Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 47 UMRÆÐAN Á UNDANFÖRNUM árum hafa átt sér stað svo umfangsmiklar þjóð- félagsbreytingar að ýmsir tala um að Ísland í dag sé allt annað en það var fyrir 15 árum. Þessar breytingar hafa m.a. átt sér stað í starfsumhverfi sveitarfélaganna, sem dregið hafa úr beinni þátttöku í atvinnurekstri en leitast þess í stað við að skapa atvinnulífi og íbúunum hagfelldari skil- yrði og betri þjónustu. Stjórnsýsla sveitarfélag- anna er orðin flóknari og vandasamari en áður var, ábyrgð þeirra í ýms- um málaflokkum hefur aukist og verkefnum þeirra hefur fjölgað. Þó er hlutdeild íslenskra sveitarfélaga í ráðstöfun op- inberra fjármuna minni hérlendis en annars staðar á Norðurlöndum, eða rúmlega 30% hér á móti 60–70% þar, og ráðstöfunarhlutdeild ríkisins þeim mun hærri hér og miðstýring meiri. Með færslu fleiri verkefna frá ríki til sveitarfélaga, samhliða færslu eðli- legra og tryggra tekjustofna til sveit- arfélaganna, færist ákvarðanataka og áhrifavald á ýmsum samfélagslegum verkefnum og þjónustu frá miðstýrðu ríkisvaldi til sveitarfélaganna og þar með nær íbúunum. Viðbrögð við breyttum aðstæðum Samgöngur hafa batnað til muna, sem leitt hefur til þess að fólk getur sótt atvinnu um lengri veg, og bætt fjarskipti og tilkoma netsins leiða til þess að nú er víða mögulegt að stunda fjölbreyttari störf í dreifbýli. Ný sam- eiginleg atvinnu- og þjónustusvæði hafa stækkað og orðið til og einskorð- ast ekki lengur við gömul sveitarfé- lagamörk. Fólk býr í einu sveitarfé- lagi, starfar í öðru og nýtur hugsanlega þjónustu í þeim báðum. Við þessum þjóð- félagsbreytingum hafa sveitarstjórnarmenn sums staðar brugðist með því að stofna til samvinnu um ýmis sam- félagsleg verkefni, sem tíðum er stýrt af sam- starfsnefndum, þar sem áhrif einstakra kjörinna sveitarstjórnarmanna geta verið takmörkuð og ábyrgð þeirra óljós. Ann- ars staðar hafa íbúar margra sveitarfélaga brugðist við með því að samþykkja í atkvæðagreiðslum sam- einingu hlutaðeigandi sveitarfélaga í stærri heildir og á sl. 15 árum hefur sveitarfélögunum fækkað úr 204 í 92, eða um 112, að teknu tilliti til þeirra sameininga sem nú þegar hafa verið samþykktar og ganga í gildi næsta vor. Stefnumörkun sveitarstjórna Enn er sveitarfélagaskipanin þó víða með líkum hætti og hún var fyrir hálfri eða einni öld og miðuð við þjóð- félagsgerð þeirra tíma. Af þeirri ástæðu er sveitarstjórnarstigið á Ís- landi veikara en í nálægum löndum, hlutverk þess og verkefni takmark- aðri og umsvif ríkisvaldsins og mið- stýring þess þeim mun meiri. Á árinu 2002 mörkuðu fulltrúaráð og lands- þing Sambands íslenskra sveitarfé- laga þá stefnu að á yfirstandandi kjör- tímabili sveitarstjórna skyldi unnið að eflingu sveitarstjórnarstigsins með frjálsri sameiningu sveitarfélaga og við það miðað að þau næðu a.m.k. yfir heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði. Í samræmi við þá stefnumörkun voru teknar upp viðræður við rík- isvaldið um tekjustofna og verkefni sveitarfélaga og stækkun þeirra og eflingu með sameiningu. Það er því fyrst og fremst fyrir frumkvæði full- trúaráðs og landsþings sambandsins, þ.e. sveitarstjórnarmanna sjálfra, að efnt er til atkvæðagreiðslna um til- lögur um sameiningu sveitarfélaga víða um land 8. október nk. Sú að- ferðafræði við endurskipulagningu sveitarstjórnarstigsins er ólík þeirri sem viðhöfð hefur verið í nálægum löndum. Í Danmörku er nú t.d. unnið að aðlögun sveitarfélaga að nýjum að- stæðum og búið að taka ákvörðun um að fækka þeim úr 271 í 98 án þess að álits íbúanna sé leitað. Íbúarnir ráða þróuninni Ákvörðun um það hvort einstök sveitarfélög verða sameinuð öðrum veltur því á afstöðu íbúanna en ekki sveitarstjórnarmanna einna. Rík ástæða er því til að hvetja þá til að meta af kostgæfni hvort sameining- artillögurnar geti ekki leitt til betri sóknarfæra og skilvirkari og betri þjónustu á hlutaðeigandi búsetu- svæði. Í sameiningarkosningunum gefst íbúunum tækifæri til að hafa áhrif á framþróun síns nánasta um- hverfis, aðlögun sveitarfélaganna að nútímanum og eflingu sveitarstjórn- arstigsins. Það tækifæri eiga þeir að nýta sér og taka afstöðu. Lögun sveitar- félaganna að nútímanum Þórður Skúlason fjallar um þjóðfélagsbreytingar ’Ákvörðun um þaðhvort einstök sveit- arfélög verða sameinuð öðrum veltur því á afstöðu íbúanna en ekki sveitarstjórn- armanna einna.‘ Þórður Skúlason Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. ég hældi bókinni á hvert reipi en Kristinn hefur fundið henni flest til foráttu, og rakti hann ástæður þess í grein sinni. Sjálfur vil ég ekki troða illsakir við Kristin um bókina en taldi nauð- synlegt að benda á að það er ekki rétt, sem hann hélt fram í grein sinni, að ritdómur minn hafi verið „pantaður úti í bæ“ (þótt það standi kannski nær Frétta- blaðinu að taka þá gagn- rýni til sín). Rétt er hjá Kristni að Arnþór með- höfundur hans er kunn- ingi minn en það tók ég líka sér- staklega fram í ritdóminum, svo það RITDÓMARAR lenda gjarnan í því að höfundar rita eru ósammála gagnrýni á verk þeirra og reiðast henni jafnvel. Sú er raunin með Kristin Benediktsson en í grein í Morgunblaðinu 29. september fann hann að ritdómi mín- um um bók hans og Arnþórs Gunn- arssonar, Fiskisagan flýgur, sem er nýkomin út. Staðan er hins vegar óvenjuleg að því leyti að færi ekki á milli mála. Bókin hafði einfaldlega fengið svo ósanngjarna umfjöllun að mínu mati að ég gat ekki orða bundist. Ég ætla að halda áfram að lofa bókina, þar með talið frábærar ljósmyndir Kristins, og hvet fólk til að kveða upp eigin dóm í þessum efnum með því að skoða verkið. Það verður svo að hafa það ef Kristinn Benediktsson heldur áfram að reiðast hólinu. Fiskurinn hefur fögur hljóð Guðni Th. Jóhannesson fjallar um gagnrýni Kristins Bene- diktssonar á lof um bók hans Guðni Th. Jóhannesson ’...ég hældi bókinni áhvert reipi en Kristinn hefur fundið henni flest til foráttu...‘ Höfundur er sagnfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.