Bragi Guðbrands- son, forstjóri Barnaverndarstofu, þegar borin er undir hann gagnrýni Helga Áss Grétarssonar á langa málsmeðferð umgengnismála sem var til umfjöllunar hér á síðum blaðsins á fimmtudag. Bragi bendir á að umsagnir barnaverndarnefnda í umgengn- isréttardeilum eru ekki eitt af meg- inverkefnum barnaverndarnefnda samkvæmt gildandi lögum. „Heldur er þeim falið þetta sem eins konar hliðarverkefni. Aðstæður hafa verið með þeim hætti á Íslandi að barnaverndarnefndir eiga fullt í fangi með að axla sínar frumskyldur varðandi barnavernd í landinu, þannig að að mörgu leyti má segja að þetta sé óhjákvæmileg niðurstaða af því. Engu að síður er það alvar- legt mál að ekki sé unnt að sinna þessum málaflokki, þ.e. umgengn- isréttarágreiningi, með þeim hætti sem þarf að vera. Málin taka allt of langan tíma og því fer víðsfjarri að lögð sé næg rækt við það að leysa úr ágreiningi,“ segir Bragi og bendir í því samhengi á að mjög skorti t.d. á að skilnaðar- og fjölskylduráðgjöf sé í boði sem og stuðningur við þau börn sem upplifa skilnað foreldra sinna. Vangeta kerfisins til að taka á þessum málum Meðal þess sem Helgi Áss benti á er að litlu máli geti skipt að hvaða efnislegri niðurstöðu menn komast að við meðferð umgengnismála þeg- ar meðferð málsins hefur jafnvel tekið mörg ár án neinnar umgengni á þeim tíma. Aðspurður segist Bragi sammála þeirri niðurstöðu Helga Áss að hinn langi málsmeðferðartími geti haft óbætanleg áhrif á samband barns og foreldris sem það býr ekki hjá. „Þetta er alveg hárrétt nið- urstaða sem hann kemst þarna að. Vangeta kerfisins til þess að leysa úr þessum málum veldur því oft á tíð- um að þegar loksins er kveðinn upp úrskurður þá er einfaldlega orðið vonlaust að framfylgja honum og þetta á við í mörgum tilfellum.“ Aðspurður segist Bragi sammála því að bagalegt sé að umgengnismál falli undir tvo aðila, þ.e. ríki og sveit- arfélög. „Augljóslega eru hnökrar í þessari framkvæmd og brýnt að bæta þar úr.“ Spurður hvernig megi bæta þar úr segir Bragi margar leið- ir koma til greina. „Mér finnst sú leið sem Helgi Áss nefnir [um aukna samvinnu fagaðila, þ.e. lög- fræðinga, sál- fræðinga og fé- lagsráðgjafa, innan sýslu- mannsembætt- isins í stað þess að senda mál til umsagnar hjá barna- verndarnefndum] mjög vel koma til álita. Einnig mætti hugsa sér jafnvel enn þá róttækari útfærslu sem tengdist ekki einvörðungu um- gengnismálum heldur jafnframt for- sjárágreiningi og úrlausn þeirra fyr- ir dómstólum. Mér finnst það þess virði að skoða hvort unnt er að end- urskoða þau mál í einu lagi, því oft á tíðum eru forsjárdeilur og umgengn- ismál tvær hliðar á sama pening. Ég tel því nauðsynlegt að líta á hvoru tveggja þegar menn endurskoða fyr- irkomulagið á þessu,“ segir Bragi og bætir við að ljóst megi vera að nú- verandi ástand mála sé allsendis ófullnægjandi og hafi verið lengi. „Núverandi ástand mála allsendis ófullnægjandi“ Bragi Guðbrandsson silja@mbl.is „SÁ MÁLSMEÐFERÐARTÍMI sem þarna kom fram er of langur, á það ber að fallast,“ segir Rúnar Guðjónsson, sýslumaður í Reykja- vík, þegar leitað var viðbragða hans við gagnrýninni á langa máls- meðferð í umgengnismálum sem fram kemur í kanditatsritgerð Helga Áss Grétarssonar í lögfræði. Þar kom fram að á árunum 2002– 2003 tók það að meðaltali níu mán- uði hjá sýslumanni að úrskurða í umgengnismálum. Aðspurður segir Rúnar ástæður þess að mál taka of langan tíma hjá sýslumanni geta verið marg- víslegar. „Við meðferð umgengn- ismáls þarf að hafa í heiðri máls- meðferðarreglur, s.s. andmæla- reglur og rannsóknarreglu. Það að þær málsmeðferðarreglur eru virt- ar til hins ýtrasta, getur komið niður á málshraðanum,“ segir Rúnar, en bendir þó á að að óbreyttum lögum sé hægt að end- urskoða verkferla og verklag við vinnslu málanna. „Með það að markmiði að gera hana skilvirkari, en eðlilegur málshraði er mikil- vægt atriði þegar lagt er mat á gæði málsmeðferðarinnar. Ég tel rétt að leggja áherslu á sáttastarf með foreldrum, þrátt fyrir að oft geti töluverður tími farið í það. Það var mikilvægt skref til úrbóta að setja í barnalögin úrræðið um sáttameðferð hjá sérfræðingi. Áherslan á að ljúka máli með samkomulagi er í samræmi við það viðhorf að ábyrgðin á því að vel fari liggi hjá foreldrunum,“ segir Rúnar og telur að unnt sé að gera breytingar á barnalögunum sem miði að skilvirkari og árangursrík- ari meðferð málanna. „Það verður þó að horfast í augu við að í ákveðnum tilvikum eru mál það erfið að sáttameðferð, rann- sókn og uppkvaðning úrskurðar tekur að samanlögðu langan tíma sem erfitt er að stytta svo nokkru nemi,“ segir Rúnar og tekur fram að full ástæða sé að taka til athug- unar þær tillögur til úrbóta sem fram koma í ritgerð Helga Áss. Segist hann í því sambandi vera sammála athugasemd Helga Áss um að kærufrestur sé of langur. „Ég tel að foreldri ætti ekki að þurfa tvo mánuði til að gera upp við sig hvort úrskurði sé unað.“ Meðal þess sem Helgi Áss legg- ur til í ritgerð sinni sem leið til úr- bóta væri að sýslumaður fái al- menna lagaheimild til að kveða á um umgengnisrétt til bráðabirgða, sem ekki væri kæranlegur til dómsmálaráðuneytisins. Umsögn barnaverndar- nefndar tekur of langan tíma Aðspurður segir sýslumaður þennan möguleika vel geta nýst til að koma af stað umgengni þegar inn koma mál þar sem engin um- gengni er og ekki tekst að koma henni af stað í gegnum sáttameð- ferð. „En eftir sem áður yrði að leggja áherslu á sáttameðferð við upphaf máls. Full ástæða til að skoða þessa leið, en þarna þyrfti að breyta lögunum.“ Helgi Áss leggur í ritgerð sinni mikla áherslu á mikilvægi þess að umgengnismál fari ekki út úr starfsstöð sýslumanns. Hann vill að hætt verði að senda mál til barnaverndarnefndar og í staðinn verði ráðnir sálfræðingar og fé- lagsráðgjafar til sýslumannsemb- ættisins sem álitsgjafar. Þegar þetta er borið undir sýslumann segir hann ljóst að það úrræði til rannsóknar máls að leita umsagnar barnaverndarnefndar hafi tekið of langan tíma. „Mikilvægt er að um- sagnaraðili, hvort sem það er barnaverndarnefnd eða fagaðili sem sýslumaður hefur ráðið í þjón- ustu sína, skili umsögn sinni svo fljótt sem auðið er.“ Spurður um tillögu Helga Áss að aukinni sam- vinnu fagstétta segir Rúnar það án efa árangursríka leið til umbóta í meðferð umgengnismála. „Sýslu- menn þyrftu að fá aukið fjármagn í málaflokkinn til að geta keypt þjónustu, eða ráðið til sín sálfræð- inga og félagsráðgjafa eða aðra fagmenn.“ Sýslumaðurinn í Reykjavík segir að meira fjármagn þurfi til að vinna í umgengnismálum „Endurskoða má verkferla og verklag við vinnslu mála“ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG ER sammála Helga Áss um að þessi tími sé of langur,“ segir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, þeg- ar gagnrýni Helga Áss Grét- arssonar, á langan málsmeðferð- artíma ráðuneytisins í umgengnismálum, er borin undir hann. Aðspurður um skýringar á löngum málsmeðferðartíma vísar Björn til kandídatsritgerðar Helga Áss í lögfræði sem til umfjöllunar var í Morgunblaðinu í gær. „Skipu- lagt átak hefur verið gert innan ráðuneytisins undanfarin misseri til að stytta hann og hefur það tekist. Hraði má hins vegar ekki verða til þess að draga úr vandaðri máls- meðferð, embættismenn stjórna ekki einir hraðanum vegna þess að aðilar máls fá tíma til að segja álit sitt og hafa uppi andmæli,“ segir Björn og tekur undir það að ein leið til að stytta tímann væri að stytta fresti fyrir aðila máls. „En innan ráðuneytisins hníga hugmyndir um breytingar ekki í þá átt,“ bætir Björn við. Í ritgerð sinni gagnrýnir Helgi Áss að farið sé með umgengnismál eins og önnur stjórnsýslumál. Þeg- ar þetta er borið undir Björn og hann inntur eftir því hvort hann muni beita sér fyrir breytingum þar á bendir Björn á að hann hafi efnt til fundar í ráðuneytinu með Helga Áss og þeim embætt- ismönnum, sem helst koma að þess- um málaflokki þar sem ræddar voru hugmyndir Helga Áss um breytingar. „Ég hef ekki tekið af- stöðu til þeirra allra en tel til dæm- is koma til álita að breyta lögum á þann veg, að kæra til æðra stjórn- valds fresti ekki heimild sýslu- manns til að þrýsta á framkvæmd úrskurðar um umgengni með dag- sektum.“ Eitt af því sem Helgi Áss leggur til í ritgerð sinni er að úrskurðir ráðuneytisins í umgengnismálum verði birtir opinberlega þar sem það sé, að hans mati, áhrifaríkasta leiðin til að auka þekkingu og skiln- ing fagaðila á eðli þessa málaflokks. Aðspurður segir Björn það vera til skoðunar hjá ráðuneytinu hvort ekki sé hægt að birta úrskurði ráðuneytisins með sama hætti og Hæstiréttur birtir dóma sína í forsjármál á Net- inu, en þar er hafður sá háttur á að hylja nöfn aðila. „En þó held ég að miðlun upplýsinga á annan hátt en með því að birta einstaka úrskurði gæti ekki síður verið áhrifarík. Útgáfa á leið- beiningum í hvaða formi sem er mun skila árangri á þessu sviði eins og öðrum.“ Í ritgerð sinni segir Helgi Áss að draga megi verulega í efa að ís- lensk stjórnvöld hafi virt mannrétt- indi umgengnisforeldra. Þegar þetta er borið undir Björn segist hann þeirrar skoðunar að íslensk stjórnvöld virði mannréttindi á þessu sviði eins og öðrum. Dómsmálaráðherra um gagnrýni Helga Áss Grétarssonar „Hraði má ekki vera á kostnað vandaðrar málsmeðferðar“ Björn Bjarnason silja@mbl.is FRYSTITOGARINN Akureyrin EA festi troll í skrúfuna á veiðum á Vestfjarðamiðum sl. fimmtudags- kvöld. Að sögn Guðmundar Freys Guðmundssonar skipstjóra reyndist ekki unnt að losa trollið á miðum úti sökum þess hve veður var vont og var frystitogarinn Baldvin Þor- steinsson EA því fenginn til að draga Akureyna áleiðis til hafnar í gær- morgun, en Baldvin dró skipið inn að mynni Skutulsfjarðar. Þar tók fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson, EA, Akureyrina svo á síðuna og dró til hafnar á Ísafirði. Ekki tókst betur til en svo að Vil- helm fékk líka í skrúfuna á leiðinni til hafnar, þó ekki í aðalskrúfu heldur hliðarskrúfu, sem reyndist að sögn Guðmundar lítið mál að losa. Þessi skipakoma vakti að vonum nokkra athygli á Ísafirði, enda hét Baldvin Þorsteinsson áður Guðbjörg ÍS, öðru nafni Guggan, og var gerð út frá Ísafirði. Nú er skipið í eigu Samherja á Akureyri eins og hin skipin tvö sem komu til Ísafjarðar í gær. Tókst vel að skera úr skrúfunni Þegar blaðamaður náði tali af Guðmundi í gærkvöldi var hljóðið í honum gott. Sagði hann aðeins hafa tekið kafara um hálftíma að skera trollið úr skrúfunni á Akureyrinni. „Þannig að það reyndist miklu minna mál en menn höfðu óttast,“ sagði Guðmundur, sem var að gera skipið klárt til að halda aftur út á miðin ásamt bæði Baldvini og Vil- helm. Öll eru skipin í eigu Samherja á Akureyri. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Akureyrin og Vilhelm fengu trollið í skrúfuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.