Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Denver. AP. | Nýjar gervihnattamæl-
ingar sýna, að íshellan á norð-
urheimskauti minnkar hraðar en áð-
ur var talið enda hefur hitastigið þar
hækkað verulega.
Frá 2002 hafa mælingar sýnt, að
bráðnun að vorlagi fyrir norðan Síb-
eríu og Alaska hefur hafist fyrr en
áður var og nú verður þess sama
vart á öllu heimskautinu. Á þessu ári
hófst bráðnunin 17 dögum fyrr en
venjulega.
19. september síðastlinn var ís-
hellan á norðurheimskautinu 5,27
milljónir ferkílómetra og sú minnsta
frá því mælingar hófust að sögn
bandarískra vísindamanna. Er hún
20% minni en hún var til jafnaðar
eftir að mælingar á henni hófust
1978.
„Bráðnunin virðist vera að aukast
enda hefur hitastigið hækkað á síð-
ustu áratugum,“ sagði Ted Scambos
við snjó- og ísrannsóknastofnun
Colorado-háskóla. Sagði hann, að
vísindamenn væru enn sem komið
tregir til að skrifa þetta allt á reikn-
ing gróðurhúsaáhrifa þótt engin
önnur skýring væri uppi á borðinu.
Vísindamenn telja, að eftir því
sem ísinn minnki, muni hitinn
aukast. Er það vegna þess, að hvítur
ísinn endurkastar miklu af því sólar-
ljósi, sem á hann fellur, en sjór og
jörð gleypa það aftur í sig.
Ísbráðnun
vex með
hverju ári
' $
(
)*+* #$
)
!"0 "G
0 ""16& .4"60.
!
.
/012324
!"
#$%&
' "
5! ,
6%
7 6%
(
) * + *(+
*,-,,,
*
*
+ .( )
+/ )
* +
.+
>4 &'0.&& 7/ # 7/3LAO
.0 ="# 0. 4 .""&&
0. #. &0 &
# H& . "'. 05"
. & "4 " # &H 4
-." && = ) & 1&H
" #H C A 0. .& 4
0." 5 0 "
&. 0 C
5 &
2 $ !
0&!120&
%"' 4 .""& 0 ) &
&& H& . 0 & & C
5 & = " "' &&
>. 5 &H4 0 &&
.#& ,. ,6& .0
.& 4 )1&0 # ."0 4 5
'"$ 0 %
!". 4 &'0.&& ."1
&.&' #6H C
".#&' .0
"4 8 &# "'
"8&& "1H &
#!2
-.""0 "G
0 ""16&
.4"60.
!
"# $%&'
% "(%
P0 &H4 )H
4 +&' " 5&C
"&' # QH "&'
)**8)**)*88)*8)*+8
9
+
8
*
/
5
D0
""1
.
0
F
3!!"
Algeirsborg. AFP. | Kjósendur í Alsír
samþykktu í fyrradag með miklum
meirihluta tillögu Abdelaziz Boute-
flika forseta um þjóðarsátt en með
henni er stefnt að því að binda enda
á óöldina í landinu.
Samkvæmt tilkynningu frá als-
írska innanríkisráðuneytinu var
kjörsóknin tæplega 80% og fékk til-
lagan stuðning 97% kjósenda. Í
henni er kveðið á um sakaruppgjöf
til handa íslömskum öfgamönnum,
sem átt hafa í stríði við stjórnarher-
inn í 13 ár og framið mörg skelfileg
hryðjuverk. Nær sakaruppgjöfin
einnig til hersins en hann hefur líka
verið sakaður um grimmdarverk.
Átökin í Alsír hófust árið 1992
þegar stjórnvöld aflýstu síðari um-
ferð þingkosninga en þá þótti ljóst,
að flokkur bókstafstrúarmanna, Ísl-
amska frelsisfylkingin, myndi vinna
stórsigur. Voru skæruliðar lengi
taldir vera um 25.000 talsins en nú
er áætlað, að þeir séu ekki nema um
1.000. Talið er, að á annað hundrað
þúsunda manna hafi fallið í þessu
stríði og að minnsta kosti 6.000
manna er saknað.
Stjórnarandstaðan í Alsír og
mannréttindasamtök hvöttu fólk til
að segja nei við tillögunni og sögðu,
að ekki væri hægt að strika yfir þau
grimmdarverk, sem framin hefðu
verið af hvorumtveggju. Nær sak-
aruppgjöfin raunar ekki til mestu
glæpaverkanna en orðalagið á því
ákvæði þykir hins vegar mjög
óljóst.
Uppgefin þjóð
Ekki er efast um tilkynningu
stjórnvalda um mikið fylgi við tillög-
una enda eru Alsírmenn fyrir löngu
orðnir uppgefnir á ástandinu, sem
haldið hefur öllu þjóðlífinu í gíslingu
í meira en áratug. Friður í landinu
eykur hins vegar vonir um aukna,
efnahagslega framþróun og nánara
samband við vestræn ríki eins og
Bouteflika forseti stefnir að.
Tillaga um þjóðar-
sátt samþykkt í Alsír
Washington. AP, AFP. | Judith Miller,
bandarískur blaðamaður, sem
dæmdur var í fangelsi fyrir að neita
að gefa upp nafn heimildarmanns,
var látin laus í gær. Kom hún þá
strax fyrir alríkisdómstól, sem er
að rannsaka hver svipti hulunni af
nafni eins starfsmanns CIA, banda-
rísku leyniþjónustunnar.
Miller hafði setið inni í 12 vikur
þegar heimildarmaðurinn, sem er
sagður vera I. Lewis Libby, starfs-
mannastjóri Dick Cheneys, varafor-
seta Bandaríkjanna, leyfði henni að
nefna sig.
Það varðar við lög í Bandaríkj-
unum að opinbera nöfn á starfs-
mönnum CIA og Miller gerðist
raunar aldrei sek um það. Nafnið á
umræddum CIA-starfsmanni, Val-
erie Plame, kom fram hjá dálkahöf-
undinum Robert Novak en Miller
var einnig talin hafa upplýsingar
um það. Hún neitaði hins vegar að
tilgreina heimildir.
Embættismenn bornir sökum
Joseph Wilson, eiginmaður
Plame, sakar bandaríska embætt-
ismenn um að hafa eyðilagt starfs-
feril konu sinnar með því skýra frá
nafni hennar. Það hafi þeir gert til
að hefna þess, að hann skrifaði
harða grein og gagnrýndi George
W. Bush forseta fyrir að hafa notað
það sem röksemd fyrir Íraksinnrás,
að Saddam Hussein, fyrrverandi
Íraksforseti, hefði ætlað að kaupa
auðgað úran í Afríkuríkinu Níger.
Sagði Wilson, að áður hefði verið
ljóst, að upplýsingar um þetta væru
tilbúningur.
AP
Judith Miller eftir að hún hafði
komið fyrir dómara í New York.
Miller látin
laus úr
fangelsi
Singapúr. AFP. | Orkuþörf í
heiminum mun vaxa um 50%
næstu 25 árin, ekki síst vegna
hagvaxtar í Kína og Indlandi,
að sögn eins af ráðamönnum
ExxonMobil-olíufélagsins, Kwa
Chong Seng, á fimmtudag.
Kwa er yfirmaður deildar fyr-
irtækisins í Asíu.
Kwa sagði á ráðstefnu í
Singapúr að ef gert væri ráð
fyrir hagvexti á austanverðu
Asíusvæðinu sem næmi að
meðaltali 3% myndi orkuþörf-
in, mælt í olíufötum, vaxa
næstu 25 árin úr 220 milljónum
fata á dag í 335 milljónir fata.
Annar sérfræðingur í þessum
efnum, Peter Cockroft, sagði
fátt benda til að orkuþörfin
myndi minnka. Væri því enn
brýnna en áður að finna nýjar
olíulindir þar sem margar
gamlar lindir væru að tæmast.
„Við notum nú a.m.k. sex sinn-
um meiri olíu en við finnum og
mér finnst þetta mikið vanda-
mál,“ sagði Cockroft. „Hvar
munum við finna meira af olíu?
Svarið liggur ekki í augum
uppi … í raun vitum við það
ekki.“
Mestu óunnu olíubirgðir sem
vitað er um með vissu eru í
Mið-Austurlöndum, um 734
þúsund milljón föt af olíu en
fatið er 155 lítrar. Cockroft
benti á að núna kæmi megnið af
olíu á heimsmarkaði frá um-
ræddu svæði sem ekki væri
beinlínis heppilegt þegar haft
væri í huga hve mikill pólitísk-
ur óstöðugleiki ríkti þar. Birgð-
irnar væru ekki þar sem menn
vildu að þær væru. Huga yrði
meira að vænlegum stöðum
sem þótt hefðu tæknilega erf-
iðir viðfangs, til dæmis í grennd
við Norðurheimskautið og
einnig mætti leita nýrra linda á
miklu hafdýpi fjarri landi.
Leitað
verði olíu
við Norð-
urskautið
Orkuþörfin eykst
mjög hratt
NÁMSMENN í Jakarta í Indónesíu efndu í gær til mik-
illa mótmæla gegn stjórnvöldum en í gær ætluðu þau
að hækka bensínverð í landinu um allt að 50%. Hafa
þau árum saman haldið verðinu niðri með miklum nið-
urgreiðslum, sem nú eru farnar að svara til fimmtungs
fjárlaganna. Í mars á þessu ári var verðið hækkað um
29% en samt hefur bensínlítrinn ekki kostað nema um
14 kr. ísl. að undanförnu. Ekki er vitað hvort verð á
steinolíu verður hækkað en hún er ein af mestu lífs-
nauðsynjum almennings, sem notar hana til eldunar og
ljósa. Lítrinn af henni kostar nú aðeins rúmar fjórar
krónur.
Reuters
Verðhækkun á bensíni mótmælt
Bagdad. AP, AFP. | Að minnsta kosti 10
manns létu lífið er bílsprengja sprakk
í gær á grænmetismarkaði í bænum
Hilla, sem er suður af Bagdad. Var
henni beint gegn sjítum í bænum en
aðeins á tveimur dögum hafa 102
þeirra fallið í árásum hryðjuverka-
manna.
Í yfirlýsingu frá al-Qaeda-hryðju-
verkasamtökunum sögðust þau bera
ábyrgð á ódæðinu en æðsti maður
þeirra í Írak, Abu Musab al-Zarqawi,
hefur lýst yfir allsherjarstríði gegn
sjítum.
Mahmud Othman, einn þingmanna
Kúrda, sagði í gær, að í raun geisaði
óyfirlýst borgarastríð í landinu þótt í
smáum stíl væri. Fyrir hryðjuverka-
mönnum vekti að hleypa öllu í bál og
brand.
Íraskir öryggissveitamenn hand-
tóku í gær konu nálægt fjölsóttum
markaði í Bagdad og reyndist hún
vera með sprengiefni innan klæða.
Fyrir aðeins nokkrum dögum var
kona í hópi sjálfsmorðsárásarmanna
og var hún sú fyrsta, sem vitað er um.
Hryðjuverk
gegn sjítum
♦♦♦